Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 16
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FAXI RE 9 landaði fullfermi af loðnu, eða um 1500 tonnum, í Þor- lákshöfn í gær. Arnar Guðlaugsson, háseti á Faxa, sagði að þeir hefðu fengið loðnuna í miðjum Faxaflóa á fimmtudaginn. „Við fengum þetta í þremur köstum en vorum búnir að kasta tvisvar áður. Fyrstu köstin skiluðu litlu en svo gáfum við af- ganginn úr síðasta kastinu.“ Arnar sagði að þessi loðna væri úr austangöngunni og þeir hefðu ekki orðið varir við gönguna að vestan. Nú er loðnan að verða full- hrygnd og þá er viðbúið að dragi úr veiðinni, sagði Arnar. Hann bætti við að mikið lægi á að komast sem fyrst á miðin aftur og því hefði ver- ið afleitt að þurfa að bíða eftir flóð- inu í fjóra tíma. Ólafur Einarsson, skipstjóri á Faxa, sagði að skipið risti 8 til 8,5 metra en höfnin væri 6 til 6,5 metra á fjöru og því hefðu þeir orð- ið að bíða eftir flóðinu. Hann sagði að Faxi væri búinn að veiða um 33.000 tonn og reikna mætti með að tveir túrar, um 3.000 tonn, væru eftir miðað við viðbótina. Einnig væri möguleiki á að veiða fyrir aðra. Faxamjöl, sem á Faxa RE 9, á verksmiðjur í Reykjavík og Þor- lákshöfn og hefur Faxi landað til skiptis á þessum stöðum. Indriði Kristjánsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, sagði það rétt að höfnin væri of grunn fyrir allra stærstu loðnubátana enda ristu þeir meira en stóru vikurskipin. Hann sagði að á næsta ári stæði til að byggja nýja loðnubryggju norð- an á svokallaðri L-bryggju og í framhaldi af því ætti að dýpka í 8 metra. Indriði sagði lítið mál að dýpka en vandamálið væri að þessar sand- hafnir fylltust fljótt aftur. Því væri verið að gera tilraunir með að búa til gildrur eða skápa utan við höfn- ina sem taka ættu við framburð- inum frá ósnum. Þaðan væri þægi- legra að fjarlægja sandinn. Höfnin ekki nægjanlega djúp fyrir stærstu loðnuskipin Afleitt að bíða í fjóra tíma eftir flóðinu Þorlákshöfn Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson Faxi RE 9 við bryggju í Þorlákshöfn, en skipið á væntanlega eftir tvær veiðiferðir á loðnuvertíðinni. STANGAVEIÐIFÉLAG Selfoss leggur mikla áherslu á að efla stangaveiði í Ölfusá við Selfoss. Félagið leigir veiðiréttinn í ánni á þremur veiðisvæðum. Veiði var frekar dræm á liðnu ári, um 180 laxar veiddir. Á aðalfundi félags- ins, sem nýlega var haldinn, flutti Magnús Jóhannsson erindi um seiðabúskapinn í ánni og mögu- leika árinnar til þess að ala af sér fiska. Magnús hefur rannsakað seiðabúskapinn í ánni og í því sambandi skoðað náið staði þar sem botnsvæðið er hentugt fyrir seiði. Niðurstaða Magnúsar er að seiðasvæðin í ánni við Selfoss geti framleitt 30–40 laxa í veiði á ári hverju. Þeir laxar sem veiðast um- fram þetta eru af öðrum svæðum. Þetta segir veiðimönnum að helsta veiðivonin er í Ölfusá við Selfoss þegar göngur fara upp ána. Magnús sagði að laxinn hrygndi á veiðisvæðunum, helst á svonefndu miðsvæði, það segði seiðaþéttleikinn til um enda væri þar ákjósanlegasti botninn fyrir seiðin. Þá sagði Magnús að heimt- ur úr seiðasleppingum væru 0,5–1% í veiði á stöng. Á fundinum urðu miklar um- ræður um erindi Magnúsar og möguleika til þess að efla stang- veiðina svo sem með sleppitjörn- um. Í máli manna kom fram sam- anburður á verðmæti veiddra laxa á stöng annars vegar og í net hins vegar og bent á að stangveiði- menn greiddu um 4.000 krónur fyrir kílóið af laxi sem gera 10–12 þúsund krónur á lax, á meðan netabændur fá að meðaltali innan við 1.000 krónur á lax. Þetta sýndi að stangveiðin skapaði umtals- verða veltu og það væri því verð- mæti í að efla hana sem mest og draga bæri úr netaveiðinni. Veitt voru verðlaun á fundinum fyrir nokkra