Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 23 YFIRVÖLD í Hong Kong hafa lagt fram kæru á hendur sextán félögum í trúarsamtökunum Falun Gong, þar á meðal fjórum Svisslendingum, sem handteknir voru á fimmtudag þegar til átaka kom fyrir utan kín- versku stjórnarskrifstofuna í Hong Kong. Félagarnir voru að mótmæla her- för kínverskra stjórnvalda gegn samtökunum. Talsmenn Falun Gong segja að hundruð félaga sinna hafi verið drepin í aðgerðum stjórnvalda. Þetta er í fyrsta skipti sem Falun Gong-félagar eru ákærðir í Hong Kong þar sem samtökin eru enn lög- leg og mótmælta oft aðgerðum kín- verskra stjórnvalda. Ákæran er í tveimur liðum en fólkið mótmælti beint fyrir utan stjórnarskrifstofuna og færði sig ekki þrátt fyrir fyrir- skipanir lögreglu. Svissnesku félagarnir voru látnir lausir gegn tryggingu á fimmtu- dagskvöld og héldu í gær áfram að mótmæla við skrifstofuna en færðu sig nú til hliðar líkt og lögregla hafði beðið um. Tólf félagar frá Hong Kong, sem einnig voru ákærðir, voru enn í haldi lögreglu í gær. Tólf- menningarnir neituðu að fara frjáls- ir ferða sinna gegn tryggingu því með því segjast þeir vera að við- urkenna að hafa brotið af sér. Félagar í Falun Gong ákærðir í Hong Kong Hong Kong. AP. LÖGREGLAN á Indlandi handtók um 9.000 manns í indverska ríkinu Maharashtra í gær til að koma í veg fyrir óeirðir þegar hindúar héldu bænaathöfn í bænum Ayodhya ná- lægt stað þar sem þjóðernissinnaðir hindúar rústuðu mosku frá 16. öld fyrir tíu árum. Að minnsta kosti einn múslími var stunginn til bana með hnífi í óeirðum sem blossuðu upp í borg- inni Ahmedabad í Gujarat-ríki þar sem hópar hindúa kveiktu í stræt- isvagni og um fjörutíu kofum í fá- tækrahverfi múslíma. Enginn lét lífið í íkveikjunum þar sem íbúarnir höfðu flúið úr kofunum fyrr um daginn. Um 700 manns biðu bana í óeirð- um í Gujarat-ríki í síðasta mánuði eftir að múslímar kveiktu í far- þegalest sem var að flytja hindúa frá Ayodhya. Yfirvöld voru með mikinn við- búnað í mörgum borgum í gær vegna bænaathafnarinnar sem haldin var þótt hæstiréttur Ind- lands hefði bannað bænahald á staðnum. Hermaður er hér á varð- bergi í borginni Hyderabad. Reuters Öryggisviðbúnaður á Indlandi GORDON Brown, fjár- málaráðherra Bret- lands, lagði í fyrradag blessun sína yfir opin- bera rannsóknar- skýrslu þar sem helstu bankarnir í landinu eru sakaðir um óhóflegan gróða á kostnað smárra og meðalstórra fyrir- tækja. Tilkynnti hann jafnframt um aðgerðir til að auka samkeppni á breskum bankamark- aði. Skýrslan tekur eink- um til fjögurra stærstu bankanna, Lloyds TSB, Royal Bank of Scotland, Barclays og HSBC, en saman hafa þeir hátt í 90% af viðskiptunum við smá og meðal- stór fyrirtæki. Í henni segir, að á síð- ustu þremur árum hafi óeðlilegur gróði bankanna af viðskiptunum við lítil og meðalstór fyrirtæki verið um 105 milljarðar íslenskra kr. Brown sagði á þingi í fyrradag, að bankarnir, sem eru átta alls, hefðu verið staðnir að því „að vinna gegn al- mannahagsmunum“. Það hefðu þeir meðal annars gert með því að hindra samkeppni og setja það sem skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu, að viðkom- andi fyrirtæki skipti við bankann. 10 samkeppnis- hamlandi aðferðir Rannsóknin, sem breska sam- keppnisráðið gekkst fyrir, hófst fyrir tveimur árum og niðurstaða hennar er meðal annars sú hvað varðar við- skiptin við lítil og meðalstór fyrir- tæki, að þar sé um að ræða „fáokun“ hjá fjórum stærstu bönkunum. Þá er átt við það, að tvö fyrirtæki eða fleiri ráði að minnsta kosti fjórðungi mark- aðarins og komi í veg fyrir eða tak- marki samkeppni á honum. Nefndar eru 10 aðferðir við- skiptabankanna átta við að „takmarka sam- keppni og vinna gegn almannahagsmunum“. Brown sagði, að rík- isstjórnin væri að sjálf- sögðu mjög hlynnt góðri afkomu fyrir- tækja en hún myndi aldrei taka sér stöðu með einokunarfyrir- tækjum. Tillögur til úrbóta Tillögur Browns til úrbóta á þessu stigi eru meðal annars þær, að hafi verið um oftekin gjöld að ræða, skuli bankinn greiða vexti af innstæðu viðkomandi viðskiptareiknings eða hætta að taka gjöld fyrir færslur. Kjósi eigandinn vextina, skuli þeir vera 2,5 prósentu- stigum undir grunnvöxtum Eng- landsbanka. Bankarnir verða að hætta að taka gjöld fyrir að loka reikningum og sé þess óskað, verða þeir innan fimm daga að gefa viðskiptavinum sínum viðskiptayfirlit, sem unnt er að fram- vísa í öðrum bönkum. Bankarnir verða einnig að hætta að troða upp á viðskiptavinina svokölluðum þjón- ustupökkum og þeir mega ekki setja það skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu, að viðkomandi hafi sín viðskipti hjá þeim. Þá verða þeir að skýra reikn- ingseigendum frá því hafi reikning- urinn verið gjaldfærður vegna óheimils yfirdráttar. Samtök smárra og meðalstórra fyrirtækja í Bretlandi hafa fagnað skýrslunni en í bankaheiminum eru viðbrögðin meðal annars þau, að op- inber reglugerðarafskipti séu að fær- ast í vöxt og það sé mikið áhyggju- efni. Skýrsla breska samkeppnisráðsins um viðskiptahætti bankanna Hagnast á kostnað smá- fyrirtækja Sakaðir um „fáokun“ og að „vinna gegn almannahagsmunum“ London. AP. Gordon Brown
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.