Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 50
AFMÆLI 50 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Áhrifamaður í búnaðarsögu 20. aldar Guðmundur Jóns- son, fyrrverandi skóla- stjóri á Hvanneyri, kom í síðasta sinn að Hvanneyri 6. ágúst árið 1999. Það var röskum mánuði eftir að Hvann- eyrarskóli var lögform- lega gerður að land- búnaðarháskóla á 110 ára afmæli skólans. Í för með Guðmundi voru synir hans Sigurður og Ásgeir. Hann var þá orðinn nokkuð ellimóður og sjóndapur. Guðmundur var leiddur til stofu þar sem gamla skrifborðið hans er geymt sem minjagripur, ásamt skrifborðsstól og ferðaritvélinni sem hann hafði notað áratugum saman. Það var ógleym- anleg sjón að sjá þegar öldungurinn settist með kunnuglegum hreyfing- um í gamla stólinn sinn við skrifborð- ið og strauk því og ritvélinni eins og gömlum vinum. Frá þessu skrifborði stjórnaði hann Bændaskólanum á Hvanneyri í 24 ár, Búreikningaskrif- stofu ríkisins í 14 ár og á þessa ritvél skrifaði hann fjölda bóka og greina, auk margs annars. Guðmundur Jónsson fæddist 2. mars 1902 á Torfalæk í A-Húna- vatnssýslu. Hann varð búfræði- kandídat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1925, settur skóla- stjóri á Hólum 1925–1926, ráðunaut- ur 1926–1928, kennari við Bænda- skólann á Hvanneyri 1928–1947 og settur skólastjóri þar 1944–1945 og skipaður skólastjóri 1947–1972. Árið 1926 kvæntist hann Ragnhildi Ólafs- dóttur frá Fáskrúðsfirði, hún lést ár- ið 1980. Synir þeirra voru Jón Ólafur, deildarstjóri bútæknideildar, sem lést árið 1985, Sigurður Reynir, fyrr- verandi skólastjóri, og Ásgeir, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Náms- gagnastofnunar. Kjördóttir Guðmundar og Ragnhildar er Sól- veig Gyða, húsmóðir og blóma- skreytingamaður. Hér verður í fáum orðum reynt að rekja starfssögu Guðmundar Jóns- sonar, sem er mikilvægur þáttur í búnaðarsögu tuttugustu aldar. Það var m.a. vegna þess að Guðmundur var ótrúlegur afkastamaður á meðan heilsa leyfði. Skólastjóri og frumkvöðull æðri búfræðimenntunar Afskipti Guðmundar af búnaðar- fræðslu hófust í raun strax og hann kom heim frá námi. Þá um haustið 1925 tók hann að sér að vera í for- svari fyrir Bændaskólann á Hólum í fjarveru þáverandi skólstjóra Páls Zóphóníassonar sem var í námsleyfi. Vorið 1928 réðst hann svo sem kenn- ari við Bændaskólann á Hvanneyri sem varð starfsvettvangur hans æ síðan eða um 44 ára skeið, fyrst sem kennari og síðar skólastjóri. Kennslugreinar Guðmundar voru einkum á sviði jarðræktarfræði og búnaðarhagfræði en jafnframt því var hann verknámskennari skólans um nokkurt skeið. Fyrstu kennslu- bókina, Jarðræktarfræði, samdi Guðmundur árið 1928. Samhliða kennslunni sinnti hann margs konar rannsóknar- og fræði- störfum og skrifaði í blöð og tímarit greinar um landbúnaðarmálefni. Á þessum árum vann hann einnig mik- ið brautryðjendastarf er hann, ásamt Þóri Guðmundssyni, kennara á Hvanneyri, hóf að gefa út tímaritið Búfræðinginn árið 1934. Fræðigrein- ar í Búfræðingnum urðu með tím- anum uppistaða í kennsluefni í mörg- um námsgreinum við bændaskólana og þar á meðal var ritgerð Guðmund- ur um búfjáráburð. Búfræðingur kom út til ársins 1954 og mun Guð- mundur hafa ritað alls um 110 pistla, stóra og smáa, í ritið auk þess að sjá um nær allar skólaskýrslur Hvann- eyrarskólans. Guðmundur hafði verið kennari á Hvanneyri í um 20 ár þegar hann var settur skólastjóri 1944–1945 og skip- aður skólastjóri vorið 1947. Þegar Guðmund- ur tekur við skólastjórn á Hvanneyri verður eitt af hans fyrstu verkum að hrinda í framkvæmd fyrsta vísi að háskóla- námi í búfræði hér á landi og frumraun í kennslu á háskólastigi utan Háskóla Íslands. Alllangur aðdragandi var að þessari frum- raun og margir höfðu lagt fram tillögur um að koma á