Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 51 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Afgreiðslustarf Starfsmaður óskast í afgreiðslu eftir hádegi virka daga. Upplýsingar í síma 698 9542. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Verkstjórafélags Reykjavíkur 2002 verður haldinn í dag, laugardaginn 16. mars 2002, í Hvammi á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, og hefst fundurinn kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Stjórn Verkstjórafélags Reykjavíkur. Aðalfundur Þróunarfélags miðborgarinnar verður haldinn í Kornhlöðunni við Banka- stræti þriðjudaginn 26. mars kl. 18.15. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Aðrir dagskrárliðir nánar auglýstir síðar. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins skulu berast skrifstofu félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Þróunarfélag miðborgarinnar, Laugavegi 51. HÚSNÆÐI ÓSKAST Hellissandur — Rif — Ólafsvík — húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum eða leigu á einbýlishúsi eða parhúsi á Hellissandi, Rifi eða í Ólafsvík, u.þ.b. 170—200 ferm. að stærð að meðtöldum bílskúr. Tilboð, er greini staðsetningu, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist fjármála- ráðuneytinu, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 26. mars nk. Fjármálaráðuneytið, 14. mars 2002. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hólmur 2, þingl. eig. Sigursveinn Guðjónsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga, Jeppasmiðjan ehf., Lánasjóður landbúnaðarins og Sparisjóður Hornafjarðar/nágr., föstudaginn 22. mars 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Höfn, 14. mars 2002. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Blöndubakki, Norður-Héraði, þingl. eig. Gestur Jens Hallgrímsson, gerðarbeiðandi Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík, miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 14.00. Fagrihjalli 17, Vopnafirði, þingl eig. Kristín Steingrímsdóttir, gerðar- beiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 14.00. Torfastaðaskóli, 3.71 ha lóð og skólahús úr landi Torfast., Vopnafirði, þingl. eig. Sigurður Steindór Pálsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafé- lag Íslands hf., miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 15. mars 2002. TIL SÖLU Lagerútsala Laugardaginn 16. mars 2002 verðum við með lagerútsölu frá kl. 13.00 til kl. 16.00 síðdegis. Seld verða leikföng í úrvali, bílar, dúkkur, gæsaveiðitækið vinsæla, tölvustýrðir jeppar og fjórhjól, boltar, o.fl. o.fl. Einnig nokkuð af ódýrum kaffivélum, brauðristum, safapressum og handþeyturum. Herðatré plast og tré, fægi- skóflur, plastborðdúkar, servíettur, plasthnífap- ör. VEIÐARFÆRI, hjól, stangir, spúnar, túbu- Vise o.fl. Ódýrar vöðlur í stærðunum 41-43, hagstætt verð. Ódýrir verkfærakassar. Eldhús- vogir, baðvogir, hitakönnur og bakkar fyrir örbylgjuofna. Vagn á hjólum með þremur hill- um, tilvalinn á lager, í mötuneyti o.fl. Trilla fyrir lager. Einnig lítið notuð iðnaðarryksuga á hag- stæðu verði. Lítið við, því nú er tækifæri til þess að gera góð kaup. Allt á að seljast. Kredit- og debetkorta- þjónusta. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. ÞJÓNUSTA Fjárfestar Viltu njóta frítímans í lúxusfasteignum víðs vegar um Evróðu og í Bandaríkjunum? Upplýsingar á hpb.co.is eða netfang: hpb@hpb.co.is. TILKYNNINGAR Handverksfólk athugið! Handverksmarkaður verður á Garða- torgi í dag, laugardaginn 16. mars. Opnum kl. 10. Allir velkomnir. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Samkoma á Holtavegi 28 kl. 20.30. Hvernig hressingu má bjóða þér? Samkoma í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Þráinn Halldórsson hefur upphafsorð. Alinn upp á heimili seiðmanns - viðtal við Estiphanos Berisha. Skemmti- atriði og söngur. Krist- ín Bjarna- dóttir talar. KSS-ingar hafa sjoppuna sína opna eftir sam- komuna. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Námskeið fyrir fyrirbiðjendur. Aníta Björk frá Arken-biblíuskól- anum stýrir námskeiðinu. Mark- mið þess er að fá kennslu og þjálfun í að flæða í smurningu Heilags anda í fyrirbæn. Námskeiðið hefst kl. 10.00 og lýkur um kl. 16.00. Matarhlé er milli kl. 12.00 og 13.00. Sunnudagur 17. mars: Vífils- staðarhlíð—Kaldársel. Brott- för frá BSÍ kl 10.30. Fararstjóri Eiríkur Þormóðsson. Verð kr. 1.000/1.200. Þriðjudagur 17. mars. kl. 20.00: Félagsvist fyrir félaga í Ferða- félagi Íslands og gesti þeirra, í Risinu, Mörkinni 6. Verðlaun, kaffi og kökur. Munið félagsskír- teinin. Í næstu viku verður haldið þriggja daga námskeið í rötun, skráið ykkur tímanlega. 17. mars Blikdalur Gengið um Blikdal sem gengur inn í vestanverða Esjuna. Brott- för kl. 10.30 frá BSÍ. Verð kr. 1.500 fyrir félaga/kr. 1.700 fyrir aðra. Fararstjóri: Margrét Björnsdóttir. 