Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Vigfús Elvan Friðriks-son fæddist á Skaga-
strönd 5. október 1953.
Hann fórst með Svanborgu
SH, 7. desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans eru
hjónin Björg Ólafsdóttir, f.
1924, og Friðrik Elvan Sig-
urðsson, f. 1924, d. 1969.
Systkini Vigfúsar sam-
mæðra eru Ólöf Smith, f.
1947, Heiðar Elvan, f.
1954, Guðrún Elvan, f.
1958, og samfeðra er
Hrund Elvan, f. 1950. Eft-
irlifandi kona Vigfúsar er
Hrönn Héðinsdóttir, f.
1950. Hún er búsett í Ólafsvík.
Börn þeirra eru Sæbjörn, f. 1979,
Vigfús, f. 1981, og Hafrún, f.
1982. Fyrir átti Vigfús Friðrik, f.
1972. Jafnframt gekk Vigfús Elv-
an drengjum Hrannar frá fyrra
hjónabandi í föðurstað, þeim
Magnúsi Jóni, f. 1968, d. 1990,
hans eru hjónin Hrönn
Héðinsdóttur, f. 1950, og
Magnús Friðrik Óskarsson,
f. 1948, d. 1990. Bræður
Héðins eru Magnús Jón, f.
1968, d. 1990, og Hafþór, f.
1973. Síðar bættust í systk-
inahópinn börn Hrannar
og Vigfúsar Elvans Frið-
rikssonar, þau Sæbjörn, f.
1979, Vigfús, f. 1981, og
Hafrún, f. 1982. Eftirlif-
andi eiginkona Héðins er
Jóhanna Ósk Jóhannsdótt-
ir, f. 1975. Börn þeirra eru
Krista Hrönn, f. 1997, og
Alma Ósk, f. 2001.
Héðinn bjó í Reykjavík fram á
unglingsár en flutti þá til Ólafs-
víkur. Hann stundaði sjómennsku
frá Ólafsvík lengst af.
Minningarathöfn um Vigfús
Elvan og Héðin verður haldin í
Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Héðni, f. 1970, d. 2001, og Haf-
þóri, f. 1973.
Vigfús stundaði sjómennsku frá
Ólafsvík mestan hluta ævinnar.
Héðinn Magnússon fæddist í
Reykjavík 9. maí 1970. Hann
fórst með Svanborgu SH, 7. des-
ember síðastliðinn. Foreldrar
Elsku Héðinn minn, nú ertu far-
inn frá okkur, það er svo erfitt að
trúa því. Við vorum svo rosalega ná-
in og elskuðum hvort annað það
mikið að engin orð geta lýst því.
Ég sakna þín svo rosalega mikið.
Ég reyni að hugsa um þessi ynd-
islegu 13 ár sem við áttum saman og
núna í sumar 16. júlí hefðum við átt
tíu ára brúðkaupsafmæli. Þú varst
svo yndislegur í að lyfta mér upp
þegar ég var niðurdregin og kæta
mig þegar mér leið illa. Þú varst al-
gjör hetjan mín, mér fannst að þú
gætir gert allt en nú ertu farinn. En
sem betur fer gafst þú mér þessar
yndislegu dætur Kristu Hrönn og
Ölmu Ósk. Þú lifir alltaf í þeim og
verður alltaf í hjarta mínu, elsku
hetjan mín. Við elskum þig og mun-
um alltaf gera.
Þegar þú ert fjarverandi elskan mín, finn ég
alltaf til nærveru þinnar og ég elska þig með
andardrætti mínum, brosi og tárum, með öllu
mínu lífi.
Ég finn alltaf fyrir þér. Jafnvel þegar þú ert
fjarverandi. Þú ert í huga mínum og hjarta,
þú ert í hverjum andardrætti mínum.
Þú ert hluti af mér að eilífu.
Ef við elskum heitt verðum við líka að þjást.
Enginn kemst í sæluástand nema hafa fundið
fyrir sálarkvöl.
Þú og ég eigum svo heita ást að hún brennur
eins og eldur. Þú og ég hvílum sömu ábreið-
unni meðan við lifum og í sömu kistunni þeg-
ar við deyjum.
Að treysta á þig er ekki skammarlegur veik-
leiki. Heldur mikilvægur þáttur þess að vera
trúr sjálfum mér.
Án þín væri enginn til að bjóða góða nótt með
kossi.
Ást þín og hlátur lýsir upp veröld mína.
Ástar þakkir fyrir alla dagana sem liðnir eru.
(Héðinn.)
Ég elska þig, ástin mín.
