Morgunblaðið - 16.03.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 16.03.2002, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 31 Í SLUNKARÍKI á Ísafirði stendur yfir fjöltæknileg sýning Óskar Vil- hjálmsdóttur myndlistarmanns. Sýningin er þáttur í viðamiklu verki sem hún kallar Landnám. M.a. hefur hún fengið til liðs við sig börn úr grunnskóla Ísafjarðar og Flateyrar til að smíða „hús“ og þar hefur hún komið fyrir myndbands- verki þar sem börn frá Ísafirði og Flateyri lýsa draumahúsinu sínu. Börnin ræða um kosti og galla sam- félagsins og hvað það er að eiga heimili. Flest vilja þau hafa arinn í stórri stofu með stórum gluggum og sófa fyrir framan sjónvarpið. Garðurinn á að vera stór með rólu og sundlaug. Mörg þeirra vilja allt- af eiga heima á Flateyri eða Ísafirði en nokkur þeirra gætu þó vel hugs- að sér að hafa sitt hús á Kanarí- eyjum eða í Ástralíu. Niðri í kjall- ara eru ljósmyndir af húsum á Ísafirði. Sýning stendur til 14. apríl. „Húsið“ er hluti af sýningu Óskar Vilhjálmsdóttur í Slunkaríki. Drauma- húsið í Slunkaríki Listasafn Íslands Rakel Péturs- dóttir, deildarstjóri fræðsludeildar safnsins, verður með leiðsögn um sýninguna „Huglæg tjáning – mátt- ur litarins“ kl. 14. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Ásgeir Lárusson opnar sýningu á verkum sínum kl. 15. Sýninguna nefnir Ásgeir „Einslitir“ og sam- anstendur af níu verkum sem unnin eru með olíulitum á striga. Ásgeir hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga. Unique hár, Laugavegi 168 Nem- endur við Ljósmyndaskóla Sissu opna sýningu kl. 16. Þeir eru Ólafur Harðarson, Björgvin Sigurðsson, Hilmir Guðmundsson, Jóhanna Laura Hafstein og Gunnar Nikulás- son. Sýningin stendur til 6. apríl. Verslunarskóli Íslands Árleg sam- keppni í flutningi ljóða fyrir fram- haldsskólanemendur í frönsku fer fram í bláa sal skólans kl. 14. Sex- tán nemendur frá tíu skólum munu flytja utanbókar mörg af kunnustu ljóðum franskra bókmennta. Auk tvennra ferðaverðlauna, sem eru aðalverðlaunin, fá allir þátttak- endur bókaverðlaun. Nemendur flytja tónlist með frönsku ívafi. Það er Félag frönskukennara á Ís- landi í samstarfi við franska sendi- ráðið sem skipuleggur keppnina. Seltjarnarneskirkja Tónskóli Sig- ursveins D. Kristinssonar heldur hljómsveitartónleika kl. 14. Fram koma þrjár strengjasveitir skólans, alls 77 nemendur á mismunandi stigum, þar á meðal Kammersveit Tónskólans, sem flytur sinfóníu í g-moll K. 183 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Stjórnendur á tónleik- unum eru Kristín Halla Bergs- dóttir, Szymon Kuran og Sigur- sveinn Magnússon. Í DAG EYGLÓ Harðardóttir og Margrét H. Blöndal opna sýningu í Nýlista- safninu í dag kl. 17. Sýningin nefnist „Skynjanir sem sýnast“ og eru verk- in unnin sérstaklega fyrir sýn- inguna. Sýningarnar eru aðskildar en hafa þó áhrif hvor á aðra. Í sýn- ingarskrá segir m.a.: „Hvernig get- um við streist á móti því að vera ein- ungis verur viðbragða? Hvernig getum við orðið verur sem bregðast ekki einungis við heldur eru sjálfar uppspretta virkni og sköpunar?“ Sýningin er opin frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13–17 og stendur til 14. apríl. Margrét H. Blöndal og Eygló Harðardóttir. Skynjanir sem sýnast Mán. - fös. 10.00 - 18.00 • Laugard. 11.00 - 16.00 • Sunnud. 13.00 - 16.00 . . . e f t i r f e r m i n g u n a Allt í röð og reglu t m h u s g o g n . i s í h e rb e rg ið Dýnur í öllum stærðum og gerðum fyrir fólk sem er að stækka. svartur blár rauður 12.000kr Beyki, Hlynur og Kirsuber 29.000kr Beyki og Kirsuber 16.500kr Kirsuber og Beyki 28.500kr Beyki, Hlynur og Kirsuber 14.900kr Beyki, Eik, Mahoni og Tekk CD standur 7.700kr N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 5 6 8 4 / si a. is f a s t la n d - 8 0 3 0 - 1 6 0 3 0 2 S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + N Á N A R I U P P L † S I N G A R U M F E R M I N G A R T I L B O ‹ E R U Á W W W . E J S . I S Dimension 4400 er öflug bor›tölva frá Dell, sérhönnu› fyrir ungt og vaxandi fólk í flekkingarleit. Fermingarbörn og námsmenn fá öflugan Pentium örgjörva og stóran forritapakka til a› svífa um heiminn á netinu og gera n‡ja og spennandi hluti. Eins og engill R 164.700 m/vsk Pentium 4 1.7GHz, 256MB, 24xCD-RW, 40GB HD, hljó›kort, 17” skjár, 64MB nVidia GeForce2 MX TV-out, Trend vírusvörn, Windows XP, Harman Kardon hátalarar, ísl. lyklabor› og mús, MS Works forritapakki, 3ja ára ábyrg› 19” skjár í sta› 17”: 18.900 DeskJet 845 prentari (USB): 9.900 Garner Elite II leikjapakki: 7.500 Logitech QuickCam: 9.800 56k V. 90 mótald: 3.900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.