Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 55 BM Vallá kynnir nýja gerð for- steyptra sorptunnuskýla með steyptu bogadregnu þaki á bygg- ingarsýningunni Construct North í Laugardalshöll nú um helgina. Skýlin fást með eða án hurða. Í ljósi breytinga sem nú verða á fyrirkomulagi sorphirðu á höf- uðborgarsvæðinu er ljóst að sorp- tunnur þarf í auknum mæli að geyma í sérstökum lokuðum skýl- um. Hægt verður m.a. að sjá í sýn- ingarbásnum hjá BM Vallá sorp- tunnurnar sem notaðar verða framvegis í Reykjavík með strikamerki og losunarflipa. Á sýningunni um helgina gefst gestum kostur á að bera saman báðar gerðir sorptunnuskýlanna í stórum sýningarbás BM Vallá í Laugardalshöll. Um áramótin keypti BM Vallá framleiðslurétt á EG sorptunnu- skýlum af Einari Guðmundssyni sem framleitt hafði forsteypt sorptunnuskýli um nokkurra ára skeið og er nýja gerðin sem BM Vallá kynnir nú arftaki þeirra skýla. Construct North sýningin er opin fagaðilum í dag, laugardag, en opin almenningi á morgun, sunnudag. BM Vallá kynnir nýja gerð sorptunnuskýla HIN árlega árshátíð Sjálfstæðis- félags Seltirninga verður haldin laugardaginn 9. mars í húsnæði fé- lagsins á Austurströnd 6. Hátíðin hefst á borðhaldi. Skemmtiatriði, söngur og ræður. Síðan verður dans- að, XD-diskótekið sér um tónlistina. Allir velkomnir meðan húsrúm leyf- ir, aðeins 80 miðar í boði. Miðapantanir hjá Sjöfn Þórðar- dóttur, Lindarbraut 8, Seltjarnar- nesi, í síma eða í tölvupósti trist- ar@mi.is, segir í fréttatilkynningu. Árshátíð Sjálfstæðisfélags Seltirninga SUNNUDAGINN 3. mars verður efnt til skíðagönguferðar á vegum FÍ og farið á Þingvallasvæðið. Hald- ið verður í átt að Stíflisdal, en haldið verður frá Kárastöðum og gengið umhverfis Stíflisdalsvatn. Þetta er um 3–4 tíma ganga. Fararstjóri er Sigurður Kristjánsson. Verð 1.500/ 1.800 kr. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Gönguskíðaferð í Stíflisdal B&L frumsýnir nýjan Renault Clio þessa helgi og verður af því tilefni opið hús hjá umboðinu á Grjóthálsi 1. Gestum gefst kost- ur á að reynsluaka þessum at- hyglisverða smábíl auk þess sem kynning verður á Renault- tilboðum B&L, sem kennd hafa verið við „rauða strikið“, segir í fréttatilkynningu. „Renault Clio er margverð- launaður bíll fyrir glæsilega hönnun og framúrskarandi ör- yggisbúnað, með 4 stjörnur úr öryggisprófunum NCAP. Jafn- framt hefur Renault fengið sér- staka viðurkenningu breskra neytendasamtaka fyrir framlag sitt til öryggismála bifreiða af öllum stærðum. Þá má geta þess að þótt um svonefndan smábíl sé að ræða er hann vel búinn ýms- um áhugaverðum staðalbúnaði, s.s. ABS-aflhemlum og AFU- rafstýringu við hemlakerfi,“ segir í fréttatilkynningu. Þeir sem líta inn hjá B&L um helgina og reynsluaka nýjum Renault-bíl fá ennfremur glaðn- ing fyrir yngstu fjölskyldumeð- limina í formi nýrrar Disney- myndbandsspólu. Opið hús verður í dag frá kl. 10 til 16 og á morgun, sunnudag, frá 12 til 16. Nýr Renault Clio frum- sýndur ICELAND Naturally hefur stefnt til landsins tíu meistarakokkum frá Evrópu og Ameríku. Kokkarnir reyna sig í matreiðslu úr íslenskum hráefnum í Vetrargarði Smáralind- ar um helgina. Á laugardag hefja kokkarnir daginn á því að velja hrá- efni í forrétt og millirétt í verslun Hagkaupa. Á slaginu 13 hefjast svo leikar í Vetrargarði þar sem snilli kokkanna fær rúm til að njóta sín, segir í fréttatilkynningu. Á sunnudag er sama fyrirkomu- lag að því undanskildu að þá spreyta kokkarnir sig á aðalréttum og eftirréttum. Dómnefnd er skipuð íslenskum og erlendum dómurum, þar á meðal eftirréttameistaranum Pierre Hermé frá Frakklandi. Úr- slit verða kunnngerð í hátíðarkvöld- verði síðar um kvöldið. Útnefndur verður sigurvegari í hverjum flokki og sá meistarakokkur er hlýtur flest stig fær nafnbótina Iceland Naturally kokkur ársins 2001. Gestum og gangandi er gefinn kostur á að fylgjast með því hvernig meistarakokkarnir athafna sig í eld- húsinu. Tíu eldhús verða í Vetr- argarðinum og geta áhorfendur dæmt hver fyrir sig um frammi- stöðu kokkanna. Fyrir þá sem vilja freista gæfunnar er getraunaleikur með veglegum verðlaunum í boði, m.a. sælkeraferðum til útlanda. Þátttakendur merkja við þann