Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.03.2002, Blaðsíða 51
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 51 Höfðinginn Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, er 100 ára í dag. Ég vil nota tækifærið og óska honum til hamingju með afmælið um leið og ég sem landbúnaðarráðherra flyt honum þakkir fyrir það mikla og óeigingjarna starf sem hann og fjöl- skylda hans vann í áratugi fyrir ís- lenska bændastétt og fyrir íslenska þjóð. Guðmundur er Austur-Hún- vetningur, fæddur á Torfalæk sem var og er enn framsækið stórbú. Húnvetningar eru framsæknir og metnaðargjarnir menn og margir merkilegir menn sem settu svip sinn á síðustu öld voru bændasynir úr Austur-Húnavatnssýslu. Guðmund- ur Jónsson fór ungur í víking til að afla sér æðri menntunar í landbún- aðarfræðum. Í Danmörku lærði hann margt og kynntist framsækinni stefnu danskra bænda, ungi bónda- sonurinn kom heim margs vísari, há- menntaður og albúinn að miðla af þekkingu sinni. Hann átti sér drauma um framsækinn landbúnað, vélar og tæki voru að halda innreið sína með auknum afköstum. Búfræð- in varð að þróast þar sem þekking- aröflun bæði í jarðrækt og búfjár- rækt lögðu grunn að öflugri atvinnuvegi. Guðmundur kom á fót öflugum jarðræktartilraunum við skólann, en fyrir þeim fór sá maður sem lengi var hægri hönd hans, Magnús Óskarsson kennari. Tún- rækt og fóðuröflun tóku stórstígum framförum hér á landi undir hand- leiðslu Magnúsar. Landbúnaðurinn varð að standast samkeppni við aðra atvinnuvegi og kalla til sín öflugt fólk og víkja hokri og þrældómi til hliðar. Guðmundur starfaði svo til alla starfsævi sína við Bændaskólann á Hvanneyri. Skólinn efldist mjög und- ir hans stjórn, hann hafði lag á að velja til samstarfs við sig framsækna menn til kennslu og starfa við skól- ann og skólabúið. Skólinn og skólabúið var rekið, byggt upp og haldið við af miklum myndarskap í hans tíð, snyrtimennska var í fyrir- rúmi, líkt og í dönskum herragarðs- stíl. Guðmundur var mikill baráttu- maður fyrir því að æðri menntun í landbúnaði færi fram hér heima og að Hvanneyri yrði fyrir valinu. Þarna háði hann og hans stuðnings- menn harða baráttu og höfðu betur um síðir. Hvanneyri varð skólastað- ur framhaldsnáms og búvísinda í hans tíð. Guðmundur tók þátt í og gladdist við þau tímamót þegar Al- þingi hafði viðurkennt það formlega árið 1999 að á Hvanneyri yrði land- búnaðarháskóli og var afmælishátíð haldin þá um sumarið. Allir þeir sigr- ar sem unnist hafa á Hvanneyri í tíð Guðmundar, fyrir og eftir að hann lét af störfum, hafa verið sóknarfæri til að efla þekkingu og skapa dugmeiri bændur og leiðtoga fyrir íslenskan landbúnað. Þessi barátta er sígild og verður það um alla framtíð. Guðmundur Jónsson hefur verið trúr lífsköllun sinni og þegar litið er til baka hafa fáir menn haft jafn víð- tæk og varanleg áhrif á íslenskan landbúnað. Ég minnist Guðmundar með þakklæti sem uppalanda í starfi skólastjórans og kennarans. Hann hafði mildan en strangan stjórnunar- stíl, minnugur þess að mýktin sigrar hörkuna. Hann var þjóðsagnaper- sóna í mörgum tilsvörum og við strákarnir héldum stundum að skólastjórinn væri orðinn gleyminn, en svo var ekki, refsingin gat sund- um verið lævís eins og sagan um strákinn sem var rekinn fyrir jól en fór ekki. Sagan segir að Guðmundur hafi sagt undrandi um vorið þegar hann rétti nemandanum búfræði- prófið: „Nú, hvað er þetta, þú hér enn?“ Guðmundur var baráttumaður fyrir búreikningum og skýrsluhaldi í landbúnaði og hann taldi að bændur yrðu að halda vel utan um rekstur sinn og stunda ræktunar- og gæðabúskap. Að reka fyrirtæki í náttúru landsins væri vandasamt starf. Vélaprófanir voru lengi fram- kvæmdar á Hvanneyri, það var í samræmi við hagfræðihugsun skóla- stjórans. Vélar sem stóðust aðstæð- ur landsins og hentuðu okkar búskap og spöruðu bændum peninga í dýrri fjárfestingu, þannig vildi hann vinna. Ólafur, sonur hans, var lengi sá sem af stakri trúmennsku stýrði þessari mikilvægu þjónustu bændum til heilla og í sátt við vélasalana. Ólafur lést langt fyrir aldur fram og var öll- um harmdauði. Hann var einnig kennari minn á Hvanneyri og minn- ist ég hans sem hins prúða dreng- skaparmanns. Nú er staðan sú að íslenskur land- búnaður, sem var að mörgu leyti á fornaldarstigi þegar hinn ungi kenn- arinn kom heim árið 1925, er í dag at- vinnuvegur með mikla sérstöðu. Landsmenn kunna vel að meta af- urðirnar og þær standast samanburð við það besta sem gerist í veröldinni. Við eigum mikið af