20. mars Aðalfundur Útivistar Aðalfundur Útivistar verður haldinn miðvikudaginn 20. mars kl. 20.00 í Versölum, Hallveigar- stíg 1. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Páskaferðir — skráningar eru hafnar (sjá nánar á www.utivist.is) 27. mars – 1. apríl Strútsstígur – Básar (6 dagar) Gönguskíðaferð. Brottför kl. 19.00 frá BSÍ. Verð kr. 18.900 fyr- ir félaga/kr. 21.700 fyrir aðra. Fararstjóri: Marrit Meintema 28. – 31. mars Langjökull – Hveravellir – Kjölur (4 dagar) Ferjað á jeppum yfir Langjökul til Hveravalla. Gengið þaðan á skíðum suður Bláfellsháls. Brottför kl. 8.00 frá BSÍ. Verð kr. 23.600 fyrir félaga/25.900 fyrir aðra. Fararstj.: Sylvía Kristjánsdóttir. 30. mars – 1. apríl. Páskar í Básum Sígild páskaferð í Bása. Njóttu páskana í stórkostlegu um- hverfi. Brottför kl. 8:00 frá BSÍ. Verð kr. 8.200 fyrir félaga/9.400 fyrir aðra. Hálft gjald fyrir 7—16 ára. 28.- 30. mars. Hólaskógur – Bækistöðva- ferð (jeppadeild) Fyrir minnia breytta bíla. Ekið í Landmannalaugar, Bjarnalækj- arbotna o.fl. Verð kr. 6.400 fyrir félaga/7.300 fyrir aðra. 28. – 31. mars. Vatnajökull og nágrenni (jeppadeild) Fyrir breytta bíla. Gist í Jökul- heimum og Sveinstindi. Verð kr. 7.200 fyrir félaga/8.200 fyrir aðra. Látinn er í hárri elli Böðvar föðurbróðir minn á Syðra-Seli og langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Hann var næstyngstur tólf systkina frá Sólheimum og það síðasta sem kveður þessa jarðvist. Fjölskyldan á Sólheimum varð fyrir þungu áfalli þegar móðirin og ein systranna dóu úr spönsku veik- inni 1918. Yngsta barnið var þá að- BÖÐVAR GUÐMUNDSSON ✝ Böðvar Guð-mundsson fædd- ist á Sólheimum í Hrunamannahreppi í Árnessýslu 24. júní 1911. Hann lést á Ljósheimum á Sel- fossi 26. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Hrunakirkju 9. mars. eins fimm ára. En það var huggun harmi gegn að til þeirra kom góð kona, Margrét Erlendsdóttir, sem gekk systkinunum í móður stað og litum við krakkarnir á Seli alltaf á hana sem ömmu okkar. Ekki er hægt að minnast Böðvars án þess að pabba sé getið um leið, svo samrýnd- ir sem þeir voru. Árið 1933 keyptu þeir bræður, Gestur pabbi minn og Böðvar, Syðra-Sel og bjuggu þar saman með fjölskyldur sínar í rúm þrjátíu ár. Fyrstu fjór- tán árin í gamla bænum á Seli, þar sem húsakynni voru fremur þröng fyrir tvær fjölskyldur og m.a. sam- eiginlegt eldhús. En samkomulag húsfreyjanna, Fjólu og Ásu Maríu mömmu minnar, var einstakt ekki síður en þeirra bræðra og allt blessaðist þetta vel með allan þennan krakkaskara og gamla fólkið, Guðmund afa og Margréti eða Gauku eins og við krakkarnir kölluðum hana. Árið 1947 var svo flutt í nýtt hús þar sem hvor fjölskylda var með sína íbúð. Böðvar var hörkuduglegur til allra verka og bóndi af guðs náð, fjárglöggur með afbrigðum, kapp- samur heyskaparmaður og natinn við skepnur. Margar minningar koma upp í hugann frá æskuárunum. Fyrir fjárskiptin árið 1952 var venjulega búið að sleppa fénu fram á Mýri fyrir sauðburð. Þegar burð- urinn var hafinn lagði Böðvar á Brún sinn tvisvar til þrisvar á dag til að gæta að lambfénu og fékk ég oft að fara með á þægum hesti, oft- ast Nös eða Stjarna. Man ég vel hve ærnar voru rólegar þegar hann gekk innan um þær í hag- anum. Á þessum árum þurfti að fara með mjólkina á hestvagni yfir á Mela og þá þurfti að fara yfir Litlu-Laxá óbrúaða, en hún gat orðið erfið yfirferðar á veturna og í leysingum á vorin. Var Böðvar þá manna duglegastur í slíkum ferð- um, sem gátu tekið langan tíma. Margar ferðir áttu þeir bræður saman inn á afrétt, í tófuleit á vor- in, reka á fjall að loknum rúningi og síðan fjallferðir á haustin. Voru þeir alltaf jafnheillaðir af slíkum ferðum. Ef tími gafst á veturna gripu þeir bræður oft í spil og var þá gjarna spilað bridge. Komu þá stundum bændur af öðrum bæjum og minnist ég helst Kristófers á Grafarbakka og Daníels á Efra- Seli. Einnig tefldu þeir bræður nokkuð og voru snjallir skákmenn. Árið 1964 hættu foreldrar mínir búskap á Syðra-Seli og fluttu að Vinaminni á Flúðum. Var gagn- kvæmur söknuður við þann að- skilnað enda höfðu þeir bræður bú- ið undir sama þaki fram að því og varla byrjað á nýju verki í bú- skapnum án þess að þeir ráðfærðu sig hvor við annan. Síðustu árin dvaldi Böðvar á Ljósheimum á Selfossi, þá mjög farinn að heilsu. Ég heimsótti Böðvar frænda minn síðast fyrir fáum árum á Ljósheimum og fagnaði hann mér vel og sagði: „Ertu nú komin til mín, elskan mín.“ Ekki spjölluðum við mikið saman, en ég hélt í hlýja hönd hans og lagði ylinn frá honum til mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Fjólu og fjölskyldunni allri sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Marta Gestsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.