sem þeir telja sigurstranglegastan í hverjum flokki og þann sem að þeirra mati ætti að hljóta sæmd- arheitið Iceland Naturally kokkur ársins 2001. Nánari upplýsingar um keppend- ur er að finna á heimasíðu Smára- lindar, www.smaralind.is. Alþjóðleg kokkakeppni í Vetrargarðinum FRÁ kl. 13 á laugardag og sunnudag verða í gangiv kynningar á sem flestu sem tengist brúðkaupsundirbúningi í Garðheimum í Mjódd. Hátíðartísku- sýning verður undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur kl. 15 báða dagana. Rósasýning verður einnig í Garð- heimum um helgina og verða sýndar allar nýjustu tegundirnar af íslensk- um rósum. Í fyrra sóttu hátt í 20.000 manns brúðarhelgi og rósasýningu Garðheima, segir í fréttatilkynningu. Fyrirtækin sem taka þátt í Brúð- arhelgi Garðheima eru m.a.: Bílheimar, Flex, Hjörtur Nielsen, Ljósmyndarinn Mjódd, Kertasmiðj- an, Neglur og list, Prinsessan í Mjódd, Sensus teck, TM húsgögn, Veislusalurinn Lundur og Garð- heimar. Brúðarhelgi og rósasýning í Garðheimum KAFFI List hefur tekið í notkun síð- asta áfangann í húsnæði sínu við Laugaveg og opnast þar með dans- gólf staðarins, kokteilbar og snyrti- aðstaða í kjallara. Þessum áfanga verður fagnað með flamenco-tónlist á laugardagskvöld og dansgólfið vígt með suðrænni sveiflu, segir í frétta- tilkynningu. Eigendur Kaffi Listar, sem hafa verið þeir sömu frá upphafi, fluttu veitingastaðinn á Laugaveg 20A og opnuðu fyrsta áfangann þar í desem- ber 1999. Ári síðar var annar áfang- inn opnaður og nú hefur staðurinn fengið sína endanlegu mynd. Í innréttingum var lögð áhersla á að halda í hlýleikann sem einkenndi gamla staðinn og klassískan efnivið. Í eldhúsi Kaffi Listar er boðið upp á ýmsa smárétti ættaða frá miðjarð- arhafslöndunum auk þess sem bráð- lega verður boðið upp á tapas- stemmningu á hringbarnum. Um helgar verður lögð rækt við tónlistina og leikin vönduð latín-tón- list. DJ Carlos frá Bólivíu hefur veg og vanda af tónlistarflutningnum næstkomandi laugardagskvöld, en sem fyrr segir verður flamenco í öndvegi, ásamt suður-amerískri og þá einkum kúbanskri og brasilískri tónlist, segir í fréttatilkynningu. Kaffi List stækkar HELGINA 1.-4. mars mun Frí- stundamiðstöðin Gufunesbær fara í skíðaferð til Akureyrar. Alls eru rúmlega 100 unglingar með í för, en ferðin er árlegur viðburður, ætlaður 10. bekkingum grunnskólanna í Grafarvogi. Hægt er að fylgjast með nánari framvindu mála á heimasíðu ferðarinnar, en þar er m.a. hægt að sjá dagbók ferðarinnar, myndir, við- töl og senda kveðjur til unglinganna. www.gufunes.is Akureyrarferð á heimasíðu Ranglega var farið með föðurnafn Hermanns Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra Vaka-DNG, í Morg- unblaðinu á fimmtudag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Misritun á nafni Rangt var farið með nafn Auðuns Atlasonar, sendiráðsritara í utanrík- isráðuneytinu, í frétt í Morgun- blaðinu í fyrradag um námskeið fyrir friðargæsluliða. Vegna mistaka var Auðunn nefndur Atli. Er beðist vel- virðingar á þessu. LEIÐRÉTT ÞRIÐJUDAGINN 5. mars klukkan 20 hefjast úrslit spurningakeppni ÍTR „Nema hvað?“ í beinni útsend- ingu í þættinum Samfés á Rás 2. 24 skólar skráðu sig til keppni af 28 í Reykjavík. Keppnin hófst 14. janúar og nú er komið að úrslitum, en það eru Seljaskóli og Hagaskóli sem keppa til úrslita. Mæting er á Markúsartorg í Út- varpshúsinu klukkan 19.30. Spyrill í keppninni er Stefán Pálsson, en dag- skrárgerð í útvarpi er í höndum Ragnars Páls Ólafssonar. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.itr.is. Úrslit í spurn- ingakeppni ÍTR STÓLPI, ungir jafnaðarmenn á Norðausturlandi halda fund laugar- daginn 2. mars kl. 15 í Verkmennta- skólanum á Akureyri, undir yfir- skriftinni ,,Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu?“ Meðmælendur verða: Þorlákur Axel Jónsson kennari, Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður og Einar Skúlason, formaður ungra framsóknarmanna. Andmælendur verða: Arnljótur Bjarki Bergsson háskólanemi, Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður og Árni Steinar Jó- hannsson alþingismaður. Fundur um Evr- ópumál á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.