Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 33 ÁKVARÐANIR sem teknar eru með samþykkt aðalskipu- lags snerta alla borgar- búa. Tillaga að nýju að- alskipulagi fyrir Reykjavík hefur verið til almennrar kynning- ar undanfarnar vikur og gefst borgarbúum tækifæri til að tjá sig um hana fram að mið- vikudeginum 6. mars n.k. Í framhaldi af því mun borgarstjórn taka málið til endanlegrar afgreiðslu. Með aðal- skipulagi er verið að taka mikilvægar ákvarðanir. Þar er til dæmis verið að ákveða hvernig byggð eigi að þróast, hvaða svæði borgarlandsins eigi að taka undir íbúðabyggð, hvaða svæði eigi að fara undir atvinnustarfsemi og hvaða svæði eigi að taka frá fyrir íþróttir og útivist. Geldinganes fyrir fólk Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins fluttu 22 breytingatillögur við að- alskipulagstillöguna, þegar hún var afgreidd við fyrri umræðu í desem- ber s.l. Viðamestu tillögurnar varða landnýtingu. Sjálfstæðismenn vilja að Geldinganesið allt verði tekið undir íbúðabyggð og horfið frá hug- myndum um byggingu stórskipa- hafnar þar. Á Geldinganesi er kjörið land fyrir íbúðabyggð og þar gefst einstakt tækifæri til að skipuleggja strandbyggð móti suðri. Tillaga R- listans gerir ráð fyrir að stór hluti nessins verði tekinn undir grjótnám og grjótið flutt burtu í landfyllingar annars staðar. Þetta grjótnám er þegar hafið. Hér eru á ferðinni ein- hver mestu umhverfisspjöll sem um getur í borgarlandinu. Þessar skemmdir á strandlengjunni á Geld- inganesi eru unnar undir forystu vinstrigrænna, sem láta hér verkin tala, en vilja hins vegar stundum birtast sem hópur sem láti sig um- hverfið varða. Laugardalur fyrir íþróttir og útivist Sjálfstæðismenn vilja að Laugardalur- inn verði eingöngu nýttur fyrir íþróttir og útivist. Tillaga R- listans gerir ráð fyrir að svæðið milli Suður- landsbrautar og Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðsins verði tekin undir stofnanabyggð. Fyrir nokkrum árum risu 33 þúsund Reykvíkingar upp með eftirminni- legum hætti og komu í veg fyrir að R-listinn næði fram áformum sínum um að byggja þar háhýsi fyrir Landssímann og kvikmyndahús. Eina leiðin til að tryggja að slík áform verði ekki aftur upp á borðum er að breyta landnotkun í aðalskipu- lagi þannig að þetta svæði verði grænt. Laugardalurinn hefur verið að þróast í áranna rás og verður áfram ein helsta útivistarparadís Reykvíkinga. Sú starfsemi sem þar er í dag þarf að eiga möguleika á þró- un og stækkun eins og t.d. Fjöl- skyldu- og húsdýragarðurinn. Það má ekki koma í veg fyrir það með röngum ákvörðunum í skipulagsmál- um. Ný íbúðasvæði Á slippasvæðinu við Mýrargötu hafa skipaviðgerðir verið stundaðar áratugum saman. Á undanförnum árum hefur sú starfsemi dregist mjög saman og því fyrirsjáanlegt að svæðið verður tekið undir annað. Sjálfstæðismenn vilja skipuleggja þetta svæði fyrir íbúðabyggð m.a. til að styrkja miðborgina. Við leggjum líka til að íbúðabyggð komi á land- svæði Keldna. Þar eru sólríkar hlíð- ar mót suðri í framhaldi af byggð í Húsahverfi. Ennfremur leggjum við til að lóð Strætó við Kirkjusand verði tekin undir íbúðabyggð. Þar geta ris- ið háhýsi í takt við þá þróun sem er við Sæbrautina. Þá má jafnframt nefna tillögu okkar um að útbúa íbúagötu í næsta nágrenni við Ár- bæjarsafn fyrir gömul hús, sem þurfa að víkja af sínum fyrri stað. Nánast engin svæði eru nú laus fyrir þessi flutningshús, en mjög margir hafa áhuga á að gera upp gömul hús og búa í þeim. Þeim áhuga eiga borg- aryfirvöld að sinna. Ekki nýja flugbraut út í Skerjafjörð Fjölmargt annað mætti nefna hér eins og þá dæmalausu tillögu R- listans að lengja flugbraut