Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í Morgunblaðinu í gær skýrði ég í stuttu máli, hvernig fjar- vinnsla hefur verið unnin á vegum Alþing- is. Það sem síðast hef- ur gerst í þeim efnum er, að samið hefur ver- ið við fyrirtækið Óley, sem starfar í Ólafsfirði og í Hrísey, um skönn- un Alþingistíðinda frá endurreisn Alþingis 1845 til ársins 1990. Þessi ákvörðun hefur vakið umræður í fjöl- miðlum, sem óhjá- kvæmilegt er að bregðast við. Flestum er kunnugt, að það var mikið áfall fyrir Ólafsfirðinga og Hríseyinga þegar stærstu fisk- vinnslufyrirtækin á stöðunum hættu starfsemi í desember árið 1999 og í febrúar árið 2000. Mér þótti vænt um, að Lúðvík Bergvinsson skyldi rifja það upp í fyrirspurnartíma á Alþingi sl. miðvikudag að ég lýsti því yfir 6. mars árið 2000 að það væri unnið að því að flytja verkefni til Ólafsfjarðar. Það staðfestir, að sú ákvörðun fór ekki leynt. Og raunar hef ég þrásinnis legið undir ámæli í sölum Alþingis fyrir að hafa ekki verið snarari í snúningum, en skönnun Alþingistíðinda þurfti að undirbúa vel og auðvitað þurfti fjár- veitingu til verksins. En síðan bætti Lúðvík við af smekkvísi sinni: „Lík- lega er veruleikinn sá, að Stöðfirð- ingar þurfa að líða fyrir það.“ Til- gangurinn er sýnilega sá, að reyna að fá Stöðfirðinga gegn mér, en hann gáir ekki að því að um leið slettir hann í Ólafsfirðinga og Hrís- eyinga og veikir traust á sér og Samfylkingunni í þeim byggðum. Auðvitað verða þau verk, sem unnin eru á Ólafsfirði, ekki unnin annars staðar. Og rétt er fyrir Lúðvík að hafa í huga, að í janúar voru 10 at- vinnulausir í Hrísey og 59 í Ólafs- firði, en enginn í Stöðvarfirði. Því hefur verið haldið fram, að ekki hafi borist formleg beiðni frá Ólafsfirðingum um samvinnu við Al- þingi um skönnun Alþingistíðinda, af því að slík beiðni hafi ekki borist með bréfi. Slíkur málflutningur nær auðvitað ekki nokkurri átt. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar í Ólafsfirði hafa þrásinnis leitað eftir slíkum verkefnum á opinberum fundum, á formlegum fundum með þingmönnum kjördæmisins og í einkasamtölum. Jafnframt hafa stjórnarmenn og starfsmenn fyrst Íslenskrar miðlunar og síðan fyr- irtækisins Óley átt viðræður við mig og starfsmenn Alþingis um þetta mál. Það hefur heldur ekki farið leynt eins og sést á ummælum Lúðvíks Bergvinssonar, sem ég áður vitnaði til. Og mér er spurn: Er ástæða til að gera lítið úr viðleitni og ég vil segja baráttu Ólafsfirðinga og Hrís- eyinga fyrir því að skapa ný störf í þessum sveitarfélög- um? Ætli þeir telji ekki, að þau skilaboð, sem alþingismenn fengu á almennum borgarafundum á þess- um stöðum báðum, séu virði eins sendibréfs þó þau séu fleiri. Því hefur verið hald- ið fram, að hugmyndin um skönnun Alþingis- tíðinda sé komin frá Stöðvarfirði, sem er ekki rétt. Sú hugmynd hafði komið fram og farið var að vinna að henni áður en ég var kjörinn forseti Alþingis vorið 1999. En auðvitað er það ekki kjarni máls- ins, heldur hitt að Stöðfirðingar ósk- uðu eftir samstarfi við Alþingi um verkefni, sem þeir gætu tekið að sér í fjarvinnslu. Þannig á að nálgast þessa umræðu og vinna úr henni. Mér þykir leiðinlegt að Aðalheið- ur