Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 59 vinnustaðar landsins, er í raun dag- legt undrunarefni gesta háskólans. Gjafaverkin skipta hundruðum og á níræðisafmæli sínu, sumarið 1999, treysti Sverrir tengsl listasafnsins við rannsóknir og fræðimennsku með því að stofna og fjármagna rannsóknarsjóð fyrir íslenska mynd- list, styrktarsjóð Listasafns Háskóla Íslands. Þótt Sverrir hafi hlotið sína list- rænu skólun, eins og hann kaus að orða það, í gegnum abstraktmál- verkið, ekki síst með kynnum af heimilisvininum Þorvaldi Skúlasyni, þá var ekkert form, engin aðferða- fræði í samtímalist svo framandi eða djörf að ekki megnaði að vekja já- kvæðan áhuga hans. Hann fylgdist vel með nýlundu bæði í bókmennt- um og myndlist, skeggræddi ný ís- lensk skáldverk og keypti mynd- verk fram á síðustu sýningu sem hann sótti. Nálgun hans á listum var í senn rökræn og tilfinningabundin, ég hygg að fyrir Sverri hafi aðall góðs sköpunarverks legið í skapandi þrótti, fágun og einlægni, allt eig- inleikar sem áttu sér samhljóm í lund hans sjálfs. Í blaðaviðtali ekki alls fyrir löngu ljóstraði þessi mikli listunnandi því upp að myndlistin hefði þó ekki verið aðalástríða sín í lífinu, heldur einungis áhugamál númer tvö, aðaláhugamálið væri skógræktin. Sverrir Sigurðsson var glæsileg- ur maður, mörgum þótti sem hann kallaði fremur fram í hugann mynd af evrópskum aðalsmanni en borg- firskum sveitadreng. Hann var veiðimaður, um það vitnuðu upp- stoppaðir fuglar og önnur dýr í um- talsverðum mæli á heimili hans. Sverrir lagði talsvert á sig til að eignast þau verk sem hann hafði áhuga á, hann hafði að sama skapi gaman af góðum myndveiðisögum, hvernig hann hefði næstum misst gott verk og hvernig hann hefði á endanum náð því aftur. Slík er hin göfuga kúnst safnarans. Sverrir tjaldaði þó aldrei listinni í of miklu magni, þeim mun oftar skipti hann um uppsetningar og naut þess að ræða verkin eins og þau væru ný hverju sinni, ekki síst hug Ingi- bjargar til einstakra verka. Sverrir Sigurðsson var kominn yf- ir nírætt en varð þó aldrei gamall maður í anda og hugsun. Hann var framkvæmdamaður í þess orðs bestu merkingu, sá sem hrinti hugmynd- um í framkvæmd og hafði metnað og framsýni til að láta drauma rætast. Með virðingu og þakklæti. Fyrir hönd Listasafns Háskóla Ís- lands, Auður Ólafsdóttir. ,,Héraðsbrest“ nefnir maður ekki af litlu tilefni, en sannarlega eru efni til þess nú þegar Sverrir Sigurðsson, fyrrum forstjóri Sjóklæðagerðarinn- ar, fagurkeri og mannvinur, hefur kvatt þennan heim, í hárri elli og saddur lífdaga. Við fráfall hans hafa orðið fleiri en ein tímamót í íslensku menningarlífi. Til dæmis var Sverrir einn af síðustu tengiliðum við þann hóp myndlistarmanna sem kenndur hefur verið við septembermánuð. Um leið var hann stórtækari, vand- látari og veitulli safnari myndlistar en dæmi eru um í íslensku menning- arlífi. Sverrir leit hvorki á myndlist sem fjárfestingu né ávísun á mann- virðingar. Hún var honum ástríða. Hann taldi sig einfaldlega hafa svo gott af návistinni við góðar myndir að hann gat ekki hætt að kaupa þær; þannig varð hann smám saman öfl- ugasti bakhjarl nokkurra helstu myndlistarmanna okkar. Þar munaði mest um vináttusamband þeirra Þorvalds Skúlasonar, einstakt í menningarsögu okkar. Jafnvel mætti halda því fram að það hafi ekki síst verið fyrir liðveislu Sverris að myndlist Þorvalds og félaga hans öðlaðist hljómgrunn meðal þjóðar- innar. Á móti þakkaði Sverrir æv- inlega