Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ OFT er talað um stjúpmóðurlegt sinnuleysi tónskálda í garð víólunnar, eins og sést af hlutfallslega rýrum hlut hljóðfærisins í tónbókmenntum. En hvað má þá ekki segja um kontra- bassann? Þessi – miðað við stærð – ljúfi risi fiðlufjölskyldunnar hefur orðið að þola þvílíkt afskiptaleysi, að konsertar fyrir hann eru enn teljandi á fingrum. Hér á landi hefur þannig aðeins einn slíkur verið saminn hing- að til, Niður eftir Þorkel Sigurbjörns- son frá 1974, og íslenzk samleiksverk fyrir kontrabassa, hvað þá án undir- leiks, trúlega varla til (með fyrirvara um hugsanlega undantekningu eftir okkar mann í Hollywood, Árna Eg- ilsson). Verk Karólínu Eiríksdóttur sem hér var frumflutt gæti því sem hægast verið fyrsta íslenzka dæmið af síðari sortinni. Með ört vaxandi leikfærni síðari áratuga hafa kontrabassaleikarar eðlilega viljað fá aukna hlutdeild í sviðsljósinu, og sólisti kvöldsins, Þórir Jóhannsson, meðlimur í Sinfóníu- hljómsveit Íslands og kennari við Tónlistarskóla Kópavogs, var meðal nýlegra dæma um það. Tónleikarnir báru hina talandi yfirskrift Kontra- bassi í bak og fyrir og voru liður í tón- leikaröð kennara við nefnda mennta- stofnun. Fyrst var leikin Elegía fyrir bassa og píanó eftir Ítalann Giovanni Bottesini (1821–89), sem ásamt eldri landa sínum Dragonetti var meðal fyrstu kontrabassasnillinga tónsög- unnar og e.t.v. sá mesti allra tíma. Elegían var heillandi lítið stykki, flutt af syngjandi mýkt við ámóta mjúkan blokkhljómaundirleik Nínu Mar- grétar, sem hafði flygillokið alveg niðri fram að Silungakvintettinum. Jafnvægið var eftir því furðugott. Aft- ur á móti virtist heyrð Salarins frekar óhagstæð tíðnisviði bassans, ugglaust að hluta vegna stærðar, og hefði minna hús (t.d. Laugarneskirkja) sennilega veitt meiri hljómfyllingu. Verk Karólínu Eiríksdóttur fyrir kontrabassa án undirleiks var splunkunýtt, samið um og eftir síð- ustu jól, og bar hið vænlega nafn Gra- dus ad Profundum. Titillinn merkir nokkurn veginn „Stigi niður til und- irdjúpanna“ og minnir auðvitað á þverstæðu sína, Gradus ad Parnass- um, kontrapunktkennslubókina frægu eftir Fux. Forskrift samkvæmt var hafizt handa efst undir súð og smám saman leitað niður að kjallara. Upphafið var sérlega eftirvæntinga- rörvandi, þar sem 5–6 tóna steffrum hvísluðu dulúðugt eggjandi á flautu- tónum efstu pósísjóna, m.a.s. með nokkrum tvíhljómum inn á milli, en verkaði öðrum þræði eins og auð- mjúkt ákall til ljóss og hæða neðan úr fjötrum myrkurs og gleymsku. Kontrabassinn hefur á fleiri náttúru- yfirtónum að skipa en nokkurt annað strokfæri, og hefði að skaðlausu mátt virkja þá meir en gert var, þó að kynni eitthvað að hafa ruglað heildar- hugsun „niðurstigningar“. Hefð- bundnari leikaðferðir og lægri tíðni- svið tóku síðan við, þ.á m. pizzicato (plokk), sem sömuleiðis hefði mátt beita meir til skiptis við strokin, enda sem fyrr segir meðal meginkosta bassans. Seinni hluti verksins kom hins vegar rapsódískara fyrir hlustir en upphafið og leiddi sumpart hugann að ráðvilltum risa að ráfa í rökkrinu; a.m.k. átti undirritaður örðugt með að greina stefrænt heildarsamhengi við fyrstu heyrn. Þórir lék af einbeittri mýkt, en hefði kannski mátt sýna að- eins fleiri skaptennur, þrátt fyrir ljúf- mennskulegt lundarfar hljóðfærisins. Þó að sólistinn hefði einnig mátt brýna betur raustina voru munnlegar kynningar hans á milli atriða fróðleg- ar. Nýjust fyrir mér var sú fregn að upphafsgerð 1. gömbusónötu Bachs í G-dúr (BWV 1027) væri tríósónata fyrir tvær flautur og fylgibassa. Gæti það mætavel passað miðað við eðli þessa einstaklega melódískt heillandi verks, þar sem vinstri handar