Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudags-matinée í tónlistarhúsinu Ými sunnud. 17. mars kl. 16 Gerrit Schuil, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Helga Þórarinsdóttir flytja verk fyrir píanó, fiðlu, selló og lágfiðlu eftir Boccherini, Brahms, Ravel og Schubert. Miðasala er í síma 595 7999 og 800 6434, virka daga, milli kl. 9 og 17 og á slóðinni midasala.is, en einnig má leggja inn miðapantanir á símsvara 551 5677. Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði. Dagar Íslands eru komnir út í nýrri og endurskoðaðri út- gáfu. Jónas Ragn- arsson tók efnið saman. Bókin kom fyrst út árið 1994 og hefur ver- ið prentuð marg- sinnis. Nú hefur verið bætt við efni frá síðustu árum og eldra efni endurskoðað. Í bókinni eru raktir um tvö þúsund atburðir úr sögu lands og þjóðar, allt frá fyrstu öldum byggðar í landinu og til okkar dags. Þeim er skipað niður eftir dögum alla 366 daga ársins. Í bókinni eru helstu atburðum síð- ustu ára og alda gerð skil og einnig rifjuð upp tíðindi sem hafa ekki mark- að djúp spor í söguna en lífga upp á hana. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 208 bls., prentuð í Odda. Kápu- mynd er eftir Pál Stefánsson. Verð: 2.980 kr. Fróðleikur Borgarleikhúsið Síðustu sýningar Íslenska dansflokksins á verkunum Through Nana’s eys eftir Itzik Galli og Lore eftir Richard Wherlock verða í kvöld kl. 22 og annað kvöld kl. 20. Dansverkin af sviðinu TILBRIGÐI um stef, eða beinþýtt úr eldra þýzka orðinu, „[um]breyt- ingar“ (Veränderungen), voru meðal eftirlætisgreina sumra nafntoguð- ustu hljómborðstónskálda barokks, vínarklassíkur og rómantíska tíma- bilsins, og jafnvel síðar, eða a.m.k. jafnlengi og stefræn úrvinnsla tíðk- aðist í tónsköpun. Ástæðan lá í aug- um uppi, á tímum þegar spuni af fingrum fram var milliliðalausasta tegund músíseringar, vinsæll þáttur í tónleikahaldi og oft e.k. forvinnslu- stig (eða eftirvinnsla) útskrifaðra tónsmíða. Í tilviki Beethovens var Kóralfantasían í c-moll fyrir píanó og kór þannig meðal uppkasta að loka- þætti Níundu sinfóníu, og Eroica-til- brigðin frá 1802 voru millilending milli undangengins Promeþeifs-balletts hans og lokaþáttar 3. sinfóníu (Eroicu). Það sem mest heillar flytj- endur okkar tíma við tilbrigðaformið er því væntanlega sú sér- stæða innsýn sem það veitir í hugarfylgsni höfundar á ögurstund sköpunar. Tónverk dagsins voru öll af téðum toga og spönnuðu 150 ára tímabil. Eroica-til- brigði Beethovens voru leikin fyrst, þá Thème varié eftir Francis Poulenc frá 1951 og loks Sinfónískar etýður eftir Robert Schumann frá 1837. Tónleikaskrártexti Halldórs um verkin var hinn fróðlegasti, þó svo að „Lyriske stykker“ eftir Grieg hlytu þar einnig umfjöllun, þrátt fyr- ir að vera ekki á atriðaskrá. Virtust stykkin eftir því að dæma hafa verið felld niður á síðustu stundu. Tilbrigði Beethovens fimmtán um stef úr balletti hans Prómeþeifi, sem hann endurvann stuttu síðar fyrir lokaþátt Eroicu-hljómkviðunnar, eru að umfangi næst- stærsta tilbrigðaverk hans fyrir píanó; aðeins Diabelli-tilbrigðin (1823) eru viðameiri. Op. 35 er jafnframt tæknilega krefjandi verk, þar sem háfleyg- ur andi tónskáldsins hirðir lítt um hvað er þægilegast fyrir pían- istann. Því miður verð- ur að segjast eins og er, að þó að Halldór hafi í mörgu hitt andann á lofti, gekk öllu verr að hitta nóturnar, og engu líkara en að 50 ára fag- mennskurútína hefði gufað upp sem hendi væri veifað. Halldóri væri sízt trúandi til slælegs undirbúnings, og skýringin á þessari óskiljanlegu frammistöðu gæti því hugsanlega verið að píanóleikarinn hafi fyrirvaralaust lamazt af skæðri kastljósasótt, sem stóð nánast frá upphafi verks til enda. Sé rétt til get- ið er jafnvel enn óskiljanlegara hvers vegna engar nótur voru hafðar til taks, og hafa þó ágætustu píanistar oft haft nótur uppi af minna tilefni. En „lengi getur vont batnað“, svo málshættinum sé snúið á bjartsýnni veg, og þrátt fyrir afleita byrjun má segja að hann hafi átt við