Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 66
DAGBÓK 66 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Myrtun og Dellach koma í dag. Bremer Uranus, Selfoss og Dornum fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Aðstoð við skattaframtal sem verður veitt fimmtudag- inn 21. mars skráning í afgreiðslu s. 562 2571. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar hjá Vor- boðum, kór eldri borg- ara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Leikhúsferð á leikritið „Með fulla vasa af grjóti“ fimmtud. 21. mars. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014, kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566 8060 kl. 8– 16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Á mánu- dag púttað í bæjarút- gerð kl. 10–11.30, fé- lagsvist kl. 13.30. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimm- tud. 21. mars kl. 14, vejuleg aðalfundarstörf og kaffiveitingar. Dans- leikur verður föstud. 22. mars kl. 20.30 Caprí- tríóið leikur fyrir dansi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. 21. mars fé- lagsvist á Garðaholti kl. 19.30 á vegum Kven- félags Garðabæjar. Mán. 18. mars kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.05, róleg stóla- leikfimi, kl. 13 gler/ bræðsla, kl. 15.30 tölvu- námskeið. Fótaaðgerða- stofan verður lokuð óákveðinn tíma vegna veikinda. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Heilsa og hamingja fyrirlestrar í dag kl. 13.30 í Ásgarði, Glæsibæ. 1. Minnkandi heyrn hjá öldruðum. 2. Alzheimer-sjúkdómar og minnistap. Sunnud: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud: Brids kl. 13. Þriðjud: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ söng- og gam- anleikinn „Í lífsins ólgu- sjó“ og „Fugl í búri“. Dramatískan gam- anleik. Sýningar: Mið- viku- og föstud. kl. 14 og sunnud. kl. 16. Miða- pantanir í s. 588 2111, 568 8092 og 551 2203. Framtalsaðstoð frá Skattstofu Reykjavíkur verður þriðjud. 19. mars á skrifstofu félagsins, panta þarf tíma. Skrif- stofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf, Í dag myndlistarsýning Braga Þórs Guðjóns- sonar opin frá kl. 13–16. Miðvikud. 20. mars verður veitt aðstoð við skattframtal frá Skatt- stofunni. Fimmtud. 21. mars félagsvist kl. 13 í samstarfi við Hóla- brekkuskóla. stjórnandi Eiríkur Sigfússon, allir velkomnir. Hæðargarður. Ath. sunnudagana 17., 24., og 31. mars er lokað. Vitatorg. Laus pláss eru í fatasaum, körfu- gerð og bútasaums- námskeið. Kvöld- skemmtun verður fimmtudaginn 21. mars kl. 18. Matur, söngur, gleði, gaman. Allir vel- komnir. skráning í s. 561 0300. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópa- vogi alla laugardags- morgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Síðasta opið hús fyrir páska á þriðjudag kl. 11. Leik- fimi, matur, páskavaka, einsöngur, happdrætti, helgistund og fleira. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Félags- fundur í Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi (ekið inn hjá bens- ínstöðinni). Fundarefni: Hver er stefna og við- horf verkalýðshreyfing- arinnar varðandi ör- yrkja. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Há- teigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. ITC á Íslandi 8. og 9. ráðsfundir I. og II. ráðs ITC á Íslandi verða laugard. 16. mars í Rúg- brauðsgerðinni v/ Borgartún Á dagskrá m.a. ráðsfundarstörf, ræðukeppni og fyr- irlestur um hin mismun- andi æviskeið í lífi manns. Fundarsetning kl. 10.30, skráning hefst kl. 9.30. Allir velkomnir. Uppl. á heimasíðu: www.simnet.is./itc. Breiðfirðingafélagið. Góugleðin verður haldin í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 22. Breiðband- ið leikur gömlu og nýju dansana til kl. 3. Félag húsbílaeigenda heldur ferðafund sunnudaginn 17. mars kl. 14 í Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafn- arfirði. Fjölmennið. Skógræktarfélag Kópavogs. Aðalfund- urinn verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs mánud. 18. mars kl. 20. Venjuleg aðalfundar- störf, Alaskaferð: Jó- hann Geir Pétursson segir frá ferð skógrækt- armanna til Alaska í máli og myndum. Minningarkort Minningarkort, Félags eldri borgara, Selfossi. eru afgreidd á skrifstof- unni, Grænumörk 5, miðvikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- unni Íris í Miðgarði. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551- 7193 og Elínu Snorra- dóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553- 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minning- arkort Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555-0104 og hjá Ernu, s. 565-0152. Minningakort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sigur- jónssyni, s. 555-0383 eða 899-1161. Í dag er laugardagur 16. mars, 75. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En ég segi yður, er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður, blessið þá, sem bölva yður og biðjið fyrir þeim, er misþyrma yður. (Lúk. 6, 27.–29.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 vafasöm, 4 urtan, 7 kvabbs, 8 glataði, 9 spil, 11 lesa, 13 elska, 14 sveðja, 15 rámi, 17 geð, 20 ílát, 22 meðulin, 23 sagt ósatt, 24 þvaðra, 25 víður. LÓÐRÉTT: 1 með hornum, 2 örin, 3 tarfur, 4 hníf, 5 kvölin, 6 hafna, 10 dollu, 12 flýtir, 13 muldur, 15 þekur, 16 svefnhöfga, 18 afkvæm- um, 19 vel liðinn, 20 sprota, 21 hestur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gremjuleg, 8 fætur, 9 aldin, 10 jóð, 11 skata, 13 sárið, 15 svaðs, 18 hrönn, 21 ull, 22 gjall, 23 aldur, 24 gamansama. Lóðrétt: 2 rotna, 3 merja, 4 unaðs, 5 endur, 6 ofns, 7 an- ið, 12 tíð, 14 áar, 15 segg, 16 afana, 17 sulla, 18 hlass, 19 öndum, 20 nóra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... ÞAÐ sem blessuð börnin eiga tilað láta út úr sér getur verið Spaugstofunni fyndnara. Vinkona Víkverja hefur verið dugleg við að safna saman dæmum um þá dásam- legu „speki“ sem oltið hefur út úr börnum hennar í gegnum tíðina, mismæli, rangfærslur og stundum einfaldlega aðra og skýrari sýn á hluti sem fyrir hinum fullorðnu virð- ast blátt áfram og hreint ekkert óeðlilegir. Eldra barnið, sonurinn sem nú brátt verður átta ára gamall, hefur t.a.m. farið á hreinum kostum og eft- irfarandi dæmi gefa glögga mynd af því t.d. hvernig börnin skynja og skilja orðin á annan hátt en fullorðn- ir. Einhvern tímann voru gerviblóm orðin að „leyniblómum“ í hans huga. Annað skipti, þegar hann var staddur á Austurvelli, var hann spurður hvort honum þætti ekki gott að vera úti í náttúrunni. Sá stutti var ekki lengi að leiðrétta þessi furðu- legu mismæli: „Þetta er ekki náttúra – þetta er dagúra.“ Sami snáði hefur verið duglegur að stunda sunnudagaskólann, eða að fara í „barnamessu“ eins og það kall- ast víst í dag. Hefur hann drukkið í sig af einskærri samvisku boðskap- inn sem þar er innprentaður í börnin og verið óþreytandi við að miðla hon- um til allra sem til hans heyra. Eitt sinn sat hann í rútu og sönglaði há- stöfum: „B, I, B, L, Í, A, er bókin bókanna ...“ Allt í einu hætti hann söngnum og sagði mjög alvarlegur: „Veistu að Biblían er bókin bók- anna?“ „Nú?“ var svarað. „Já, þar eru allar sögurnar.“ „Eins og hverjar?“ „Allavega Pétur Pan – og ég man ekki fleiri.“ Nýlegt dæmi um skarpskyggni stráksa er þegar hann var á dög- unum að horfa, oft sem áður, á aug- lýsingu Símans þar sem Ingvi Hrafn lýsir yfir mjög ábyggilegur: „118 – eina númerið sem þú þarft að muna.“ Þessi yfirlýsing vakti enga smáhneykslan hjá okkar manni sem hváði og sagði sveiandi: „Huh, 118 eina númerið? Ætli 112 sé nú ekki eina númerið sem þarf að muna!“ Hver er tilbúinn að mótmæla svo augljósri og þarfri ábendingu? LITLA systir hefur síðan öll veriðað koma til eftir að hún fór að gera sig skiljanlega og átti á tímabili til að kalla rúgbrauð „rúmbrauð“ og normalbrauð „ormabrauð“. Nú um daginn kom hún síðan heim úr leikskólanum og sagði undr- andi við mömmu sína: „Veistu mamma, að hann Egill í leikskólan- um mínum heitir líka Agli?“ Já, það er ekkert skrítið að málfræðin okkar rugli þá yngstu stundum í ríminu. Frænka þeirra systkina hefur átt sína spretti. Þegar eldri systir henn- ar, sem heitir Hrund, var í Háskól- anum þá spurði sú stutta hana for- viða hvers vegna í ósköpunum vinkona hennar hún Sibba hefði eig- inlega fengið leyfi til að vera Háskól- anum. Þegar hún var innt eftir því af hverju hún spyrði að því þá svaraði hún: „Af því að nafnið hennar byrjar ekki á H.