Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMarkadúettinn frá Stam- ford Bridge / B4 Norðmenn burstuðu Íslendinga í Danmörku / B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r16. m a r s ˜ 2 0 0 2 TVEIR skipverjar, sem komust lífs af þegar Bjarmi VE 66 sökk vestur af Þrídröngum 23. febrúar, gáfu skýrslu hjá Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær þegar sjópróf vegna slyssins voru haldin. Við skýrslutökurnar kom fram að skipverjunum hefði ekki gefist neinn tími til að fara í björgunargalla áður en skipið sökk en allir fjórir skipverjarnir komust þurrum fótum og heilir á húfi í gúm- björgunarbát. Þeir komust hins veg- ar ekki frá skipinu þar sem björg- unarbáturinn var bundinn við það. Athygli vakti í dóminum þegar greint var frá því að tvær línur tengdu bátinn við skipið. Ekki fékkst þó skýring á hvernig stóð á því. Ann- ar skipverjinn sagði að þegar búið hefði verið að skera á báðar línurnar hefði það verið orðið of seint því rad- armastur skipsins rakst í bátinn og sprengdi hann og þannig rak menn- ina loks burt frá sökkvandi skipinu á ónýtum björgunarbáti. Skömmu síð- ar kom stór alda og velti bátnum svo einn mannanna tók útbyrðis. Hinir þrír sem eftir voru náðu þá sæmilegu taki á bátnum og héngu þar uns þeir tveir sem björguðust á lífi voru eftir. Annar skipverjanna sagði að þeg- ar áhöfnin hefði verið komin í björg- unarbátinn hefði reynst erfitt að finna hnífinn til að skera á línurnar með. Rétt áður en áhöfnin yfirgaf skipið ýtti einn skipverja á neyðar- hnapp Tilkynningarskyldunnar og einnig var neyðarsendir í björgun- bátnum ræstur. Upplýst var af fyrrum eiganda skipsins að í lest skipsins hefðu verið net og á dekkinu voru 50 netadrekar í 450 lítra opnum körum. Hver dreki vó 20–25 kg. Ennfremur voru tveir toghlerar á dekkinu, annar vó um 250 kg og hinn um 200 kg. Þá voru um 4 trossur af netum aftur í skip- inu. Hann taldi allt í eðlilegu horfi þegar skipið sigldi frá Vestmanna- eyjum. Óvenjuleg siglingaleið Vitnið gat þess þó að á 15–18 ára sjómannsferli sínum hefði það aldrei vitað til þess að sjófarendur sigldu þá leið sem farin var í þetta skiptið. Yfirleitt væri siglt með landi. Annar skipverja sagði að stefnan hefði ver- ið tekin beint á Reykjanes og sagðist minnast þess að skipstjórinn hefði talað um að sigla með landi en valið hinn kostinn. Skipverjarnir tóku ekki eftir óeðli- legum hreyfingum skipsins á sigl- ingu fyrir slysið en síðan kom bak- borðsvelta sem ekki var unnt að leiðrétta. Skipið fór á hliðina og eftir það gerðust hlutirnir hratt. Var talið að skipið hefði verið um hálfa klukkustund að sökkva. Fram kom hjá öðrum skipverjan- um að hvalbakurinn var lokaður á siglingunni. Hann sagðist ráma í að lensuportin á skipinu hefðu verið op- in og ekkert hefði átt að hindra að sjór sem skipið tæki inn á sig rynni út aftur. Fyrrum eigandi skipsins upplýsti að sjór hefði átt að geta komist í lest skipsins í því veðri sem var á slysstaðnum. Sjópróf vegna Bjarma, sem sökk vestur af Þrídröngum, fóru fram í gær Allir skipverjar komust þurrir í björgunarbátinn SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA, Árni M. Mathiesen, gaf í gær út reglugerð um úthlutun aflahlut- deildar og aflamarks í kolmunna sem kveður á um að heildarkvóti Ís- lendinga verði á 282 þúsund tonn á árinu 2002. Það er um 65 þúsund tonnum minna en heildarkolmunna- afli íslenskra skipa á síðasta ári. Varlega áætlað nemur útflutnings- verðmæti 65 þúsund tonn af kol- munna á bilinu 700 til 800 milljónum króna. Er þá tekið mið af útflutn- ingsverðmæti loðnu á þessum tíma. Samkvæmt reglugerðinni skal hverju skipi reiknuð aflahlutdeild miðað við aflareynslu þess á þremur bestu veiðiárum síðustu sex ára. Aflamark þess á árinu ræðst síðan af aflahlutdeild þess og leyfilegum heildarafla. Það þýðir að mörg þeirra öflugu uppsjávarveiðiskipa, sem hafa komið til ný til landsins á undanförnum mánuðum, fá úthlutað litlum