Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 53 ✝ Aldís Pálsdóttirfæddist í Hlíð í Gnúpverjahreppi 6. júlí 1905. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Lýðsson hreppstjóri í Hlíð, f. 23. janúar 1869, d. 15. mars 1943, og kona hans Ragnhild- ur Einarsdóttir frá Hæli, f. 10. janúar 1879, d. 7. júní 1954. Aldís var næstelst í röð sex systkina en þau eru: Ein- ar, bankaútibússtjóri á Selfossi, f. 1903, d. 1980, Lýður bóndi í Hlíð, f. 1906, d. 1997, Steinar bóndi í Hlíð, f. 1910, d. 1997, Bjarni, skólastjóri Iðnskólans á Selfossi, f. 1912, d. 1987, og Ragnheiður, húsfrú á Selfossi, f. 4. maí 1921. Fóstursystir þeirra er Hulda Run- ólfsdóttir, kennari í Hafnarfirði, f. 6. apríl 1915. Aldís giftist 20. maí 1933 Lýði Guðmundssyni, bónda og hreppstjóra í Litlu-Sandvík í Flóa, f. 18. nóv. 1897, d. 23. des. 1988. Foreldrar hans voru þau Sigríður Lýðsdóttir frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, systir Páls í Hlíð og Guðmundur Þorvarðarson hreppstjóri í Litlu-Sandvík. Börn þeirra Aldísar og Lýðs eru: 1) Sig- ríður, f. 22. jan. 1935, gift Snorra M. Welding. Börn þeirra eru Theódór, f. 25. jan. 1963, Ragn- heiður, f. 21. júlí 1965 og Aldís María, f. 22. ágúst 1971. 2) Páll, f. 7. okt. 1936, kvæntur Elínborgu Guð- mundsdóttur. Börn þeirra eru Sigríður, f. 12. maí 1959, Al- dís, f. 31. mars 1961, Lýður, f. 30. júní 1966, og Guðmund- ur, f. 10. jan. 1968. 3) Ragnhildur, f. 21. maí 1941, gift Bald- vini Halldórssyni. Börn þeirra Halldór, f. 17. okt. 1969, Al- dís, f. 14. ágúst 1972, og Ragnar Baldvin, f. 22. ágúst 1976. 4) Guðmundur, f. 11. október 1942, kvæntur Hrafnhildi Sigurgeirs- dóttur. Börn þeirra eru Lýður Geir, f. 8. nóv. 1971, og Brynja Kristín, f. 4. nóv. 1975. Lang- ömmubörn Aldísar eru tíu. Aldís ólst upp í Hlíð í Gnúp- verjahreppi og stundaði eftir barnaskólagöngu ýmislegt nám að heiman, var á saumanámskeið- um í Reykjavík og um vetrartíma við óreglulegt nám í Kennara- skóla Íslands. Einnig lærði hún á orgel hjá Kjartani Jóhannessyni. Um skeið var Aldís organisti við Stóra-Núpskirkju og Hrepphóla- kirkju. Hún fluttist að Litlu-Sand- vík 1933 og stóð þar lengi fyrir fjölmennu heimili og stóru búi. Hún fór í dvöl að Hjúkrunarheim- ilinu að Ási haustið 1999, þar sem hún lést. Útför Aldísar fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég var víst heldur uppburðarlítil þegar ég kvaddi dyra í Litlu Sand- vík á haustmánuðum 1955 og spurði eftir Páli Lýðssyni. Til dyra kom kona, sem tók mér af slíkri hlýju að ég bókstaflega bráðnaði, þegar hún vissi hver ég var. „Hann er að taka upp kartöflur,“ sagði hún og sendi strák norður í garð. Palli kom svo til móts við mig norðan túns með kartöflupoka á bakinu og urðu fagnaðarfundir. Ég dvaldi hér yfir eina helgi og urðu það mín fyrstu kynni af tengdafólkinu. Næsta sumar var ég hér í kaupavinnu. Þá voru hér um og yf- ir tuttugu manns í heimili og ég undraðist oft hvað hægt var að fara létt með að stjórna þessu stóra heimili, mér fannst eins og hún Aldís hefði ekkert mikið að gera. Stoð hennar við heimilisverk- in var hún Ragga, sem var vissu- lega gull af manni, og á þvottadög- um var einhver okkar stúlknanna kölluð heim af teignum til aðstoð- ar, en þá voru sjálfvirkar þvotta- vélar ekki komnar til sögunnar. Það sem einkenndi þetta heimili var reglusemi. Þar voru þau Aldís og Lýður fullkomnlega samtaka. Hver hlutur á sínum stað, hvert verk á sínum tíma