Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Háskólastigin kynna sig í HÍ 42% fjölgun háskólanema Á MORGUN, sunnu-daginn 17. mars erkynning á háskóla- námi í húsakynnum Há- skóla Íslands. Allir skólar á háskólastigi taka þátt í námskynningunni og verð- ur því meira framboð á upplýsingum fyrir fram- haldsskólanema heldur en verið hefur á svipuðum námskynningum Háskól- ans til þessa. Hefð er orðin fyrir námskynningum þessum og er ævinlega mikil umferð gesta og gangandi. Guðrún J. Bach- mann forstöðumaður hjá Þróunar- og kynningar- sviði Háskólans er í for- svari fyrir námskynn- inguna og svaraði hún nokkrum spurningum. – Svona kynningum hafið þið margstaðið fyrir, en er ekki að verða mikil aukning á háskóla- framboði? „Námskynningar á vegum Há- skóla Íslands eiga sér langa sögu og hafa verið til í ýmsum mynd- um, enda mikilvægt að slíkir við- burðir séu í sífelldri þróun og end- urskoðun. Í fyrstu var áherslan á námið í HÍ, en síðan bættust við smám saman fleiri skólar og nú er þetta orðin sameiginleg kynning allra skóla á háskólastigi. Kynn- ing sem þessi er fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta og hvatning fyrir alla þá sem áhuga hafa á há- skólanámi og standa frammi fyrir því að velja sína námsleið. Það hefur á fáum árum orðið gífurleg aukning í framboði á námi á há- skólastigi. Sem dæmi má nefna að á síðustu fimm árum hefur nem- endum í háskólanámi fjölgað um 42%. Alls eru nú um 13.000 manns í slíku námi. Þessi fjölgun er í samræmi við sífellt auknar kröfur samfélagsins og atvinnuveganna um vel menntaða einstaklinga á öllum sviðum, menntunarstig þjóðarinnar fer vaxandi og er viðbúið að svo verði áfram.“ – Í hverju er þessi aukning fólg- in? „Aukningin felst í mörgu, það hafa bæst við námsgreinar, fram- haldsnám, meistaranám og dokt- orsnám hefur verið í örum vexti, valkostum hefur fjölgað í fjöl- mörgum greinum, skólar sem ekki voru á háskólastigi hafa verið að bætast í hópinn o.s.frv. Allir hafa þessir skólar sín sérkenni, bæði hvað varðar námsleiðir og uppbyggingu námsins. Meðal annars af þeim sökum verður sí- fellt flóknara fyrir stúdenta að velja sér námsleið og mikilvægt að þeir geti borið saman og gert sér grein fyrir náminu í víðara sam- hengi.“ – Verða sum sé allir skólar á há- skólastigi með kynningar? „Já, þarna verða öll háskóla- stigin. Skólarnir sem standa að kynningunni eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Kennaraháskólinn, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Listahá- skólinn, Tækniskóli Ís- lands og Viðskiptahá- skólinn á Bifröst. Alls átta skólar á háskóla- stigi, þar af þrír utan höfuðborg- arsvæðisins. Þess má einnig geta að á kynningunni verða fulltrúar frá Alþjóðaskrifstofu háskóla- stigsins og Fulbright-stofnuninni þannig að gestum gefst jafnframt kostur á að kynna sér nám á er- lendri grund. Einnig verða LÍN, SÍNE og fleiri þjónustuaðilar á staðnum. Að ónefndum öllum þeim snjöllu námsráðgjöfum sem gestir geta leitað til eftir upplýs- ingum og leiðbeiningum.“ – Hvar, hvenær og hvernig? „Kynningin fer fram í húsnæði Háskóla Íslands og verður í þrem- ur byggingum, í aðalbyggingunni, Odda og Nýja Garði. Hún stendur yfir á sunnudag klukkan 11 til 17 og skólarnir verða dreifðir um svæðið. Það er því um að gera fyr- ir gestina að gefa sér góðan tíma í að ganga á milli, spjalla við kenn- ara og nemendur sem þar verða með kynningar á sínum náms- greinum, afla sér upplýsinga og fara svo heim og velta fyrir sér hinum mismunandi möguleikum. Ítarlegar leiðbeiningar verða á staðnum um staðsetningu skól- anna og til þess að krydda heim- sóknina gefst gestum kostur á að fara í ratleik, þar sem álitlegir vinningar verða í boði.“ – Þið eigið væntanlega von á ör- tröð? „Hingað til hefur alltaf verið húsfyllir og vel það á háskóla- kynningunni. Þetta ár ákváðum við að lengja tímann sem kynn- ingin stæði, hún hefst sem fyrr segir klukkan 11 að morgni. Það dreifir væntanlega umferðinni og þeir sem vilja nýta sunnudaginn til hins ýtrasta geta tekið daginn snemma og byrjað hjá okkur. Þarna myndast oft skemmtileg stemmning, t.d. koma margir kennarar með hópa útskriftar- nema úr framhaldsskólum utan af landi, fjölskyldur stúdentsefna eru ekki síður áhugasamar um að kynna sér möguleikana í námi og þarna hittast vinir og kunningjar sem bera saman bækur sínar.