Morgunblaðið - 02.03.2002, Síða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 29
Nýr og fastur fyrir
eða þroskaður og mjúkur,
með brauði, kexi og vínberjum,
bræddur eða djúpsteiktur.
Camembert – alltaf góður.
Án hans væri lífið
miklu bragðlausara
www.ostur. is
Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið
Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga.
Guðrún Óladóttir, reikimeistari.
Hvað fá þátttake
ndur út
úr slíkum námsk
eiðum?
Læra að nýta sér orku til að lækna sig
(meðfæddur eiginleiki hjá öllum)
og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi.
Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggi-
legan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs.
Læra að hjálpa öðrum til þess sama.
Lausir einkatímar í heilun og ráðgjöf
Námskeið í Reykjavík
9.-10. mars 1. stig. Helgarnámskeið
13.-15. mars 1. stig. Kvöldnámskeið
20.-22. mars 2. stig Kvöldnámskeið
Hver verður NO NAME
andlit ársins 2002?
Komdu við í Debenhams
og sjáðu hver er NO NAME andlit ársins
sunnudaginn 3. mars
Sunnudaginn 3. mars kynnum við nýju litina, og ef keyptir
eru tveir hluti í nýju línunni fylgir glæsileg snyrtibudda
með prufu af varalit. Meðan birgðir endast.
Elín
Reynisdóttir
1989
Jóna Björk
Helgadóttir
1990
Unnur
Steinsson
1990
Linda
Pétursdóttir
1991
Laufey
Bjarnadóttir
1992
Diddú
1993
Nanna
Guðbergsdóttir
1994
Sigga
Beinteinsdóttir
1994
Emilíana Torrini
og Svala
Björgvinsd. 95
Edda
Björgvinsdóttir
1996
Valgerður
Matthíasdóttir
1997
Ólafía Hrönn
Jónsdóttir
1998
Selma
Björnsdóttir
1999
Kogga
2000
Kristín Rós
Hákonardóttir
2001
Kammermúsíkklúbburinn gekkst
fyrir tónleikum í Bústaðakirkju
fyrsta dag Góu, sunnudaginn 24. febr-
úar sl. Að þessu sinni var Eþos-kvart-
ettinn gestur klúbbsins og voru þrjú
verk á efnisskránni; strengjakvintett
eftir Wolfgang Amadeus Mozart í g-
moll, K. 516, strengjakvartettinn
Cristantemi eftir Giacomo Puccini og
loks píanókvintett eftir Jóhannes
Brahms í f-moll, opus 34.
Joseph Haydn var fyrirmynd Moz-
arts í smíði strengjakvartetta. Mozart
bætti svo um betur og samdi sex
strengjakvintetta, þar sem leikið var
á tvær fiðlur, tvær víólur og selló.
Kvintettinn í g-moll K. 516 sem Eþos-
kvartettinn lék ásamt Þórunni Ósk
Marinósdóttur sver sig engu að síður
í ætt við strengjakvartetta Haydns,
einkum Rússnesku kvartettana svo-
nefndu, frá 1781. Þar bregður fyrir
þeirri nýlundu að hefja strax úr-
vinnslu meginstefjanna í framsögu-
hluta, en hefðbundið sónötuform ger-
ir ráð fyrir að slík úrvinnsla hefjist
ekki fyrr en öll stef verksins hafi verið
kynnt til sögunnar. Hlutverkaskipt-
ing hljóðfæranna er einnig mjög í
anda Rússnesku kvartettanna: öll
hljóðfærin taka virkan þátt í kynn-
ingu stefjanna og úrvinnslu þeirra.
Kvintett Mozarts er í fjórum þátt-
um. Fyrsti þátturinn var leikinn af
miklu fjöri og smástíg úrvinnsla Moz-
arts á stefjunum var skemmtilega út-
færð í samleik hljóðfæraleikaranna.