Birgisdóttir framkvæmdastjóri SMS-Samskipta skuli líta svo á, að það beri vott um skeytingarleysi af minni hálfu, að henni hefur ekki borist formlegt svar við bréfum. Fyrsta bréf hennar frá 30. okt. 2000 var til forsætisnefndar og lagt fyrir fund hennar 13. nóvember, þar sem samþykkt var að biðja um minn- isblað um fjarvinnslu á vegum Al- þingis, þar sem m.a. skyldi metið, hvort heppilegt væri að fjölga fjar- vinnsluverkefnum. Ég átti síðan fund með Aðalheiði og sveitarstjóra Stöðvarhrepps í lok janúar, þar sem ég skýrði stöðu mála, eins og fram kemur í bréfi Aðalheiðar til mín viku síðar til staðfestingar á því sem okkur hafði farið á milli og kallaði það að sjálfsögðu ekki á svar. Að- alheiður vitnaði síðan til þessa form- lega fundar okkar í bréfi til mín í lok október sl. Ég svaraði þessu stutt- lega með handskrifuðu bréfi, sem var formlegt á sinn hátt og vonandi ekki óelskulegt. Enn skýrir Aðal- heiður frá því og nú í Morgun- blaðinu, að ég hafi haldið opinberan fund í Stöðvarfirði í janúar eða febr- úar, en getur þess ekki, að ég átti fund með henni í fyrirtæki hennar. Þar skýrði ég henni frá því, að ég væri að vinna að því í samræmi við bókun í forsætisnefnd að eitt starf við símsvörun fyrir Alþingi yrði flutt til Stöðvarfjarðar, en skönnun Al- þingistíðinda yrði í Ólafsfirði. Ekki minnist ég þess, að því hafi verið illa tekið. Í þessu sambandi er líka rétt að athuga, að fyrir Stöðfirðinga er meira gagn í því, að í málum þeirra sé unnið en að austur þangað séu send bréf til þess að víkja málinu frá sér. En sú skilst mér að hafi verið reynslan. Fjölmörgum hafi verið skrifað og frá fjölmörgum hafi bor- ist formlegt svar, sem ekkert kom út úr. Til að skýra þessi mál boðuðum við Arnbjörg Sveinsdóttir alþingis- maður til fundar á Stöðvarfirði sl. þriðjudag. Hann var fjölsóttur. Mér þótti góður andi á fundinum, enda gafst þar tækifæri til að eyða mis- skilningi og skiptast á skoðunum. Eftir fundinn áttum við Aðalheiður og Ævar Ármannsson ágætt spjall, þar sem við fórum yfir málin og þá erfiðu stöðu sem SMS-Samskipti eru í. Ekki gat ég annað fundið en að öllum misskilningi okkar á milli hefði verið eytt. Að síðustu er nauðsynlegt að taka fram, að það er ekki vandalaust að velja fjarvinnslu stað, af því að það er mikill styrkur litlu fyrirtæki að eiga samvinnu við Alþingi eða op- inbera stofnun um slík verkefni. Og hörmulegt er það auðvitað, ef flutn- ingur starfa út á land vekur úlfúð og verður til leiðinda öllum þeim, sem að því standa. Þetta vil ég taka fram vegna undarlegra orða hjá föstum pistlahöfundi Ríkisútvarpsins á þriðjudagskvöld, en hans sagði m.a.: „Og sögulokin heyrðum við í frétt- um síðustu viku, góðir hlustendur, sem sagt að forseti Alþingis hefur ákveðið að fara með hugmynd Stöð- firðinga norður í Ólafsfjörð, þar sem verkið skal unnið. Það kemur því örugglega ekkert við að í Ólafsfirði eru kosningar á næsta leiti eins og annars staðar og að þar þurfa sjálf- stæðismenn í meirihluta á allri mögulegri hjálp að halda. En þegar Stöðfirðingar voga sér að kvarta undan þessari framkomu forseta Al- þingis þá er nú gefið hressilega í skyn að þeir sem eru með uppsteyt eigi nú ekki von á góðu frá þeim sem valdið hafa.