úti og inni. Einu tók ég fljótt eftir í fari Al- dísar. Hún talaði aldrei illa um fólk, hún rakti ættir þess. E.t.v. mat hún menn meira eftir ættum en eigin verðleikum. Vorið 1959 komum við Palli aust- ur fyrir fjall með nýfædda dóttur og hófum félagsbúskap með Aldísi og Lýð. Hálfu ári seinna var inn- réttað eldhús uppi á lofti, og þar með vorum við Palli út af fyrir okkur. Í fjörutíu ár bjuggum við Aldís undir sama þaki, í húsi þar sem ekki var alltaf ljóst hvað til- heyrði hverjum. Þegar ég horfi til baka minnist ég þess ekki að okkur yrði nokk- urn tíma sundurorða þótt við vær- um ekki alltaf sammála. Hún skipti sér ekki af því hvernig ég gerði hlutina og hef ég þó eflaust ekki alltaf verið henni að skapi. Fyrir það er ég henni mjög þakklát. Það var ómetanlegt að hafa ömmuna í húsinu, þegar börnin voru að vaxa úr grasi. Alltaf var hún tilbúin að líta eftir smáfólkinu – ég gat jafnvel skropp- ið á hestbak á meðan yngsta barn- ið svaf miðdagslúrinn sinn. Þá var bara að líta inn til Aldísar og láta hana vita að það væri sofandi barn uppi. Og börnin voru varla orðin altalandi þegar amma þeirra fór að kenna þeim lög og texta, hún spil- aði á orgelið og þau sungu. Ég get enn heyrt þetta innra með mér. Og alltaf hafði hún tíma til að tala við þau. Þær samræður hafa orðið þeim gott veganesti. Það kom líka fyrir að hún settist við orgelið og spilaði fyrir mig sérstaklega, gjarnan úr Organtónum. Þar var margt sem vakti með mér góðar minningar, því það leit út fyrir að hún og móðir mín hefðu dálæti á sömu verkunum. Þetta voru góðar stundir fyrir báðar. Þetta eru alltof fá orð því marg- ar eru minningarnar, en þakklæti er mér efst í huga á þessari stundu. Blessuð sé minning henn- ar. Elínborg Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast með nokkrum orðum ömmu minnar og alnöfnu Aldísar Pálsdóttur er and- aðist á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði á 97. aldursári. Þegar andlát náins ættinga ber að hrannast minningarnar upp. Ég var svo lánsöm að vera næstelst í barnabarnahópnum (en við erum tólf) og líka það að búa í sama húsi og amma gerði það að verkum að ég kynntist frændsystkinunum mínum betur en ella. Það að vera við hlið ömmu minnar þegar barna- börnin komu hingað í fyrsta sinn, t.d. þegar Ragnhildur og Baldvin kom með frumburðinn Halldór, man ég eins og gerst hefði í gær. Við vorum báðar nöfnurnar úti í baðstofuglugga að sjá hvort þau færu nú ekki að koma með litla frænda. Eða þegar Brynja fæddist og Lýður Geir kom með pabba sín- um henti hann sér upp í sófann í baðstofunni og sagðist vera búinn að eignast lítið barn. Amma var mjög ákveðin mann- eskja enda alin upp á menningar- heimili þar sem allt var í röð og reglu og alltaf farið snemma að sofa. Það hljóta að hafa verið við- brigði fyrir ömmu að koma hingað í Litlu-Sandvík, stórt hús, mann- margt heimili og mikið bú. Þar sem yfir tuttugu kýr voru handmjólk- aðar og allt þetta vinnufólk sem því fylgdi. Hún talaði oft sérstak- lega um alla þvottana hvað þeir voru miklir. En hún amma mín var sterk kona og stóð eins og klettur við hliðina á sínum manni. Hér í þessu húsi upplifði amma það sem ekki allir upplifa: að ala upp fjögur börn og sjá fjögur barnabörn, okkur systkinin, alast upp, og svo nú síðar börnin mín, langömmubörnin, sem eru þrjú. Hér á miðhæðinni voru viðhafðar vissar reglur í uppeldinu. Allar kynslóðirnar máttu ólmast eins og þær gátu í baðstofunni en síma- stofan og píanóstofan voru lokaðar fyrir ærslagangi. Amma hafði blómapotta í baðstofugluggunum en bara þau ár sem ekki voru börn í þessu húsi. Þegar elsta barnið, barnabarnið eða langömmubarnið fór að príla tók hún blómapottana og sagði: „Einhvers staðar verða börnin að ólmast.