Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 71 34 03 /2 00 2 Blómstrandi Páskaliljur í potti 299 kr. Blómstrandi Páskagreinar 2 stk. 299 kr. Páskabegonia 599 kr. Páska-krýsi 499 kr. Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is Heimsækið Páskalandið. Ís og lítið páskaegg m. málshætti, 99kr. Páskar HULDA Ágústsdóttir er með inn- setningu um þessar mundir í Klef- anum í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39. Hulda útskrifaðist frá fjöltækni- deild MHÍ árið 1990. Hún hlaut Ful- bright-styrk til framhaldsnáms við Pratt Institute í New York, þaðan sem hún útskrifaðist með MFA- gráðu árið 1993. Hún hefur haldið einkasýningar í Nýlistasafninu, Gallerí 11 og í Gall- eríi Hlyns Hallssonar, Kunstraum Wohnraum í Þýskalandi. Þá hefur hún sýnt verk í Galleríi Barmi og Galleríi Sýnirými auk þess að hafa tekið þátt í fjölmörgum samsýning- um hér heima og erlendis. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, kl. 13–17 og lýkur 31. mars. Innsetning í Klefa Skugga Á ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminja- safns Íslands er verið að safna upp- lýsingum um brúðkaupssiði nú- tímans og síðustu áratuga. Á deildinni er töluvert til af heimildum um efnið frá fyrri hluta aldarinnar, en meiningin er að gefa út handbók um brúðkaupshefðir hérlendis á 20. öld og uppruna þeirra og efna jafn- framt til sýningar. Spurningaskrá um efnið er á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands (www.natmus.is) þar sem menn eru m.a. beðnir að segja frá eigin eða annarra gæsa/steggjateitum, vígslu- athöfnum, brúðkaupsveislum og öðru sem þessu tengist. Þátttakend- ur geta einnig fengið spurninga- skrána senda. Leitað að brúð- kaupssiðum VEFURINN thor- bergur.is var opn- aður 12. mars sl., á fæðingardegi Þór- bergs Þórðarson- ar. Opnun vefjar- ins markar upphaf samstarfs Galdurs ehf., Menningar- miðstöðvar Horna- fjarðar og áhuga- hóps um stofnun Þórbergsseturs. Markmiðið er að safna saman fjöl- breyttu efni um Þórberg Þórðarson og gera aðgengilegt á vefnum. Thorbergur.is verður alhliða upp- lýsinga- og fræðsluvefur um Þór- berg Þórðarson og þar verður að finna upplýsingar um ævi og störf Þórbergs, ritgerðir og greinar um verk hann. Vefurinn er ætlaður öllu áhuga- fólki um Þórberg; fræðimönnum, nemendum allra skólastiga og unn- endum íslenskrar tungu. Þórbergur Þórðarson á Netið Þórbergur Þórðarson Hornafirði. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ GÆÐIN í verkum Guðfinnu A. Hjálmarsdóttur eru fólgin í þeim tveim hæðum sem birtast í ljós- mynduðum hveralaugum hennar frá hálendinu. Annars vegar er það yfir- borð lindanna, sem sést ekki vegna þess að vatn er nú eitt sinn gegn- sætt, og botninn er hálfvegis hulinn slæðum peðruleits slafaks sem liðast yfir lindarhylnum eins og löng og loðin sludda. Hvernig skyldi svo yfirborð lind- arinnar birtast yfir þessu óræða dýpi? Einn og einn baugur gárar vatnið og þar með tekst Guðfinnu að laða fram tvær hæðir, undir og yfir, og búa sér til fagran heim fullan af óvæntri dulúð. Listakonan eykur áhrifamáttinn með því að fella ljós- myndirnar inn í upplýsta ramma- kassa úr járni. Baklýsingin ljær myndunum vissulega aukinn ævin- týraljóma og skerpir mjög impressj- óníska virkni þeirra. Hins vegar er eilítið misráðið af Guðfinnu að tromma upp með gömlu höggmyndirnar sínar frá Listaháskólanum þó svo að upplýstir hnettirnir séu ef til vill frumforsenda ljós- myndanna. Það hefði verið mun hreinlegra að leyfa ljósmyndunum að njóta sín einum og sér. Verra er þó þrálátur óvaninn sem Guðfinna tek- ur upp eftir hinum og þess- um forvera sínum íslenskum, að drepa niður dulúðina í verkum sínum með því að gefa þeim hallæristitla á borð við „Ylur og afl“. Það mætti halda að hún væri að fiska eftir budduviðbrögðum frá Landsvirkjun eða Hitaveitu Suðurnesja. En þetta er einmitt dæmi um hræðslu íslenskra listamanna við dýpkun möguleikanna sem við þeim blasa. Í staðinn fyrir að nýta tæki- færið og gera náttúrustemmur sínar að sálarspegli íhugunar og skáldlegra ályktana – eins og Roni Horn gerir svo meist- aralega í „Still Water“, myndröð sinni af Thames- ánni – veðjar listakonan á inntaksrýrar nafnleysur aug- lýsinga- og landkynningar- iðnaðarins. En vonandi tekst Guðfinnu að söðla um þegar hún áttar sig á raunverulegum mögu- leikum mynda sinna. Sýning hennar er nefnilega sönnun þess að frábær efniviður er einungis helmingur þess sem með þarf til að skapa góða myndlist. Það ber þó ekki að vanmeta fenginn hafi manni tekist að landa helmingi hans. Undir yfirborðinu Frá sýningu Guðfinnu A. Hjálmarsdóttur í Gall- eríi Reykjavík, í tilefni af hátíðinni Ljós í myrkri. MYNDLIST Gallerí Reykjavík Til 20. mars. Opið virka daga frá kl. 12– 18 og laugardaga frá kl. 11–16. LJÓSMYNDIR & HÖGGMYNDIR GUÐFINNA A. HJÁLMARSDÓTTIR Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.