“ Enn segir pistlahöf- undur Ríkisútvarpsins í þessum þætti: „En það er þó ekki aðalatriðið heldur framkoma og yfirgengilegur dónaskapur stjórnmálamanna af tegundinni Halldór Blöndal gagn- vart fólki í þessu landi.“ Enn segir pistlahöfundur: „Á mannamáli heitir þetta, góðir hlustendur, mútur, hót- anir og jafnvel fjárkúgun en þetta er einmitt sú tegund af byggða- stefnu sem Kristinn, Halldór Blön- dal og fleiri hafa praktíserað und- anfarna áratugi.“ Það er ástæðu- laust að tína fleira upp úr þessum sarpi Ríkisútvarpsins, en auðvitað skýra fréttir og fréttaskýringaþætt- ir þau vinnubrögð sem fjölmiðlar hafa. Og hlýt ég þó að taka fram, að ég hygg að þessi pistill sé einstakur og alls ekki dæmigerður fyrir vinnu- brögð Ríkisútvarpsins. SKÖNNUN ALÞINGISTÍÐ- INDA Á ÓLAFSFIRÐI Halldór Blöndal Er ástæða til að gera lít- ið úr viðleitni Ólafsfirð- inga og Hríseyinga til þess, segir Halldór Blöndal, að skapa ný störf í þessum sveitar- félögum? Höfundur er 1. þingmaður Norður- landskjördæmis eystra. Í TILEFNI af um- ræðu, sem orðið hefur um aukningu eigna og skulda hjá Reykja- víkurborg á síðasta kjörtímabili, fól ég fjármáladeild borgar- innar að fara yfir mál- ið og greina þróunina úr fjárhagsáætlun og ársreikningum borg- arinnar. Það er al- kunna að hægt er að framreikna verðlag með mismunandi hætti. Til að koma í veg fyrir að umræða um málin valdi rugl- ingi meðal borgarbúa vil ég setja fram forsendur að um- fjöllun um þessi efni, sem ég von- ast til þess að sátt geti orðið um í umræðum um eignir og skuldir Reykjavíkurborgar. Í eftirfarandi tölum er miðað við verðlag í árslok 2001 bæði varð- andi eignir og skuldir. Frá árs- lokum 1998 til ársloka 2002 hækka skuldir Reykjavíkur- borgar, þ.e. fyrir- tækja borgarinnar og borgarsjóðs, um 12.597 mkr. Á föstu verðlagi nemur skuldaaukningin 8,6 mkr. á dag. Eignaaukning í ársreikningi felur í sér ýmsar reiknaðar stærðir, svo sem af- skriftir og endurmat fastafjármuna. Þar við bætist að endur- mat fasteigna hjá borgarsjóði og fyrir- tækjum almennt, þ.m.t. fyrirtækjum borgarinnar, er með ólíkum hætti. Þess vegna er valin sú leið að gera grein fyrir fjárfestingum Reykjavíkurborgar á þessu ára- bili. Fjárfestingar Reykjavíkur- borgar á þessu tímabili miðað við árslokaverðlag 2001 eru samtals 41.127 mkr. eða sem nemur 28,2 mkr. á dag. Ég tel mikilvægt að koma ofan- greindri greiningu á framfæri, þar sem tölur hafa verið nokkuð á reiki. Sjálf hef ég nefnt töluna 37 mkr. um aukningu eigna borgar- innar á dag og byggði þar á grein- ingu sérfræðinga en skoðun fjár- máladeildar leiddi ofangreint í ljós. Niðurstaðan er með öðrum orðum sú að fjárfestingar borg- arinnar hafa verið rúmlega þrefalt meiri en skuldaaukningin á um- ræddu tímabili. Aukning eigna og skulda hjá Reykjavík- urborg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er borgarstjóri. Borgarfjármál Ég tel mikilvægt að koma þessari greiningu á framfæri, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þar sem tölur hafa verið nokkuð á reiki. SKOÐUN Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Til þjónustu reiðubúnir! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.