sem engum kvóta í kol- munna, enda hafa þau litla afla- reynslu að baki. Þau þurfa því að verða sér úti um aflamark á mark- aði. Afli verið langt umfram ráðleggingar Heildarkvótinn á árinu 2002 er 23% lægri en heildarveiði íslensku skipanna varð á árinu 2001 sem þá veiddu alls um 347 þúsund tonn og hefur afli Íslendinga aldrei orðið meiri. Ítrekað hefur verið reynt að semja um skiptingu kvóta úr kol- munnastofninum á undanförnum ár- um en viðræður hafa til þessa eng- an árangur borið. Samanlagðar kröfur þeirra þjóða sem bítast um kolmunnann í Norður-Atlantshafi nema samtals um 160% af þeim heildarkvóta sem Alþjóðahafrann- sóknaráðið hefur ráðlagt. Á síðasta ári veiddust tæpar 1,8 milljónir tonna af kolmunna í Norður-Atl- antshafi, nærri þrefalt það sem vís- indamenn hafa ráðlagt. Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja ákváðu á fundi sínum fyrir skömmu að báðar þjóðirnar myndu draga úr kolmunnaafla sínum á þessu ári. Er sú ákvörðun byggð á bágri stöðu kolmunnastofnsins en undanfarin ár hefur verið veitt langt umfram ráðleggingar fiski- fræðinga af kolmunna. Sjávarút- vegsráðuneytið mun endurskoða ákvörðun sína um heildarveiðimagn með tilliti til ákvarðana annarra ríkja um veiðimagn og þróunar í veiðunum. Íslendingar veiddu um 347 þús- und tonn af kolmunna á síðasta ári eða 20,5% heildaraflans í Norður- Atlantshafi. Alls veiddust um 269 þúsund tonn af kolmunna innan ís- lensku lögsögunnar á síðasta ári, eða um 15% heildaraflans. Kolmunnakvóti ákveðinn 282 þúsund tonn 65 þúsund tonnum minna en heildarafli síðasta árs ÓFORMLEGAR viðræður hafa ver- ið í gangi um nýjan samning milli sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og samninganefndar heilbrigðis- ráðuneytisins án árangurs en Garðar Garðarsson, formaður samninga- nefndar ráðuneytisins, segir að mál- ið sé í raun hjá Alþingi, því það fari með fjárveitingarvaldið. Garðar segir að fulltrúar samn- inganefnda hafi rætt saman að und- anförnu, en ekki sé hægt að segja til um hvert þær viðræður leiði. Málið sé að Alþingi hafi ákveðið hvaða fjár- muni ríkisvaldið ætli að leggja í málaflokkinn. Sjúkraþjálfurum hafi verið boðið að fá alla þessa fjármuni. Þeir vilji meira og því sé málið eig- inlega komið úr höndum samninga- nefndarinnar vegna þess að meiri fjárveitingar séu ekki fyrir hendi. Að sögn Garðars stendur málið um að farið sé að fjárlögum og þeim hlýtt. Samninganefnd ráðuneytisins hafi boðið sjúkraþjálfurum strax allt það fé sem væri í boði og komið að ýmsu leyti til móts við sjónarmið þeirra varðandi tiltekin atriði í rekstrinum, en nefndin hefði ekki fjárveitingarvaldið og þar stæði hníf- urinn í kúnni. Samninganefnd heil- brigðisráðuneytisins Ekki hægt að bjóða meira LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lokið rannsókn sinni á tildrögum al- varlegs slyss sem varð við fjölbýlis- hús í Yrsufelli um miðjan desember sl. þegar karlmaður höfuðkúpu- brotnaði við fall fram af svölum ann- arrar hæðar hússins. Lögreglan rannsakaði málið með hliðsjón af því að framinn hefði verið refsiverður verknaður með því að hinum slasaða hefði verið hrint fram af svölunum. Lögreglan sendi í upphafi þessa mánaðar rannsóknargögn til ríkis- saksóknara þar sem ákvörðun verð- ur tekin um hvort ákært verður í málinu. Rannsókn lokið á slysinu í Yrsufelli RÓLEG stund með blað og kaffi. Kanna hvað er í fréttum og skola því niður með síðdegisbollanum. Er hægt að hugsa sér það betra? Morgunblaðið/Ásdís Er eitthvað að frétta? TVÖ vélsleðaslys urðu í Mývatns- sveit síðdegis í gær en þar hófst þá árlegt vélsleðamót. Í öðru tilvikinu datt ökumaður af sleða á töluverðri ferð en í hinu tilvikinu valt sleði með ökumanni sínum niður bratta brekku. Annar mannanna er grun- aður um ölvun við akstur og var sá fluttur með sjúkrabíl til aðhlynning- ar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Óhöpp á vél- sleðamóti ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.