Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 43 hlýju. Þegar þeir bræður brugðu búi fluttu þeirra að Kirkjuhvoli, dvalar- heimili aldraðra á Hvolsvelli, þar undi Helgi vel hag sínum, tók þátt í söng þegar eitthvað var um að vera á heimilinu. Oft voru rifjuð upp árin í Hlíðinni, þegar hann söng í kirkju- kórnum, lék álfakónginn og söng af sönggleði við álfabrennurnar, allir vissu að Helgi tæki hinn rétta tón og kynni textana. Mér er minnisstætt eitt sinn, ég var búin að dvelja lengi hjá öðrum kunningjum á Kirkjuhvoli, ég ætlaði að flýta mér heim, taldi mig ekki hafa tíma til að líta inn hjá Helga, en um leið og ég gekk hjá dyrunum hans, heyrði ég gamalkunna rödd, svo ég bankaði létt á dyrnar. Helgi sat á rúminu sínu, horfði í gaupnir sér sjóndöprum augum en bros lék um varirnar, hann var að syngja „Sestu hérna hjá mér ástin mín, horfðu á sólarlagsins roðaglóð“. Á svipinn var hann eins og hann hefðir verið að rifja upp gömul ævintýri. Ég settist hjá honum á rúmið og hrósaði honum fyrir sönginn, Hann lét lítið yfir, sagðist hafa verið að raula að gamni sínu, en Helgi hafði mjúka og fallega bassarödd. Ég leit að vanda í kring- um mig í herberginu hans, á veggj- unum voru myndir af mörgum vin- konum hans, stór mynd var af móður hans, fríðri konu, hana missti Helgi þegar hann var sjö ára gamall. Hestamyndir voru þarna hjá honum og rifjaðist upp fyrir mér hvað Bleik- ur hans var fallegur og sagðist hann halda að hann hefði verið einn sá besti, sem hann hefði átt. Síðast sá ég Helga þegar við hjón- um litum inn til hans, þá var hann kominn á Lund, hjúkrunarheimilið á Hellu. Hann gladdist við að hitta okkur, enda hafði hann tekið sömu tryggð við Pálma, eins og alla okkar fjölskyldu. Nú var hann rúmfastur, tengdur súrefnistæki og næstum blindur, en heyrnin var góð. Ég sat góða stund hjá honum, hélt í sinabera höndina hans, sem var enn hlý og handtakið fast. Hugurinn var óbeygður, hugs- unin skýr og minnið óbreytt, enn var frásagnargleðin fyrir hendi. Hann var afar þakklátur öllu því góða starfsfólki bæði á Kirkjuhvoli og Lundi, fyrir hjúkrun og alla að- hlynningu, hann var sáttur við guð og menn. Að lokum vil ég þakka Helga fyrir tryggð og vináttu við foreldra mína og alla fjölskyldu okkar. Systkinum Helga og öllu venslafólki sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Helga Jóns- sonar. Margrét J. Ísleifsdóttir. Þegar ég var yngri var mamma vön að segja mér sögur frá því hún var lítil og bjó í Bollakoti. Í þessum sögum kom Helgi ávallt við sögu og greinilegt var að mömmu þótti mjög vænt um hann. Ég man ennþá hversu stolt ég var þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég hét í höfuðið á þessum góða manni. Jafnframt greip mig löngun til að kynnast hon- um en vegna fjarlægðar okkar frá honum hitti ég hann sjaldan. Þótt ég hlakkaði alltaf til kom ég varla upp orði fyrir feimni þegar á staðinn var komið. Það var ekki fyrr en eftir menntaskóla þegar ég flutti til Reykjavíkur að ég fór að hitta Helga aðeins oftar. Hann var þá orðin nærri níræður en þrátt fyrir það spjallaði hann alltaf við mig um heima og geima og sagði mér margar sögur frá liðnum árum ásamt því að spjalla um líðandi stund. Smám sam- an fór ég að gera mér grein fyrir því af hversu miklu ég hafði misst að þekkja hann ekki lengur. Nú er Helgi farinn en minning mín um hann fer ekki heldur mun ég halda áfram að segja stolt frá þess- um góða manni sem ég hef nafn mitt frá. