Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDGRÆÐSLA ríkisins starf- rækir fræverkunarstöð í höfuðstöðv- um sínum í Gunnarsholti á Rangár- völlum, en meginhlutverk hennar er frærækt og verkun tegunda til upp- græðslu. Stöðin er eina fræverkun- arstöð landsins og gegnir þ.a.l. afar þýðingarmiklu hlutverki við upp- græðsluverkefni Landgræðslunnar víða um landið. Allt frá stofnun Sandgræðslu Ís- lands árið 1907 hefur melfræ verið uppskorið og verkað til nota við heft- ingu sandfoks. Lengi fram eftir síð- ustu öld ræddu menn um nauðsyn þess að framleiða íslenskt harðgert grasfræ en ekki tókst að hrinda því í framkvæmd nema að litlu leyti fyrr en 1988 er Fræverkunarstöðin í Gunnarsholti var opnuð. Auk fræ- verkunar var farið að húða allt gras- og melfræ en húðunin auðveldar dreifingu fræsins við sáningu. Á þessum tíma hefur frærækt grasteg- unda stóraukist ásamt ræktun lúp- ínu til frætöku, en helstu tegundir sem ræktaðar eru eru melgresi, sem er afar harðgerð planta sem þrífst nær eingöngu í sendnum jarðvegi, en engin önnur tegund megnar að hefta sandfok í líkingu við það, ber- ingspuntur sem er afar vetrarþolin og harðgerð tegund og hefur verið notaður til túnræktar auk þess sem hann hefur reynst framúrskarandi til uppgræðslu, lúpína sem er sjálf- bær og öflug landgræðsluplanta sem bindur köfnunarefni úr loftinu og byggir upp lífrænan massa. Þá eru nokkur tonn framleidd á ári af snar- rót, vallarsveifgrasi og túnvingli auk þess sem keypt er lúpínu- og mel- gresisfræ af bændum innanlands auk nokkurra tonna sem eru inn- flutt. Á síðasta ári var uppskeran rúm 11 tonn af beringspunti, af mel- gresi 7–8 tonn og af lúpínufræjum og túnvingli rúm 3 tonn af hvoru, en túnvingulsfræið fer aðallega til verk- efnisins “Bændur græða landið“. Selja beringspunt og lúpínu til Alaska Framleiðsla Fræverkunarstöðv- arinnar fer mestöll til uppgræðslu innanlands, miklu sá starfsmenn Landgræðslunnar sjálfir, margvís- leg verkefni eru í gangi á þessu sviði á meðal félagasamtaka, hópa, fyrir- tækja, sveitarfélaga og Vegagerðar- innar auk fleiri aðila. Alaskamenn, sem hafa til margra ára keypt af Landgræðslunni fræ af berings- punti, keyptu tæp sjö tonn af punti á síðasta ári auk þess sem þeir hafa á síðustu árum keypt nokkur hundruð kíló af lúpínufræjum og melgresi. Þeir nota puntinn og lúpínufræið á svipaðan hátt og við, til uppgræðslu og sáningar á svæði sem hafa orðið fyrir raski vegna verklegra fram- kvæmda. Hafa þeir leitað eftir þess- ari vöru til Landgræðslunnar í þessu skyni þar sem hvergi í heiminum er hægt að kaupa fræ af alaskalúpínu nema hér á landi. Þannig má segja að lúpínan sé búin að fara í stóran hring því upphaflega var hún flutt hingað til lands frá Alaska árið 1945. Umfangsmikil starfsemi Á vegum Landgræðslunnar eru 7 melskurðarvélar notaðar við upp- skeruna aðallega á Suðurlandi, við Þorlákshöfn, Vík í Mýrdal og víðar við suðurströndina. Allt axið er skor- ið af melplöntunni, safnað í poka, þreskt og þurrkað í sérstökum gám- um í Gunnarsholti. Við uppskeru á grasfræi og lúpínu eru notaðar þreskivélar sem tæta fræið af axinu en aðeins eru þrjár þreskivélar í gangi þann eina mánuð sem hægt er að uppskera þau fræ. Þá hefur einnig verið keypt melfræ af verktökum auk þess sem ágæt samvinna hefur verið við nokkra bændur um frætöku af lúpínu í landi þeirra. Starfsmenn Landgræðslunnar vinna allan vetur- inn að undirbúningi þess mikla starfs sem innt er af hendi hvert sumar við uppgræðslu á landsvísu. Að sögn Magnúsar Jóhannssonar, sérfræðings hjá fræverkunarstöð- inni, hefur verið að byggjast upp í