“ Eitt sinn þegar mínir drengir voru yngri hafði hún á orði við mig að henni fyndist fyr- irferðin mikil þegar þeir príluðu upp á fataskápinn til að hoppa nið- ur í sófann. Amma var mjög frændrækin og talaði um sitt fólk og afa. Hún tal- aði oft um æskuheimilið sitt Hlíð og er svo lánsöm að hennar fólk er þar enn. Þar býr bróðursonur hennar myndarbúi. Oft fengum við barnabörnin að fara í heimsókn þangað með ömmu. Amma fylgdist mjög vel með framförum barnabarna sinna. Hún lét okkur standa upp við vegg, setti bók ofan á kollinn, gerði þar strik, skrifaði nafn barnsins og dagsetn- ingu. Þetta þótti okkur krökkunum ægilega gaman. Hún reyndi að fylgjast með skólagöngunni og var mjög ánægð þegar vel gekk. Þegar ég lít til baka og hugsa um ævi ömmu minnar er mér þakklæti efst í huga. Hún var gæfukona, hraust og leið aldrei skort. Ellin var góð og þó að kraftarnir smám saman þrytu fann hún hvergi til. Eitt sinn þegar ég var að hugsa um mína stráka litla hafði amma á orði við mig: „Já það er mikil vinna í kringum blessuð börnin. Mér fannst það þegar ég var komin með mín fjögur. En ég sé ekki eftir því,“ sagði hún ákveðin. Það var hennar auður, börnin fjögur. Það sá ég best í hennar háu elli að hún var umvafin ást og umhyggju barna sinna og tengdabarna. Amma mín og alnafna, hvíl þú í friði. Aldís Pálsdóttir. Látin er amma mín Aldís Páls- dóttir. Hún hefði orðið 97 ára í sumar. Þetta þykir hár aldur og kom það því í sjálfu sér ekki á óvart hið óumflýjanlega sem bíður okkar allra fyrr eða seinna. Amma var hluti af mínum bernskuheimi og -heimili frá því ég man eftir mér og þar til ég stofnaði mína eigin fjölskyldu. Það er því ekki laust við að mér sé söknuður í huga. En eft- ir stendur minning um góða ömmu. Amma mín hafði mikinn áhuga á öllu því sem afkomendur hennar voru að sýsla. Er mér minnisstæð síðasta ferð mín að Ási í Hvera- gerði nokkrum dögum fyrir lát hennar. Amma var orðin veik og gat mjög lítið talað og tjáð sig. En þrátt fyrir það sá ég bregða fyrir augnglampa og smá brosi er ég sagði henni frá því sem við vorum að vinna að, starfi mínu og skóla konu minnar og dóttur – sem hafði sko stækkað síðan síðast. Ég sýndi henni líka yngra barnið, fjórtán mánaða strákinn og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Fallegur strák- ur,“ sagði amma og ljóst var á svipbrigði hennar stolt yfir þessum afkomanda sem og öðrum afkom- endum. En í heimsókn þessari varð mér ljóst að langri ævi hennar yrði brátt lokið. Amma fæddist og ólst upp í Hlíð í Gnúpverjahreppi í faðmi foreldra sinna og systkina. Hún lærði ung að spila á orgel og þá kunnáttu nýtti hún eins lengi og hún gat stigið orgelið. Amma hafði einnig þá hæfileika að geta sagt frá liðinni tíð og voru það gjarnan frásagnir af lífinu uppí Hrepp. Hún sagði okkur af sálmaskáldinu sr. Valdi- mar Briem sem hún mat mikils. Hún talaði aldrei illa um neinn frá fyrri tíð og gat rakið ættir allra hvort sem um forfeður eða afkom- endur var að ræða. Amma lifði með sjö ættliðum að henni sjálfri meðtaldri. Síðustu ár- in áttu að sjálfsögðu langömmu- börnin hug hennar og hjarta. Ömmu var sem ungbarni hampað