þætti í veiðiskap fé- lagsmanna. Páll Árnason málara- meistari fékk verðlaun fyrir stærsta fiskinn, Gunnar Örn Jóns- son fyrir flesta fiska á veiðisvæð- um félagsins og Sveinn Þórarins- son fyrir flesta laxa í Ölfusá. Steingrímur Ólason fékk Sól- bakkabikarinn fyrir stærsta flugulaxinn og Gunnar Örn Jóns- son fyrir flesta flugulaxa. Þá fékk Ragna Björnsdóttir kvennabikar- inn fyrir flesta laxa veidda af konu og Jón Þorsteinn Ólafsson fékk bjartsýnisbikarinn fyrir síðasta laxinn á veiðitímanum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þrír verðlaunahafar með viðurkenningar, Gunnar Örn Jónsson, Sveinn Þórarinsson og Steingrímur Ólason. Helsta veiðivon- in í Ölfusá er í laxagöngum Selfoss LEIKFÉLAG Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suðurlands er um þess- ar mundir að hefja sýningu á rokk- söngleiknum Rocky Horror. Þrotlausar æfingar hafa staðið yfir í rúmar fjórar vikur og er frumsýn- ing miðvikudaginn 20. mars næst- komandi klukkan 20. Sýningar eru í ófullgerðum menningarsal Ársala í Hótel Selfoss þar sem nemendur hafa æft og sett upp leikmynd af mikilli elju og dugnaði. Leikstjóri er Guðmundur Karl Sigurdórsson en hann hefur komið að fjölmörgum leiksýningum bæði sem leikari og leikstjóri og hefur þeim alltaf verið vel tekið. Fram- kvæmdastjórn er í höndum Árna Grétars Jóhannssonar. Baldvin Árnason sér um tónlistarstjórn. Hann stjórnar fjögurra manna hljómsveit sem sér um allan tónlist- arflutning í verkinu. Benedikt Ax- elsson sér um ljósahönnunina. Alls eru um 25 leikarar sem koma fram í verkinu en aðal- hlutverk eru í höndum Óðins Dav- íðssonar Löve sem leikur Frank N’Furter. Janet Weiss er leikin af Emiliu Christinu Gylfadóttur og Brad Majors er leikinn af Jóni Ósk- ari Guðlaugssyni. Það eru tæplega 70 manns sem koma að uppsetningu með einum eða öðrum hætti en nemendur leggja mikinn metnað í þessa sýn- ingu eins og undanfarin ár. Nemendur hafa fengið veitinga- staðina Menam og Laufás á Selfossi til að bjóða leiksýningargestum upp á tilboð, einnig býðst fé- lagsmiðstöðvum að koma, fara í sund og síðan á Pizza 67 fyrir sýn- ingu. Þá er ráðgert að fara í skóla á Suðurlandi og kynna sýninguna með því að sýna brot úr henni. Aðr- ir sýningardagar eru sem hér segir: 22. mars kl. 20 og 23.30, 24. mars kl. 20, 28. mars kl. 20 og 23.30 og 30. mars kl. 20. Þessi síðasti sýning- ardagur býður upp á aukasýningu kl. 23.30 ef eftirspurnin verður nóg. Um 70 manns koma að sýningu Fjölbrautaskólans á Rocky Horror Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Leikarar Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands í Rocky Horror. Fremst er aðalleikarinn Óðinn Davíðsson. Selfoss BÆJARRÁÐ Árborgar samþykkti á fundi á fimmtudag, að boða til fundar með foreldra- og kennara- ráðum beggja grunnskólanna á Selfossi til að ræða framkvæmd þeirra breytinga sem samþykktar hafa verið varðandi sameiningu skólanna. Gert er ráð fyrir að sameina Sólvallaskóla og Sand- víkurskóla undir eina stjórn og auglýst hefur verið eftir skóla- stjóra að sameinuðum skóla. Þá er gert ráð fyrir að hefja starfsemi í nýjum skóla í Suðurbyggð á Sel- fossi árið 2004. Mótmæli hafa kom- ið fram varðandi þessa samein- ingu. „Markmiðið er að ná sátt í þessu máli, veita upplýsingar og fá fram skoðanaskipti við fólkið. Síðan vilj- um við horfa fram á við og finna bestu leiðir að framgangi málsins. Það hefur alltaf staðið til að þessar breytingar fari fram með þátttöku kennara og foreldra. Þessi sam- þykkt bæjarráðs er liður í að hefja þá vinnu,“ sagði Ingunn Guð- mundsdóttir, formaður bæjarráðs Árborgar. Boðað til fund- ar með for- eldra- og kennararáðum Selfoss Skólamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.