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði, – hverfi allt, sem kærst mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. (M. Joch.) Kveðja, þín Helga. ✝ Sigurbjörn Sig-urðsson fæddist á Brúará í Bjarnafirði á Ströndum 23. ágúst 1912. Hann lést á Blönduósi 20. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sig- urður Stefánsson, bóndi og sjómaður á Brúará, f. 23.10. 1857, d. 7.5. 1935, og kona hans Sigríður Jónsdóttir, f. 21.3. 1872, d. 12.8. 1956. Sigurbjörn var yngstur sinna systk- ina sem nú eru öll látin en þau voru: Róselía Guðrún, Halldór Jón, Guð- ríður, Sigríður, Elías Svavar, Beni- dikt, Stefán Björn, Gestur, Ingi Einar, Guðbjörn, Elínbjörg og Kristbjörg Róselía. Sigurbjörn fór 9 ára í sveit til systur sinnar Róselíu á Þröm í Svínavatnshrepp, 11 ára flutti hann aftur heim á Brúará til að vinna hjá bróður sínum Beni- dikt. Hann kvæntist 30. desember 1954 Matthildi Margréti Árnadótt- ur, f. 15.9 1929. Börn þeirra eru: 1) Ingi Einar, f .16.4. 1950, sambýlis- 23.11. 1962, gift Birni Ragnarssyni, þau eiga þrjú börn: Ragnar, f. 21.4. 1986; Jón, f. 16.2. 1988; og Sunna Sif, f. 6.8. 1992. 7) Erla, f. 15.4. 1965, hún á tvo syni, Stefán Sindra, f. 16.9. 1991, og Ragnar Braga, f. 5.5. 1998. 8) Fósturdóttir Sigur- björns, Signý Magnúsdóttir, f. 20.1. 1948, gift Eðvarði Ingvasyni, þau eiga fjóra syni: Ingvi Sveinn, f. 30.4. 1969, hann á tvö börn; Baldur Bragi, f. 19.10. 1971, hann á eitt barn; Hilmar Árdal, f. 10.11. 1979; og Árni Halldór, f. 31.7. 1984. Sigurbjörn gekk í skóla fáeina mánuði fyrir fermingu. 14 ára fór hann til sjós og bjó í verbúð á Drangsnesi en báturinn var gerður út þaðan, síðan í fiskvinnslu rétt ut- an við Drangsnes og við ýmis sveitastörf. Árið 1932, þá 20 ára, flutti hann aftur í Húnavatns- sýsluna og sneri ekki aftur vestur, hann fór til systur sinnar á Þröm og vann í kaupavinnu á ýmsum bæj- um. Nokkur ár vann hann á þunga- vinnuvélum, síðan keypti hann sér trukk sem hann kallaði Hallgerði, en á honum vann hann lengi við vegavinnu og í mjólkurflutningum í sýslunni. Síðan um 1960 til starfs- loka sem urðu seint hjá Sigurbirni vann hann í Mjólkurstöðinni á Blönduósi til 76 ára aldurs. Útför Sigurbjörns fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. kona Sigurjóna Marsi- bil Lúthersdóttir. Hann á tvö börn: Ey- rúnu Dögg, f. 29.8. 1973, og á hún tvö börn; og Baldur Sigur- björn, f. 11.11. 1974. Hann á eitt barn. Sig- urjóna á fimm börn. 2) Erna Hallfríður, f. 22.5. 1951, gift Þor- valdi Hreini Skafta- syni og eiga þau þrjú börn: Sigurbjörn Fanndal, f. 5.10. 1969, d. 13.8. 2000; Hafdís Fanndal, f. 29.6. 1971, hún á þrjú börn; og Jónas Fanndal, f. 25.5. 1976, hann á tvö börn. 3) Baldur Bragi, f. 30.10. 