Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 36
MENNTUN 36 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLANÁM á Íslandi verður kynnt sunnudaginn 17. mars í húsnæði Háskóla Íslands. Dagurinn hefur markað sér fastan sess, en þar geta nemendur framhaldsskólanna gengið að fulltrúum allra skóla á háskólastigi á einum stað og borið saman þá valkosti í menntun sem þeim bjóð- ast. Að háskólakynningunni standa Háskóli Íslands, Háskól- inn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Kennaraháskóli Ís- lands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Listaháskóli Ís- lands, Tækniskóli Íslands og Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Á fáeinum árum hefur orðið gífurleg fjölgun nemenda á háskólastigi og framboð á námsleiðum eykst stöðugt. Há- skólakyninngin er hugsuð fyrir framhaldsskólanema á öll- um aldri og aðstandendur þeirra, að ógleymdum þeim sem ekki fóru í háskólanám að loknu stúdentsprófi en hyggja nú á frekari nám. Kynningin fer fram í húsnæði Háskóla Íslands, í Aðalbyggingu, Odda og Nýja–Garði, sunnudag- inn 17. mars kl. 11–17. Í gær voru fjórir háskólar kynntir til sögunnar á menntasíðu af þessu tilefni, og í dag aðrir fjórir. Sjá einn- ig efni um kynninguna á www.hi.is. Háskóladagurinn II/ Ef nemanda tekst í fyrstu tilraun að velja þann háskóla og þá námsleið sem á best við hann,sparar það bæði honum, skólunum og samfélaginu tíma og peninga. Allsherjarháskólakynning verður á morgun, sunnudag, í húsnæði Háskóla Íslands kl. 11–17. Íslenskir háskólar í einum sal HÁSKÓLI ÍSLANDS býður fjölbreyttgrunnnám fyrir stúdenta að loknustúdentsprófi, þ.e. þriggja ára, 90 ein- inga nám til BA- eða BS-prófs. Jafnframt býð- ur skólinn upp á framhaldsnám til meistara- og doktorsprófs og er öflugur rannsókn- arháskóli á alþjóðlega vísu. Við skólann eru 11 deildir sem skiptast í einstakar skorir. Alls eru um 200 námsleiðir í boði. Há- skóli Íslands er þjóðskóli sem stendur öllum opinn er uppfylla al- menn inntökuskilyrði, þ.e. stúd- entspróf af bóknámsbraut fram- haldsskóla eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Einstaka deildir setja þó önnur inntökuskil- yrði. Nemendur í HÍ greiða ekki skólagjöld en árlegt skráningargjald.  Við Háskóla Íslands er lögð stund á flest- ar vísinda- og fræðigreinar í sterkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf í landinu. Þar starfar hópur vel menntaðra og þjálfaðra kennara og vísindamanna, byggt er á langri rannsóknarhefð, og mikið samstarf er við er- lenda háskóla. Stúdentum sem stunda nám við HÍ gefst kostur á að sækja hluta af náminu til viðurkenndra erlendra háskóla.  Háskóli Íslands er stærsti, elsti og fjöl- breyttasti háskóli landsins, sem hefur forystu- hlutverki að gegna. Leiðarljós skólans er þekkingarleit; öll starfsemi hans er í þágu öfl- unar, varðveislu og miðlunar þekkingar. Und- anfarin ár hefur nemendum fjölgað mjög ört við skólann og háskólasvæðið er að byggjast hratt upp, þar sem Vísindagarðar, miðstöð þekkingafyrirtækja, munu rísa í Vatnsmýr- inni. Nemendur við Háskóla Íslands tilheyra því í raun samfélagi þar sem kennsla, rann- sóknir, fræðsla og þjónusta tvinnast saman. Háskóli Íslandsli Í l  Deildir HÍ og dæmi um fræðasvið:  Félagsvísindadeild: Bókasafns- og upp- lýsingafræði, félagsfræði, félagsráðgjöf, hag- nýt fjölmiðlun, mannfræði, námsráðgjöf, sál- fræði, stjórnmálafræði, uppeldis- og menntunarfræði, þjóðfræði, kynjafræði, at- vinnulífsfræði, borgarfræði o.fl.  Guðfræðideild: Guðfræði, djáknanám og almenn trúar- bragðafræði.  Heimspekideild: Erlend tungumál, sagnfræði, mið- aldafræði, bókmenntafræði- og málvísindi, íslenska, heimspeki, táknmálsfræði, fornleifafræði o.fl.  Hjúkrunarfræðideild: Hjúkr- unarfræði, ljósmóðurfræði.  