Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 63 Vönduð og vel skipulögð 190 fm raðhús á einni hæð, 4 svefn- herb. bílskúr og raðhús með tvöföldum bílskúr í Víkurhverfi, Grafarvogi. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. Raðhús - Víkurhverfi Alþjóðlegar sumarbúðir barna ALÞJÓÐLEGAR sumarbúðir barna, CISV á Íslandi, senda nú í sumar eins og áður hópa af börnum til þátttöku í alþjóðlegu friðarstarfi. Ekki er enn búið að fylla í alla hópa sumarsins og enn sem fyrr er það strákana sem vantar, meðal ann- ars tvo 15 ára stráka til að fara í ung- lingabúðir á Spáni og fjóra 13–14 ára stráka til að fara til Hamborgar í Þýskalandi í unglingaskipti. Alþjóðlegar sumarbúðir barna eru alþjóðleg friðarsamtök, óháð stjórn- málum og trúarbrögðum. Hugmynd- in er að börn/unglingar frá ólíkum löndum komi saman, læri að lifa saman á grundvelli umburðarlyndis og jafnréttis, læri að hugsa og draga ályktanir í anda alþjóðavitundar og vinna þannig að friði í heiminum. Frekari upplýsingar eru á heima- síðu félagsins www.cisv.is, segir í fréttatilkynningu. Lýsa yfir áhyggjum vegna verð- lagsmála MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Trúnaðar- ráði Eflingar – stéttarfélags: „Ályktun trúnaðarráðsfundar Efl- ingar – stéttarfélags, haldinn í Kiw- anishúsinu, Engjateigi 11. Trúnaðarráð Eflingar – stéttar- félags lýsir þungum áhyggjum vegna verðlagsmála þar sem verð- hækkanir milli febrúar og mars eru tvöfallt hærri en spár töldu eða 0,4%, þar af er fjórðungur vegna gjalda í heilbrigðisráðuneytinu. Það er því ljóst að ef rauðu strikin eiga að halda þurfa allir að leggjast á eitt í átakinu við verðbólguna. Á sama tíma leggur samgönguráð- herra fram tillögu um hækkun stjórnarlauna í Landssímanum úr 65.000 kr. upp í 150.000 kr. og um að hækka laun stjórnarformanns um helmingi meira eða upp í 300.000 krónur. Þetta er ögrun við verkafólk sem vinnur nú að því að ná niður verð- bólgu og viðhalda stöðugleika. Fund- urinn fordæmir þessi vinnubrögð.“ Fuglaskoðun í Elliðavogi FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ stendur fyrir fuglaskoðun við Elliða- vog sunnudaginn 17. mars kl. 14–16. Að vetri má þar sjá endur og vað- fugla, sem hafa vetursetu á Íslandi og einnig er þar töluvert af máfum. Fálki og smyrill hafa sést þar í vetur og í smábátahöfninni hefur sést kampselur í tvígang og hringanóri. Hist verður við aðstöðu siglinga- klúbbsins Snarfara vestan megin við voginn, ekið er þangað frá Súðar- vogi. Fólk ætti að að búa sig vel og taka með sér sjónauka. Leiðbeinend- ur verða á staðnum með fjarsjár, segir í fréttatilkynningu. Heilsu- og hvatn- ingardagar í Smáralind Í TILEFNI af 90 ára afmæli Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands á þessu ári var ákveðið að ráð- ast í hvatningarverkefnið „Ísland á iði 2002“. Verkefnið felst í því að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig reglulega sér til ánægju og heilsubótar. Í tilefni þess verða heilsu- og hvatningardagar „Ísland á iði 2002“ í Vetrargarðinum í Smáralind í dag, laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. mars kl. 13–17. Fulltrúar frá ÍSÍ og sérsambönd- um ÍSÍ dreifa fræðsluefni til almenn- ings. Einnig munu Manneldisráð, Beinvernd, Hjartavernd, Geðrækt, Félag íslenskra sjúkraþjálfara og Náttúrulækningafélag Íslands dreifa fræðsluefni, bjóða upp á ýms- ar mælingar (t.d. fitu-, beinþéttni-, þrek og blóðþrýstingsmælingar), vera með sjúkranudd, slökun, streitupróf o.fl. Ýmsar íþróttagrein- ar verða kynntar með sýningaratrið- um, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um hellulagnir GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, stendur fyrir nám- skeiði sem ber heitið; „Hellulagnir og frágangur yfirborðsefna“. Nám- skeiðið er ætlað fagfólki í græna geiranum. Um bóklegt námskeið verður að ræða þar sem