Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ LASSE Hallström er orðinn amerísktvörumerki fyrir vandaðar, mann-eskjulegar bíómyndir, þar sem gam-an og alvara vega salt og gjarnan eru byggðar á þekktum skáldsögum. En þann- ig byrjaði það ekki. Hallström var sænskt vörumerki fyrir háðskar en hlýlegar athuganir á hversdagsatferli landa sinna. Sænskir piltar og stúlkur Hann fæddist í Stokkhólmi fyrir rúmum 55 árum og fékkst faðir hans við kvikmyndagerð í frístundum. Undir áhrifum frá því föndri gerði Hall- ström yngri í gaggó með aðstoð vina sinna stuttmynd um skólahljómsveitina. Myndin þótti það efnileg að hún var sýnd í sænska sjón- varpinu og þegar náminu lauk fór Hallström að starfa meira fyrir þá stofnun. Eftir tvær sjón- varpsmyndir gerði hann þá þriðju eftir eigin handriti, sem olli straumhvörfum. Hún fjallaði um ástir sænskra unglinga og hét Eigum við að fara heim til mín eða þín eða hvort til síns heima? (1973) og var svo vel tekið að Hallström fékk tækifæri til að gera fyrstu bíómyndina. Hún var rómantíska gamanmyndin Piltur og stúlka (En kille och en tjej, 1975) og mæltist einnig vel fyrir. Tveimur árum síðar gerði hann eina frægustu mynd sína frá þessu tímabili, heimildamynd um frægustu útflutningsvöru Svía, ABBA – The Movie. Hallström hafði gert myndbönd fyrir sönghópinn og var hrifinn af þeim sem einstaklingum og listamönnum og tók að sér gerð heimildamyndarinnar, en seg- ist hafa fengið bágt fyrir hjá ýmsum landa sinna. „Abba voru vinsæl en kannski einmitt vegna þess litu margir Svíar niður á þau. Mér var nánast legið á hálsi að vinna með sjálfum djöflinum, því þau hefðu selt sig fyrir vinsæld- irnar.“ Á næstu árum gerði hann þrjár myndir eftir eigin handritum í sama gamansama og róm- antíska dúrnum, Jag är med barn, Tuppen og Två killar och en tjej, sem var eins konar fram- hald af Pilti og stúlku. Árið 1985 kom myndin sem gerði Lasse Hallström að heimsnafni í kvikmyndagerðinni, hin ljúfsára og bein- skeytta uppvaxtarsaga Mitt liv som hund um ungan dreng sem sendur er til ættingja í sveit- inni þegar móðirin er of veik til að annast hann. Hún færði Hallström fjölda alþjóðlegra viður- kenninga og tvær Óskarstilnefningar fyrir bestu leikstjórn og besta handrit eftir áður birtu efni. Enn þann dag í dag er Hundalíf ef til vill besta verk leikstjórans. Í vesturvíking Tilboðin streymdu utan úr heimi og eftir þrjár sænskar sjónvarpssyrpur fyrir börn lagðist Lasse Hallström í vesturvíking. Fyrsta mynd hans vestra var Once Around (1991), enn ein rómantísk gamanmynd þar sem Holly Hunter fellur kylliflöt fyrir yfirgengileg- um sölumanni leiknum af Richard Dreyfuss sem veldur jarðskjálftum í lífi hennar og fjöl- skyldu hennar. Once Around var brokkgeng en skemmtileg og tveimur árum síðar gerði Hallström bestu mynd sína í Bandaríkjunum, þroskasöguna What’s Eating Gilbert Grape, sem hleypti krafti í feril Johnnys Depp og kom Leonardo DiCaprio eftirminnilega á kortið í hlutverkum bræðra í leiðindum amerísks dreifbýlis. Sérstaklega var DiCaprio magnað- ur sem vangefni bróðirinn. Hér naut sín til fulls öryggi og næmi Hallströms í umgengni við persónur og leikara og traust sögumennska hans. Rómantíska gamanmyndin Something To Talk About (1995) með Julia Roberts var sundurlausari en gekk þokkalega. Þá komu tvær myndir gerðar eftir þekktum skáldsögum, The Cider House Rules (1999) eftir sögu Johns Irving og Chocolat (2000) eftir sögu Joanne Harris. Hæfileikar Hallströms nutu sín vel í þeirri fyrrnefndu og færðu hon- um nýja Óskarstilnefningu, en sú síðarnefnda var öllu þvingaðri og höll undir tilfinningasemi og einfaldanir. Þar vann leikstjórinn m.a. í fyrsta skipti með seinni konu sinni, sænsku stórleikkonunni Lena Olin. Nýja myndin, The