Annar þáttur var menúett. Þar sakn-
aði sá sem þetta ritar skarpari and-
stæðu við fyrsta þáttinn og meiri létt-
leika menúettsins. Þriðji þátturinn
var hins vegar mjög fallega leikinn;
hann er líkt og sönglag þar sem 1. fiðl-
an fer fremst meðal jafningja. Fjórði
þátturinn er bráðskemmtileg og mjög
athyglisverð tónsmíð; hann hefst á
hægum inngangi en síðan tekur við
voldugt sónöturondó í stíl við gigue,
en gigue var jafnan lokadans í svítum
barokktímans. Raddirnar geysast
upp og niður raddsviðið líkt og í
kröppum dansi, samleikur þeirra er
þéttriðinn og hver rödd er ómissandi í
vefnaðinum. Hér fær snilli Mozarts
notið sín til fulls. Eþos-kvartettinn lét
heldur ekki sitt eftir liggja og flutti
þáttinn af þeim eldmóði sem hann
krafðist.
Puccini var undir miklum áhrifum
frá Wagner áður en hann mótaði sinn
eigin stíl í óperunni Manon Lescaut;
smástígt upphafsstef Crisantemi-
kvartettsins er sem salon-útgáfa af
Tristan og Ísoldu. Verkið er alls ekki
beint í anda Puccinis en engu að síður
er það haganlega samið og fer vel í
hlustir. Það er í einum þætti og hefur
tvö meginstef. Bæði stefin notaði
Puccini í lokaþætti óperunnar Manon
Lescaut. Verkið hefur yfir sér ang-
urværan blæ sem Eþos-kvartettinn
kom ágætlega til skila.
Hápunktur tónleikanna í Bústaða-
kirkju var píanókvintett Brahms í
f-moll, op. 34, en þar kom píanóleik-
arinn Mona Sandström Eþos-kvart-
ettinum til aðstoðar. Kvintett Brahms
er stórglæsilegt verk og tónlistar-
mennirnir fóru á kostum í flutningi
þess. Þættirnir eru hver öðrum
magnaðri og flytjendur meitluðu kar-
akter hvers og eins þeirra af miklu
listfengi. Scherzóið í þriðja þætti er
hrikalegt áheyrnar, næsta djöfullegt:
líkt og öllu skuli umturnað. Meira að
segja er hefðbundnum taktvísi
scherzósins breytt úr þrískiptum
takti í fjórskiptan. Í fjórða þætti er
sem tónskáldinu sé mikið niðri fyrir
en geti ekki fullkomlega látið tilfinn-
ingar sínar í ljósi. Um leið og tónlistin
virðist vera að ná sér á strik er dregið
niður í henni; það hægir á hraðanum
og dapurleiki hellist yfir. Eins og áður
sagði var flutningur félaganna í Eþos
frábær. Hver og einn lagði sig fram til
hins ýtrasta en Mona Sandström bar
samt höfuð og herðar yfir aðra flytj-
endur. Hún var líkt og orkuver við
flygilinn; knúði tónlistina áfram af
endalausum þrótti og músíkalskri
næmni svo unun var á að hlýða.
Eþos-kvartettinn sýndi á tónleik-
um Kammermúsíkklúbbsins að hann
er til alls líklegur. Túlkun hans á
Brahms var sérlega glæsileg og er
ástæða til þess að hvetja flokkinn til
þess halda áfram á sömu braut.
Kvartettinn er í fremstu röð og hefur
valið sér háleitt nafn. Það vekur því
undrun að hann skuli ekki koma fram
í samstilltum konsertklæðnaði til að
undirstrika að hér er á ferðinni eitt
hljóðfæri, einn hugur, einn vilji, líkt
og þeir kammerhópar gera sem
hyggjast skapa sér nafn og orðstír.
Magnaður Brahms
TÓNLIST
Bústaðarkirkja
Kammerverk eftir Mozart, Puccini og
Brahms. Eþos-kvartettinn, skipaður Auði
Hafsteinsdóttur, fiðlu, Gretu Guðnadótt-
ur, fiðlu, Guðmundi Kristmundssyni,
víólu, og Bryndísi Höllu Gylfadóttur, selló,
ásamt Þórunni Ósk Marinósdóttur, víólu,
og Monu Sandström, píanó. Sunnudag-
inn 24. febrúar kl. 20.00.
KAMMERTÓNLEIKAR
Gunnsteinn Ólafsson