laggirnar slíku framhaldsnámi fyrir búfræðinga allt frá árinu 1921. Meðal þeirra var Guðmundur sem í tvígang sendi frá sér tillögur að slíku námi, fyrst árið 1933 og síðan árið 1943. Þegar starfsemi framhaldsdeild- arinnar á Hvanneyri hófst haustið 1947 var ekki til löggjöf um námið, aðeins heimild landbúnaðarráð- herra, Bjarna Ásgeirssonar, og rík- isstjórnarinnar. Fyrstu lagaákvæðin um námið er að finna í einni grein laga nr. 22/1948 um bændaskóla. Námið studdist við þessa einu grein og reglugerðarákvæði allt til þess að lög um búnaðarfræðslu voru sett árið 1978. Allt fyrirkomulag námsins var mjög í anda þeirra tillagna sem Guð- mundur hafði lagt fram árið 1943 og miðaðist að því að bæta úr brýnni þörf leiðbeinanda landbúnaðarins. Þá fylgdist Guðmundur náið með þróun háskólanáms á Norðurlöndun- um og byggði námið á Hvanneyri upp í samræmi við það og aflaði nem- endum möguleika til framhaldsnáms við norræna landbúnaðarháskóla. Allir forystumenn íslensks land- búnaðar voru sammála um þörfina fyrir aukinn mannafla til leiðbein- inga fyrir íslenskan landbúnað og virtist stofnun framhaldsdeildarinn- ar á Hvanneyri öllum fagnaðarefni. Nokkru eftir stofnun hennar hófst þó harðvítug barátta fyrir tilvist henn- ar, sem stóð um árabil. Í þeirri orra- hríð, sem oft var hörð og um margt óvægin, lét Guðmundur aldrei deig- an síga og sýndi oft ótrúlega þraut- seigju og kjark. Hann lét ekkert koma sér úr jafnvægi, hvorki hina sætustu sigra né hin sárustu von- brigði. Guðmundur átti sér það lokatak- mark að Hvanneyri yrði öflug búvís- indastofnun, sem veitti æðri búnað- armenntun og sinnti landbúnaðar- rannsóknum. Í þessu æðsta baráttu- máli sínu hafði Guðmundur sigur og í dag telst hann helsti brautryðjandi æðra búnaðarnáms á Íslandi og mun skipa öndvegi þegar fjallað er um upphaf og uppbyggingu háskóla- menntunar í búfræði hérlendis. Þann tíma sem Guðmundur starf- aði á Hvanneyri stunduðu 1.757 nem- endur þar nám í bændadeild skólans og 101 í framhaldsnámi og hann brautskráði 786 búfræðinga og 89 búfræðikandídata í skólastjóratíð sinni. Þegar hann hætti störfnum haustið 1972, þá sjötugur, gat hann litið yfir farsæla starfsævi, séð loka- takmarkið í höfn, háskólamenntun í landbúnaði á Íslandi var orðin að veruleika. Árið 1999 var Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri stofnað- ur og tók við hlutverki Bændaskól- ans á Hvanneyri. Þar með var sú háskólamenntun sem Guðmundur hóf 52 árum áður formlega sett jafn- fætis annarri háskólamenntun í land- inu. Búreikningar og hagur bænda Guðmundur var afar talnaglöggur maður. Það hefur án efa átt sinn þátt í að hann var ráðinn forstöðumaður Búreikningaskrifstofu ríkisins, sem var stofnuð árið 1933. Því starfi hélt hann þar til hann varð skólastjóri ár- ið 1947. Í sambandi við starf sitt dvaldist hann um tíma í Danmörku, Noregi og Svíþjóð árið 1939. Í þeirri ferð hefur honum líklega orðið enn ljósara en áður hve landbúnaður á Íslandi var vanþróaður. Í Búfræðingnum árið 1944 fjallar Guðmundur um nokkrar niðurstöður úr búreikningum. Þar segir hann; …„vinnuafköstin hér á landi (eru) minni en á Norðurlöndum, Banda- ríkjunum og Englandi.“ Í framhald- inu segir: „Stærsta framfaraatriði hins íslenska landbúnaðar nú og í ná- inni framtíð er meiri vinnutækni, aukin afköst.