Shipping News, er einnig gerð eftir þekktri og Pulitzer-verðlaunaðri skáldsögu. Höfundur hennar er E. Annie Proulx en handritshöfund- urinn sá sami og samdi Chocolat, Robert Nel- son Jacobs. Kevin Spacey leikur andlega heft- an, ef ekki hreinlega vanþroskaðan mann sem hittir lausgirta gæru (Cate Blanchett), eignast með henni dóttur og finnur einhvers konar til- gang með tíðindalausu lífi sínu. Þegar konan ferst í bílslysi eftir að hafa yfirgefið hann flyst hann ásamt roskinni konu (Judy Dench), sem segist vera frænka hans, til Nýfundnalands og sest að í litlu sjávarþorpi þaðan sem þau eru ættuð. Hann fær starf á staðarblaðinu við að skrifa fréttir af skipakomum og bílslysum, kynnist smátt og smátt nýju fólki og umhverfi, sem býr yfir ýmsum leyndardómum, m.a. um hann sjálfan. The Shipping News er eins og margar myndir Hallströms þroskasaga, uppvaxtar- saga – í þessu tilfelli manns sem líkamlega er fullvaxinn – um leit að eigin kjarna. Gjarnan gerast þessar sögur í skrýtnum eða uppleyst- um fjölskyldum. Þegar ég ræði við Hallström spyr ég hann hvort ekki hafi verið erfitt að gera breytinguna á persónu Spaceys trúverð- uga – frá því að vera viljalaus þolandi í mann, sem tekst að virkja hæfileika sína og vilja. „Myndin er saga manns sem í upphafi hefur haft lítið sjálfstraust og litla sjálfsvirðingu, allt frá barnæsku. Henni vindur fram í stuttum skrefum áleiðis til þess áfangastaðar þar sem hann hefur fundið hvoru tveggja og ást að auki. Sagan hefur kannski ekki hefðbundna drama- tíska byggingu eða undirstöðu; hún er frekar eins konar myndvefnaður ýmissa þátta, eins og ljóðrænu og dulrænu og gamansemi, sem mér fannst heillandi að færa upp á tjaldið og var eiginlega gagntekinn af. En það var ekki auð- velt; það skal ég viðurkenna.“ Hallström hefur sagst laðast einkum að sög- um sem ganga fyrir afli persóna sinna frekar en hefðbundnum formúlum, t.d. hasarmynd- um. En The Shipping News gengur þá fyrir afli persónu sem framanaf er næsta afllaus? „Já, og í því fólst mikil ögrun fyrir okkur Ke- vin Spacey, sem er mjög hnyttinn og greindur maður með sterka sjálfsímynd, öfugt við per- sónuna. Það reyndi á alla hans breiðu hæfi- leika.“ Erfiðasta glíman Var erfiðara að þjappa þessari skáldsögu með öllum sínum hliðarpersónum og undir- þráðum saman í bíómynd en t.d. Chocolat eða The Cider House Rules? „Já, þetta er erfiðasta verkefni af því tagi sem ég hef tekist á við. Það kann að hafa verið frekar ógáfulegt af mér að reyna en ég gat bara ekki staðist freistinguna. Mér er ljóst að margir leikstjórar hefðu hent bókinni út í horn og sagt að hún væri óhæf til kvikmyndunar því hún hefði ekki réttu bygginguna.“ Höfundur skáldsögunnar gerði það að skil- yrði að myndin yrði tekin á Nýfundnalandi, þar sem hún gerist að stórum hluta og þaðan sem hún er sjálf. Hallström segir að hún sé afar sátt við útkomuna. „Ég hef ekki fengið betri gagn- rýni um myndina en frá henni.“ Sögusviðið er því býsna norrænt, bæði landslagið og návígið við sagnir af draugum, ógnir hafsins og óblíðra náttúruafla. Leið hon- um kannski eins og heima í Svíþjóð? „Sannarlega. Ekki bara vegna veðrabrigð- anna og fríska loftsins heldur einnig fólksins, sem er líkt okkur, vingjarnlegt en feimið og jafnvel kuldalegt í fyrstu.“ Leikhópur myndarinnar er blandaður; auk amerískra stjarna eins og Spaceys, Julianne Moore og Scott Glenn eru þar breskir leikarar á borð við Judi Dench, Pete Postlethwaite og Rhys Ifans. „Ég leitast alltaf við að fá sem bestan leik- hóp; þjóðerni skiptir í raun ekki máli á meðan leikarinn getur tjáð sig á ensku. Þetta fólk get- ur náð hvaða hreim sem er.