Þín heittelskaða eiginkona.
Jóhanna Ósk.
Í dag kveð ég föður minn og bróð-
ur með sorg og söknuð í hjarta. Ég
sem hélt að við ættum eftir að vera
miklu lengur saman en slysin gera
ekki boð á undan sér. Nú vil ég bara
þakka þeim fyrir allar góðu og
skemmtilegu stundirnar sem við átt-
um saman. Þær stundir og minn-
ingar sem ég á mun ég geyma í
hjarta mínu og þeir munu lifa í
hjarta mínu um alla ævi. Ég mun
brosa í gegnum tárin því ekki er
annað hægt þegar ég hugsa um þá
og hvað þeir hafa gert. Ég þakka
fyrir að hafa fengið að vera þeirra
dóttir/systir því þeir voru yndislegir
og vildu allt gera fyrir þá sem þeim
þótti vænt um. Orð fá ekki líst hvað
ég sakna þeirra mikið. En nú kveð
ég að sinni þar til við hittumst á ný.
Takk fyrir allt, elsku pabbi og bróð-
ir.
Ykkar
Hafrún Elvan.
Aðventan nýbyrjuð, allir á fullu að
undirbúa jólin. 7. desember blíð-
skaparveður, en eins og hendi sé
veifað aftakaveður. Frétt fer að ber-
ast um bát í vanda, síðan hvaða bát-
ur, það var Svanborg SH. Við sitjum
við símann allt kvöldið. Fyrsta frétt,
einn maður farinn, fyrsta hugsun
ekki Héðinn, ekki Héðinn. Þyrlan
komin á staðinn og við hugsum, hún
hlýtur að bjarga hinum þremur. Svo
kemur sjokkið, einum bjargað, hin-
um ekki. Hver er tilgangurinn? Þrír
menn teknir frá eiginkonum sínum
og börnum. Ég kynntist Héðni fyrir
13 árum þegar hann byrjaði með Jó-
hönnu dóttur okkar. Hún var ekki
nema 14 ára, svo það má segja að
hann hafi tekið við uppeldinu af okk-
ur. Þau voru nýbúin að kaupa hús,
búin að eignast tvær stelpur, Kristu
og Ölmu. Ég man þegar Krista
fæddist, það var eins og ekkert barn
hefði fæðst áður, því slíkt var montið
og fjórum árum seinna fæddist
Alma. Þú og Jóhanna voruð svo náin
svo hún er ekki bara að missa eig-
inmann heldur líka besta vin. Sæsi
fannst fljótt en ekki er búið að finna
þig og Fúsa. Jólin voru dapurleg án
þín og við vildum að þau liðu sem
fyrst. Það var allt svo tómlegt án
þín, Héðinn minn, þér sem þótti svo
gott að borða. Það var sama hvað
fyrir þig var sett, allt var gott. Það
var líka sama hvað þú varst beðinn
um, það var alltaf sama svarið, ekk-
ert mál. Þú varst systrum Jóhönnu
sem bróðir, sérstaklega Halldóru
sem var ekki nema fjögurra ára þeg-
ar þú kynntist Jóhönnu.
Ég gæti skrifað endalaust um þig,
elsku Héðinn minn, en það fær ekk-
ert breytt því hvernig mér líður. Ég
get varla trúað því enn að þú sért
farinn og komir ekki aftur, ég býst
alltaf við þér inn um dyrnar. Síðustu
mánuði hef ég spurt mig þeirrar
spurningar, hver tilgangurinn sé.
Við verðum að trúa því að þér líði
vel þar sem þú ert núna.
Elsku Jóhanna, Krista og Alma,
það eru engin orð sem geta lýst
þeirri sorg sem er á ykkur lögð. Við
verðum bara að reyna að lifa með
því.
Elsku Hrönn og börn, ég vil votta
ykkur mína dýpstu samúð, missir
ykkar er mikill, þú missir ekki bara
son heldur líka eiginmann.
Tengdamamma (Gilla).