Lagadeild: Lögfræði, lögritaranám.  Lyfjafræðideild: Lyfjafræði.  Læknadeild: Læknisfræði, sjúkraþjálf- un.  Raunvísindadeild: Stærðfræði, eðl- isfræði, jarðeðlisfræði, efnafræði, líf- efnafræði, matvælafræði, líffræði, jarðfræði, landafræði, ferðamálafræði.  Tannlæknadeild. Tannlækningar.  Verkfræðideild: Umhverfis- og bygg- ingaverkfræði, véla- og iðnaðarverkfræði, raf- magns- og tölvuverkfræði og tölvunarfræði.  Viðskipta- og hagfræðideild: Við- skiptafræði, hagfræði o.fl.  Við Háskóla Íslands eru ýmis félög og samtök sem gæta hagsmuna stúdenta og standa fyrir blómlegu félagslífi, svo sem félög hinna ýmsu námsgreina og Stúdentaráð, há- skólakór, Stúdentaleikhúsið o.fl. Í Stúdenta- heimilinu er þjónustumiðstöð, rekin af Fé- lagsstofnun stúdenta, en á hennar vegum eru m.a. Stúdentagarðar og leikskólar FS.  Heimasíða: www.hi.is KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS er meðníu námsbrautir í boði við grunndeilden námsmöguleikar eru í raun miklu fleiri.  Staðnám fer fram í húsakynnum skólans við Stakkahlíð í Reykjavík og í Listgreinahúsi, Skipholti 37, en Íþróttafræðasetur skólans er á Laugarvatni. Kennaraháskólinn hefur verið í far- arbroddi í upplýsingatækni og fjar- kennslu. Fyrir flest námskeið í fjar- námi eru settir upp námskeiðsvefir með kennsluáætlunum, námsefni, fyr- irlestrum, verkefnum, ábendingum frá kenn- urum og ítarefni. Kennarar og nemendur hitt- ast í upphafi hvers misseris í svokölluðum staðbundnum lotum en síðan fara samskipti fram á Netinu. Vettvangsnám og starfstengd verkefni af ýmsu tagi skipa stóran sess á flestum náms- brautum. Einnig vinna nemendur sjálfstæð lokaverkefni um viðfangsefni að eigin vali.  Í Kennaraháskólanum er lögð áhersla á samstarf um þróun náms í skólanum.  Grunnskólakennaranám er 90 eininga nám sem tekur þrjú ár í staðnámi en fjögur ár í fjar- námi. Því lýkur með B.Ed. gráðu. Lögð er áhersla á að kennaraefni séu sem best búin und- ir kennslu á öllum stigum grunnskólans.  Kennsluréttindanám er ætlað þeim sem vilja starfa við kennslu og hafa þegar lokið námi í kennslugrein. Námið er skipulagt með kennslu í framhaldsskólum og efstu bekkjum grunn- skóla í huga. Námið er 30 einingar og dreifist á tvö námsár, bæði sem staðnám og fjarnám.  Íþróttafræðinám miðar að því að búa stúd- enta sem best undir störf við íþróttakennslu í grunn- og framhaldsskólum, æskulýðsstörf og þjálfun af ýmsu tagi. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Íþróttafræði til B.S.-gráðu er 90 ein- inga nám. Það er staðnám og kennsla fer að mestu leyti fram á Íþróttafræðasetri Kenn- araháskólans á Laugarvatni.  Á íþróttabraut er einnig boðið upp á 30 ein- inga viðbótarnám til B.S.-gráðu í íþróttafræð- um. Það er fjarnám sem einkum er ætlað starf- andi íþróttakennurum.  Leikskólakennaranám er 90 ein- ingar og undirbýr stúdenta undir störf við kennslu og stjórnun í leikskólum. Því lýkur með B.Ed.- gráðu. Leikskólakenn- aranám er í boði bæði sem staðnám og fjarnám.  Leikskólafræði til diplómu er 45 eininga fjarnám. Það tekur tvö ár og er ætlað þeim sem hyggjast starfa í leikskólum og vilja auka þekk- ingu sína á uppeldi og menntun leikskólabarna. Gert er ráð fyrir að hægt sé að stunda það með hlutastarfi og getur námið því hentað vel með starfi í leikskóla. Hægt er að fá allt að 30 ein- ingar metnar til B.Ed.-gráðu á leikskólabraut.  Tómstundafræðinám veitir nemum þekk- ingu og færni til að takast á við verkefni á svið- um tómstunda- og félagsstarfa. Það er 45 ein- inga fjarnám sem dreifist á tvö ár. Hægt er að fá námið metið sem hluta af námi til B.Ed.-, B.S.- eða B.A.-gráðu.  Þroskaþjálfanám er 90 einingar og lýkur með B.A.-gráðu. Námið undirbýr nemendur undir þjálfun fatlaðra og stjórnun þeirra stofn- ana sem sinna fötluðu fólki. Stunda má námið sem staðnám eða fjarnám.  