af sínum ömmum, öfum og lang- ömmu og hún hlustaði á sögur frá gamalli tíð. Amma man vel eftir ömmu sinni Steinunni Vigfúsdóttur Thorarensen, húsmóður á Hæli í Hrepp, f. 1848, d. 1911, og einnig langömmu sinni Ragnheiði Melsteð sem dvaldi síðast hjá afkomendum sínum á Hæli, f. 1816, d. 1914. Eina merkilega sögu sagði amma mér eitt sinn af atburði á æskuheimili langömmu sinnar. Sagan gerðist á Ketilsstöðum á Völlum einhverntímann á árunum frá 1811 til 1835. Þar bjó Páll Þórðarson Melsteð sýslumaður. Það var hjá honum sýsluskrifari sem átti forláta byssu. Eitt sinn skildi hann við sig byssuna á dyra- skúrnum og var hún þar í lengri eða skemmri tíma. Systkinin, börn Páls Melsteðs, voru eitt sinn að leik í skúrnum. Sigurður, síðar prestaskólakennari, greip þá byss- una, miðaði á aðra systur sína og sagði: „Á ég að skjóta þig Gunna?“ Þá sagði hin systirin, Ingibjörg: „Þetta er ljótt, Siggi, miðaðu held- ur á dyrastafinn.“ Sigurður miðaði þangað, tók í gikkinn og öllum til furðu hljóp af skot, fór fyrst í gegnum dyrastafinn og síðan tvö þil önnur. Mælt er að Páll sýslu- maður hafi látið fella í götin, börn- unum sínum til viðvörunar. En ekki skipt um þil. Amma hafði þessa sögu eftir mömmu sinni Ragnhildi Einars- dóttur frá Hæli, sem aftur heyrði söguna hjá móður sinni, Steinunni Vigfúsdóttur Thorarensen húsmóð- ur á Hæli. En Ragnhildur heyrði söguna einnig er hún svaf ung hjá ömmu sinni, Ragnheiði Melsteð, sem var systir barnanna. Þessa sögu sagði amma föður mínum og síðar einnig mér. Sagan sem amma sagði mér af byssuskotinu á Ketils- stöðum er gott dæmi um hvernig sögur geta lifað lengi með ættum og gengið í arf milli kynslóða. Ég get ekki sleppt pennanum án þess að minnast nokkrum orðum afa míns Lýðs Guðmundssonar sem dó á Þorláksmessu árið 1988. Hann var bóndi og hugur hans til síðasta dags bundinn við búskap- inn. Þau afi og amma voru sam- hent um alla hluti. Það var mér dýrmætt að alast upp nánast á sama heimili og þau og af þeim hef ég lært margt sem komið hefur mér vel á lífsleiðinni. Blessuð sé minning þeirra. Lýður Pálsson. Við vorum 5 ára við Benedikt Sveinsson frændi minn þegar við fórum fyrst í Litlu-Sandvík sum- arið 1945. Ég man ekki betur en við höfum fengið að sitja fram í hjá Guðjóni Vigfússyni vörubílsstjóra austur. Þær voru náfrænkur Helga Ingimundardóttir móðir Benedikts og Aldís. Mæður þeirra voru Ingv- eldur og Ragnhildur Einarsdætur frá Hæli en bræður þeirra voru Gestur bóndi þar og Eiríkur al- þingismaður. Helga var með börn sín í Sandvík nokkrar vikur þetta sumar og tvö þau næstu, en síðan vorum við Benedikt þar áfram. Ég alveg til 1953. Aldís gerði það fyrir móður mína að leyfa mér að fljóta með, af því að ég hafði traust í Helgu en við Benedikt vorum mjög samrýmdir. Ég þykist muna að ég hafi heldur en ekki þóst maður með mönnum að fara í sveitina. Móðir mín lét Gústaf rakara Valde- marsson krúnuraka mig og síðan jafnan, sem hefur þá sögulegu þýð- ingu, að það sést á skallanum að ég hef verið við fyrstu gróðursetningu Skógræktarfélags Sandvíkur- hrepps í girðingunni við Geirakot. Mér leið vel í Sandvík. Ég hef oft verið að hugsa um það, hversu vel Aldísi fórst að stjórna sínu stóra heimili með góðri og dyggri aðstoð Röggu gömlu, sem gekk í öll verk með sama jafnaðargeðinu og sönglaði fyrir munni sér. Mitt fyrsta sumar var síðasta sumar hestasláttuvélarinnar. Ég man eft- ir Bjarna frá Sjónarhóli á Stokks- eyri, en