1952; d. 5.7. 1971. 4) Sigurður Agnar, f. 4.4. 1954, kvæntur Ármeyju Óskars- dóttur, hann á fjögur börn: Sigur- björn, f. 11.12. 1975, d. 5.9. 1993; Hjörtur, f. 11.3. 1980; Hannes Kristinn, f. 29.11. 1984; og Óskar Elías, f. 25.10. 1989. 5) Kolbrún Harpa, f. 9.11. 1956, börn hennar eru Halldóra Margrét, f. 23.4. 1976, Emilía Guðrún, f. 23.10. 1989, og Baldur, f. 7.1. 1991. 6) Dóra, f. Blikar á grænum bletti bærinn, við foss í á. Umgyrtur urð og kletti, er hann á vegu þrjá. Fyrir þeim fjórða vegi faldar sig aldan blá. Oft er á láði sem legi lágrok um Brúará. (Höf. ók.) Elsku pabbi minn, nú er kominn tími til að kveðja, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér því að Balli bróðir, Bjössi minn og Sibbi hafa örugglega verið til stað- ar í móttökunefndinni og svo örugglega Ingi Karl frændi og Ein- ar og Bjarni og Ingi Einar bróðir þinn sem þú talaðir svo oft um. Systkini þín sem þú áttir mest sam- leið með Rósa, Ella, Kristbjörg, Jón og Bensi hafa örugglega verið þarna. Það er bæði sárt og gott að þú skulir vera farinn því þú varst orðinn svo þreyttur. Oft var hann langur vinnudagurinn þinn enda varstu stór og sterkur Strandamað- ur, áttir mörg börn og eitthvað hef- ur nú þurft til að hafa ofaní og á alla fjölskylduna. Ekki man ég eftir að okkur skorti neitt í uppvextinum, en við fengum heldur ekki neinn óþarfa. Það var ekki neinn dans á rósum lífið þitt, varst sendur 9 ára í sveit til systur þinnar og 14 ára far- inn að vinna fyrir þér eins og full- orðinn maður. Ég man ferðirnar vestur á Strandir, þú varst svo stoltur af því að vera Strandamaður og þekktir hvern bæ og hvern hól fyrir vestan. Það var þér mikil ánægja hvað ég var mikill Stranda- maður í mér og hvað ég hef mikinn áhuga á ættinni og öllu af Strönd- um. Þær voru margar sögurnar sem ég hafði upp úr þér um upp- vöxtinn þinn og ég man sérstaklega hvað þú talaðir oft um hann Inga Einar bróður þinn sem þú misstir kornungan. Það var erfitt fyrir þig að þurfa að horfa á eftir öllu þínu fólki, foreldrum, systkinum, systk- inabörnum sem mörg voru á svip- uðum aldri og þú, svo á eftir syni þínum og tveim barnabörnum sem báðir hétu í höfuðið á þér. Það voru oft sögustundir hjá okkur þú sagðir mér svaðilfarirnar sem þú fórst í á Hallgerði, trukknum sem þú áttir í vegagerð og í mjólkurflutningunum og síðan ferðirnar á olíubílnum. Þá voru ekki malbikaðir vegir né snjó- mokstur, þá urðu menn að bjarga sér sjálfir enda var stundum keyrt yfir mela og móa og eins og þú hefðir orðað það! Þetta var helvíti erfitt stundum! Ég man spilin hjá mér og þér á móti mömmu og Valda, þá var nú oft glatt á hjalla.Við gátum verið vinir og félagar í mörg ár, fengið okkur í könnu og spilað og hlegið fram á nótt. Ég kom alltaf til þín þegar ég kom norður og alltaf þekktir þú mig um leið og ég kom í sjónmál, þótt þú værir farin að sjá mjög illa. Einu sinni þegar ég kom varst þú sofandi, ég settist á rúm- stokkinn og strauk þér um vang- ann, þú kipptist við en sagðir um leið: Erna ert þú komin! Þekktir mig alltaf um leið. Mig langar að þakka þér langa