Viðbótarnám fyrir kennara og þroska- þjálfa er ætlað þeim sem vilja bæta við grunn- nám sitt með ýmsum valnámskeiðum eða námi á kjörsviði. Einnig býðst leikskólakennurum sem brautskrást hafa frá Fósturskóla Íslands og þroskaþjálfum frá Þroskaþjálfaskóla Íslands að bæta við sig námi til B.Ed.- og B.A.-gráðu.  Heimasíða: http://www.khi.is Kennaraháskóli Íslandsli Í l VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN Á BIFRÖSTer eini sérhæfði viðskiptaháskóli lands-ins. Hlutverk hans er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Frá stofnun skólans árið 1918 hefur skólinn útskrifað fólk sem hefur skipað sér í fremstu röð stjórnenda í viðskiptalífi og samfélagi. Bif- restingum er tryggð menntun og þjálfun sem stefnir að því að skapa þeim samkeppnisyfirburði á vinnumark- aði að námi loknu. Við skólann eru starfræktar tvær há- skóladeildir, viðskiptadeild og lögfræðideild.  Í viðskiptadeild eru árlega teknir inn 50 nemendur en í lögfræðideild tæpir 40. Þannig munu um 140 nemendur stunda nám við við- skiptadeild næsta haust auk fjarnema og tæp- lega 80 í lögfræðideild sem hóf starfsemi sl. haust. Á Bifröst fá hæfir einstaklingar, sem búa yfir sköpunargleði, frumkvæði og samskiptahæfni, tækifæri til að beina kröftum sínum og hæfi- leikum á svið viðskipta og stjórnunar. Við inntöku er leitast við að veita jöfn tæki- færi til náms, óháð kynferði, aldri, efnahag, fötlun eða búsetu og skapa þannig fjölbreyttan hóp nemenda með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu. Nemendum á þriðja ári stendur til boða að stunda námið við samstarfsháskóla í Evrópu, Ameríku og Japan. Einnig er hægt að taka þriðja árið í fjarnámi.  Í viðskiptadeild er boðið upp á þriggja ára nám til BS-gráðu í viðskiptafræði en einnig er hægt að ljúka námi eftir 2 ár með diplómagráðu í rekstrarfræði. Námið er krefjandi þar sem lögð er áhersla á hópstarf og verkefnavinnu í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir. Fjölbreytt viðfangs- efni, umræður og samstarf nemenda og kenn- ara tryggja nemendum góðan undirbúning fyr- ir ábyrgðarstöður í íslensku og erlendu atvinnulífi.  Í lögfræðideild er boðið upp á þriggja ára BS-nám í viðskiptalögfræði til að mennta stjórnendur með sérþekkingu á lagalegum þáttum viðskipta og rekstrar. Í lögfræðihluta námsins er megináhersla lögð á réttarsvið sem lúta að rekstrarumhverfi fyrirtækja í víðu samhengi, Að auki eru nem- endur þjálfaðir í undirstöðu- greinum lögfræðinnar. Í við- skiptahlutanum er lögð áhersla á kennslugreinar á sviði fjármála auk þjálfunar í almennri stjórn- un. Víðtækir möguleikar til framhaldsnáms standa nemendum til boða að BS-námi loknu bæði á sviði viðskipta og lögfræði. Stefnt er að því að bjóða upp á tveggja ára framhaldsnám til meistaragráðu í lögfræði frá og með haust- önn 2004. Þróun meistaranámsins verður unn- in í samstarfi við atvinnulífið og hags- munaaðila.  Frumgreinadeild er ætluð þeim sem ekki fullnægja inntökuskilyrðum um stúdentspróf og öðrum þeim sem vilja styrkja umsókn sína um nám á Bifröst með eins árs undirbúningi í grunnfögum. Nám í frumgreinadeild er góð leið fyrir þá umsækjendur sem hafa verið frá námi í langan tíma.  Góður árangur krefst góðrar aðstöðu fyr- ir nemendur og fjölskyldur þeirra. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á mikla uppbyggingu í háskólaþorpinu undanfarin misseri. Á Bifröst njóta menn fyrsta flokks aðstöðu til náms, lífs og starfa, nálægðar við fagurt umhverfi og stöðugrar tengingar við umheiminn með full- komnustu tækni sem völ er á. Þessi blanda gerir námið á Bifröst að einstakri lífsreynslu sem býr nemendur undir krefjandi verkefni samtímans. Haustið 2002 munu tæplega 500 manns búa, nema og starfa á Bifröst.  