“ – Hvert liggur straumurinn helst? „Straumurinn liggur sjaldnast í einhverja eina átt. Margir hafa þegar gert upp hug sinn og ein- beita sér að vissum fögum. Aðrir eru opnir fyrir öllu og velta fyrir sér ólíkum möguleikum. Oft er verið að kynna einhverjar nýjung- ar og þær vekja auðvitað áhuga, en sígildu fögin standa alltaf fyrir sínu.“ Guðrún J. Bachmann  Guðrún J. Bachmann fæddist 1953. Stúdent frá MH og bók- menntafræðingur frá HÍ. Starfaði um árabil við þýðingar, kennslu, búskap og fleira. Frá 1984 texta- gerð, hugmyndasmíði og al- mannatengsl á auglýsingastofum. 1993–2001markaðs- og kynning- arstjóri Þjóðleikhússins og kenn- ari við Endurmenntunarstofnun HÍ og víðar. Frá haustinu 2001 verkefnisstjóri þróunar- og kynn- ingarsviðs HÍ. Maki hennar er Leifur Hauksson dagskrárgerð- armaður og eiga þau fimm börn. … mikilvægt að geta borið saman Gætum við fengið fagmann í djobbið, sem verktaka? ÍSLENSKIR nemendur í Háskól- anum í Skövde í Svíþjóð urðu sig- ursælir í árlegri forritunarkeppni sem haldin var í skólanum um síð- ustu helgi í samstarfi við Ericsson Microwave Systems, dótturfyrir- tæki Ericsson í Svíþjóð. Einn þriggja keppenda í sigurliðinu var Þorvaldur Jochumsson frá Akur- eyri og skammt á undan í öðru sæti hafnaði Íslendingalið, sem sigraði í sömu keppni í fyrra, skipað þeim Gunnari Búasyni frá Sauðárkróki, Vilhjálmi Stefánssyni frá Akureyri og Kjartani Ástþórssyni úr Borgar- nesi. Forritunarkeppnin kallast á sænsku MJUKT, sem er skamm- stöfun fyrir „Mjukvaruutveckling i kreativa team“ eða hugbúnaðar- hönnun í skapandi hópum. Að þessu sinni tóku 9 lið þátt, skipuð þremur nemendum hvert. Keppendurnir fengu verkefni frá Ericsson sem þeir þurftu að leysa á sem bestan hátt innan við sólarhring. Dóm- endur frá Ericsson og háskólanum mátu verkefnin svo út frá arkitekt- úr kerfisfræðinnar, viðmótshönn- uninni og skipulagi vinnuferilsins, auk þess að kanna að sjálfsögðu hvernig lausnirnar virkuðu. Allan tímann fylgdust fjölmiðlunarnemar skólans með keppninni og héldu úti vefsíðu með fréttum og myndum af henni. 25 Íslendingar í tölvudeild skólans Að sögn Inga Vilhelms Jónasson- ar, kennara við tölvudeild skólans og fyrrum nemanda þar, er mark- miðið með keppninni að breyta þeirri ímynd að við forritun og hug- búnaðarhönnun fáist aðeins „ófélagslyndir nördar“. „Hugbúnaðarþróun er ferli sem byggist á frjórri samvinnu fleiri ein- staklinga. Til að skapa nothæf og virk hugbúnaðarkerfi þarf fólk með margvíslega mismunandi hæfileika og kunnáttu,“ segir Ingi sem undan- farin ár hefur komið á hverju vori til landsins til að kynna nám við Há- skólann í Skövde. Þær kynningar hafa gefist vel því við tölvudeildina nema nú 25 Íslendingar, flestir í tölvunarfræði og líftölvunarfræði. Ingi er væntanlegur til Íslands eftir páska í sína tíundu kynningarferð og að þessu sinni verður prófessor við skólann með honum í för. Ericsson Microwave Systems er sem fyrr segir dótturfyrirtæki Ericsson í Svíþjóð. Markmið fyrir- tækisins með stuðningi við keppn- ina er að sögn Johans Norén, yfir- manns tækniþróunar hjá EMW, að vekja athygli nemenda skólans á fyrirtækinu þannig að auðvelda megi ráðningu hæfs starfsfólks í framtíðinni. EMW sérhæfir sig á sviði örbylgjutækni en hjá fyrir- tækinu, sem einkum fæst við þróun og rannsóknir, vinna um 5 þúsund manns. Johan afhenti sigurvegur- unum verðlaunin að keppni lokinni og voru þau fullkomnir farsímar, skiljanlega af gerðinni Ericsson. Forritunarkeppni Háskólans í Skövde og Ericsson Íslendingar sigursælir annað árið í röð Sigurliðið í forritunarkeppninni. Þorvaldur Jochumsson stendur lengst til hægri og sænskir félagar hans í liðinu sitja fyrir framan, þeir Henrik Grimm og Henrik Thorburn. Með þeim að störfum fylgjast Beatrice Alenljung úr dómnefnd og Finnur Sigurðsson, einn áhorfenda. Íslensku nemendurnir sem lentu í öðru sæti í keppninni að þessu sinni en þeir sigruðu í fyrra. Frá vinstri eru það Kjartan Ástþórsson, Vil- hjálmur Stefánsson og Gunnar Búason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.