samfylgd 50 ár og 8 mánuðir er meira en margir fá með pabba sínum. Einhvern vegin þótt ég vissi að endalokin hlytu að fara að koma þá var ég ekki tilbúin að sjá á eftir þér strax, en viltu gefa honum Bjössa mínum langt og gott faðmlag frá mér. Mér þótti mjög sárt að þú skyldir þurfa að dveljast á sjúkrahúsi síðustu mánuðina þína því þar vildir þú síst af öllu vera og ég veit að þú varst mjög einmana og sár, en ég veit líka að þar var vel hugsað um þig og eins og þú sagðir við mig í símanum kvöldið áður en þú fórst þá leið þér ekkert illa, það var verst að þér var skömmtuð píp- an þín, en ég sá um að hún fór með þér í brjóstvasanum þínum þar sem hún var alltaf. Elsku karlinn minn, við sjáumst. Þín dóttir Erna. Við viljum kveðja pabba og afa okkar með þessum orðum: Það hér í sannleik sést, er sonur guðs andaðist, sorgin þá særði mest, sem hann elskuðu best. Af þessu, mín sál, þú sér sannlega, hversu er valt allt í heimi hér. Haf slíkt í minni þér. Þá ég sé sárin mín særir mig hjartans pín. En sárin þá sé ég þín, sorg öll og kvíði dvín. Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn. Vernd og skjól þar finn. (Hallgr. Péturss.) Eg veit að aldrei dvín ástin og mildin þín, því fel ég mig og mína, minn Guð, í umsjá þína. (Herdís Andrésdóttir.)) Þín dóttir og barnabörn, Kolbrún Harpa, Halldóra Margrét, Emilía Guðrún og Baldur Ingi. Kallið er komið, komin er nú stundin. Þetta er eitthvað sem við mannanna börn verðum öll að standa frammi fyrir hvort sem okk- ur líkar betur eða verr. Þessu kalli hlýddi tengdafaðir minn Sigurbjörn Sigurðsson eftir tæplega níutíu ára jarðvist: Okkar kynni hófust árið 1968 þegar ég kom fyrst á heimilið þitt á Blönduósi með vini mínum Eðvarði Ingvasyni sem var þá væntanlegur tengdasonur þinn. Þú bauðst uppá kaffi og þegar ég setti mjólk útí kaffið varðstu mjög hneykslaður og lést mig alveg vita að þetta væri ekki mjög karlmann- legt. Ári seinna var ég orðinn tengdasonur þinn og við Erna dótt- ir þín búin að færa þér fyrsta afa- barnið þitt og nafna og kaffimálið ekki frekar rætt enda gerðum við okkur báðir ljóst að hvorugur var tilbúinn að láta sitt og fast haldið í vanann. Þú varst 57 ára en ég 20 ára, aldrei fann ég fyrir neinum ald- ursmun enda var hugur þinn síung- ur en farið að bera á veikum fótum. Ég fór með þig suður á Akranes í nokkur skipti á sjúkrahús í miklar aðgerðir á fótum og varst þú aldrei samur eftir þær og nánast öryrki en gamla þrjóskan úr Bjarnafirð- inum hélt þér alltaf gangandi. Marga sigra vannstu eftir þetta, fluttir til Hafnarfjarðar en undir ekki þar og komst norður á Skaga- strönd til okkar Ernu og fórst með okkur pabba mínum á grásleppu, þá var oft glatt á hjalla. Þú byggðir einbýlishús á Blönduósi 1976, þá 64 ára gamall, en það var annað húsið sem þú byggðir á Blönduósi. Síð- ustu starfsárin vannstu í mjólkur- stöðinni eða til 76 ára aldurs með lélega fætur og handleggi, svo fór sjónin að bila. Aldrei man ég eftir því að þú kvartaðir eða bærir sorgir þínar á torg en víst voru þær fyrir hendi. Baldur sonur þinn drukknaði árið 1971 19 ára