kringum starfsemi Landgræðslunn- ar öflugur hópur fagfólks sem stöð- ugt vinnur að rannsóknum, þróun og leiðum til að bæta tækni við meðferð þeirra afurða sem verið er að nota ásamt því sem leitað er að öðrum og nýjum tegundum til notkunar í fram- tíðinni. Magnús er líffræðingur og doktor í æxlunarfræðum plantna, en hans helsta verkefni við fræverkun- arstöðina er að vinna að rannsóknum á sjálfu fræinu frá sáningu til upp- skeru og sinnir þannig innra gæða- eftirliti í framleiðsluferlinu öllu. „Hér hefur sú ánægjulega þróun orðið, að í kringum þetta framsækna fyrirtæki sem Landgræðsla ríkisins er, hefur hópur starfsmanna sest að í Gunnarsholti og nágrenni, byggðar- laginu öllu til hagsbóta. Innan fyr- irtækisins starfa landfræðingar, líf- fræðingar, jarðfræðingar, búfræðingar og vistfræðingar að ógleymdu öðru starfsfólki með ára- tuga dýrmæta reynslu að land- græðslustörfunum,“ sagði Magnús. Starf fræverkunar- stöðvar í Gunnars- holti eykst stöðugt Morgunblaðið/Aðalheiður Magnús Jóhannsson kannar spírun á melfræi, en þegar það kemur í hús er það misjafnt að þroska og gæðum. Verið er að gera tilraun með for- þurrkun til þess að jafna þroska og bæta spírunareiginleika fræsins. Hella VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÍSLANDSBANKI hf. hefur að loknu útboði samið við Tal hf. um alla tal- síma- og farsímaþjónustu til næstu þriggja ára. Þetta er stærsti þjón- ustusamningur sem Tal hefur gert til þessa. Hann felur meðal annars í sér 350 farsímakort, þar sem starfs- menn tala frítt sín á milli í hóptali, og margvíslega aðra þjónustu sem Tal lætur Íslandsbanka í té. Í frétta- tilkynningu kemur fram að samn- ingurinn muni leiða til þess að um næstu áramót taki Íslandsbanki upp nýtt aðalsímanúmer. GSM númer bankans munu hins vegar breytast á næstu vikum. Valur Valsson, forstjóri Íslands- banka, og Þórólfur Árnason, for- stjóri Tals, undirrituðu samning um símaþjónustuna í gær. Morgunblaðið/Golli Símaþjónusta Íslandsbanka til Tals HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur vísað tveimur málum frá dómi í tengslum við deilurnar innan Lyfja- verslunar Íslands sem hófust síðast- liðið vor. Fyrra málið snýst um svonefnda meðalgöngustefnu. Samkvæmt henni krafðist Lyfjaverslun Íslands þess að verða leyfð meðalganga í máli þriggja hluthafa í Lyfjaverslun Íslands gegn Jóhanni Óla Guðmundssyni og Lyfja- verslun vegna kaupa félagsins á Frumafli, fyrirtæki Jóhanns Óla. Seinna málið varðar kaup Lyfjaversl- unar á A. Karlssyni hf. en Jóhann Óli hafði krafist riftunar á þeim kaupum. Héraðsdómur vísaði báðum þess- um málum frá dómi, því fyrra 15. febrúar síðastliðinn, og hefur úr- skurðurinn þegar verið kærður til Hæstaréttar. Seinna málinu vísaði héraðsdómur frá dómi í fyrradag. Í því máli var Jóhanni Óla gert að greiða stefndu 125 þúsund krónur í málskostnað, sameiginlega. Ákvörð- un um málskostnað í tengslum við meðalgöngustefnuna bíður dóms í því máli sem hluthafarnir þrír hafa höfð- að gegn Jóhanni Óla og Lyfjaverslun vegna kaupanna á Frumafli. Deilurnar innan Lyfjaverslunar Tveimur málum vís- að frá héraðsdómi SAMRÆMD vísitala neysluverðs í ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu var 109,9 stig í janúar sl. og hækkaði um 0,3% frá desember. Á sama tíma hækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,9%. Mesta verðbólga á EES-svæðinu síðustu tólf mánuði var á Íslandi, 9,8%, og á Írlandi, 5,2%. Verðbólgan var minnst, 1,6%, í Bretlandi. Frá janúar 2001 til janúar 2002 var verðbólgan, mæld með sam- ræmdi vísitölu neysluverðs, 2,5% að meðaltali í ríkjum EES og 