Þorvaldi fyrir að hafa snúið sér, harðsvíruðum iðnrekandanum, til trúar á siðbætandi áhrif jafnvel ströngustu abstraktlistar. Svo mikil var þessi trú Sverris að hann þreyttist ekki á að lána eða gefa verkin sem hann keypti þangað sem hann vissi af móttækilegum mannsöfnuði: til listasafna, á bóka- söfn, á heilsugæslur, í menntastofn- anir. Á sjötta áratugnum keypti Sverrir til landsins verk eftir nokkra forkólfa franskrar abstraktlistar til að gefa fjársveltu Listasafni Íslands. Og svo brýnt þótti honum að fá æðstu menntastofnun þjóðarinnar, Háskóla Íslands, til að taka íslenska myndlist alvarlega, að hann gaf skól- anum hundruð myndverka og ánafnaði honum fjölda verka til við- bótar. Að ógleymdri stórri fjárhæð sem hann gaf háskólasamfélaginu á 90 ára afmæli sínu, til að greiða fyrir rannsóknum á íslenskri myndlist. Þetta var nokkurs konar land- græðsla, ekki óskyld þeirri sem hann stundaði í kringum sumarbústað sinn við Hafravatn. Það var eiginlega varasamt að láta hrífast af myndlist í kompaníi við Sverri, því í framhaldinu gat maður átt von á sendibíl utan af Sel- tjarnarnesi með listaverkabók eða mynd, kannski heilt olíumálverk. Og engin leið að afþakka gjöf eða launa greiða, nema særa hinn einlæga höfðingja. Með fyrirheitum um sam- eiginlegar bragðprófanir mátti þó fá hann til að taka við flösku af góðu maltviskíi. Sverrir Sigurðsson var þegar sestur í helgan stein þegar ég kynnt- ist honum og Ingibjörgu Guðmunds- dóttur, konu hans, fyrir sosum tveimur áratugum. Þá var hann fyrir löngu orðinn goðsögn meðal eldri myndlistarmanna, en nánast óþekkt- ur meðal almennings. Og sem ég rita þessar línur verð ég þess áskynja að hann hefur sniðgengið helstu ævi- skrár, ættfræðibækur og uppfletti- rit. Rétt eins og hann gerði ráðstaf- anir til að tryggja að hann fengi að hverfa úr þessum heimi án þess að eftir yrði tekið. Um sitt fyrra líf hjá Sjóklæða- gerðinni vildi Sverrir sjaldnast ræða, en iðnsagan segir mér að ára- tugum saman hafi þetta merka fyr- irtæki gallað upp þorra íslenskra sjómanna. Gamall samstarfsmaður hans sagði mér ennfremur að Sverr- ir hefði verið harður í horn að taka í viðskiptum, en um leið einstaklega vinnusamur, sanngjarn og orðheld- inn. Allt stóð eins og stafur á bók sem hann lofaði. Manni verður hugs- að til viðskiptasiðgæðis ungra ís- lenskra fjármálamanna, sem þykir sjálfsagt að ómerkja allt það sem ,,ekki er til á pappír“. Satt best að segja bar ég nokkurn kvíðboga fyrir því að hitta þau hjón. Var ekki Sverr- ir eins konar holdgervingur íslenskr- ar myndlistarsögu, áhorfandi að því þegar sjálfur Muggur málaði myndir sínar á æskustöðvum hans uppi í Borgarfirði, samferðamaður og vin- ur Ásmundar Sveinssonar og Gunn- laugs Scheving til margra ára og sér- stakur velgjörðarmaður Þorvalds Skúlasonar? Og hafði ekki sá ungi maður sem barði upp á hjá þeim hjónum við Norðurströnd gert sig beran að því að skrifa fremur ógæti- lega um einhvern Septembermálar- ann, góðvin Sverris, fyrir Dagblaðið? Viðtökur þeirra Sverris og Ingi- bjargar einkenndust af hlýrri hátt- vísi og tilgerðarleysi sannra stór- menna. Allar götur síðan þótti mér þau hjónin vera jafnaldrar mínir, svo vel fylgdust þau með fréttum, list- viðburðum og bókmenntum og höfðu eftirtektarverðar skoðanir á öllu sem var að gerast. Eftir lát Ingibjargar hélt Sverrir uppteknum hætti þeirra hjóna að lesa sig skipulega í gegnum helstu jólabækurnar. Sérstaklega var lærdómsríkt að skynja hve samstillt þau Sverrir og