hann hafði lengi verið kaupamaður í Sandvík eða frá dög- um Guðmundar Þorvarðarsonar föður Lýðs. Í fyrsta skipti sem Lýður gerði upp við hann sagði Bjarni: „Og svo er það sængin, Lýður,“ en milli þeirra Guðmundar hafði verið óformlegt samkomulag um, að Bjarni fengi sérstaklega greitt fyrir að koma með sængina með sér. Í Litlu-Sandvík var búið stórbúi. Aldís kom þangað 1933 og þau Lýður tóku við því árið 1937. Auð- vitað fylgdi þeim ferskur blær. Lýður vildi t.d. ekki láta vinna eftir kvöldmat og Aldís var rausnarhús- freyja, svo að á orði var haft, enda eftirsótt að ráðast í Sandvík í vinnu. Þau höfðu jafnan góð hjú og reyndust þeim vel. Fyrstu árin mín var þar niðursetningur, Villi gamli, sem ekki var heill á geði, en gat verið orðheppinn. Þau höfðu lag á að láta hann dunda við dæluna, kannski ekki til mikils gagns en til að stytta tímann. Þorvarður Jóns- son var þar í mörg ár og ég hygg, að það hafi verið sólskinsár ævi hans. Ég á einungis bjartar minningar frá Sandvík og hef gaman af að rifja þær upp með Páli þá sjaldan við hittumst. Einhverju sinni í slagveðursrigningu áttum við Benedikt að raka í flekki niður á Mýri, en Lýð þótti illa ganga og mældi okkur blett í Smala- skáladælu niður undir stíflu og sagði að við mættum fara heim, þegar við hefðum lokið við hann. Hann hugsaði sér að við yrðum búnir klukkan fjögur eða um kaffi- leytið, en við kláruðum hann fyrir tvö. Þarna var hann á undan tím- anum sem oftar og skildi vel kosti afkastahvetjandi kerfis. Annars er þessi dæmisaga sönn fyrir heimilið í Litlu-Sandvík, hvernig þau Lýður og Aldís höfðu lag á okkur krökk- unum, þannig að við urðum til gagns en höfðum líka tíma til leiks og skemmtunar. Og þar náðum við þroska, af því að okkur var treyst fyrir verkum, kennd ný handtök og fundum að það var metið, þegar við höfðum staðið okkur vel. Í fjósinu í Sandvík, í vestasta básnum næst haughúsinu, var kýr- in Hlíð. Ég man ekki betur en Al- dís hafi tekið hana með sér kálf þegar hún flutti í Sandvík. Víst er um það, að hún var orðin fjörgömul þegar ég man eftir henni og mátti enginn mjólka hana nema Aldís. Við hverjar mjaltir hvernig sem á stóð skaust hún út í fjós og mjólk- aði kúna sína. En ef Aldís fór af bæ, sem ekki var oft, mjólkaði Ragga gamla Hlíð. Henni einni var til þess treystandi. Í næsta bás var Sandra frá Stóru-Sandvík. Einu sinni bar hún úti á túni og lét ófrið- lega, þegar átti að sækja hana, og hafði skellt tveim körlum flötum, svo að nú voru góð ráð dýr. Þá sást Ragga gamla koma með mjöl í fötu, sagði nokkur vingjarnleg orð við Söndru sem enginn skildi nema þær tvær og svo röltu þær saman í heim í fjós. Aldís var mikil kona og bar með sér þessa siðfágun, hlýju og hóg- værð, sem er einkennandi fyrir Hælsfólkið. Hún var frændrækin og mundi vini sína. Oft kom hún mér á óvart þegar hún hringdi í mig bara til að heyra í mér og spyrja hvernig mér og mínum liði og fann ég þá, að hún fylgdist bet- ur með en mig grunaði. Þessi stop- ulu samtöl hafa verið mér mikils virði, af því að Sandvíkurheimilið var mér svo kært. Góðu, gömlu vinir í Sandvík, með þessum línum er ég að þakka fyrir mig. Þær bera ykkur sam- úðarkveðjur mínar og Kristrúnar. Aldís hafði lifað langa og góða ævi, þegar hún kvaddi. Guð blessi minn- ingu hennar. Halldór Blöndal. ALDÍS PÁLSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Al- dísi Pálsdóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.