“ Einhvern tímann söng hún líka með munni sér „ó, Arnór bróðir besti ...“ í fullri alvöru. Hefur þá auðvitað haldið að maður ætti einfaldlega að skipta út nafni í samræmi við það sem við ætti. Jesú hafi þá bara verið bróðir þess sem fyrstur söng lagið. Hárlitur án kemískra efna Í VELVAKANDA mið- vikudaginn 13. mars var fyrirspurn frá lesanda um hvar hægt væri að fá hárlit án kemískra efna. Velvakanda hafa borist upplýsingar um að hárlitir án kemískra efna fáist m.a. í Heilsuhúsinu. Selja þeir Naturtint, sem er 100% náttúrulegur hárlit- ur úr jurtum. Hjá Bio- vörum fást hárlitir frá Logona sem eru hreinir jurtalitir og svo er hægt að fá Aloa Vera Farnatint- hárlit í versluninni Móður- ást, Apóteki Vestmanna- eyja og í Borgarnes- apóteki. Íslenski dansflokkurinn með góða sýningu ÉG skellti mér á sýningu Íslenska dansflokksins, og sá verkin Through Nana’s eyes eftir Itzik Galili og Lore eftir Richard Wher- lock sem flokkurinn sýnir um þessar mundir. Þessi sýning kom mér ansi skemmtilega á óvart svo ekki sé meira sagt, því að í þessari sýningu nær Ís- lenski dansflokkurinn að höfða til mjög breiðs áhorfendahóps. Ballett- sýningar eiga það stund- um til að verða mjög alvar- legar út í gegn en í þessari sýningu tókst að slá á létta strengi og vera fyndin og skemmtileg án þess að það kæmi niður á dansinum. Mér fannst líka gaman að sjá hversu frjálslegt tón- listarvalið var í sýningunni og gerði það hana miklu aðgengilegri þar sem hægt er að tengja sögu- þráðinn við lögin. Þetta er alveg frábær skemmtun sem engin ætti að láta fram hjá sér fara. Nú eru bara tvær sýn- ingar eftir, þ.e. um næstu helgi. Og ég hvet alla til að drífa sig því að enginn ætti að missa af þessari frá- bæru skemmtun. Sigríður. Undarleg gagnrýni ÉG verð að segja að mér finnst undarleg gagnrýnin hjá Guðrúnu á strætóleiðir nr. 14 og 15. Þar segir hún að það taki 25–30 mínútur að komast frá Ártúnsholti í Húsahverfið. Þetta er ekki rétt því samkvæmt nýju leiðabókinni tekur það 16 mínútur að komast frá Ártúni að Keldnaholti með leið 15 og þá er vagn- inn búinn að fara í gegnum allt Húsahverfið. Ég bý uppi við Spöng og ég er mjög ánægð með þessar leiðir. Nú tek ég leið 14 heim til mín og leið 15 út úr hverfinu og er svipaðan tíma á leiðinni og Guðrún ef hún tekur leið 15 heim til sín og leið 14 út úr hverfinu. Eins og leiðakerfið var áður, tók það mig óralang- an tíma að komast frá Spönginni að Ártúni. Ég fagna því mjög þessum breytingum sem gerðar voru á leiðakerfinu. Kveðja, María. Tapað/fundið Lúffur í óskilum LÚFFUR fundust laugar- daginn 9. mars á stoppi- stöð Strætó á Hringbraut við Landspítalann. Upp- lýsingar í síma 551 8699. Stýrissleði týndist FIMMTUDAGINN 28. febr. var stýrissleðinn minn tekinn fyrir utan leikskólann minn, Lækjar- borg. Sleðinn var mjög sérstakur þar sem afi minn sprautaði hann gyllt- an og svartan. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 588 0659. Handklæði merkt Gunnari Óla ÉG er með handklæði sem er merkt Gunnari Óla. Sonur minn kom með þetta handklæði heim en týndi sínu sem á stendur Sigurður Gunnar. Einnig er ásaumað Haukamerki á því. Ef einhver kannast við annað hvort handklæð- ið þá vinsamlega hringdið í síma 565 1943 eða 692 6784. Sigurbjörg. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG, undirrituð, bið um upplýsingar um hrossa- borgir. Í Lesbók Mbl. 20. júní 1952 birtist grein eftir Árna Óla sem hét Fjárborgin mikla í Strandarheiði. Þar lýsir Árni Staðarborg í Kálfa- tjarnarlandi sem friðlýst var árið 1951 og segir m.a.: „Hún er svo miklu stærri en aðrar fjár- borgir, að henni svipar helst til hrossaborg- anna, sem fyrrum voru í Eyjafirði og Skagafirði.“ Ég hef reynt að afla mér upplýsinga um hrossaborgir í fyrr- nefndum sveitum en ekkert orðið ágengt. Þeir sem geta bent mér á hrossaborgir og eða heimildir um slíkar borgir vinsamlegast haf- ið samband. Sesselja Guðmundsdóttir Urðarholti 5 270 Mosfellsbær s. 566 8786 netf.: sesselja@strik.is Um hrossaborgir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.