Heimasíða: www.bifrost.is. Senda má fyr- irspurnir á netfangið bifrost@bifrost.is eða heimsækja háskólaþorpið á Bifröst og panta tíma í viðtal hjá stjórnendum háskólans í síma 433 3000. Viðskiptaháskólinn Bifrösti i li i HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK er í Of-anleiti 2, deildirnar eru þrjár. Lagadeild HR: Á undanförnum árum hafa orðið verulegar breytingar á starfs- umhverfi íslenskra lögfræðinga og kalla þessar breytingar á nýjar og markvissar áherslur í laganámi. Við lagadeild HR verður boðið metnaðarfullt og nútímalegt laganám sem miðar að því að útskrifaðir nemendur verði framúr- skarandi lögfræðingar sem geti skipað sér í fremstu röð á sínu sviði. Nám við lagadeild HR skiptist í þriggja ára grunnnám og tveggja ára meistaranám. Innan grunnnámsins verður kennsla í öllum megin- greinum lögfræðinnar og gefst nemendum kostur á að ljúka hluta náms við erlendar menntastofnanir. Í meistaranáminu geta nem- endur valið um þrjú svið:  Alþjóðasvið með áherslu á alþjóðalög og alþjóðaviðskipti.  Viðskiptalögfræðisvið með áherslu á sam- þættar greinar í viðskiptafræði og lögfræði.  Málflutnings- og dómssvið með áherslu á þær greinar lögfræðinnar sem einkum reynir á í störfum lögmanna og dómara.  Viðskiptadeild HR: Nemendur sem út- skrifast úr viðskiptadeild Háskólans í Reykja- vík eiga að vera reiðubúnir að axla þá ábyrgð sem þeim er falin og geta sýnt það frumkvæði sem af þeim er krafist. Þeir eiga ennfremur að gera sér grein fyrir gildi frumkvöðlahugsunar og nýsköpunar í atvinnulífi og skilja þýðingu alþjóðavæðingar fyrir innlent efnahagslíf. Kennsla í viðskiptadeild byggist á fyrir- lestrum og verkefna- og umræðutímum. Áhersla er lögð á haldgóða uppbyggingu þekk- ingar í helstu undirstöðufögum viðskiptafræð- innar og vinnu hagnýtra verkefna í nánum tengslum við íslenskt atvinnulíf. Í lok fyrsta og annars árs vinna nemendur veigamikil hópa- verkefni þar sem innihald námskeiða tengist á raunhæfan hátt.  Tölvunarfræðideild HR: Það er mark- mið tölvunarfræðideildarinnar að fylgjast með nýjungum og endurspegla alþjóðlega tækniþróun með stöðugri endurskoðun á námsefni. Þannig útskrifast nemendur sem kunna til verka og hafa jafnframt trausta fræðilega undirstöðu til að geta stöðugt tileinkað sér nýjungar í greininni. Námið veitir nemendum því menntun sem býr þá jöfnum höndum undir störf og framhaldsnám. Nemendum gefst kostur á að velja á milli tveggja kjörsviða í BS-náminu. Annars veg- ar núverandi nám þar sem lögð er áhersla á notendahugbúnað og hins vegar er nýtt kjör- svið þar sem lögð er áhersla á kerfishug- búnað. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér viðurkenndar og nútímalegar að- ferðir við hugbúnaðarþróun. Séreinkenni námsins eru verkefni, bæði hóp- og ein- staklingsverkefni, og skipulagt verklag við úrvinnslu þeirra.  Háskólanám með vinnu (HMV) er í boði í viðskiptadeild og tölvunarfræðideild og er það sniðið að þörfum einstaklinga sem vilja stunda atvinnu sína samhliða náminu.  Námsstyrkir: 34 nýnemar við Háskól- ann í Reykjavík munu fá námsstyrk í formi niðurfellingar skólagjalda fyrstu önnina.  Aðgangskort: Nemendur í HR fá að- gangskort að skólanum allan sólarhringinn  Námsráðgjöf er alla miðvikudaga kl. 10–11.30 og föstudaga kl. 13–14.30 og fram til 5. júní eru fastir viðtalstímar fyrir ein- staklinga sem vilja fá námsráðgjöf eða kynn- ingu á skólanum.  Tveir umsóknarfrestir fyrir nám vetur- inn 2002–2003: Fyrri umsóknarfresturinn er til 15. apríl og munu þeir sem sækja um fyrir þann tíma fá svar í aprílmánuði. Síðari um- sóknarfresturinn er til 5. júní.  Heimasíða: www.ru.is Háskólinn í Reykjavíkli í j í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.