út í Skerjafjörð þannig að Suðurgata þurfi að fara í göng og göngustíg- urinn meðfram sjónum sennilega líka. Samgöngumál eru líka mikil- vægur þáttur aðalskipulags og Reykvíkingar hafa þurft að súpa seyðið af röngum ákvörðunum R- listans varðandi gatnamót Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Á liðnum árum hafa íbúar í Grafarvogi staðið í miklum deilum við borgaryf- irvöld vegna lagningar Hallsvegar. Nú er fyrirsjáanlegt að þörf verður á að breikka hann með tilkomu þeirrar fjölmennu byggðar sem koma mun á næstunni í suðurhlíðum Úlfarsfells samkvæmt áformum R-listans. Hér gefst ekki tóm til að fara ít- arlegar í tillögur sjálfstæðismanna, en ég vil benda á að þær er að finna á heimasíðu borgarstjórnarflokksins, reykjavik2002.is. Reykvíkingar hafa nú tækifæri til að koma sjónarmið- um sínum á framfæri við borgaryf- irvöld áður en aðalskipulag til ársins 2024 verður endanlega afgreitt með því að senda ábendingar og breyt- ingatillögur til Borgarskipulags. Aðalskipulag snertir þig Inga Jóna Þórðardóttir Borgarskipulag Reykvíkingum gefst nú tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við borgaryf- irvöld, segir Inga Jóna Þórðardóttir, en frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulagstillögu rennur út 6. mars. Höfundur er oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn. MÁNUDAGINN 4. mars hefst í Ráðhús- inu eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið hérlendis, Símaskákmótið 2002 – Minningarmót Dans Hanssonar. Meðal keppenda verða heimsfrægir meistar- ar, ungir og vígreifir Íslendingar, vaskar skákkonur og gamlar kempur. Það er sér- stakt ánægjuefni að allir íslensku stór- meistararnir níu mæta til leiks, og er það í fyrsta sinn sem þeir taka allir þátt í alþjóðlegu skákmóti. Með þessum veglega hætti vilja félagar í Hróknum heiðra minningu fallins félaga, Dans Hanssonar, sem um árabil auðgaði íslenskt skáklíf. Dan Gunnar Hansson fæddist í Kiruna í Svíþjóð 10. júní 1952 og byrjaði ungur að láta að sér kveða á skákmótum í norðrinu. Hann varð unglingameistari Norður-Sví- þjóðar 1968 og skákmeistari Norð- ur-Svíþjóðar 1971 og 7́3. Dan tefldi í nokkur ár í landsliðsflokki á sænska meistaramótinu og náði bestum árangri 1976, er hann varð í 3. til 5. sæti. Hann náði fyrsta áfanga alþjóðlegs meistaratitils í Stokkhólmi 1976, en alls náði hann fimm sinnum slíkum áfanga á skákferlinum. Of langt leið á milli einstakra áfanga til að Dan fengi titilinn, en þess má geta að reglum FIDE var nýverið breytt, svo tit- illinn væri Dans hefði hann lifað. Dan giftist íslenskri konu, Snjó- laugu Stefánsdóttur, og þau fluttu til Íslands 1980 og eignuðust tvær dætur, Brynju Dan og Líneyju Dan. Snjólaug og Dan skildu, en hann bjó áfram á Íslandi enda hafði hann skotið sterkum rótum og náð meistaralegum tökum á ís- lensku. Hann byrjaði strax að láta að sér kveða á skákmótum og náði sínum besta árangri 1983 þegar hann varð langefstur í landsliðs- flokki á skákþingi Íslands. Dan fékk ekki að bera titil Íslands- meistara, þar eð hann var erlendur ríkisborgari en fékk þó fyrir sig- urinn eitt dýrindis úr. Næstu árin var hann virkur í skáklífi hérlendis og eignaðist marga vini í skák- heiminum, enda var hann orðlagð- ur fyrir prúðmennsku, leiftrandi gáfur og lúmska hnyttni í tilsvör- um. Á skákborðinu var hann vægðarlaus sóknarskákmaður, sem mat fegurðina of- ar öllum lögmálum. Dan vann frækilegt afrek sumarið 1987 þegar hann jafnaði Ís- landsmet Helga Ólafs- sonar og tefldi tíu blindskákir samtímis. Mótherjar hans voru þéttingssterkir áhuga- menn, en Dan sigraði í sex skákum, gerði þrjú jafntefli og tap- aði aðeins