Elsku Héðinn minn. Hinn 7. des-
ember gerðist hræðilegt slys, þú
varst tekinn frá okkur. Ég trúi því
ekki enn þann dag í dag að ég eigi
aldrei eftir að sjá þig aftur. Ég var
að vinna þegar ég heyrði að Svan-
borg, báturinn sem þú varst á, væri í
vandræðum. Mér brá fyrir hjarta
því veðrið var hræðilegt. Vinkona
mín sagði að þetta mundi fara allt
vel og þyrlan mundi ná ykkur og
mér létti við að heyra það. En þegar
leið á kvöldið leist mér ekki á þetta
og fór heim til Jóhönnu þar sem
mamma var líka. Þetta var hræði-
legasta kvöld lífs míns. Ég á svo erf-
itt með að skilja af hverju þú varst
tekinn frá okkur. Elsku Héðinn
minn, þú varst minn besti vinur og
verður alltaf. Alltaf þegar ég átti í
erfiðleikum talaðir þú við mig og leið
mér mun betur eftir það. Þú fékkst
mig til að skilja að lífið getur verið
erfitt en samt á að njóta þess. Þú
varst alltaf til staðar þegar ég átti
bágt, þú varst minn verndarengill og
verður alltaf. Þegar ég lenti í veseni
með stráka bauðstu mér rúnt með
þér og sagðir mér að strákar væru
bara vitleysingar og ég ætti miklu
betra skilið. Það var svo gott að eiga
þig og Jóhönnu að til að tala við. Þú
varst mér sem bróðir og hefur verið
uppáhaldsvinur minn frá því ég var
fimm ára gömul. Stundum vildi ég
ekki sleppa þér og hékk í þér.
Ég get ekki lýst því með orðum
hvað ég sakna þín mikið. Ég finn
fyrir svo miklum missi og söknuði í
hjarta mínu. Þú talaðir mig alltaf til
þegar ég var reið, sár eða leið illa.
Betri vin en þig er ekki hægt að
finna. Þú verður minn mágur og
besti vinur alla tíð. Þú vildir allt það
besta fyrir alla. Hugsaðir um alla
aðra áður en þú hugsaðir um þig. Þú
varst rosalegur góður pabbi Kristu
og Ölmu og verður það auðvitað allt-
af. Að sjá þig með þeim og Jóhönnu
var æðisleg upplifun. Þú og Jóhanna
voruð hamingjusömustu hjón sem
ég veit um.
Mig dreymir oft að þú sért kom-
inn aftur en á morgnana fatta ég að
þú ert ekki hér. Ég veit að þér líður
vel þar sem þú ert og við sjáumst
þegar ég kem.
Mér þykir rosalega vænt um þig,
Héðinn minn.
Sofðu rótt og guð geymi þig, eng-
illinn minn.
Halldóra Sif
Jóhannsdóttir.
Elsku Héðinn, það er erfitt að
trúa að þú sért farinn að eilífu, mér
finnst eins og þú hafir bara skroppið
burt og komir bráðum aftur til okk-
ar. Það er erfitt að hugsa að ég sjái
þig aldrei aftur, þú sem varst alltaf
svo góður við mig og alla aðra í
kringum þig, þú vildir allt fyrir alla
gera. Þú varst mér sem bróðir, eini
og besti bróðir minn. Ég var ekki
nema 10 ára þegar ég hitti þig fyrst.
Ég þakka Jóhönnu innilega fyrir að
falla fyrir þér og elska þig og ykkur
fyrir að eignast þessar yndislegu
dætur Kristu og Ölmu. Nú í júlí eig-
ið þið 10 ára brúðkaupsafmæli og ég
vissi að þið töluðuð um að fara upp
að altarinu aftur og hafa það stærra,
en það verður bara að bíða. Núna
um jólin langaði þig að gefa Jóhönnu
jólagjöf sem hún átti ekki að vita um
svo þú baðst mig um að spyrja hana
hvað hún vildi í jólagjöf. Ég komst
að því að hana langaði í peysu fyrir
veturinn og þú ætlaðir að gefa henni
peysu í jólagjöf. En svo varstu tek-
inn frá okkur rétt fyrir jól. En ég gaf
henni peysu frá okkur, mér og þér,
Héðinn minn. Þetta voru mjög erfið
jól, það vantaði þig, elsku Héðinn.
Ég get sagt svo mikið og gott um þig
að það kæmist ekki fyrir á þessari
síðu. Ég man þú sagðir alltaf að það
væri ekki bara ein kona í lífi þínu
heldur fimm, við Gíslný Birta líka,
ég varð alltaf svo glöð að heyra
þetta. Þú varst alltaf svo góður við
okkur. Þín er sárt saknað. Guð
geymi þig, elsku Héðinn okkar.
Þínar alltaf
Hansína og Gíslný Birta.
