Morgunblaðið - 02.03.2002, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 02.03.2002, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞINGFLOKKUR sjálfstæð- ismanna ákvað í gær að Tómas Ingi Olrich tæki við starfi menntamálaráðherra af Birni Bjarnasyni sem ákveðið hefur verið að veiti sjálfstæðismönnum í borgarstjórn forystu í borg- arstjórnarkosningunum í vor. Hér óskar Björn eftirmanni sínum til hamingju. Björn og Tómas Ingi voru báðir kjörnir á Alþingi árið 1991. Tómas Ingi hefur verið for- maður utanríkismálanefndar síð- an 1997, en lætur nú af því emb- ætti. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við formennsku í utan- ríkismálanefnd. Morgunblaðið/Golli Nýr mennta- málaráð- herra  Heillandi/4 LANDSBANKI Íslands keypti í gær öll hlutabréf fjárfestingarfélagsins Straums í Tryggingamiðstöðinni hf., að nafnverði ríflega 25,1 milljón króna, á genginu 67 og nemur því verðmæti viðskiptanna um 1.682 milljónum króna. Lokagengi á bréf- um Tryggingamiðstöðvarinnar á Verðbréfaþingi Íslands í gær var 61,0. Þórður Már Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Straums, segir að bor- ist hafi mjög viðunandi tilboð í hlut fé- lagsins í Tryggingamiðstöðinni og staðan hafi verið metin þannig að sala á bréfunum væri góður kostur. Eftir kaupin hefur eignarhlutur Lands- banka Íslands í Tryggingamiðstöð- inni aukist úr 2,82% í 13,59%. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins má gera ráð fyrir að Lands- bankinn hafi keypt þennan hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir fjöl- skyldu Sigurðar heitins Einarssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, og tengda aðila en sú fjölskylda var þar til á síðasta ári langstærsti hlut- hafinn í Tryggingamiðstöðinni. Með þessum viðskiptum hafi þessir hlut- hafar tryggt stöðu sína í fyrirtækinu með afgerandi hætti. Auk tilboðs Landsbankans í hluta- bréf Straums í Tryggingamiðstöðinni á genginu 67 barst annað tilboð frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og samstarfsaðilum á genginu 60. Tilboði Landsbankans var því tek- ið en það er töluvert yfir markaðs- verði hlutabréfa í TM undanfarið- .Ljóst er að töluverð átök hafa verið að tjaldabaki undanfarna mánuði um kaup á þessum bréfum, sem talin hafa verið ráða úrslitum um yfirráð yfir TM. Jafnframt er Tryggingamiðstöð- in fjórði stærsti hluthafinn í Íslands- banka með 4,34% hlut og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að þeir sem ráða því hlutafé geti haft veruleg áhrif innan hlutahafahóps bankans. Jón Ásgeir mun mótmæla sölunni Jón Ásgeir Jóhannesson, sagði í samtali við Morgunblaðið söluna mjög skrýtna og hann vissi að fleiri en hann hefði haft áhuga á að kaupa bréfin. „Það er undarlegt að ekki sé kannað hvar besta verðið fáist fyrir þau. Sem hluthafa í Straumi vekur þetta athygli mína. Það er verkefni stjórnar Straums að leita hagstæð- asta verðs og ég tel að það hafi ekki verið gert í þessu tilviki.“ Að sögn Jóns Ásgeirs verða vænt- anlega einhver eftirmál af þessari sölu og sem hluthafi í Straumi muni hann mótmæla þessum gjörningi enda hafi hagsmunir hluthafa Straums, s.s. stórra hluthafa eins og Íslandsbanka, ekki verið hafðir að leiðarljósi við þessa sölu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafði Kaupþing lýst yfir áhuga á að kaupa bréfin í Trygginga- miðstöðinni enda hafi félagið áhuga á að eignast 20% hlut í Tryggingamið- stöðinni. Fyrirspurn Kaupþings mun fyrst og fremst byggjast á áhuga á nánara samstarfi við TM í lífeyris- tryggingamálum. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, mun einnig, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, hafa sýnt áhuga á að kaupa bréfin en heimildir Morgunblaðsins herma að Þorsteinn Már hafi einnig haft áhuga á því að Straumur seldi Trygginga- miðstöðinni sjálfri bréfin. Um síðustu áramót var Ovalla Trading, sem er fjárfestingarfélag í eigu Gaums Holding S.A. og Austur- sels ehf., stærsti hluthafinn í TM með 18,02%. Fjárfestingarfélagið Gaumur er í eigu Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Jóns Ásgeirs og Krist- ínar. Eigandi Austursels er Hreinn Loftsson, hrl. og stjórnarformaður Baugs og Tryggingamiðstöðvarinnar. Fram hf. átti um áramót 17,74% hlut í TM en eigendur