2,7% í þeim ríkjum sem eiga aðild að mynt- bandalagi Evrópu. Verðbólgan mest á Íslandi af EES-ríkjum TAP Loðnuvinnslunnar á síðasta ári nam 22,7 milljónum króna saman- borið við 96 milljóna króna tap árið 2000. Rekstrartekjur félagsins voru 1.167 milljónir króna á síðasta ári og rekstrargjöldin 951 milljón króna. Veltufé frá rekstri nam 150 milljón- um króna og hækkaði um 105 millj- ónir frá árinu 2000. Eigið fé félagsins er kr. 526,6 milljónir sem er 52,4% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Í til- kynningu til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að afkomubatinn sé fyrst og fremst til kominn vegna verulegra hækkana á mjöli og lýsi frá vori 2001 og áhrifa vegna lækkunar krónunnar. Gengistap af langtíma- lánum nemur 63 milljónum króna og kemur öðru fremur í veg fyrir að fé- lagið sé rekið með hagnaði. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjárm.kostn. (EBITDA) nam 215,9 milljónum og hækkaði úr 88,1 milljón árið 2000 eða um kr. 127,8 milljónir. Á árinu 2001 tók LVF móti 83.000 tonnum af hrá- efni, sem er 10.000 tonnum minni afli en árið á undan. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Hoffell SU 80, sem er í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, var frá veiðum í 7 mánuði á árinu vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu í Póllandi. Í öðru lagi var loðnuveiðin í febrúarmánuði 2001 fyrir vestan land og bárust því aðeins 6.000 tonn af loðnu til Fáskrúðsfjarð- ar þann mánuðinn, sem ávallt hefur verið besti framleiðslumánuður fé- lagsins. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur nú fest kaup á 1% aflahlutdeild í loðnukvóta fyrir Hoffell SU 80 og mun Loðnuvinnslan njóta góðs af þeirri fjárfestingu, að því er segir í tilkynningu til VÞÍ. Tap Loðnuvinnsl- unnar 22,7 milljónir Á DÖGUNUM hóf nýr sýslumaður störf hér í Búðardal. Hún heitir Anna Birna Þráinsdóttir og var hún áður fulltrúi sýslumanns á Hvolsvelli. Anna Birna er gift Sig- urði Jónssyni, vélvirkja, og eiga þau tvö börn. Þau bjuggu undir Eyjafjöllum en brugðu búi og eru flutt hingað í Búðardal. Anna Birna segist taka við góðu búi frá fráfarandi sýslumanni, Ólafi Stef- áni Sigurðssyni, sem lét af störf- um um síðustu áramót. Kunna Dalamenn honum bestu þakkir fyrir vel unnin störf og góð kynni síðustu ára. Anna Birna segir að fyrstu kynni hennar og fjölskyld- unnar af Dalamönnum séu góð og hlakkar til að takast á við ný verkefni hér í Dölum. Við bjóðum hana og fjölskyldu hennar vel- komna í Dalina. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Anna Birna Þráinsdóttir er nýr sýslumaður í Búðardal. Nýr sýslumaður tekinn til starfa Búðardalur STÓR flokkur sérbúinna jeppa stefn- ir nú um Sprengisand á 101 Reykja- vík. Þessi jeppafloti um 80 jeppa er af Austurlandi og Norðurlandi. Lagt var af stað á 19 jeppum af Austurlandi á fimmtudagskvöld og héldu þeir að Fosshóli í Bárðardal til gistingar. Þar bættust síðan við um 60 jeppar í viðbót af Norðurlandi, að- allega frá Akureyri, Húsavík og úr Skagafirði. Í gær (föstudag) stefndi síðan öll hersingin í Nýjadal þar sem gist var síðastliðna nótt. Stefnt er að því að fyrstu jepparnir komi til borgarinnar um klukkan fjögur í dag (laugardag) þar sem þeim verði öllum stefnt í póstfang 101 eins og nafn leiðangursins segir til um. Á sunnudag verða bílarnir til sýnis milli klukkan 10.30 og 11.30 við hús- næði Bílaklúbbsins í Mörkinni 6. Þarna kennir margra grasa og eru sumir jepparnir verklegir í meira lagi. Stefna á 101 Reykjavík Norður-Hérað Sérbúnir jeppar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.