framsæknu og góðu bændafólki og enn eiga ráð og leiðbeiningar öldungsins erindi til bænda og eru í fullu gildi. Því hugsa margir hlýtt til Guðmundar á þess- um tímamótum og senda honum og fjölskyldu hans bestu kveðjur. Guð- mundur var trúr yfir því sem honum var falið, hann gerði kröfur til sín og annarra, hann horfði fram á veginn og var til dæmis einn aðalbaráttu- maður fyrir samgöngubótum um Hvalfjörð og sá þá drauma rætast. Íslenskur landbúnaður stendur í þakkarskuld við Guðmund Jónsson og ævistarf hans. Guðni Ágústsson. Minn aldni lærifaðir og velgjörð- armaður Guðmundur Jónsson fyrr- um skólastjóri á Hvanneyri er 100 ára í dag. Að ná 100 ára aldri er fáum gefið en lýsir raunar lífsferli Guð- mundar. Hann var alla sína starfstíð hófsamur, reglusamur, kvikur í hreyfingum og sívinnandi án þess að bera með sér þá spennu og flýti sem fylgir mörgum stjórnendum nú- tímans. Þeir sem vilja ná 100 ára aldri geta margt af lífshlaupi Guð- mundar Jónssonar lært um raun- verulega heilsuvernd. Kynni okkar Guðmundar hófust þegar ég settist sem vetrungur í eldri deild Bændaskólans á Hvann- eyri haustið 1960. Þá tók hann al- úðlega á móti mér á skólahlaðinu, spurði frétta úr Þingeyjarsýslum og vísaði mér á dvalarstað veturlangt. Síðan hefur mér ætíð fundist að ég væri eins og heima hjá mér á Hvann- eyri. Kynni okkar urðu þó meiri og nánari við dvöl mína á Hvanneyri við búfræðikandidatsnám 1970-1973. Þegar litið er til baka skynjar maður hve Guðmundur Jónsson var í mörgu langt á undan sinni samtíð. Eðlislæg nákvæmni hans og áhugi á bókhaldi smitaði út frá sér þannig að hann er í raun faðir bændabókhalds á Íslandi. Brennandi áhugi hans á nýtingu búfjáráburðar vakti áhuga margra þótt til væru þeir sem vildu fremur láta bæjarlækinn moka fjós- ið. Nú er búfjáráburður grunnur líf- ræns landbúnaðar og undirstaða bú- skapar hjá vaxandi hópi bænda. Mesta afrek Guðmundar Jónssonar á sviði íslenskra landbúnaðarmála er þó án efa stofnun háskóladeildar í búvísindum á Hvanneyri. Þótt ný- lega hafi verið sett lög um landbún- aðarháskóla á Hvanneyri velktust hvorki ég né aðrir sem stunduðu nám við framhaldsdeildina á Hvanneyri í vafa um að við værum að nema í bún- aðarháskóla. Árangur nemendanna á innlendum og erlendum vettvangi staðfesti það raunar. Með störfum sínum á Hvanneyri langa og farsæla starfsævi átti Guðmundur merkan þátt í framþróun landbúnaðarins og ætla má að menntun íslenskra bænda væri með öðrum og lakari hætti í dag ef hans hefði ekki notið við. Guðmundur Jónsson er heiðurs- félagi í Bændasamtökum Íslands og á þessum raunar sjaldgæfu tímamót- um eru honum færðar alúðarþakkir fyrir mikil og farsæl störf í þágu ís- lensks landbúnaðar. Ari Teitsson, form. Bændasamtaka Íslands. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri, er hundrað ára í dag. Við sem vorum í Hvann- eyrarskóla höfum átt mjög góðar minningar um þann tíma, er við nut- um forsjár hans. Hann var ágætur kennari en margt af því sem hann þurfti að kenna þótti mönnum mis- áhugavert. Guðmundur var áheyrilegur ræðumaður og mörgum hljóta að vera minnisstæðar tækifærisræður hans í borðstofunni, þegar hann sló á létta strengi. Til dæmis þegar Varmalandsmeyjar komu og hann kvaðst helst vilja að eitt eða tvö hjónabönd hlytust af samfundum Varmalandsmeyja og Hvanneyringa á hverjum vetri. Hann sagði konu- valið stærsta happdrætti sem maður spilaði í og hafði yfir þessa vísu: Það er vandi að velja sér víf í standi þrifa, en ólánsfjandi ef illa fer í því bandi að lifa. Á þeim tíma sem við vorum í Hvanneyrarskóla voru kennslubæk- ur af skornum skammti. Sumt náms- efni fluttu kennararnir án þess að nemendur hefðu kennslubækur til að styðjast við og sumt var í fjölrituðum pésum en ástæðulaust er að fárast yfir því. Liðið er liðið. Framvindan var svona og vitur maður fullyrti eitt sinn að hún væri bogin. En hverju skiptir það? Eru það ekki fremur samvistirnar við Guðmund skólastjóra og það ágæta fólk sem var á Hvanneyri sem slá ljóma á endurminningarnar um veruna þar? Vinsemd hans við gamla nemendur var mikil og hvert sinn sem hann heilsaði þeim á Hvanneyri, sagði hann: „Sæll og blessaður og velkominn.“ Á kveðjustundum þakk- aði hann fyrir komuna. Við viljum á þessum tímamótum senda honum hlýjar hugsanir og biðja honum og fjölskyldu hans blessunar. Fyrir hönd nemenda í eldri deild 1953-1954. Brandur Fróði Einarsson og Bjarni Böðvarsson. Svipmyndir úr starfi Guðmundar á Hvanneyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.