Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BREYTINGAR á lögum um er- lenda eignaraðild í íslenskum sjáv- arútvegi eru ekki aðkallandi en þó ekki útilokaðar. Þetta kom fram í máli Árna M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra, á ráðstefnu um frjálsræði í viðskiptum og erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi sem haldin var í Háskólanum í Reykja- vík á fimmtudag. Árni sagði að erlendir fjárfestar gætu fjárfest í íslenskum sjávar- útvegi með óbeinni eignaraðild. Til greina kæmi að gera breytingar á slíkum reglum en það væri hins- vegar ekki aðkallandi eins og sakir standa, þar sem ekki virtist mikill áhugi fyrir hendi meðal erlendra fjárfesta. Hann sagði að í um- ræðunni um erlenda aðild og fjár- festingu í íslenskum sjávarútvegi vaknaði alltaf spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Sagðist Árni ekki sjá neina mögu- leika á því að ganga inn í sam- bandið né sækja um inngöngu á meðan sjávarútvegsstefna þess væri við lýði. Hún væri nú reyndar í endurskoðun en fram til þessa hafi ekkert komið fram í um- ræðum sem bendi til þess að Ís- lendingar ættu að sækja um aðild. Hann sagði að innan ESB væru miklar deildur um stefnuna sem fyrirsjáanlegt væri að ekki næðist að leysa og því væri viðbúið að litl- ar breytingar yrðu á stefnunni. Ekki væri vænlegt fyrir Íslend- inga að vinna í slíku umhverfi. Benti ráðherrann í því sambandi á að allar kvótaákvarðanir ESB væru teknar á fundi sjávarútvegs- ráðherra sambandsins. Gengi Ís- land í ESB yrði heildarkvóti á Ís- landsmiðum því ákveðinn af 16 sjávarútvegsráðherrum í Brussel í stað núverandi fyrirkomulags. Erlend fjárfesting auðveld Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sagði að umræðan um erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi bæri oft og tíðum keim af vanþekkingu. Mikið væri gert úr hömlum á fjárfest- ingu erlendra aðila, líkt og fjár- festing þeirra í íslenskum sjávar- útvegi væri nánast ómöguleg. Þessu væri hinsvegar þveröfugt farið. Fjárfesting erlendra aðila væri auðveld upp að helmings hlut og ef erlendir aðilar vildu á annað borð fjárfesta í íslenskum sjáv- arútvegsfyrirtækjum væri það hægt með tiltölulega einföldum leiðum. Ef eigendur íslenskra sjáv- arútvegsfyrirtækis vilji ganga lengra og liðka almennt fyrir er- lendri eignaraðild að fyrirtækinu megi t.d. gera það með því að stofna dótturfélag og flytja útgerð og vinnslu í dótturfélagið. Erlendir aðilar geti þá fjárfest beint í móð- urfélaginu allt að 25%. Ef eig- endur sjávarútvegsfyrirtækisins vilji liðka fyrir allt að 49,9% er- lendri fjárfestingu stofni þeir tvö dótturfélög, það sem annað dótt- urfélagið á öll hlutabréfin í því sem útgerð og vinnslu stundar. Hömlur eru Þrándur í Götu Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands, sagði að á síðustu 3-4 árum hefðu stærstu sjávarútvegsfyrir- tækin vaxið hratt. Með stærri fyr- irtækjum yrði greinin stöðugri, arðsamari og alþjóðlegri. Nokkur fyrirtæki hefðu gengið eins langt og lög um kvótaþök leyfi en eftir standi hömlur á kvótaeign og er- lendri fjármögnun sem væru al- varlegur Þrándur í Götu. Slík höft yrði að rökstyðja vandlega, sam- runi í sjávarútvegi skaðaði ekki neytendur líkt og fákeppni í smá- sölu, væri óháður því hvort greiða ætti auðlindagjald eður ei og stofnaði ekki sjálfstæði landsins í hættu. Spurningin væru fyrst og fremst um áhrif á sjávarbyggðir landsins og það væri ekki lítilvægt atriði sem líta mætti framhjá. Hinsvegar benti flest til að sam- runi í sjávarútvegi væri nauðsyn- legur fyrir framþróun í greininni. Af þeim sökum væru pólítíkusar hrókeringar, höft og opinber af- skipti tvíbent, því þannig væri vegið að rótum íslenska efnahags- lífsins í heild. Nauðsynlegt að einfalda reglur Í samanburði Almars Guð- mundssonar, forstöðumanns grein- ingardeildar Íslandsbanka, á inn- lendum og erlendum sjávarútvegs- fyrirtækjum kom fram að arðsemi erlendu fyrirtækjanna þeirra er jafnan meiri en þeirra íslensku. Hinsvegar mætti færa fyrir því rök að verð hlutabréfa