Morgunblaðið - 16.03.2002, Page 47
MÚSÍKTILRAUNIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 47
ANNAÐ tilraunakvöld Músíktilrana var
mikið rokkkvöld, sérstaklega framan af.
Merkilegt verður þó að teljast að enginn
harðkjarni var í boði, eins vinsæll og hann
hefur verið undanfarið, en hugsanlega eru
menn að færa sig inn í hefðbundnari tónlist
aftur, sem kallar ekki á sömu fimi og ein-
beitingu.
Lack of Trust
Lack of Trust félagar byrjuðu tilrauna-
kvöldið með miklum hamagangi, sérstaklega
trymbillinn, en óneitanlega spillti það fyrir
að ekkert heyrðist í gítar framan af og
reyndar lítið öll lögin þrjú sem sveitin lék.
Annað lag sveitarinnar var best, stutt og
hnitmiðað, en önnur liðu fyrir skort á sam-
æfingu.
Down to Earth
Down to Earth keyrði ekki af minni krafti
en var talsvert þéttari. Þeir fluttu fyrsta lag
sitt af miklu öryggi og sérstaklega var eftir
því tekið hve söngvarinn var líflegur á sviði;
það geislaði af honum krafturinn. Trymbill-
inn er líka efnilegur.
Fake Disorder
Rokksveitin Fake Disorder hefur tekið
miklum framförum frá síðustu tilraunum,
sérstaklega var trymbillinn drífandi og hug-
myndaríkur. Nýja lagið var best, en síðasta
lagið var ekki að virka eins vel; það var ekk-
ert pláss fyrir sönginn í því.
Natar
Natar-liðar eiga talsvert í land með að
verða gott rokkband, en í lögunum eru
ágætar hugmyndir, laglínur sem hljóma
myndu betur ef þeir félagar ná betri tökum
á því sem þeir eru að gera.
Tannlæknar andskotans
Eina rappsveitin í þessum Músíktilraun-
um, hingað til að minnsta kosti, var Sauð-
krækingasveitin Tannlæknar andskotans.
Þeir félagar voru með undirspil af diski,
mjög einfaldan og hráan takt, en í inngangi
tveggja laganna hljómuðu ágæt stef. Þeir
stóðu sig vel í rappinu og textarnir voru
prýðilegir, en það er ankannanlegt að sjá
rappara lesa texann af blaði eins og var í
fyrsta laginu, sem var víst reyndar alveg
nýtt.
Tími
Ágæt hugsun var í ýmsu sem Hjörtur Sig-
urðsson, sem kallar sig Tíma, lék fyrir við-
stadda. Hann var að vinna skemmtilega með
hljóð en lögin voru frekar smámyndasöfn en
heilsteypt verk. Það vantaði í þau átök og
ólgu sem gefið hefði þeim meira líf.
Búdrýgindi
Búdrýgindafélagar voru öruggir með sig
og höfðu svo sem efni á því, það var ljóst frá
fyrstu hljómum að þeir voru vel undir til-
raunirnar búnir. Fyrsta lagið var reyndar
full einfalt, en það var vel spilað, og annað
lagið var hreint fyrirtak. Best var þó játning
spilafíkilsins, kraftmikil og grípandi.
Threego
Threego lék áferðarfallega tónlist, lög sem
liðu áfram eins og kvikmyndatónlist. Þau
voru vel unnin en oft vantaði eitthvað til að
lyfta þeim, hugsanlega tilfinningaþrungið at-
riði úr kvikmynd. Einna mest líf var í öðru
laginu sem þó eins og fjaraði út, en mest líf
var þó í Threego sjálfum, Eyþóri Páli Ey-
þórssyni, sem fær plús fyrir fagmannlega
sviðsframkomu og breakdans.
Kitty-Genzic
Kvartettinn Kitty-Genzic fór þunglama-
lega af stað í stirðu lagi, en hrökk í gang í
öðru lagi sínu, prýðis rokklagi. Þriðja lag
þeirra félaga var skemmtilega pönkað.
Whool
Whool var vel þétt og lögin býsna vel sam-
in popplög. Söngvari sveitarinnar var góður
þegar hann gaf í, en fór miður að syngja á
lágu nótunum. Þegar heyrðist í hljómborðs-
leikara sveitarinnar gerði hann mikið fyrir
lögin, sérstaklega í þirðja laginu. Þeir eiga
erindi inn á poppmarkaðinn.
Búdrýgindi sigruðu naumlega úr sal en
dómnefnd tilraunanna kaus áfram tvær
hljómsveitir að þessu sinni, Tannlækna and-
skotans og Fake Disordeer.
Tími Whool
Kitty-Genzic
Mikið rokkkvöld
Tónlist
MÚSÍKTILRAUNIR
Annað tilraunakvöld Músíktilrauna, hljóm-
sveitakeppni Tónabæjar. Þátt tóku Lack of Trust,
Fake Disorder, Down to Earth, Tími, Whool, Natar,
Kitty-Genzic, Threego, Búdrýgindi, Tannlæknar and-
skotans. Áhorfendur um 300. Haldið í Tónabæ
fimmtudaginn 14. mars.
Tónabær
Árni Matthíasson
Down to Earth
Lack of Trust
Morgunblaðið/Björg SveinsdóttirNatar
Threego