Morgunblaðið - 16.03.2002, Side 48

Morgunblaðið - 16.03.2002, Side 48
Akraneskirkja: 50 ára afmælis sjúkrahúss minnst ÞESS verður minnst í guðsþjónustu í Akraneskirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 14:00 að 50 ár eru liðin frá því að Sjúkrahús Akraness tók til starfa. Beðið verður fyrir starfsemi sjúkrahússins og fulltrúar starfs- fólks munu aðstoða við helgihaldið, flytja bænir og ritningarorð. Stein- unn Sigurðardóttir hjúkrunarfor- stjóri ávarpar kirkjugesti og Kirkjukór Akraness syngur falleg tónverk. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið til kaffisamsætis sem Sjúkra- hús Akraness stendur að í samstarfi við Akraneskirkju í Safnaðarheim- ilinu Vinaminni. Tvær guðsþjón- ustur á árinu verða helgaðar hálfr- ar aldar afmælinu. Síðari guðsþjónustan verður 17. nóvember nk. en þá verður Guðjón Brjánsson, forstjóri sjúkrahússins, ræðumaður. Allir eru velkomnir í þessar guðs- þjónustur. Sóknarprestur. Tónleikar í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn KÓR Fella- og Hólakirkju gengst fyrir tónleikum í Fella- og Hóla- kirkju sunnudaginn 17. mars nk. kl. 20:00. Kórinn hefur á að skipa 35 fé- lögum sem æfa hvert miðvikudags- kvöld undir stjórn Lenku Mátéová, organista kirkjunnar. Kórinn syng- ur við guðsþjónustur og aðrar at- hafnir í kirkjunni en auk þess hefur hann árlega haldið tónleika eða flutt stærri verk í athöfnum kirkj- unnar. Hann hefur farið í söngferðir innanlands og utan og næsta sumar er ráðgerð söngferð til Tékklands og Ungverjalands. Lenka Mátéová er tékknesk að uppruna en hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til Ís- lands árið 1990. Hún hefur verið organisti og kórstjóri við Fella- og Hólakirkju frá árinu 1993. Á tónleikunum nk. sunnudag flyt- ur kórinn Requiem (Sálumessu) eft- ir Gabriel-Urbain Fauré (1845– 1924) og íslenska kirkjutónlist. Tón- leikarnir hefjast með íslenskri kirkjutónlist eftir Hjálmar H. Ragn- arsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Hlöðver Áskelsson. Síðan verð- ur Sálumessa Fauré flutt, en hana samdi hann til minningar um for- eldra sína 1888. Fauré sagði sjálfur að hann hafi samið verkið ánægj- unnar vegna. Kórinn fær til liðs við sig lands- þekkta listamenn þau Kristínu R. Sigurðardóttur sópran, Loft Erl- ingsson baríton og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanóleikara. Tónleikarnir standa í um það bil eina klukkustund. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn klukku- stund fyrir tónleikana og kosta kr. 500.00. Ókeypis aðgangur er fyrir eldri borgara og námsmenn. Kuggur og Málfríður í Grensáskirkju Í fyrramálið kl. 11 verður sýnt í safnaðarheimili Grensáskirkju barnaleikritið „Kuggur og Mál- fríður“ sem byggt er á hinum vin- sælu barnabókum Sigrúnar Eldjárn. Leikritið fjallar um Kugg litla sem er nýfluttur í nýtt hverfi. Þar býr bara gamalt fólk en engir krakkar. Honum leiðist en þá kynnist hann Málfríði sem er gömul kona en þó ung í anda. Fljótlega lenda þau í ýmsum ævintýrum. Sýningin er liður í barnastarfi Grensáskirkju. Stopp- leikhópurinn stendur að henni og að- gangur er að sjálfsögðu ókeypis.“ Kvöldmessa í Grensáskirkju Kvöldmessa verður í Grensáskirkju annað kvöld, sunnud. 17. mars, kl. 20. Að venju ræður einfaldleikinn ríkjum í kvöldmessunni. Form at- hafnarinnar er aðgengilegt og tón- listin lífleg og ljúf. Kirkjukórinn leiðir almennan söng, auk þess að syngja sérstaklega nokkur lög und- ir stjórn organistans, Árna Ar- inbjarnarsonar. Þá syngur hópur úr barnakór Grensáskirkju en þeim kór stjórnar Heiðrún Hákonardóttir og Ástríður Haraldsdóttir annast undirleik. Að sjálfsögðu er bænagjörð og orð Guðs er lesið og íhugað. Alt- arisganga er í lok messunnar. Eftir á verður á boðstólum kaffi, djús og kex. Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju ÞRIÐJA hvern sunnudag í mánuði er haldin kvöldguðsþjónusta í Selja- kirkju. Næstkomandi sunnudag 17. mars verður haldin slík guðsþjón- usta og hefst hún kl. 20.00. Þorvald- ur Halldórsson sér um hressandi tónlist og kirkjugestum gefst tæki- færi á að ganga til altaris og taka þar á móti Jesús Kristi í brauði og víni. Sr. Valgeir Ástráðsson þjónar fyrir altari og Bolli Pétur Bollason guðfræðingur flytur hugleiðingu. Maríuvaka Hafn- arfjarðarkirkju og Tónlistarskóla SAMSTARFSDAGUR Hafnarfjarð- arkirkju og Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar verður sunnudaginn 17. mars. Við árdegisguðsþjónustu kl.11.00 munu nemendur Maríu Weiss fiðlu- kennara kom fram. Um kvöldið kl. 20.00 fer síðan fram Maríuvaka sem hefst með stuttri helgistund í kirkj- unni sem sr. Þórhildur Ólafs leiðir. Síðan verður gengið til Hásala. Þar verður boðið upp á vandað efni í tónum og tali. Sérstakir gestir í Há- sölum verða leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Ragnheiður Stein- dórsdóttir sem lesa valda bók- menntatexta sem fjalla um Maríu móður Jesú úr eldri og yngri bók- menntum. Kammerkór Hafn- arfjarðar syngur undir stjórn Helga Bragasonar. Bryndís Snorradóttir, Bogi Haraldsson blokkflautuleik- arar, Sif Björnsdóttir selló og Guð- rún Guðmundsdóttir, semball, flytja þætti úr Tríósónötu eftir G. Ph. Telemann. Ingimar And- ersen leikur kafla úr sónötu fyrir klarinett eftir W.A. Mozart við und- irleik Guðrúnar Guðmundsdóttur og Natalía Chow syngur einsöng. Kirkjustarf MESSUR Á MORGUN 48 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Þorgils Hlynur Þor- bergsson, cand theol, prédikar. Organisti Kári Þormar. Kór Áskirkju syngur. Árni Berg- ur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnastarfið fer í heim- sókn. Brottför frá kirkjunni kl. 10.50. Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Lágmessa kl. 11. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson þjónar. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Messa kl. 14. Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóri, prédikar. Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur við undirleik Marteins H. Friðrikssonar. Dóm- kirkjuprestarnir sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson og sr. Hjálmar Jónsson þjóna fyrir altari ásamt sr. Þóri Stephensen fv. Dóm- kirkjupresti.Kaffisala kirkjunefndar kvenna í safnaðarheimilinu eftir messu. Æðruleys- ismessa kl. 20.30. Sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir prédikar. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir. Magga Stína Blöndal syngur og Birgir og Hörður Bragasynir leika á hljóðfæri. Fyr- irbæn í höndum sr. Önnu S. Pálsdóttur og sr. Jakobs Ág. Hjálmarssonar. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Stoppleikhópurinn sýnir leikritið Ævintýri Kuggs og Málfríðar. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. María Ágústsdóttir annast messugjörð. Kvöld- messa kl. 20. Einfalt form, mikil tónlist. Hópur úr Barnakór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jó- hannsson. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrver- andi sóknarpresta. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10. Fósturgreining og „gallað“ smáfólk: Dr. Guðrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og dr. Rúnar Vilhjálmsson, heilsufélags- fræðingur“. Messa og barnastarf kl. 11. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Guð- rún Helga Harðardóttir. Organisti Douglas A. Brotchie. Messa kl. 14. Hrönn Hafliða- dóttir syngur stólvers. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10.30. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Boð- unardagur Maríu. Kór Kórskólans og Grad- ualekórinn syngja. Barnastarf Bústaða- kirkju kemur í heimsókn. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Gunnari og Bryndísi og eiga þar stund með söng og sögum. Kaffisopi og djús eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Gideonmenn heim- sækja söfnuðinn og fulltrúi þeirra, Ársæll Aðalbergsson, prédikar. Kór Laugarnes- kirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar. Sr. Bjarni Karlsson þjónar fyrir alt- ari og Hrund Þórarinsdóttir, djákni, leiðir sunnudagaskólann ásamt sínu vaska liði. Eygló Bjarnadóttir er meðhjálpari og messukaffið í umsjá Sigríðar Finn- bogadóttur, kirkjuvarðar. Aðalsafn- aðarfundur Laugarneskirkju haldinn í safn- aðarheimilinu. Allt fólk hvatt til þátttöku í skemmtilegum og hnitmiðuðum fundi. Guðsþjónusta kl. 13 í Dagsvistarsalnum, Hátúni 12. Þorgils Hlynur Þorbergsson pré- dikar. Guðrún K. Þórsdóttir leiðir stundina en fólk frá Gerðubergi stjórnar söng. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Boðunardagur Maríu. Kór Neskirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Molasopi og djús eftir messu. Sunnudagaskólinn kl. 11. 8 til 9 ára starf á sama tíma. Alfa II kl. 12.30. Umræðuefni: Nýtt traust. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Sig- urður Grétar Helgason. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Foreldrafundur með ferming- arbörnum í safnaðarheimilinu eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Ferming. Allir velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Brynja Þorsteinsdóttir guðfræðinemi pré- dikar. Organisti Pavel Manásek. Kirkjukór- inn syngur. Fermingarbörn lesa ritning- argreinar og flytja almenna kirkjubæn. Eftir guðsþjónustuna verður fundur með for- eldrum fermingarbarna. Á þeim fundi verð- ur farið yfir helstu þætti fermingarathafn- arinnar. Vænst er þátttöku foreldra fermingarbarnanna. Barnaguðsþjónusta er á sama tíma í safnaðarheimilinu. Söngur, sögur og fræðsla. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Sr. Kjartan Jónsson messar. Kór kristilegu skólahreyfingarinnar, LOGOS, syngur undir stjórn Ragnhildar Ásgeirsdóttur ásamt kór Breiðholtskirkju. Ungt fólk les ritning- arlestra. Organisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti: Kjart- an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju, A- hópur. Sunnudagaskóli í kapellu. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti: Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma í safnaðarheimilinu í um- sjón Elínar Elísabetar Jóhannsdóttur. Kl. 20. Tónleikar Kórs Fella- og Hólakirkju í kirkjunni. Flutt verður íslensk kirkjutónlist og Sálumessa Fauré. Kristín R. Sigurð- ardóttir, sópran og Loftur Erlingsson, bari- ton, syngja. Píanóleikari: Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Stjórnandi: Lenka Mátéová, organisti. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Barna- guðsþjónusta kl. 13 í kirkjunni. Sr. Vigfús Þór Árnason. Lögregluþjónninn Sólveig kemur í heimsókn. Umsjón: Ása Björk og Hlín. Organisti: Guðlaugur Viktorsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í Engjaskóla. Sr. Vigfús Þór Árnason. Lögregluþjónninn Sól- veig kemur í heimsókn. Umsjón: Ása Björk og Hlín. Organisti: Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti: Jón Ólafur Sigurðs- son. Barnaguðsþjónusta í Lindaskóla kl. 11 og í kirkjunni kl. 13. Orgelandakt kl. 17. Jón Ólafur Sigurðsson, organisti Hjalla- kirkju, leikur föstutónlist á orgelið. Sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson annast talað mál. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudögum kl. 18 og Opið hús á mið- vikudögum kl. 12. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Julians Hewlett organista. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Mikill söngur og lífleg fræðsla. Sigríður Sveinsdóttir spilar. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti er Sigrún Þórsteinsdóttir. Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Altarisganga. Bolli Pétur Bolla- son flytur hugleiðingu. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir tónlist. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og full- orðna. Samkoma kl. 20 sem lofgjörð- arhópur kirkjunnar annast. Allir hjartanlega velkomnir. Kynnið ykkur starf Íslensku Kristskirkjunnar á heimasíðunni: www.krist- ur.is FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Ester Jakobsen. Almenn samkoma kl. 16.30, lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Barnablessun. Ræðumaður Allan Hewitt. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræð- issamkoma í umsjón flokksforingjanna. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Betsý Halldórsson talar. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 16.30. Ræðumaður Sigrún Einarsdóttir. Bænastund fyrir samkomu kl. 16. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barna- starf fyrir börn frá eins árs aldri. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lof- gjörð og Orð Guðs rætt. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Laugardaga kl. 14.00: Barnamessa að trúfræðslu lokinni. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Einnig messa kl. 8.00 suma virka daga (sjá nánar á til- kynninga-blaði á sunnudögum). Alla föstu- daga í lönguföstu: kl. 17.30 Krossfer- ilsbæn. Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Sunnudag- inn 17. mars: Messa á pólsku kl. 15.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga: Messa kl. 20.00. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Miðvikudaga: Skriftir kl. 17.30. Messa kl. 18.30. Þriðjudaginn 19. mars: Jósefsmessa, aðalhátið Jós- efskirkju. Messa kl. 18.30. Alla föstudaga í lönguföstu: Kl. 18.00 Krossferilsbæn, kl. 18.30 Messa. Karmelklaustur: Sunnudaginn 17. mars: Messa kl.11.00 (ekki kl. 8.30). Virka daga: Messa kl. 8.00. Þriðjudaginn 19. mars einnig messa kl. 18.00 Keflavík - Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtu- daga: skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20.00. Borgarnes, Laugardaginn 16. mars, kl. 11.00 Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Guðspjall dagsins: Gabríel engill sendur. (Lúk 1.). Hafnarfjarðarkirkja Á BOÐUNARDEGI Maríu, sem nú er haldinn hátíðlegur 17. mars hefur kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar samkvæmt hefð fjár- öflunardag sem jafnframt er til- efni nokkurra hátíðarhalda í söfnuðinum. Þá er sérstaklega vandað til söngs í guðsþjónustunni og völdum leikmanni boðið að stíga í stólinn. Við messu kl. 14 prédikar Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóri og Kór Mennta- skólans í Reykjavík syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, dómorganista. Dómkirkjuprest- arnir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Hjálmar Jónsson þjóna fyrir altari á́samt sr. Þóri Stephensen fyrrv. dómkirkjupresti. Kaffisala kvennana verður svo í Safnaðarheimilinu í Lækjargötu 14 a, Gamla Iðnskólanum. Þar verður boðið upp á kaffihlaðborð við hóflegu verði og verður ágóð- anum varið til málefna Kirkju- nefndar kvenna sem eru og hafa verið líknarstarf á þeirra vegum og prýði kirkjuhússins, messu- skrúði o.fl. Á meir en sex áratuga starfs- ferli hafa kirkjunefndarkonurnar lagt bágstöddum lið sem um hefur munað og á marga þakkláta skjól- stæðinga. Einnig staðið fyrir líkn- arstarfi í þágu aldraðra í ýmsum myndum í áranna rás. Þá hefur Dómkirkjan írekað notið dugn- aðar þeirra í fögrum kirkjugrip- um sem þær hafa aflað fjár til og fært kirkjunni. Kirkjunefndarkonurnar leggja mikið á sig þessa vegna og vænta stuðnings og góðrar þátttöku í bæði í guðsþjónustunni og í kaffinu á eftir. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Kaffisala kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.