Ingibjörg voru. Bæði voru skarp- greind. En yfirvegun og alvara Sverris hélst í hendur við heitt geð og hispursleysi Ingibjargar. Að ógleymdri kímnigáfu hennar, sem stundum braust fram í sprenghlægi- legum eftirhermum. Sjálfur sagðist Sverrir ekki taka neinar meiri háttar ákvarðanir, hvorki í myndlistarmál- um sem öðrum málum, nema bera þær undir ,,Ingibjörgu mína“. Ef til vill segir það mest um hugarstyrk Sverris, að hann skyldi ekki láta deigan síga við lát þessa sálufélaga síns. Sem fyrr virðist hann hafa sótt nokkra hugfró í bækur og myndlist, þræddi þá listsýningar eins oft og hann gat, fyrst á hækjum og síðar í hjólastól. Mestan áhuga hafði hann á að fylgjast með því sem yngri kyn- slóð listamanna var að gera, listmál- arar á borð við Georg Guðna, Húbert Nóa og Guðrúnu Einarsdóttur. Þeg- ar kraftarnir fóru þverrandi horfði Sverrir á myndlist í bókum eða á myndböndum, sýslaði við að flokka ljósmyndir af verkunum sem hann átti og ýmsar heimildir um þau. Það voru sérstök forréttindi að fá að ræða um þessi verk við Sverri í litlu stofunni við Bakkavör, þar sem í fjarlægðinni blöstu við skúlptúrar sem hann hafði látið stækka til að gefa Seltjarnarnesbæ. Sverri var ósýnt um að skýra hvers vegna sum- ir listamenn höfðuðu til hans en aðrir ekki. Oftast virtist val hans snúast um það sem kalla mætti heilindi listamannsins gagnvart viðfangsefn- inu, og þá gilti einu hvort vélað var um með abströktum eða fígúratífum hætti. Frásögn og skreyti í myndlist áttu heldur ekki upp á pallborðið hjá honum. Líklega er þetta ekki slæm lýsing á Sverri sjálfum. En Sverrir hafði gaman af því að kanna viðbrögð annarra við verkun- um sem hann átti. Til dæmis fylgdist hann með því hvernig sjúklingar á Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi tóku myndunum sem hann lét hengja þar upp. Ég heimsótti hann einhvern tímann eftir níræðisafmæl- ið og hafði hann þá breytt uppheng- ingu á myndum í stofunni hjá sér og búið sér til samkvæmisleik, þar sem gestum og gangandi var boðið að greiða atkvæði um myndirnar. Var hann þá sérstaklega kátur vegna þess að flest atkvæðin hafði fengið mynd eftir Þorvald, sem var í miklu uppáhaldi hjá honum sjálfum. Vinfengi við þau Sverri og Ingi- björgu var ígildi símenntunar. Þá menntun get ég seint fullþakkað. Og stór er þakkarskuld íslenskrar myndlistar við þau bæði. Ættingjum Sverris Sigurðssonar sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Aðalsteinn Ingólfsson. Sum mannanna verk hefja sig út yfir tímann og verða þar með sígild. Gæfan er í því fólgin að slíkt gerist af og til þó með nokkurra alda millibili sé. Hinir nafnlausu forfeður okkar færðu sögurnar í letur, lærdóms- menn miðalda héldu lífsneistanum í þjóðinni gegnum áþján og hungur, listvinir tuttugustu aldarinnar skildu kjarnann frá hisminu í umróti alls- nægtar og fánýtra hluta. Aldirnar skila okkur þjóð, list og sögu og grafa í gleymsku tísku og þras líðandi stundar. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson voru listaverka- safnarar af guðs náð. Með smekkvísi og natni söfnuðu þau listaverkum þriggja kynslóða myndlistarmanna á tuttugustu öld. Svo samrýmd voru þau í skoðun sinni og vali að gildi hvers einstaks verks í safni þeirra er eðlilegur hluti hinnar endanlegu út- komu. Í Háskóla Íslands sér nú stað þessa mikla söfnunarverks þeirra. Listasafn Háskólans er þrekvirki sem unnið var af hjartans einlægni en jafnframt endalausri kröfu um ríkt innihald og gæði. Að baki öllum sígildum menning- arverðmætum býr hugur og hönd, kröftug sköpun einstaklinga. Líf Ingibjargar og Sverris var sannkallað ævintýri. Samferðamenn þeirra og vinir bestu myndlistar- menn þjóðarinnar og góð fjölskylda og niðjar. Úrvinnsla þeirra úr þessum efni- við er einstök og geymir afrek fyrir komandi kynslóðir að njóta. Ingibjörg og Sverrir eru dæmi- gerð fyrirmynd orða höfunda Eddu- kvæða. