Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 22
EKKI verður leitað til hluthafa Ís- landssíma á þessu ári til að veita meira fé til starfseminnar, en áætlað er að auka veltu félagsins um 40–60%. Hluthafar Íslandssíma hafa staðið vel við bakið á fyrirtækinu, að sögn Ósk- ars Magnússonar forstjóra en stærstu hluthafar eru Landsbanki Ís- lands og tengd félög með um 27%, Frumkvöðull, fyrirtæki Burðaráss, með um 15% og 3P Fjárhús með 10%. Íslandssími hélt í gær kynningu fyrir aðila á fjármálamarkaði í tilefni af því að ársreikningur félagsins ligg- ur nú fyrir. Hann sýnir m.a. 990 millj- óna króna tap á síðasta ári. Óskar fjallaði einnig um markaðs- starf Íslandssíma. Eftir að reksturinn var einfaldaður og Íslandssími GSM t.d. sameinað móðurfélaginu hefur markaðsstarf eininganna einnig sam- einast. Íslandssími mun nú einbeita sér að kjarnastarfseminni sem felst í fjarskiptaþjónustu um fastlínu, GSM og Netið. Uppbyggingu grunnþátta fjarskiptakerfis Íslandssíma er nú lokið og við tekur markaðssetning. „Við erum í rauninni að taka félagið úr tæknigír yfir í markaðsgír,“ sagði Óskar m.a. Viðar Þorkelsson, fjármálastjóri Íslandssíma, gerði grein fyrir afkom- unni og birti auk þess m.a. tvö sýni- dæmi um hvernig fjarskiptamarkað- ur og þar með afkoma Íslandssíma gæti þróast til ársins 2006. Miðað við tvær mismunandi áætl- anir um árlegan vöxt á fjarskipta- markaði til ársins 2006 ætti markaðs- hlutdeild Íslandssíma samkvæmt dæmum Viðars að vera á bilinu 19%– 21,5% árið 2006. Rekstrartekjur yrðu 6,7–7,9 milljarðar miðað við 1,5 milljarða á síðasta ári og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) yrði 2–2,5 milljarðar en þessi liður var neikvæður um 408 milljónir á síðasta ári. Fjarskipta- markaðurinn er metinn á alls 22,5 milljarða króna á síðasta ári í dæmi Viðars en er kominn upp í 34,3–36,9 milljarða árið 2006 miðað við mismun- andi forsendur um vöxt markaðarins. Viðar lagði áherslu á að sýnidæmin bæri á engan hátt að skoða sem áætl- anir Íslandssíma um vöxt. Einungis væri um að ræða dæmi um það hvern- ig starfsemin gæti þróast og hver vöxturinn gæti orðið út frá mismun- andi forsendum. Morgunblaðið/Kristinn Óskar Magnússon segir að Íslandssími sé að færast úr tæknigír yfir í mark- aðsgír. Uppbyggingu grunnþátta fjarskiptakerfis Íslandssíma sé nú lokið. Íslandssími sækir ekki aukið fé til hluthafa EKKERT lát er á góðri loðnuveiði en loðnuskipin voru í gær að fá mjög góðan afla undan Malarrifi á Snæfellsnesi. Loðnuafli vertíð- arinnar er nú orðinn rúm 900 þús- und tonn og þar af hafa veiðst tæp 754 þúsund tonn frá áramótum. Eft- ir aukningu loðnukvótans um 100 þúsund tonn á fimmtudag er heild- arkvóti vertíðarinnar tæp 1,1 millj- ón tonna og því enn tæp 194 þúsund tonn eftir af kvótanum. Mörg skip- anna eru þó langt komin eða búin með kvóta sinn. Loðnuvertíðin er nú farin að styttast verulega í annan endann, loðnan er komin fast að hrygningu en Eggert Þorfinnsson, skipstjóri á Þorsteini EA, á von á því að veiði haldist góð í einhverja daga í viðbót. „Skipin eru nú að veiða úr þessari svokölluðu vestangöngu en hún er komin álíka langt í kyn- þroska og sú loðna sem kom að aust- an. En vonandi tekst okkur að halda veiðunum áfram í einhverja daga í viðbót,“ segir Eggert. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Huginn VE á loðnumiðunum fyrir sunnan land, en loðnan veiðist nú nær eingöngu út af Vesturlandi. Líður að lokum loðnuvertíðar VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur Eimskips við Íslenska aðalverktaka hf. um byggingu vöruhótels á athafnasvæði Eim- skips í Sundahöfn. Bygging á nýju vöruhóteli mun skapa Eimskip aukin tækifæri til að efla þjónustu við viðskiptavini í samræmi við auknar óskir um alhliða flutninga- þjónustu. Vöruhótelið verður 19.200 m² að stærð með 21.000 brettaplássum. Það mun taka við stærstum hluta af vöruhúsarými Eimskips í Reykjavík, að undan- skilinni frystigeymslunni, Sunda- frost, sem var byggð 1996. Sunda- skálar 1 og 2 sem byggðir voru fyrir um 30 árum verða rifnir en þessar byggingar henta ekki leng- ur starfseminni. Eimskip kynnti áform um uppbyggingu vöruhótels á árinu 2001 og unnið hefur verið að undirbúningi verksins síðan. Meðal annars hefur félagið kynnt sér þróun í hönnun og rekstri vörudreifingarmiðstöðva erlendis og unnið með innlendum og er- lendum ráðgjöfum við að tryggja sem mesta hagkvæmni og öryggi í rekstri. Íslenskir aðalverktakar hf. munu sjá um byggingu vöruhót- elsins. Áætlaður byggingartími er 12 mánuðir og munu framkvæmdir hefjast í mars. Heildarfjárfesting vegna þessarar húsbyggingar, tölvubúnaðar, hillukerfa, lyftara og annars búnaðar er um 2 milljarðar króna. Stofnað hefur verið sérstakt fé- lag um eignarhald húsbyggingar, Eignarhaldsfélagið Sundabakki ehf, í eigu Hf. Eimskipafélags Ís- lands (31,6%), Sjóvá Almennar hf. (31,6%), Skeljungs hf. (31,6%) og Þyrpingar (5%). Rekstur starfsem- innar verður í sérstöku hlutafélagi, Vöruhótelið ehf. sem er í eigu Eimskips og TVG Zimsen. Stór hluti birgðahalds og dreif- ingarstarfsemi Eimskips og TVG Zimsen færist inn í hið nýja félag. Vöruhótelið ehf. verður með sjálf- stæðan rekstur og býður fram þjónustu sína á innanlandsmarkaði þótt viðskiptavinir Eimskips í sjó- flutningaþjónustu verði væntan- lega í hópi stærstu viðskiptavina. Samið um byggingu nýs vöruhótels Eimskips Heildarkostnaður er um tveir millj- arðar króna Tölvugerð mynd af væntanlegu vöruhóteli Eimskips. SÍLDARVINNSLAN hf. hefur keypt hlut Kaldbaks hf. í fóðurverk- smiðjunni Laxá hf. á Akureyri. Markmið Síldarvinnslunnar hf. með kaupunum er að styrkja stöðu félags- ins í framleiðslu á fóðri til fiskeldis og er liður í aukinni þátttöku Síldar- vinnslunnar hf. í fiskeldi almennt. Síldarvinnslan hf. og Kaldbakur hf. hafa undirritað samkomulag þess efnis að Síldarvinnslan hf. eignist 53,5% hlut Kaldbaks hf. í fóðurverk- smiðjunni Laxá hf. á Akureyri. Gert er ráð fyrir því að kaupverðið verði greitt með hlutabréfum í Síldar- vinnslunni hf. að nafnvirði 18,5 millj- ónir króna, háð samþykki aðalfund- ar. Eftir kaupin á Síldarvinnslan hf. 63,9% hlutafjár í Laxá. Laxá fram- leiðir gæludýra- og fiskeldisfóður og hefur framleitt fóður til fiskeldis fá því árið 1987. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi á fiskeldisfóðri hérlend- is, með um 68% markaðshlutdeild á innanlandsmarkaði. Auk fóðurfram- leiðslunnar útvegar Laxá hf. margs- konar tækjabúnað fyrir fiskeldi, fóðrunarbúnað, klakbúnað, súrefnis- tæki, fiskdælur o.fl. Framleiðsla Laxár er að mestu leyti seld innanlands en fyrirtækið hefur einnig sótt á erlenda markaði. Mikil áhersla er lögð á vöruþróun og hafa starfsmenn aflað sér verulegrar þekkingar á sviði fóðurframleiðslu. Fullkominn tæknibúnaður í verk- smiðju Laxár tryggir hágæða vöru og auðveldar fyrirtækinu að mæta ólíkum kröfum viðskiptavina. Aukin þátttaka í fiskeldi „Síldarvinnslan hf. hefur verið að auka