Það var kvíðatilfinning sem fór
um íbúa Ólafsvíkur föstudagskvöldið
7. desember sl. Þá barst sú frétt með
leifturhraða um bæinn að bátur frá
Ólafsvík ætti í erfiðleikum sunnan
við Öndverðarnes. Eitt versta veður
sem komið hafði á árinu var skyndi-
lega skollið á og mikil heppni yrði að
vera með þeirri áhöfn sem þar ætti í
hlut ef vel ætti að fara. Þegar atvik
svo skýrðust kom í ljós að Svanborg
SH 404 frá Ólafsvík hafði farist og
með henni 3 duglegir sjómenn og fé-
lagar okkar og einn skipverji hafði
bjargast á undraverðan hátt. Fáein-
um dögum áður hafði einn skipverji
frá Ólafsvík, Rúne Sigurðsson, einn-
ig farist er Ófeigur VE sökk skyndi-
lega. Það var mikill harmur kveðinn
að fólki Ólafsvík við þessa atburði.
Skipstjórinn á Svanborginni, Sæ-
björn Ásgeirsson, fannst einum degi
eftir að skipið fórst. Margir spyrja
nú sem þekkja? Hvað er sjómanna-
dagur í Ólafsvík án Sæsa því hann
setti ávallt sinn sterka svip á daginn.
Blessuð sé minning hans. Tveggja er
enn saknað, þeirra Héðins Magnús-
sonar og fósturföður hans, Vigfúsar
Elvans Friðrikssonar, og vonandi er
að hafið skili þeim aftur heim. Þeirra
er minnst í Ólafsvíkurkirkju í dag.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast Vigfúsar vinar míns og
skipsfélaga til magra ára.
Hann kom til Ólafsvíkur ásamt
fleiri strákum frá Skagaströnd, sem
voru með mér á Stapafellinu SH, ár-
ið 1971. Við Fúsi, eins og hann var
oft kallaður, vorum saman á þeim
bát í 4 ár og hann kom síðar einnig
með mér yfir á Fróða SH 15 og vor-
um við á honum saman í 2 ár. Fyrst
vorum við á línu og strax kom í ljós
hvern mann Fúsi hafði að geyma.
Hann var fljótur að tileinka sér þá
tækni sem góður maður á goggnum
varð að hafa. Í brælum á línu skiptir
það miklu hver það er sem stjórnar
spilinu. Skipstjórinn þurfti ekki að
hafa miklar áhyggjur þegar Fúsi var
kominn á sinn stað við gogginn til að
sjá um að allt færi vel. Fúsi var brá-
bær sjómaður og reyndar til allra
þeirra verka sem honum voru falin
og einnig útsjónarsamur við að leysa
flókin verk er oft koma upp til sjós.
Hann var einnig góður félagi til að
vera með á sjó, bæði vel liðinn,
skemmtilegur og sá alltaf spaugi-
legu hliðarnar á hlutunum og svo
vildi hann alltaf hafa snyrtilegt í
kringum sig. Hann kunni mikið af
skemmtilegum sögum og gat verið
óþreytandi að segja þær þegar sá
gállinn var á honum. Yfirleitt gat
hann toppað allar sögur sem hann
heyrði og þegar sagt var við hann að
þetta væri ekki allt satt, sem hann
segði núna, kom alltaf hjá honum ,,jú
víst vinur“ og svo brosti hann á eftir.
Fúsi hafði alltaf gott samband norð-
ur á Skagaströnd en þar bjó fjöl-
skylda hans lengi og hann hafði frá
mörgu að segja þaðan. Fúsi hafði
gaman af tónlist og honum þótti
mikið varið í að hlusta á meistara
Megas og þá sérstaklega textana
sem hann gerði.
Mér er það alltaf minnisstætt að
eina nóttina sumarið 1972 er við vor-
um toga á Flákanum að hann sat aft-
ur í brú hjá mér og við vorum að
pæla í textanum í laginu sem var í
útvarpinu af plötunni ,,Megas“. Ekki
vorum við sammála um hvernig bæri
að túlka textann en Fúsi hafði mik-
inn sannfæringarkraft þegar hann
hélt sínum málstað fram. Hann gat
verið stífur á sinni skoðun og var
óhræddur að leggja orð í belg þegar
málin voru rædd þó að ekki hentaði
öllum það sem hann sagði.
Fúsi var alls búinn að stunda sjó-
inn í yfir 30 ár þegar þetta hörmu-
lega slys varð og hann var alltaf á
bátum frá Ólafsvík. Hann var ekki
búinn að vera á mörgum bátum um
ævina því skipstjórar sem hann var
hjá vildu ekki sleppa honum. Svo vel
vann hann störf sín um borð og oft-
ast sem stýrimaður. Hann ætlaði að
gefa sjónum eitt til tvö ár í viðbót og
fara svo í land og fá sér þá vinnu
sem hentaði honum.