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Hildur Snjólaug Bruun, Knútur Bruun. Þegar afi Sverrir er nú kominn yf- ir í betri heim er ekki hægt að minn- ast hans án þess að nefna ömmu, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, en hún lést 14.4. 1994, í sömu andrá. Það voru forréttindi að vera barnabarn Ingibjargar og Sverris. Afi var sérstakur persónuleiki, fá- máll og alvörugefinn innan veggja heimilisins en hafði persónutöfra sem létu engan ósnortinn allt fram á síðasta dag. Amma var ákveðin og glaðlynd kona sem lét hag fjölskyldu og vina sitja í fyrirrúmi, að henni hændust öll börn og unglingar. Heimili ömmu og afa, fyrst við Hringbraut, þá á Grenimel, þar sem dæturnar Björg og Áslaug ólust upp og síðar á Seltjarnarnesi, var ævin- lega eins og ævintýri. Þar fóru sam- an smekkvísi og hlýja ömmu og fjöl- breytt safn listaverka á veggjum og borðum, sem höfðu þann sið að vera sífellt að færast úr stað, eftir því sem afi bætti við safnið eða vildi fá betri og nýrri sjónarhorn á verkin. Sum verkanna voru þó nægilega lengi á sama stað til þess að verða samofin bernskuminningunum. Í dag prýða þau veggi Háskóla Íslands og þar hittum við þau nú eins og gamla heimilisvini. Elstu minningar okkar frá Grenimel tengjast ekki síst höfundi margra þessara verka, Þor- valdi Skúlasyni. Hann átti sinn stól á skrifstofu afa. Þar notuðum við, smákrílin, útskorna skrifborðið hans afa sem líkamsræktarstöð og brölt- um yfir tærnar á afa og Þorvaldi þar sem þeir sátu og fengu sér einn og tvo og ræddu um málverkið. Afi kall- aði Þorvald sinn lærimeistara í list- fræðum og eftirvænting hans var einlæg í hvert sinn er nýtt verk leit dagsins ljós. Hjá ömmu mátti næstum allt, fara í fataskápa og máta hatta, kjóla og skartgripi, endurraða húsgögnum í stofunni, föndra og lita og taka þátt í jólabakstrinum. Já, það mátti næstum allt hjá ömmu og afa nema að fara illa með hlutina, og alltaf átti að ganga frá eftir sig. „Hafðu stað fyrir alla hluti og settu allt á sinn stað,“ sagði amma. En þegar óvart brotnaði leirtau eða litur fór í gólfteppi var ekki gert veður út af slíkum smámunum. Börn og lista- verk fóru vel saman. Þannig var það enn þegar börnin okkar hnýttu snæri í höggmyndirnar fyrir tindáta- æfingar og afa var skemmt enda var þá komið enn eitt sjónarhornið á listina. Afi var kominn á sextugsaldurinn þegar hann brá sér eitt sinn út fyrir Reykjavík og festi kaup á landareign sem fékk heitið Brekkukot. Þar naut sín næstu fjörutíu árin bóndinn og listamaðurinn Sverrir. Hann skapaði ásamt ömmu sælureit með ærinni fyrirhöfn. Á efri árum þeirra hjálp- uðust þau að við hjólbörurnar, hún togaði og hann ýtti. Trén voru börnin hans. Hann undirbjó jarðveginn, sló upp skjólveggjum og hlúði að þeim eins og hvert þeirra væri dýrmætt einkabarn. Eitt sinn fór hann með okkur barnabörn sín tvö, sem hann kallaði alltaf „litlu manneskjurnar“, út í skóginn sem var byrjaður að breiða úr sér á melnum. Þar tók hann eplakjarna sem við vorum að naga, gróf holu og setti ofan í. „Hérna mun svo vaxa tré,“ og viti menn, ári síðar var