partur hljómborðs og gömbuparturinn (hér umritaður fyrir kb.) virðast sem skap- aðir fyrir þýzka þverflautu og sam- leikur þeirra allur á jafnræðisgrund- velli. Þau Þórir og Nína léku þetta meistaraverk af yfirveguðum sveigj- anleika. Hafi bassinn á mestu fingur- brotsstöðum hásviðsins einstaka sinnum minnt lítillega á illkvittni and- stæðinga hljóðfærisins um að virtúós bassaleikur hljómi eins og „ölvaður sellisti“ var mótunin alltjent falleg og músíkölsk. Silungakvintett Schuberts eftir hlé er nánast eina verulega þekkta kammerverkið með þátttöku bæði pí- anós og kontrabassa og varð því trú- lega fyrir valinu, enda þótt fengur hefði verið að heldur minna þvældu stykki – t.d. Kvintetti Dvoráks, Serenata in vano (Nielsen) eða ein- hverjum af bassakvartettum Rossin- is, svo nokkur klassísk dæmi séu reif- uð. En perla Schuberts stendur samt alltaf fyrir sínu, enda gerði hann sig líka dável í samstilltum flutningi ofan- getinna fimmmenninga. Eina ferðina enn. Hinn ljúfi risi í rökkrinu TÓNLIST Salurinn Bottesini: Elegia. Karólína Eiríksdóttir: Gradus ad Profundum (frumfl.). J.S. Bach: Sónata í G. Schubert: Silunga- kvintettinn. Þórir Jóhannsson, kontra- bassi; Margrét Kristjánsdóttir, fiðla; Guð- rún Þórarinsdóttir, víóla; Arnþór Jónsson, selló; Nína Margrét Grímsdóttir, píanó. Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Verk eftir Gunnar Karlsson. Í LISTASAFNI Borgarness verður opnuð samsýning fjögurra mynd- listarmanna í dag, laugardag, kl. 15, en þeir eru allir búsettir í Reykja- vík. Þetta eru þau Björg Örvar, Gunnar Karlsson, Jón Axel Björns- son og Valgarður Gunnarsson sem öll stunduðu saman nám í listmálun við málaradeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands á árunum 1975– 79. Sýningin ber yfirskriftina „170 sinnum hringinn“, en á sýningunni verða sýnd ný málverk máluð með olíu í stærðinni 170 x 170 cm, eitt frá hverjum listamanni. Sýningin í Listasafni Borgarness er fyrsti viðkomustaður verkanna á leiðinni hringinn í kringum landið, en verkin verða sett upp á ýmsum menningarstöðum í landshlutunum fjórum fram eftir árinu 2002. Fjórmenningarnir hafa allir sýnt mikið og víða á sínum ferli og eru í fremstu röð íslenskra málara í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem þau sýna saman verk sín. Sýningin er opin virka daga kl. 13–18 og þriðjudags- og fimmtu- dagskvöld til kl. 20. Sýningunni lýk- ur 3. apríl. „170 sinnum hringinn“ ANNAR hluti 30 ára afmælissýning- ar Myndhöggvarafélagsins í Reykja- vík var opnaður í miðrými Listasafns Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, sl. fimmtudag. Verkin á sýningunni eru eftir Þór Vigfússon og Hallstein Sig- urðsson en sýning þeirra stendur til 1. apríl. Morgunblaðið/Kristinn Annar hluti afmælissýningar MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur tónleika í Reykholtskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Efnisskrá tónleikanna gefur góða mynd af efnisskrá kórsins í þau tæpu 20 ár sem hann hefur starfað. Tónleikarnir hefjast á íslenskum sálmalögum við vers úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar og elsta sálminum í sálmabókinni, Heyr, himna smiður eftir Kolbein Tumason, við lag Þorkels Sigurbjörnssonar. Eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé flytur kórinn Fjórar mótettur ópus 11 en ein þeirra, Ubi caritas, hefur verið mjög oft á efn- isskrá kórsins. Þá flytur kórinn verk eftir norsku tónskáldin Knut Nystedt og Trond Kverno og eftir Eistlendinginn Arvo Pärt flytur kórinn Magnificat (Lofsöngur Maríu). Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Mótettukórinn í Reykholtskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.