í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum væri hærra en í þeim erlendu. Almar sagði ýmis tækifæri til staðar til hagræðingar og vaxtar í sjávarútvegi. Þannig hamlaði kvótaþakið stækkun og hagræð- ingu í greininni. Stærri aðilar væru líklegri til að auka verðmæti afurðanna en kvótaþak takmarkaði sjávarútveginn við tiltölulega litlar fyrirtækjaeiningar á alþjóðlega vísu. Almar sagði töluverða hagræð- ingarmöguleika felast í samvinnu innlendra og erlendra aðila í sjáv- arútvegi. Sagði Almar að lög um fjárfestingu erlendra aðila í ís- lenskum sjávarútvegi væru nokk- uð flókin og nauðsynlegt væri að einfalda þessar reglur, ef pólítísk- ur vilji er fyrir erlendri fjárfest- ingu í íslenskum sjávarútvegi. Innkalla þyrfti veiðiheimildir Kristinn Gunnarsson, alþingis- maður og varaformaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis, sagði að aflaheimildir væru hluti af veiði- stjórnuninni. Þeim hafi verið út- hlutað endurgjaldslaust í upphafi en með framsali hafi verðmæti þeirra orðið ljóst. Sagði Kristinn að frá árinu 1995 hafi varanlegar aflaheimildir verið seldar fyrir 50 til 60 milljarða króna, fyrir utan óbeina sölu með sölu hlutabréfa. Samkvæmt skýrslu auðlindanefnd- ar væru heildarverðmæti heim- ildanna hinsvegar um 200 millj- arðar króna. Kristinn sagði að núverandi ástand leiddi af sér mismunun milli útvegsmanna eftir því hvort þeir byggju við frumúthlutun eða hefðu keypt til sín heimildir. Sam- keppnisskilyrði væru því ójöfn og samþjöppun veiðiheimilda því hraðari. Það þýddi lokaðara og óhagkvæmara kerfi sem leiddi með tímanum til lakari reksturs. Taldi Kristinn að leiðin til úrbóta væri að innkalla veiðiheimildirnar og ráðstafa þeim á markaði. Þannig jafnist skilyrði útgerðar varðandi öflun réttinda, hún færi sjálf að leita hagkvæmni og ákveða verðið á veiðiheimildunum. Taldi Kristinn að með þessum hætti fengi þjóðin umtalsverðar tekjur af auðlindinni eða 10-20 milljarða króna á ári. Breytingar á erlendri eign- araðild ekki aðkallandi Morgunblaðið/Kristinn Frá viðskiptaráðstefnu Háskólans í Reykjavík um aukið frjálsræði með aflaheimildir og möguleika á erlendum fjárfestingum í sjávarútvegi. Skiptar skoðanir um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi GRUNDVALLARATRIÐI er að menn standi við gerða samninga, að sögn Sigurmars K. Albertssonar, lögmanns MP Verðbréfa hf., en fé- lagið hefur höfðað mál á hendur fjár- festi vegna vanskila á greiðslu hluta- fjár, sem viðkomandi skráði sig fyrir í útboði MP BIO hf. í desember 2000. Hann segir að krafa lögmanns viðkomandi fjárfestis um að Héraðs- dómur Reykjavíkur skyldi MP Verð- bréf til að leggja fram áreiðan- leikakönnun, sem unnin var fyrir MP Verðbréf og MP BIO, vegna fjárfestinga í Bio Stratum Incor- porated, eigi engan rétt á sér. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að krafan hafi verið lögð fram í héraðs- dómi í vikunni og að afstaða dómsins til hennar muni liggja fyrir 20. mars næstkomandi. Allir fyrirvarar settir og áhætta tíunduð Sigurmar segir að fram komi í greinargerð lögmanns fjárfestisins að hann hafi ekki skoðað útboðslýs- ingu í útboði MP BIO. Í vörn hans hafi fyrst m.a. verið vísað í 36. grein samningalaga, sem sé til að vernda undirmálsfólk. Þegar það hafi verið skoðað hafi komið í ljós að viðkom- andi aðili sé með mikla reynslu úr viðskiptum og lagagreinin því ekki átt við um hann. Þá hafi verið gripið til þess ráðs að segja að í útboðs- gögnum hafi ekki verið rétt farið með þau einkaleyfi sem eigi að fylgja BioStratum í Bandaríkjunum. Full- yrt hafi verið að engin eign væri þar að baki og að menn ættu ekki þau einkaleyfi sem þeir segðust eiga. Sigurmar segir að þessar fullyrðing- ar séu byggðar á röngum upplýs- ingum. Einkaleyfi séu, eins og frá sé sagt í útboðslýsingu, byggð á ítar- legri könnun lögmanns- og einka- leyfastofu og gögn um það lögð fram. Eftir að þessi atriði hafi legið fyrir og einkaleyfin verið í lagi hafi verið reynt að koma að öðrum vörn- um. Það nýjasta í þessu máli segir Sig- urmar vera