tónleikana í heild. Þó að einnig væri fulloft slegið fram hjá eða tafsað á tilhlaupum í Poulenc, komu tilbrigðin tíu um eigið stef franska nýklassísistans öllu skár út en brestabarningurinn í fyrra verki, og vottaði jafnvel fyrir parísk- um yndisþokka endrum og eins. Lokaverk kvöldsins, Sinfónískar etýður Schumanns, telst meðal merkustu tilbrigðaverka í píanóbók- menntum frá miðbiki 19. aldar. Tón- skáldið beitir mjög fjölbreyttum úr- vinnsluaðferðum, og slagar rit- hátturinn í lokin allt upp í hljóm- sveitarþykkt, eins og lýsingarorðið í heiti verksins gefur tilefni til. Eftir brokkgengi fyrri atriða kom það ef- laust mörgum á óvart hvað Halldór náði sér mikið á strik í þessu stór- brotna og ekki síður krefjandi verki, þar sem hann virtist á algjörum heimavelli. Nú fóru menn aftur að kannast við eðlilegan ham píanistans. Þroskað tímaskyn hans lýsti sér víða í vel yfirveguðu rúbatói og syngjandi tærum adagíó-leik, og forte-kaflar voru leiknir af krafti og snerpu. Og jafnvel þótt ekki virtist tæknihliðin enn með öllu snurðulaus, var samt leikið af bæði innsærri tilfinningu og röggsamri reisn við mótun þessa til- komumikla meistaraverks. Enda varla seinna vænna. Úr rúst í reisn TÓNLIST Salurinn Beethoven: Eroica-tilbrigði og fúga í Es, Op. 35. Poulenc: Thème varié. Schu- mann: Sinfónískar etýður Op. 13. Halldór Haraldsson, píanó. Þriðjudaginn 12. marz kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Halldór Haraldsson KIRKJUDAGAR verða haldnir í Vídalínskirkju í dag og á morgun. Þar gefst fólki kostur á að kynna sér það fjölbreytta starf sem fram fer á vegum sóknarinnar og alla starfsaðstöðu starfsfólksins. „Hugmyndin með þessu framtaki er að færa kirkjuna nær fólkinu og efna til samstarfs og samvinnu milli kirkju og borgara. Vídalínskirkja hefur verið vel sótt og Garðbæingar tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Nú viljum við styrkja þessi bönd enn frekar,“ segir Jónína Sigurð- ardóttir sem tekið hefur þátt í und- irbúningi daganna. Hún segir dagskrána fjölbreytta og gefi öllum aldurshópum mögu- leika á að finna eitthvað við sitt hæfi. Starfsnefndir kirkjunnar munu kynna störf sín, til sýnis verða embættisklæði presta og djákna í samræmi við liti kirkjuárs- ins, til sýnis verða gjafir sem kirkj- unni hafa borist, saga sóknarinnar og beggja kirknanna verður kynnt, málþing verður um Jón Vídalín, Gísli Holgersson sýnir málverk, Guðfinna Hjálmarsdóttir sýnir helgimyndir, sýndir verða munir úr starfi eldri borgara, leikarahjónín Margrét Ólafsdóttir og Steindór Hjörleifsson verða með sögustund fyrir börn, tónlistaratriði og upp- lestur, svo fátt eitt sé nefnt. Herra Karl Sigurbjörnsson bisk- up Íslands setur Kirkjudaga kl. 13.30 í dag og dagskránni lýkur með bænastund kl. 17. Á morgun hefst hún aftur kl. 11 með hátíð- armessu og Kirkjudögum lýkur með hátíðartónleikum í kirkjunni kl. 20 annað kvöld. Þar koma fram Kór Vídalínskirkju, Kvennakór Garðabæjar, Garðakórinn, Kór eldri borgara, Sigurður Flosason og Gospel band Garðabæjar. Jónína vekur sérstaka athygli á málþinginu um meistara Vídalín sem hefst kl. 14.30 á morgun. „Hann er fæddur hér í Görðum og kirkjan heitir eftir honum. Bæjar- félagið er hins vegar mjög ungt, ekki nema 25 ára, þannig að fólk er ekki alveg sannfært um það hvort við getum „eignað“ okkur hann. Þessari spurningu og fleirum verð- ur reynt að svara þarna. Framsögu á málþinginu hafa dr. Gunnar Kristjánsson prófastur og Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri. Einnig verður því velt upp hvort ástæða sé til að halda sérstaka Vídalínsviku á ári hverju. Fulltrúar skóla, nemenda og kirkju taka þátt í umræðum.“ Jónína vonast til að Kirkjudagar verði fjölsóttir og leggur áherslu á að allir séu velkomnir, ekki aðeins Garðbæingar. Morgunblaðið/RAX Jónína Sigurðardóttir við einn af höklum Vídalínskirkju. Kirkjudagar haldnir í Vídalínskirkju í Garðabæ Hugmyndin að færa kirkjuna nær fólkinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.