einni skák. Dan var einn af stofn- endum Skákfélags Grandrokk, sem síðar varð að Hróknum, og tefldi fyrir félagið þegar sigur vannst í 4. deild vorið 1998. Dan Hansson lést 20. ágúst 1999, að- eins 47 ára, og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju að við- stöddu fjölmenni. Það er ástæða til að hvetja skák- áhugamenn til að leggja leið sína í Ráðhúsið á mánudaginn klukkan 16.30 þegar fyrsta umferð hefst. Þá verða tefld 32 atskákareinvígi, svo hver einasta skák verður úr- slitaskák. Áfram er teflt á þriðju- dag klukkan 17 og á miðvikudag munu þeir fjórir skákmenn sem eftir standa tefla til þrautar, uns einn stendur sigurvegari. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á mbl.is, sem sett hefur upp glæsi- lega vefsíðu um mótið, og helstu skákir verða sendar út beint á Int- ernet Chessclub (www.chessc- lub.com). Þetta verður skemmtileg veisla og vonandi verður sóknarskák- mennskan í fyrirrúmi. Þannig heiðra skákmenn best minningu hins sókndjarfa Svía sem gerðist sonur Íslands. Skákveisla til minningar um Dan Hansson Hrafn Jökulsson Höfundur er forseti Hróksins. Skák Með Símaskákmótinu 2002, segir Hrafn Jökulsson, vilja félagar í Hróknum heiðra minn- ingu sænska meistarans Dans Hansson. AÐ undanförnu hafa fasteignaeigendur ver- ið að fá í hendurnar álagningarseðla vegna fasteignagjalda. Menn eru eflaust misjafnlega sáttir við sína álagn- ingu eins og gengur. Skiptar skoðanir eru um það hversu réttlát- ur eða óréttlátur þessi tekjustofn sveitarfé- laganna er. Ég ætla mér ekki að gera það að umtalsefni í þessum pistli, heldur fjalla um einn þátt, þ.e. lóðar- leiguna. Þannig vill til í mínu sveitarfélagi, Garðinum, að mikill meirihluti íbúð- areigenda býr við það fyrirkomulag að landeigandi lóðarinnar er einhver aðili úti í bæ, en ekki sveitarfélagið. Viðkomandi landeigandi innheimtir því sjálfur lóðarleiguna og er algeng- ast að í samningum sé miðað við 5% af lægsta taxta verkamanna fyrir hvern fermetra lóðar. Tilgangur minn með þessum skrif- um er að vekja athygli á því að sá sem hefur lóðina á leigu þarf bæði að borga lóðarleiguna og eins verður leigutakinn einnig að greiða fast- eignaskatta vegna lóðarinnar, en ekki eigandi lóðarinnar. Þetta finnst mér og mörgum fleirum furðulegt fyrirkomulag. Tökum dæmi af rúmlega þúsund fermetra einbýlishúsalóð. Eigandi hússins þarf að greiða landeiganda 24.500 kr. í lóðarleigu. Fasteignamat lóðarinnar er uppá 1.424.000 kr. Af henni þarf að borga fasteignaskatt, en álagningarstofninn er 0,36%, þannig að greiða þarf 5.264 kr. Einn- ig þarf að borga holræsagjald vegna lóðarinnar, en álagn- ingarstofn er 0,15% af fasteignamati. Það þarf því að greiða 2.136 kr. vegna þess. Samtals þarf að greiða 7.400 kr. vegna lóðarinnar. Ég vek enn og aftur athygli á því að það er leigjandi lóðarinnar sem þarf að greiða, en ekki landeigandi. Nú veit ég fullvel að þetta er allt löglegt og ekkert einsdæmi hér í Garðinum. Þetta hefur viðgengist og er gert ráð fyrir þessu fyrir- komulagi í lóðarleigusamningum. Engu að síður finnst mér nauðsyn- legt að vekja athygli á því hversu fá- ránlegt þetta er. Að undanförnu hafa margir aðilar tekið þennan þátt upp í spjalli við mig og varð það hvatning til mín að setja saman þennan grein- arstúf. Auðvitað á landeigandi að greiða fasteignagjöld af þessari eign sinni eins og af öðrum eignum. Það er réttlætismál að þessu verði breytt. Furðulegt fyrirkomulag Sigurður Jónsson Höfundur er sveitarstjóri í Garði. Lóðarleiga Leigjandi lóðarinnar þarf að greiða af henni gjöldin, segir Sigurður Jónsson, en ekki land- eigandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.