Frá maí á árinu 1999 hafði Fúsi
verið stýrimaður á Svanborginni
með Sæbirni skipstjóra og Héðni
Magnússyni, fóstursyni sínum, og
reyndar öðrum syni sínum, Vigfúsi,
sem var á bátnum. Hann var í fríi til
að taka á móti sínu fyrsta barni og
unnustu sinnar örlagaríka daginn er
Svanborgin fórst. Mikil gleði var í
þessari miklu sorg sem varð í fjöl-
skyldunni í Brúarholti 5 í Ólafsvík
þennan dag. Áhöfnin á Svanborginni
var mjög samstillt bæði til lands og
sjávar. Sjómannadagurinn í Ólafsvík
var sérstakur í lífi Fúsa en þá var
nánast skylda að fara og skemmta
sér með félögum sínum og maka og
útgerðin bauð upp á skál áður en
farið var á sjómannahófið. Allt var
þetta til að þjappa mönnum saman.
Fúsi var eftirtektarverður maður
á götu, ekki síst þegar hann bar sitt
dökka, þétta og oft mikla skegg.
,,Það hlýjar í kuldanum,“ var við-
kvæðið hjá honum þegar hann var
spurður hvort ekki væri nú rétt að
raka sig. Margt fleira mætti segja
frá Fúsa en ég læt hér staðar numið.
Fúsi kynntist sinni góðu konu,
Hrönn Héðinsdóttur, árið 1977 og
þau fóru að búa saman í Ólafsvík ár-
ið eftir. Fúsi og Hrönn eignuðust
saman þrjú börn, tvo drengi og eina
stúlku, sem syrgja nú föður sinn.
Saman áttu þau alltaf heimili í Ólafs-
vík.
Missir Hrannar er mikill þar sem
hún missti bæði eiginmann og son í
þessu mikla sjóslysi en áður hafði
hún einnig misst mannvænlegan son
frá fyrra hjónabandi. Elsku Hrönn.
Við hjónin vottum þér, börnum þín-
um og tengdabörnum okkar innileg-
ustu samúð og vonum að góður Guð
veiti ykkur styrk á erfiðum stund-
um. Þá vottum við aldraðri móður
Fúsa og systkinum hans og öllum
ættingjum samúð okkar. Ennfremur
viljum við senda Jóhönnu Ósk Jó-
hannsdóttur eiginkonu Héðins
Magnússonar og börnum samúðar-
kveðjur. Og Soffíu Eðvarðsdóttur,
eiginkonu Sæbjarnar Ásgeirssonar
skipstjóra, og börnum sendum við
samúðarkveðjur.
Minning þessara góðu sjómanna
frá Ólafsvík mun lifa meðal okkar
um ókomna tíð.
Pétur S. Jóhannsson
og fjölskylda.
Elsku Fúsi og Héðinn, ég á svo
erfitt með að trúa því að þið séuð
farnir fyrir fullt og allt. Á meðan við
biðum eftir fréttum þetta örlagaríka
kvöld, 7. desember 2001, var ég svo
viss um að þið tveir kæmust af.
Þessi fjölskylda hafði misst svo
marga að ég trúði því hreinlega ekki
að það yrði meira á hana lagt. En
svo reyndist nú samt vera. En ég
hugga mig við það að eiga margar
góðar minningar um ykkur sem ég
mun ávallt geyma í hjarta mínu.
Megi guð styrkja alla þá sem eiga
um sárt að binda í þessari miklu
sorg.
Guð er okkar besti vinur
og hjálpar okkur eins og hann getur,
en því miður hefur hann ekki nóga möguleika
til að hjálpa okkur öllum,
þótt við til hans köllum.
Guð reynir það besta
og gleymir því versta
til að hjálpa þeim máttvana,
en oft reynist það versta,
en breytist í það besta eftir liðna tíð.
Það eru margir hungraðir
og guð veit af því,
en því má ekki gleyma
að guð veitir okkur lífsbjörg
af náð sinni
þótt það virðist lítið.
(Andri Már Guðmundsson.)
Hvíl í friði kæru vinir.
Jóna Björk Sigurjónsdóttir.
Góði Guð, takk fyrir að leyfa mér
að kynnast Héðni. Hann kenndi mér
svo margt. Mín fegurstu orð né
bestu ljóð duga ekki hér.
Elsku Jóhanna, Hrönn og fjöl-
skyldur, eftir rigninguna kemur
regnboginn.
Dísa.
VIGFÚS ELVAN FRIÐRIKSSON
OG HÉÐINN MAGNÚSSON