okkur sýnt tré sem, að sögn afa, hafði vaxið upp af eplakjörnunum. Í raun var þarna um að ræða nokkurra ára gamalt birkitré, en það ruglaði mann ekki í ríminu á þeim árum því kraftaverkið stóð fyrir sínu. Dýrmætasti arfur okkar frá afa og ömmu er það sem liggur að baki lífs- verkum þeirra, bæði áþreifanlegum og óáþreifanlegum. Hjálpsemi, vandvirkni, virðing fyrir ávöxtum erfiðisins og áræði. Það fetar enginn í þeirra fótspor en það má jú alltaf reyna. Blessuð sé minning Sverris og Ingibjargar. Vinum þeirra til margra ára þökkum við trygga vin- áttu og hlýhug, sem voru afa sérlega dýrmæt síðustu árin. Berglind og Ingibjörg Hilmarsdætur. Mínar elstu minn- ingar snúast flestar um pabba minn, þegar ég faldi mig bakvið stólinn hans á morgn- ana þegar ég vaknaði og skreið svo upp í fangið á honum, hann þóttist ekki hafa tekið eftir mér og var alltaf voða hissa. Þegar við Dóra eltum hann í gönguferðirnar hans. Þegar ég sat hjá honum í SIGURBJÖRN SIGURÐSSON ✝ Sigurbjörn Sig-urðsson fæddist á Brúará í Bjarna- firði á Ströndum 23. ágúst 1912. Hann lést á Blönduósi 20. febrúar síðastliðinn. Útför Sigurbjörns fór fram frá Blöndu- óskirkju 2. mars sl. geymslunni og horfði á hann smíða og fór svo með honum inn í kaffi, ég reyndi mikið að drekka svart kaffi eins og hann. Svo fór ég oft í vinn- una til hans og horfði á hann vinna, spjallaði við hann, sat á pokun- um með mjólkurduft- inu þegar hann keyrði þeim inn og staflaði þeim upp. Það eru svo margar góðar minningar til að rifja upp, en síðustu árin var hann veikur og óskaði þess helst að mega fara. Nú veit ég að þér líður miklu betur, pabbi minn, þú ert ekki lengur veikur, haltur og leiður á að bíða, nú færðu aftur að hitta öll systkinin þín og ekki síst Baldur bróður, Sibba og Bjössa. Við söknum þín, bæði ég og strákarnir mínir. Þín dóttir, Erla Sigurbjörnsdóttir. Pabbi minn, okkur langar til að kveðja þig með nokkrum fátækleg- um orðum þar sem við gátum því miður ekki verið við jarðarförina þína vegna veikinda minna og veit ég að þú fyrirgefur mér það. Þegar ég rifja upp lífshlaup þitt eftir að þú kynntist móður minni og þið byrjuðuð að búa er það alveg ótrúlegt, miðað við aðstæður sem fólk þurfti að búa við á þeim tíma, að þú skulir hafa komið upp átta börnum. Ég veit að aðeins harð- duglegum mönnum eins og þér tókst það með nokkrum sóma. Fyrst man ég eftir þér sem olíu- bílstjóra og sagðir þú mér að það hefði oft verið mjög erfitt starf, sérstaklega yfir vetrartímann, þeg- ar þú þurftir að fara upp í sveitir með olíu á bæina og tóku slíkar ferðir oft sólarhring án svefns. Þú þurftir oft að beita brögðum til að komast á áfangastað, keyra yfir frosin vötn og harðfenni þegar all- ar aðrar leiðir voru bannaðar. Þessi tími var þér mjög erfiður en samt varstu að byggja þitt fyrsta einbýlishús á Mýrarbraut 7 á Blönduósi. Þegar þú varst búinn með húsið hættirðu í olíunni og fórst að vinna í Vélsmiðjunni Vísi og vannst þar í fáein ár. Þar hafðir þú ekki nógar tekjur og tókst að þér með þessari vinnu næturvaktir í mjólkurstöð- inni á Blönduósi og vannst þessi störf saman um nokkurt skeið, en það eru bara 24 stundir í sólar- hringnum og þú þurftir að hætta í öðru starfinu. Þú valdir að halda áfram í mjólkurstöðinni og endaðir þinn starfsferil þar. Ég vil biðja þig endilega að taka utan um Baldur bróður og Sigur- björn son minn og alnafna þinn þegar þú hittir þá. Hvíl þú í friði. Þinn sonur, Sigurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.