það að framangreind áreiðanleikakönnun hefði, að sögn lögmanns fjárfestisins, átt að vara við verri afkomu BioStratum eftir fyrstu sex mánuði ársins 2001 en út- boðslýsingin frá árinu á undan hafi sagt til um. „Þetta er fráleitt,“ segir Sigur- mar. „Menn verða að átta sig á því að útboðið fór fram tæpu ári áður en afkomutölur voru birtar í september 2001. Þar að auki er í útboðslýsing- unni kafli um áhættu þar sem segir, að þar sem tilgangur félagsins sé fjárfesting í fyrirtækjum liggi fyrir að tapsáhætta vegna fjárfestingar sé mikil. Þetta er klassískur fyrirvari allra sem eru í áhætturekstri. Síðan segir í áhættukaflanum að þróunar- og rannsóknarstörf BioStratum In- corporated krefjist verulegs fjár- magns umfram það sem aflað hefur verið með hlutabréfaútgáfu og að óvíst sé að fyrirtækinu takist að afla sér frekara fjármagns til rannsókn- ar- og þróunarstarfs. Það eru því all- ir fyrirvarar settir og áhættan tíund- uð.“ Krafa um áreiðanleika- könnun á ekki rétt á sér SKIP Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., Hólmaborg SU og Jón Kjart- ansson SU, hafa verið óvenjufeng- sæl á yfirstandandi loðnuvertíð. Nú þegar febrúar er liðinn hafa þessi tvö skip landað samtals 66.532 tonnum af loðnu, til mjöl- og lýs- isvinnslu félagsins frá áramótum. Aldrei áður hefur slíkur afli borist til vinnslunnar á svo skömmum tíma. Afli Jóns Kjartanssonar í jan- úar var 9.234 tonn og í febrúar 17.403 tonn. Í janúar aflaði Hólma- borgin 14.732 tonna og í febrúar 25.164 tonna. Ekkert skip hefur áð- ur aflað loðnu eins og Hólmaborgin nú, og er því um Íslandsmet að ræða. Aflaverðmæti Hólmaborgar í janúar og febrúar er tæp 351 millj- ón króna en Jóns Kjartanssonar rúmar 236 milljónir. Skipstjóri á Hólmaborg er Þorsteinn Krist- jánsson og skipstjóri á Jóni Kjart- anssyni er Grétar Rögnvarsson. Jón Kjartansson SU kemur til heimahafnar á Eskifirði. Enn og aftur Íslandsmet STUTTFRÉTTIR ● SAMKOMULAG hefur orðið á milli Halldórs J. Árnasonar og Sparisjóðs Kópavogs um að Halldór láti af störf- um hjá sparisjóðnum frá og með gærdeginum, 1. mars. Í fréttatilkynn- ingu kemur fram að jafnframt hafi Halldór óskað eftir að vera leystur undan trúnaðarstörfum sem hann hefur sinnt fyrir sparisjóðinn. Halldór hefur starfað fyrir Sparisjóð Kópa- vogs í tæp 10 ár og leitt hann í gegn- um miklar breytingar. Carl H. Erlingsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs SPK, mun gegna stöðu sparisjóðsstjóra þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs spari- sjóðsstjóra. Að sögn Karls M. Kristjánssonar, stjórnarformanns SPK, hafði Halldór lýst því yfir fyrir nokkru að hann vildi láta af störfum hjá SPK og nú hefði verið talið ákjósanlegt að af því yrði. Hættir sem sparisjóðs- stjóri SPK ● Hætt hefur verið við að selja versl- unarsvið ACO-Tæknivals en sam- kvæmt óendurskoðuðu uppgjöri tveggja fyrstu mánaða ársins er ljóst að viðsnúningur hefur orðið í rekstri ACO-Tæknivals eftir mikinn taprekst- ur á síðasta ári. Rekstur fyrirtæk- isins í janúar og febrúar er á áætlun. Verkefnastaða og söluhorfur benda til þess að 1. ársfjórðungur verði á áætlun, segir í fréttatilkynningu. Gert er ráð fyrir að launakostnaður verði um 250 milljónum króna lægri í ár miðað við 2001 og annar rekstr- arkostnaður lækki um 400 milljónir. frá fyrra ári. Afskriftir fastafjármuna eru áætlaðar um 20 milljónum lægri og vaxtagjöld lækka um 40 milljónir milli ára. Hætt við sölu verslunarsviðs ACO-Tæknivals ● SIGURÐUR G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður hefur verið ráðinn for- stjóri Norðurljósa samskiptafélags hf. og um leið útvarpsstjóri allra miðla félagsins. Sigurður tók tíma- bundið við starfinu hinn 21. febrúar sl. en stjórn Norðurljósa hefur nú gengið frá fastráðningu hans. Í fréttatilkynningu kemur fram að á næstu dögum muni Sigurður ganga frá þeim verkefnum sem hann hefur sinnt á lögmannsstofu sinni og láta af störfum sem sjálfstætt starfandi lögmaður. Ráðinn forstjóri Norðurljósa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.