gamall, Sigurbjörn sonarsonur þinn lést árið 1993 17 ára gamall og Sigurbjörn dóttur- sonur þinn og sonur minn lést árið 2000 30 ára gamall. Það er af mörgu að taka í minningaflóði þeirra 34 ára sem ég hef þekkt þig og margs að minnast, til dæmis ferðalaganna, 10 daga í Aðalvík á Ströndum með allri fjölskyldunni, ferðir vestur á þínar Strandir. Þá var nú minn maður í essinu sínu, sögur flugu á bæði borð og alltaf stóð eitt uppúr það að þú varst sannur Stranda- maður, það fengu sko allir að vita að þú þekktir hverja hundaþúfu í Bjarnafirðinum. Og spilakvöldin og ekki sakaði að hafa lögg í glasi og pípan þín rauðglóandi, þá var gam- an. Þegar Ingi og Billa fóru með þig á Strandirnar á 85 ára afmælinu þínu var bæði glóð og gleði í augum og huga þegar þú lýstir staðháttum sem alsjáandi værir, það var þín hinsta ferð á Strandir. Ég vissi um hug þinn gagnvart dauðanum en það höfðum við oft rætt, þú varst ekki tilbúinn að fara því hugur þinn var síungur en líkaminn búinn. Þú vildir að ég lofaði þér að þú þyrftir aldrei að liggja á sjúkrahúsi, því miður gat ég ekki gefið það loforð, svo fór að þú varðst að fara þangað og vissi ég vel að hugur þinn var þungur og í þau skipti sem við Erna komum norður sá ég að þér leið ekki vel andlega en lést samt vel af vistinni, þó sáust tár á vanga þegar kom að kveðjustund. Okkar síðasta samverustund var 31. janúar er ég kom í snögga heimsókn norður og hitti þig en Erna sótti það fast að ég gleymdi ekki að koma til þín, en hún átti ekki heimangengt. Sátum við og héldumst í hendur á rúminu þínu og fannst mér þá í fyrsta sinn að þú værir tilbúinn að yfirgefa þetta líf. Þú fórst að tala um að það væri búið að taka af þér pípuna sem var búin að vera félagi þinn í sorg og gleði í rúm 70 ár, nú væri þessi fé- lagsskapur skammtaður fjórum sinnum á dag. Ekki vildi ég trúa að þetta væri ekki hægt að laga og fór og ræddi við starfsfólk um að úr þessu yrði bætt en allt kom fyrir ekki, því var hugur minn þungur er við kvöddumst í hinsta sinn. Ég var sár út í allt sem heita lög og reglur á sjúkrahúsi. Er suður kom vildi Erna ekki trúa þessu með pípuna og hringdi daginn eftir í yfirmann- eskju og er skemmst frá því að segja að henni var sagt að ef við værum með eitthvað röfl yrði pípan tekin því þau mættu alveg banna reykingar. Þetta heitir víst á fag- máli að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Jæja, elsku karlinn minn, ég ætla að minnast þín eins og þú varst áður en ellikerling hafði betur og syrgi góðan dreng og gleðst yfir því að þú hefur nú fengið hvíld. Á Brúará í Bjarnafirði mín bernsku lágu sporin, alltaf taldi ég hann yrði bestan fjarða á vorin Hamrabeltin, áin mín allt við kotið lága Strandafjöllin dýrðarsýn drottningin mín háa (Þorvaldur.) Þinn tengdasonur, Þorvaldur Skaftason. SIGURBJÖRN SIGURÐSSON .           /%     /      %        0  %      &'()    *+ ! , , !#            1   2        3   -"  " "   . !!,/0!1    " "   ! ,/  !    ,  " "          " "   !/         . / !  ) 2 .3 !  4!5,  " " (    * 1*  *!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.