“ Hann bendir á að í upphafi síðari heimsstyrjaldar voru búin ákaflega lítil og vinna við bú- skapinn mikil. Hjá fimm „bestu“ bú- reikningabændunum var bústærðin að meðaltali 93 ær, 5,3 kýr og 6,6 hestar og auk þess voru ræktuð 4 tonn af garðávöxtum, líklega fyrst og fremst kartöflum og gulrófum. Á þessum bestu búum var unnin 13.431 vinnustund á ári af körlum, konum og liðléttingum við búskap og heim- ilisstörf. Meðallaun karla á klukku- stund voru í búreikningunum reikn- uð 0,41 kr. og kvenna 0,26 kr. Þetta voru ótrúlega lág laun, en fólkið svalt ekki vegna þess að það stundaði að mestu leyti sjálfsþurftarbúskap. Um niðurstöðuna skrifar Guðmundur: „Ef ég væri spurður að því, á hvern hátt væri auðveldast að bæta rekstr- arafkomu íslensks landbúnaðar, mundi ég hiklaust svara: Kaupið meiri vélar og tæki, og gerið tún og engjar þannig úr garði, að þið getið notfært ykkur þessi áhöld… Ég held, að framtíð íslensks landbúnað- ar í samkeppni við aðra atvinnuvegi hér og landbúnað meðal annarra þjóða sé fyrst og fremst komin undir betri hagnýtingu vinnunnar, þótt fleira komi auðvitað til greina.“ Vegna þekkingar á hag bænda var Guðmundur fenginn til að fjalla um verðlagningu landbúnaðarafurða 1943–1947, fyrst í verðlagsnefnd og seinna sem formaður búnaðarráðs. Tæknivæðing landbúnaðarins Guðmundur sá það á námsárum sínum í Danmörku að þar var land- búnaðurinn tæknivæddari og betur rekinn en á Íslandi. Það sama las hann út úr búreikningunum sem hann fjallaði um. Þess vegna varð hann mikill áhugamaður um að bændur ykju afköst sín með nýrri tækni. Í kreppunni 1930–1940 var geta bænda til að kaupa ný verkfæri hins vegar mjög lítil. Þegar stríðið skall á árið 1939 fengust engin verk- færi. Í 9. árgangi Búfræðingsins, sem kom út 1942, ræðir Guðmundur um að erfiðleikar séu á að útvega inn- fluttar vörur, þar á meðal tilbúinn áburð og grasfræ. Í framhaldi af því segir hann að „hentugt sé að leggja nokkra peninga í framræslu á þeim jörðum, þar sem tún eru of raklend, eða til að búa í haginn fyrir framtíð- ina.“ Guðmundur beitti sér fyrir því að bændur réðu til sín búfræðinga frá Hvanneyri til að ræsa fram tún og mýrar og kenna mönnum vinnu- brögðin. Þá komu varla önnur verk- færi til greina en skófla, gaffall og lokræsaspaði. Þetta átti eftir að breytast strax eftir stríðið. Eftir stríðið var fleirum en Guð- mundi ljóst að gera þyrfti átak í að bæta vinnubrögð í landbúnaði. Þess vegna var verkfæranefnd ríkisins stofnuð árið 1946. Guðmundur var skipaður formaður hennar og hafði það starf með höndum til ársins 1965 þegar hún var lögð niður og verk- efnið flutt til Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Verkefni nefndar- innar var að prófa ný tæki og tækni við bústörf. Starfsemin jókst veru- lega þegar Jón Ólafur, sonur Guð- mundar, sérfræðingur í búvélafræði, kom frá námi 1954 og gerðist fram- kvæmdastjóri nefndarinnar. Hann var síðan deildarstjóri hjá bútækni- deild RALA þar til hann lést árið 1985, langt um aldur fram. Starfsem- in hefur alla tíð verið á Hvanneyri. Þeim sem til þekkja blandaðist ekki hugur um að stofnun verkfæranefnd- ar og síðan bútæknideildar RALA hefur verið mikil lyftistöng fyrir ís- lenskan landbúnað. Árið 1945 var 21 býli á Suðurlandi um hverja dráttarvél, flestar þeirra voru gamlar og á járnhjólum, ástandið hefur varla verið ólíkt í öðr- um landshlutum. Um þetta leyti voru fyrstu svokallaðar heimilisdráttar- vélar fluttar til landsins. Það voru litlar vélar sem hentuðu vel fyrir heyskap. Eðlilega var mikill hugur í bændum að fá sér slíkar dráttarvélar með tilheyrandi verkfærum. Þekk- ing bænda á meðferð vélanna var hins vegar af skornum skammti. Þegar Guðmundur tók við skóla- stjórn á Hvanneyri árið 1947 var það hluti af skólastarfinu að halda stutt námskeið til að þjálfa menn í akstri og meðferð dráttarvéla. Þessi starf- semi stóð í nokkur ár, á meðan drátt- arvélarnar voru nýjung, sem talið var nauðsynlegt að menn lærðu að umgangast. Auk æfinga í meðferð dráttarvéla fengu nemendur skólans einnig þjálfun í notkun á jarðýtum og skurðgröfum. Það má því segja að starfsstétt jarðýtu- og skurðgröfu- manna hafi á þessum tíma að miklu leyti alist upp undir handarjaðri Guðmundar á Hvanneyri. Búfræðirannsóknir Á skólaárum sínum mun