“ Aftur til upprunans Ég spyr hvort hann sé sáttur við að kvik- mynda sögur og handrit annarra eða sakni persónulegri verkefna á borð við þau sem hann gerði í Svíþjóð fyrr á árum. „Ja, það er farið að angra mig að fást ekki við sögur sem ég skrifa sjálfur. Ég ákvað að leggja í leiðangur á vit ævintýra í Ameríku og hef enga almennilega skýringu á því hvers vegna ég hætti að semja. Að hluta til er skýringin sú að í Svíþjóð varð ég að gera það – að segja mín- ar eigin sögur; þar hafði ég enga handritshöf- unda. Í bandarísku kvikmyndaumhverfi eru handrit alls staðar á sveimi. Ætli ég verði ekki að kenna tímaskorti um. En ég vil snúa aftur til skriftanna og ætla að gera það. Ég ætti að hafa tíma nú þegar þessum blaðaviðtölum er lokið!“ Eftir tíu ár í Bandaríkjunum hefurðu ekki aðeins hugleitt að byrja að semja aftur heldur að flytjast heim til Svíþjóðar og starfa þar? „Já, reyndar, við höfum í hyggju að flytjast þangað í vor og eiga Stokkhólm að bækistöð í staðinn fyrir New York-fylki. Þar gæti ég von- andi gert bæði sænskar myndir á ný og haldið áfram í alþjóðlegri kvikmyndagerð.“ Þegar ég spyr Hallström hvort honum þætti freistandi að snúa aftur til einfaldari kvik- myndagerðar, jafnvel gera dogmamynd, kveðst hann ekki hafa áhuga á rétttrúnaðar- reglum dogmastefnunnar en að gaman væri að fást við ódýra mynd með stafrænu tækninni og eiginkonunni, Lena Olin, í aðalhlutverki. Heillar þá amerískur lífsstíll ekki lengur? Saknar hann sænsks hversdagslífs? „Sumt er ég enn vel sáttur við í Ameríku en fyrir mann eins og mig sem bjó áratugum sam- an í Svíþjóð er milljón hluta að sakna.“ - Eins og sænsku kjötbollanna? „Já, kjötbollanna til dæmis,“ segir hann og hlær. „Skútusiglinga í skerjagarðinum fyrir ut- an Stokkhólm. Menningarinnar. Mig langar til að upplifa þetta allt aftur með eiginkonu minni og börnum áður en við skjótum of djúpum rót- um í amerískum jarðvegi.“ Morðgáta í uppsiglingu Þegar ég bið hann að nefna hvaða mynd af þeim sex sem hann hefur gert vestra hann sé stoltastur af svarar hann: „Ég hugsa að ég myndi nefna The Cider House Rules og Gilbert Grape. Og af þeim sænsku Mitt liv som hund.“ Í Bandaríkjunum hefur Lasse Hallström haft meira fé til ráðstöfunar og frægar stjörnur að vinna með. Hefur slíkt ekki aðeins aukið frelsi og möguleika í för með sér heldur einnig takmarkanir fyrir hann sem listamann? „Þær helstu eru að tiltekin fjárhagsáætlun krefst leikara af vissri stærðargráðu. En í heildina hef ég notið þeirrar blessunar að geta meira eða minna gert þær myndir sem ég vil gera, myndir sem snúast um athyglisverðar persónur. Ég vinn með Miramax-fyrirtækinu sem hefur áhuga á vönduðum kvikmyndum og hef ekki þurft að gera mjög margar málamiðl- anir.“ Hefur aldrei heillað hann að snúa blaðinu al- veg við og gera spennumynd eða sakamála- mynd eða þess háttar? „Jú, reyndar hyggst ég gera svolítið öðruvísi mynd á næsta ári. Hún verður morðgáta sem gerist á 18. öld á Englandi og heitir Conspiracy of Paper. Ég hlakka mikið til að glíma við hana. Hún verður fjórða og næstsíðasta mynd mín fyrir Miramax samkvæmt núgildandi samn- ingi. Við sjáum til hvort við gerum nýjan.“ ath@mbl.is Lasse Hallström er leikstjóri The Shipping News sem frumsýnd er hérlendis um helgina Nýfundin ást á Nýfundnalandi: Julianne Moore og Kevin Spacey. Örlagakvendi kveður: Cate Blanchett. Nýfundið líf á Ný- fundnalandi „Það kann að hafa verið frekar ógáfulegt af mér að reyna en ég gat bara ekki staðist freistinguna,“ segir sænski leikstjórinn Lasse Hallström í samtali við Árna Þórarinsson í tilefni af frumsýningu The Shipping News, sjöttu myndar hans frá því hann hóf störf í Bandaríkjunum fyrir rúmum áratug. Enginn norrænn leikstjóri hefur náð viðlíka fótfestu vestra. En nú hyggst hann snúa heim. Reuters Hallström: Er á leiðinni heim til Svíþjóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.