þess eru fjöl- skylda Sigurðar heitins Einarssonar, sem einnig á Fjárfestingarfélagið Ív- ar sem átti um áramót 8,78% hlut í TM. Aðalfundur félagsins verður haldinn á næstunni. Fjölskyldan í Eyjum með ráðandi hlut á ný Landsbankinn hefur eignast 13,59% í Tryggingamiðstöðinni Í tilkynningu Olíufélagsins segir: „Fulltrúar stjórnar Olíufélagsins hf. gengu á fund fyrirsvarsmanna Sam- keppnisstofnunar fyrr í dag og kynntu þá ákvörðun sína að félagið myndi gera allt sem í þess valdi stæði til að upplýsa málavexti af sinni hálfu vegna rannsóknar sem nú stendur yfir hjá Samkeppnisstofnun um meint brot félagsins á sam- keppnislögum. Samkeppnisstofnun hefur staðfest af sinni hálfu að stofn- unin sé reiðubúin til samstarfs, en mun svara erindinu með formlegum hætti í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum sem kynntar voru stjórn Olíufélagsins hf. á fundi hennar í morgun, og byggjast á rannsókn þeirra gagna sem Sam- keppnisstofnun lagði hald á 18. des- ember 2001, þá eru komnar fram vís- bendingar um að ákveðnir þættir í starfsemi Olíufélagsins hf. hafi á undanförnum árum að einhverju leyti stangast á við ákvæði sam- keppnislaga. Má þar m.a. nefna sam- reknar bensínstöðvar, sameiginlegt eignarhald þjónustufyrirtækja og samstarf um sölu á eldsneyti til er- lendra skipa. Þessar upplýsingar komu stjórn félagsins á óvart, og fól hún lögmanni félagsins að ganga til viðræðna og/eða samstarfs við Sam- keppnisstofnun um að upplýsa meint brot félagsins á samkeppnislögum. Stjórnin vill, ef þess er nokkur kost- ur, freista þess að ná samkomulagi við Samkeppnisstofnun um lyktir málsins. Eðli máls samkvæmt getur félagið ekki tjáð sig nánar um meint- ar ávirðingar. Eftir því sem best er vitað stang- ast starfsemi Olíufélagsins ehf., nýs dótturfélags Olíufélagsins hf., ekki á við samkeppnislög nema ef vera kynni að rekstur samrekinna bens- ínstöðva yrði talinn þeim andstæður. Stjórn Olíufélagsins hf. leggur áherslu á að máli þessu verði lokið á sem skemmstum tíma svo að allri óvissu verði eytt sem fyrst. Nauð- synlegt er að tryggja fullan trúnað og traust á milli félagsins annars vegar og viðskiptavina og hluthafa hins vegar.“ Bíða niðurstöðu Héraðsdóms Kristni Björnssyni, forstjóra Skeljungs hf., var ekki kunnugt um ákvörðun Olíufélagsins í gærkvöldi og kvaðst hann ekkert hafa um þessa afstöðu Olíufélagsins að segja. Kristinn sagði að forsvarsmenn Skeljungs biðu nú niðurstöðu Hér- aðsdóms Reykjavíkur en eins og fram hefur komið hafa olíufélögin krafist þess fyrir dómi að Sam- keppnisstofnun verði gert að eyða öllum afritum skjala á tölvutæku formi sem stofnunin gerði upptæk hjá félögunum 18. desember sl. „Við teljum að það hafi verið brotnar ákveðnar grundvallarreglur við athöfnina sjálfa sem framkvæmd var í fyrirtækinu 18. desember sl. Því máli hefur verið skotið til Hér- aðsdóms Reykjavíkur og við bíðum eftir að sú úrlausn liggi fyrir. Við höfum ekki tjáð okkur um annað en formhlið málsins. Við lítum þannig á að hún sé til meðferðar hjá Héraðs- dómi og við bíðum niðurstöðu hans,“ sagði Kristinn. Ekki náðist í for- svarsmenn OLÍS í gærkvöldi. Olíufélagið hf. vill samvinnu við Samkeppnisstofnun um að upplýsa meint brot Vísbending um að þættir í starfsemi stangist á við lög STJÓRN Olíufélagsins hf. ákvað í gær að fela lögmanni félagsins að leita eftir samstarfi við Samkeppnisstofnun um að upplýsa meint brot félagsins á samkeppnislögum. Í fréttatilkynningu frá félaginu í gærkvöldi kemur fram að upplýsingar, sem byggist á rannsókn þeirra gagna sem Samkeppnisstofnun lagði hald á 18. desember sl., hafi verið kynntar fyrir stjórn félagsins í gærmorg- un. Þar komi fram vísbendingar um að ákveðnir þættir í starf- semi félagsins hafi stangast á við ákvæði samkeppnislaga. ALASKAMENN hafa nokkur undanfarin ár keypt nokkur hundruð kíló af alaskalúpínu- fræjum af fræverkunarstöðinni í Gunnarsholti, auk melgresis- fræja og tæplega sjö tonna af fræjum af beringspunti. Hafa þeir leitað eftir þessari vöru hjá Landgræðslunni í þessu skyni, þar sem hvergi í heiminum er hægt að kaupa fræ af alaskalúpínu nema hér- lendis. Hún var upphaflega flutt hingað frá Alaska. Alaska- lúpína seld til Alaska  Starf /20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.