Guð- mundur hafa haft áhuga á helga sig rannsóknum, einkum í jarðrækt. Á kennaraárum sínum á Hvanneyri gerði hann jarðræktar- og bútækni- tilraunir. Í framhaldi af því skrifaði Guðmundur þekkt verk um búfjár- áburð. Vegna starfa sinna sem for- stöðumaður Búreikningaskrifstof- unnar varð búnaðarhagfræði Guð- mundi hugleikin. „Nokkur hagfræði- leg atriði varðandi íslenskan land- búnað“ hét ritgerð sem hann samdi og Búnaðarfélag Íslands verðlaunaði og gaf út árið 1947. Þar gerir hann glögga grein fyrir stöðu íslensks landbúnaðar á kreppu- og stríðsár- unum miðað við landbúnað nálægra landa. Nokkur hefð var fyrir því að kenn- arar á Hvanneyri stunduðu rann- sóknir. Þegar Guðmundur tók við skólastjórn árið 1947 og hóf búfræði- kennslu á háskólastigi, þá efldi hann rannsóknartarfsemina við skólann, enda fara kennsla og rannsóknir vel saman. Auk bútæknirannsókna voru jarðræktar- og búfjárræktartilraun- ir gerðar í meira mæli en áður. Þeim til styrktar voru gerðar efnarann- sóknir á efnarannsóknarstofu sem komið var upp á Hvanneyri. Eftir að Guðmundur lét af störfum sem skólastjóri tók hann sér fyrir hendur að gera skrá yfir allar land- búnaðarrannsóknir sem gerðar höfðu verið á Íslandi frá 1900 til 1980. Þessi skrá kom út í tveimur bindum, ásamt tilvísunarskrá, á ár- unum 1979–1998, alls 1.144 blaðsíður að stærð, en við útgáfu síðari bind- anna naut hann aðstoðar annarra. Ritstörf Auk allra annarra starfa skrifaði Guðmundur fjölda bóka og greina um margvísleg efni. Mestu afkastaði hann eftir að hann lét af skólastjórn, sjötugur að aldri. Hér verða nefnd helstu ritverk Guðmundar, sem ekki eru áður talin. Hann gaf út ársritið Búfræðing- urinn, ásamt Þóri Guðmundssyni, samkennara sínum á Hvanneyri, ár- in 1934–1937. Á árunum 1935–1954 tóku félög búfræðinga frá Hólum og Hvanneyri við útgáfunni og gáfu alls út 12 árganga. Guðmundur var rit- stjóri af hálfu Hvanneyringa en Gunnlaugur Björnsson frá Hóla- mönnum. Búfræðingurinn er vafa- laust á meðal merkustu búfræðirita sem gefin voru út á síðustu öld. Árið 1953 hóf Guðmundur að taka saman skrá um flest það sem komið hafði á prenti um landbúnað. Þegar hann var orðinn skólastjóri fékk hann nokkra menn til að halda áfram með verkið, sem kom út fjölritað árið 1967 í sex heftum. Þegar hann lét af skólastjórn hélt hann sjálfur áfram með verkið og kom það út árið 1978 og nær til ársins 1975. Guðmundur skrifaði tvær stórar bækur um sögu Hvanneyrarskóla, hin fyrri kom út á fimmtíu ára afmæli skólans árið 1939 og hin síðari þegar skólinn var níutíu ára 1979. Guðmundur tók saman ritið Ís- lenskir búfræðikandídatar. Fyrsta útgáfa kom út 1974 og önnur útgáfa 1985. Í ritinu eru æviágrip 359 manna, sem lokið hafa háskólanámi í búfræði og skyldum fögum. Guðmundur tók að sér ritstjórn á bókaflokknum „Bóndi er bústólpi – sagt frá nokkrum góðbændum“. Alls komu út sjö bindi út í bókaflokknum á árunum 1980–1986. Þar er sögð ævisaga 78 bænda, sem voru áber- andi á 19. og 20. öld. Af þessum þátt- um skrifaði Guðmundur sjálfur fimm. Við færum Guðmundi hugheilar kveðjur og árnaðaróskir á 100 ára af- mæli hans með þakklæti fyrir hið mikla starf hans fyrir Hvanneyri og íslenskan landbúnað. Magnús B. Jónsson, Magnús Óskarsson. GUÐMUNDUR JÓNSSON Heimildir. Árni G. Eylands, 1950: Búvélar og ræktun. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Búfræðingurinn 4–17, 1938–1954. Ritstjórar: Guðmundur Jónsson og Gunnlaugur Björnsson. Guðmundur Jónsson, 1985: Íslenskir búfræðikandídatar. Útg. Félag ísl. búfræðikandídata. Magnús B. Jónsson, 1992. Störf Guðmundar Jónssonar fyrir íslenskan landbúnað. Rit búvísindadeildar nr. 1. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, í heimsókn á Hvanneyri 6. ágúst 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.