Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAFNAR eru framkvæmdir við stækkun á Límtrésverksmiðjunni á Flúðum. Um er að ræða rúmlega 600 fermetra stækkun en byggt er við húsið að norðaustanverðu. Að sögn Einars Bjarnasonar verksmiðjustjóra hefur þessi stækk- un verið á döfinni undanfarin ár. Af framkvæmdum hefur þó ekki orðið fyrr, þar sem minni annir eru við framleiðsluna nú en endranær. Um er að ræða stækkun á vinnslusvæð- inu, sérstaklega til að bæta fram- leiðsluskipulag í verksmiðjunni. Ætlunin er að búið verði að reisa húsið nú fyrir páska og það tilbúið fyrir vorið. Verksmiðjuhúsnæðið er nú um 4.000 fermetrar en húsið var stækkað um helming árið 1992. Starfsmenn í verksmiðjunni eru 16. Á undanförnum árum hafa mikil verkefni verið fyrir verksmiðjuna og ber þar hæst að byggð hefur ver- ið önnur límtrésverksmiðja í Portú- gal í eigu fyrirtækisins að meiri- hluta, hún var tilbúin síðastliðið sumar. Menn frá fyrirtækinu sáu um uppbyggingu hennar en sú verksmiðja er heldur stærri en verksmiðjan á Flúðum. Þá hafa starfsmenn farið nokkrum sinnum til Portúgal og unnið við ýmsar byggingar úr límtré. Límtré hf. rekur verksmiðju í Reykholti í Bisk- upstungum en þar eru framleiddar stálsamlokueiningar. Þá á Límtré hf. Vírnet Garðastál hf. í Borgar- nesi og hluta í dótturfyrirtækinu Prepan Íslandi hf. sem er starfrækt í Garðabæ, það fyrirtæki flytur inn stálsamlokueiningar svipaðar og framleiddar eru í Reykholti. Eitt stærsta verkefni fyrirtæk- isins um þessar mundir er við bygg- ingu nýja Orkuveituhússins í Reykjavík en verkefnin eru marg- vísleg, stór og smá. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Unnið við stækkun Límtrésverksmiðjunnar á Flúðum. Límtrés- verksmiðjan á Flúðum stækkuð Hrunamannahreppur Í DAG verður gengið til kosninga um sameiningarmál í Rangárvalla- sýslu, en um er að ræða íbúa í Rangárvallahreppi, Djúpárhreppi, Holta- og Landsveit og Ásahreppi. Um svipað leyti í fyrra var kosið um sameiningu allrar sýslunnar, alls 10 hreppa í eitt sveitarfélag, en sú tillaga var felld. Síðan þá hafa íbúar í austurhluta sýslunnar, í Hvolhreppi, Fljótshlíð, A- og V- Landeyjum og A- og V-Eyjafjalla- Rangárvallasýsla Kosningar í Rangárvallasýslu hreppi, aftur gengið til kosninga og ákveðið að sameinast. Sam- þykkt hefur verið að hið nýja sveitarfélag beri nafnið Rangár- þing eystra. Í vesturhluta sýslunnar búa tæplega 1.600 manns en á kjörskrá eru rúmlega eitt þúsund manns og þarf meirihluti hvers sveitarfélags að samþykkja sameiningartillög- una til þess að hún verði gild. Nánar var fjallað um samein- inguna í frétt í Morgunblaðinu 6. mars sl. Kosið um sameiningu í Dölum                                                ! "      # "     !"   ! #      Í DAG, laugardag, verður kosið um sameiningu þriggja sveitarfélaga, Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Saurbæjarhrepps. Haldnir hafa verið kynningarfundir í öllum sveit- arfélögunum auk þess sem einn sameiginlegur kynningarfundur var haldinn. Sérstök undirbúnings- nefnd vann að undirbúningi sam- einingarinnar og tók saman skýrslu um málið. Árið 1994 sameinuðust sex sveitarfélög í Dalabyggð. Síðan þá hefur Skógarstrandarhreppur sameinast sveitarfélaginu. Í sveitarfélögunum þremur sem nú er kosið um sameiningu í búa samtals 1052 íbúar, 658 í Dala- byggð, 304 í Reykhólahreppi og 90 í Saurbæjarhreppi. Áður hefur verið kosið um sameiningu Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps en þeirri til- lögu var hafnað. Aldrei áður hefur verið kosið um sameiningu Dala- byggðar og Reykhólahrepps, sam- kvæmt upplýsingum Haraldar L. Haraldssonar, sveitarstjóra í Dala- byggð. Kosið verður á þremur stöð- um í Dalabyggð, í stjórnsýsluhús- inu í Búðardal, Árbliki og á Staðarfelli. Í Saurbæjarhreppi er kosið í Tjarnarlundi og í Reykhóla- hreppi fer kosning fram í stjórn- sýsluhúsinu í Bjarkarlundi. Í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og í Bjarkarlundi verða kjörstaðir opn- aðir kl. 10 í dagen á öðrum stöðum verða kjörstaðir opnaðir kl. 12. Kjörstaðir eru allir opnir til kl. 20. „Talning byrjar klukkan 21 og ég geri ráð fyrir að úrslit liggi fyrir um hálf tíu,“ sagði Haraldur. „Við vonumst til þess að góð þátttaka verði í kosningunum svo afgerandi niðurstaða fáist, á hvorn veginn sem hún verður.“ Haraldur segir að til þess að af sameiningu sveitarfélaganna þriggja verði þarf að fást hreinn meirihluti atkvæða fyrir því í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Auðveldari skipulagning og rekstur Ráðstefna á vegum Aðgerðarannsóknafélags Íslands Sjáið hvernig íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa náð árangri með því að nýta sér aðferðir aðgerðarannsókna! Frekari upplýsingar að finna á http://www.hi.is/~birnap/adgerd.htm DAGSKRÁ: 16:15 Setning ráðstefnustjóra og yfirlit Snjólfur Ólafsson, prófessor, Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 16:30 Listin að panta hæfilegt magn á réttum tíma Hugbúnaður og upplýsingar eru til reiðu Sigurður Óli Gestsson, AGR Sjónarhorn notenda Aðalheiður Kristinsdóttir, verkefnisstjóri, verslunar- og þjónustusviði Baugs 17:00 Vaktaskipulagning í þágu viðskiptavina og starfsmanna Hugbúnaður og ráðgjöf Róbert Marinó Sigurðsson, Vaktaskipan Notkun Time Care hugbúnaðarins hjá Sóltúni Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri og hjúkrunarforstjóri Sóltúns KAFFIHLÉ 17:45 Margir bílar - flókin skipulagning við vörudreifingu Öflugur hugbúnaður Haukur Þór Hannesson, AGR Reynsla Mjólkursamsölu Reykjavíkur Leifur Örn Leifsson, sölustjóri hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur 18:15 Umræður og samantekt 18:45 Ráðstefnuslit Tími: Þriðjudagur 19. mars 2002 kl. 16:15-18:45 Staður: Lögberg, stofa 101, Háskóli Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.