fjallað verð- ur almennt um hellulagnir og það helsta sem þarf að hafa í huga varð- andi frágang á yfirborðsefnum. Einnig verður farið í vettvangsferð með þátttakendur þar sem mismun- andi hellulagnir verða skoðaðar. Námskeiðið verður haldið í Þjóð- menningarhúsinu í Reykjavík og endar í Fornalundi hjá BM Vallá þar sem boðið verður upp á léttar veit- ingar. Skráning og nánari upplýsing- ar fást á skrifstofu skólans eða í gegnum netfangið mhh@reykir.is, segir í fréttatilkynningu. Upplýsingar um skíðasvæði á SMS NÚ er hægt að fá sendar til sín upp- lýsingar um skíðasvæðin á SMS. Þetta er fljótleg og einföld leið til að fylgjast með stöðu mála á skíðasvæð- unum. Aðeins þarf að senda SMS- skeyti með bókstafnum S á númerið 691-6010 og eru þá sendar um hæl stuttar og gagnorðar upplýsingar um stöðuna í Bláfjöllum, Skálafelli, Hengilsvæðinu og í Hlíðarfjalli. Ef notandinn sendir til baka staf- inn V, fær hann sendar upplýsingar um leið og staðan breytist. Senda þarf V til baka í hvert skipti sem nýj- ar upplýsingar berast til að gerast áskrifandi að næstu breytingu. Þetta er gert til að skilaboðum rigni ekki yfir viðkomandi án þess að beðið hafi verið sérstaklega um það. Þetta er tilraunaverkefni í mars og greiðir notandinn fyrir að senda SMS úr eigin síma en skíðasvæðin greiða allar sendingar frá upplýs- ingaveitu, segir í fréttatilkynningu. Waldorfskólinn með opið hús OPIÐ hús verður hjá Waldorfskól- anum í Lækjarbotnum og Waldorf- leikskólanum Yl í dag, laugardaginn 16. mars kl. 14–17. Waldorfuppeldisfræði og skóla- starfið verða kynnt á ýmsan hátt. Hægt verður að kaupa sér kaffi og með því, 6. og 7. bekkur sjá um kaffið (engir posar á staðnum). Allir velkomnir, segir í fréttatil- kynningu. STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra, SLF, fékk nýlega tveggja milljóna króna styrk frá SP- Fjármögnun í tilefni þess að 2. mars síðstliðinn voru fimmtíu ár liðin frá stofnun félagsins. Upphæðin verð- ur stofnframlag í sjóð sem er eink- um ætlað að styrkja uppbyggingu í Reykjadal í Mosfellsdal, sem er sumar- og helgardvalarstaður sem SLF rekur fyrir fötluð börn og ung- menni. Gert er ráð fyrir að þau framlög sem félaginu berast á árinu muni renna til sjóðsins. Framlag SP-Fjármögnunar mun meðal annars auka möguleika til tækjakaupa fyrir heimilið í Reykja- dal og nýjunga í starfi, s.s. fræðslu eða sérstaks stuðnings við fötluð börn og ungmenni, segir í frétta- tilkynningu. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra fær gjöf Þórir Þorvarðarson, stjórnarformaður SLF, tekur við ávísun úr hendi Kjartans Gunnarssonar, forstjóra SP-Fjármögnunar. LÖGREGLAN á Selfossi hefur til rannsóknar þjófnað á bassagítar úr íbúð í fjölbýlishúsi á Selfossi. Þjófnaðurinn var framinn 1. eða 2. september 2001. Um er að ræða sex strengja bassagítar af gerðinni Ken Smith með ljósum kassa og dökkum hálsi en þessi gerð af bassa- gítar mun vera mjög sjaldgæf hér á landi. Bassagítar- inn var í svartri tösku. Verðmæti gripsins er verulegt og ekki ólíklegt að reynt hafi verið að koma honum í verð. Þeir sem vita um afdrif bassa- gítarsins eða geta gefið einhverjar upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi í síma 480- 1010. Lýst eftir sex strengja bassagítar FORELDRAR nemenda við Menntaskólann í Reykjavík hafa stofnað foreldrafélag við Mennta- skólann í Reykjavík. Hugmynd að stofnun félagsins var kynnt á fjölsóttum kynningarfundi rektors MR með foreldrum nem- enda í 3. bekk hinn 11. september 2001. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, sem var í forsvari fyrir undirbún- ingshópinn, sagði að tvö meginmark- mið hefðu verið höfð að leiðarljósi í starfi hópsins. Annars vegar að vinna með skólanum að auknum gæðum skólastarfsins og hins vegar að kalla foreldra til ábyrgðar við að bæta almenn skilyrði og aðstæður nemenda til menntunar og þroska. Meginrökin fyrir stofnun foreldra- félags voru í fyrsta lagi aukin áyrgð foreldra á skólagöngu og námsfram- vinda barna sinna vegna hækkunar sjálfræðisaldurs, í öðru lagi nauðsyn þess að draga úr brottfalli nemenda, í þriðja lagi þörfin á því að virkja samtakamátt foreldra og áhrif þeirra út á við sem hagsmunahóps í baráttu fyrir bættum hag og stöðu framhaldsskólans og í fjórða lagi nauðsyn þess að auka samvinnu for- eldra og skóla um forvarnir gegn neyslu áfengis og annarra vímuefna. Yngvi Pétursson, rektor MR, skýrði sjónarmið skólans og inspect- or scholae Bolli Thoroddsen, for- maður skólafélags MR, gerði grein fyrir félagsstarfinu. Þá voru lagðar fram tillögur að samþykktum fyrir Foreldrafélagið og þær síðan sam- þykktar eftir nokkrar umræður. Í stjórn Foreldrafélags MR og varastjórn voru eftirtaldir kosnir: Ingibjörg S. Guðmundsdóttir for- maður, Þórður S. Óskarsson, Árni Árnason, Vilhelmína Einarsdóttir og Þórunn Ólafsdóttir. Varamenn: Hera Sigurðardóttir og Kristín Að- alsteinsdóttir. Stjórnin hefur þegar haldið sinn fyrsta stjórnarfund og skipt með sér verkum, segir í frétta- tilkynningu. Foreldra- félag stofn- að við MR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna: „Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna ítrekar stuðning sinn við frumvarp þingmanna Sjálfstæð- isflokksins, Vilhjálms Egilssonar, Ástu Möller, Árna R. Árnasonar og Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, um að afnema einkarétt Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins til áfengissölu. Nú- verandi fyrirkomulag er tímaskekkja og einkennilegt í ljósi þess að í ná- grannalöndum okkar þykir ekkert sjálfsagðara en að selja léttvín og annað áfengi í matvöruverslunum. Stjórn SUS hvetur þingmenn úr öllum flokkum til að styðja frum- varpið. Í framtíðinni vilja þeir ekki vera þekktir fyrir að hafa verið á móti þessu framfaramáli. Ungir sjálfstæðismenn munu fylgjast sér- staklega með afgreiðslu þessa máls á Alþingi.“ SUS vill frjálsa verslun með áfengi AÐALFUNDUR Bílgreinasam- bandsins verður haldinn í dag, laug- ardaginn 16. mars, kl. 9 á Hótel Loft- leiðum, þingsal 1. Fundinn setur Erna Gísladóttir formaður BGS. Er- indi heldur Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar– og viðskiptaráðherra, segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur Bílgreina- sambandsins Námstefna um verkefna- stjórnun Verkefnastjórnunarfélag Íslands heldur námstefnu miðvikudaginn 20. mars í Smáralind, undir yfirskriftinni Verkefnastjórnun – stjórntæki til ár- angurs. Flutt verða erindi um að- ferðafræðina og innleiðingu verkefna- stjórnunar. Einnig verða fluttar reynslusögur um byggingu Smára- lindar og ein um verkefnastjórnun í starfsemi Marels. Komið verður inn á þætti sem varða framtíðina í greininni og í skipulagi og stjórnun fyrirtækja almennt. Erindi halda: Guðrún Högnadóttir ráðgjafi, Þórður Víking- ur Friðgeirsson ráðgjafi, Helgi Már Halldórsson arkitekt, Sveinn Jónsson verkfræðingur og Ásgeir Ásgeirsson framkvæmdastjóri. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu félagsins www.vsf.is eða með tölvupósti vsf@vsf.is, segir í fréttatilkynningu. Safna fé til styrktar bágstöddum TÓNLISTARNEMENDUR í Garðabæ safna fé til styrktar bág- stöddum laugardaginn 16. mars kl. 11.15 og 13. Nemendur Tónlistar- skóla Garðabæjar munu spila á hin ýmsu hljóðfæri á handverksmarkaði á Garðatorgi. Tilefnið er söfnunar- átak ABC-hjálparstarfs, „Börn hjálpa börnum“, til styrktar bygg- ingu barnaheimilis á Indlandi. Gestum Garðatorgs gefst kostur á að hlýða á blásara- og strengjasveitir auk smærri samspilshópa, en nem- endur ganga um með söfnunar- bauka. Nýstofnuð foreldrafélög við skólann taka þátt í undirbúningi og framkvæmd söfnunarinnar, segir í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.