þátttöku sína í fiskeldi undan- farin misseri og þessi kaup á hlutafé í Laxá styrkir stöðu okkar hvað varð- ar framleiðslu á fóðri til fiskeldis. Auk þess styrkir þetta stöðu Síldar- vinnslunnar hf. innan fiskeldisgeir- ans almennt,“ segir Björgólfur Jó- hannsson, forstjóri Síldarvinnsl- unnar hf. „Félagið er hluthafi í Sæsilfri hf. sem hefur, frá því á síð- asta ári, byggt upp laxeldi í Mjóafirði á myndarlegan hátt, auk þess sem Síldarvinnslan hf. stendur fyrir til- raunum á hlýraeldi í Neskaupstað og er með þorsk í kvíum í Norðfirði. Á næstunni verður einnig hafist handa við smíði laxasláturhúss hér í Nes- kaupstað, en laxaslátrun hefst hjá okkur næsta haust,“ segir Björgólfur Jóhannsson. Síldarvinnslan hf. hefur ennfrem- ur gert samkomulag við Kaldbak hf. um kaup á 32,2% hlut Kaldbaks hf. í Barðsnesi ehf. Gert er ráð fyrir að kaupverðið verði greitt með hluta- bréfum í Síldarvinnslunni hf. að nafn- virði 48 milljónir króna, háð sam- þykki aðalfundar. Við þetta á Síldarvinnslan hf. 75,3% hlutafjár í Barðsnesi ehf. Barðsnes ehf. gerir út nótaskipið Birting NK 119 og starfrækir fiski- mjölsverksmiðju í Sandgerði sem af- kastar um 600 tonnum á sólarhring. Félagið ræður yfir 2,33% aflahlut- deild í úthlutuðum loðnukvóta, 5 leyf- um í úthlutuðum síldakvóta og 3 leyf- um í norsk-íslenska síldarstofninum. Höfum trú á rekstrinum „Við stofnuðum Barðsnes ehf. í fé- lagi við Kaupfélag Eyfirðinga fyrir rúmlega þremur árum. Rekstur Barðsness ehf. hefur verið erfiður allt frá stofnun en félagið byggist al- farið á veiðum og vinnslu uppsjáv- arfisks. Við höfum trú á að rekstur- inn komi til með að batna á næstu misserum og lofar yfirstandandi loðnuvertíð góðu í þeim efnum,“ seg- ir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. „Við erum með þessum kaupum að styrkja okkur enn frekar í veiðum og vinnslu upp- sjávarfisks, sem er styrkasta stoðin undir rekstri Síldarvinnslunnar hf.,“ segir Björgólfur. Síldarvinnslan kaupir meirihluta í Laxá hf. Síldarvinnslan hefur ennfremur gert samkomulag við Kald- bak hf. um kaup á 32,2% hlut Kaldbaks hf. í Barðsnesi ehf. TAP líftæknisjóðsins MP BIO hf. til lækkunar á eigin fé félagsins árið 2001 var 633 milljónir króna. Þar af var innleyst tap af starfsemi tímabils- ins 31 milljón. Eignarhlutir félagsins í óskráðum félögum, sem öll eru erlend, eru sem fyrr metnir miðað við kaupverð í er- lendri mynt að teknu tilliti til hækkana gagnvart íslenskri krónu. Í tilkynningu frá félaginu segir að vegna almennrar lækkunar á verði skráðra hlutabréfa á mörkuðum og áætlaðrar lækkunar á verði óskráðra hlutabréfa sé það mat stjórnar og framkvæmdastjóra MP BIO að rétt sé að gæta ýtrustu varfærni við mat á verði óskráðra hlutabréfa og færa þau niður um 800 milljónir króna. Stjórnendur félagsins vilja eftir sem áður leggja áherslu á að þrátt fyrir að þeir hafi fulla trú á að eignir félagsins muni skila þeim ávinningi sem vonast sé eftir sé fjárfesting í lyfja-, líftækni- og erfðatæknifyrir- tækjum almennt afar áhættusöm og beri að skoða eignir og starfsemi fé- lagsins með tilliti til þess. Þar sem bókfært verð hlutabréfa í eigu MP BIO í lok tímabilsins er lægra en skattalegt verð þeirra myndast reiknuð skattinneign. Reiknuð skattinneign í lok tímabilsins nemur 73 milljónum króna. Vegna óvissu um nýtingu hennar í framtíð- inni er hún ekki færð til eignar. Óskráð hlutabréf MP BIO færð niður um 800 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.