Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 58
MINNINGAR
58 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sverrir Sigurðs-son fæddist í
Borgarnesi 10. júní
1909. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eiri aðfaranótt laug-
ardagsins 9. mars
síðastliðins. Hann
var sonur hjónanna
Sigurðar B. Runólfs-
sonar frá Norðtungu,
kaupfélagsstjóra í
Borgarnesi, f. 8. apríl
1885, d. 21. febrúar
1955, og Jóhönnu
Lovísu Rögnvalds-
dóttur, f. 27. desem-
ber 1885, d. 21. október 1978. Hann
var elstur fjögurra systkina sem öll
eru látin. Þau voru, auk hans, Elín
Margrét, f. 7. ágúst 1913, d. 18.
september 2001, Einar Baldvin, f.
11. september 1911, d. 25. júlí 1978,
og Runólfur Viðar, f. 27. febrúar
1915, d. 20. september 1985.
Sverrir var kvæntur Ingibjörgu
Guðmundsdóttur, f. 5. október
1911, d. 14. apríl 1994. Þau gengu í
hjónaband 8. apríl 1933. Þau eign-
uðust tvær dætur: 1) Björg, f. 5.
janúar 1936, d. 17. febrúar 1986,
giftist Hilmari Bendtsen verslunar-
manni, f. 1. september 1931. Þau
skildu. Dætur þeirra eru a) Ingi-
björg læknir, f. 26. janúar 1955,
sonur hennar og Roland Bartelemy
framkvæmdastjóra í Frakklandi, f
13. febrúar 1950, er Samúel Andri
Bartelemy, f. 12. febrúar 1990, og
b) Berglind, f. 28. ágúst 1956, gift
Guðmundi Guðmundssyni, f. 1.
október 1957. Þau eru bændur á
Núpi III undir Eyjafjöllum. Börn
þeirra eru Hilmar Haukur, f. 21.
maí 1982, Una Björg, f. 5. janúar
1988, og Sverrir, f. 3. september
1989. 2) Áslaug sagnfræðingur, f.
30. nóvember 1940, giftist 23. júní
árið 1962 Vilhjálmi Lúðvíkssyni,
núverandi framkvæmdastjóra
Rannsóknarráðs Íslands, f. 4. apríl
1940. Dætur þeirra eru Ingibjörg
Sunna, f. 19. janúar 1976, og Arn-
dís, f. 21. júlí 1980.
Sverrir ólst upp í Borgarnesi til
13 ára aldurs og dvaldist á sumrum
hjá afa sínum Runólfi Runólfssyni,
bókbindara og bónda í Norðtungu.
Þar var rekin gisti- og ferðaþjón-
usta fyrir innlenda og erlenda
ferðamenn. Þar á meðal voru ensk-
ir laxveiðimenn sem komu til veiða
í borgfirskum ám, ekki síst Þverá
sem rennur við túnfótinn í Norð-
tungu. Reynsla Sverris af vist í
irtæki og var reyndar lengi kennd-
ur við Sjóklæðagerðina eða þar til
hann seldi Elmari Jenssen fyrst
reksturinn árið 1966 og síðar hús-
eign þess árið 1984. Elmar og fjöl-
skylda hans hafa síðan rekið fyr-
irtækið undir merki Sjóklæða-
gerðarinnar og 66° norður. Með-
fram fyrirtækjarekstri sínum
stundaði Sverrir laxveiðar á sumr-
um og leigði ýmsar ár einn eða með
öðrum. Lengi var það Laxá í Leir-
ársveit og einnig má nefna Vatns-
dalsá á stríðsárunum, meðan Lion-
el Fortescue, breski skólakenn-
arinn sem kom við sögu her-
námsins í maí 1940, gat ekki sinnt
ánni sem hann hafði tekið á leigu.
Síðar voru það Selá og Hrófá í
Steingrímsfirði, sú seinni allt til
1983.
Sverrir og kona hans Ingibjörg
voru kunn fyrir áhuga á nútímalist
og söfnun verka eftir helstu lista-
menn á sinni tíð, einkum Þorvald
Skúlason. Sverrir kynntist vel
heimi íslensku módernistanna, sem
létu til sín taka um og upp úr heim-
styrjöldinni síðari. Á þeim tímum
þegar heitar hugmyndafræðilegar
umræður um liststefnur og stjórn-
mál blönduðust í logandi deiglu
þótti listsmekkur iðnrekandans
Sverris í Sjóklæðagerðinni ekki lít-
ið undarlegur. En Sverrir hafði
aldrei áhuga á stjórnmáladeilum
og lét eigin dómgreind og innsæi
ráða í listum. Árið 1980 gáfu þau
hjón stofngjöf að Listasafni Há-
skóla Íslands, alls 140 verk. Síðan
hafa fleiri verk bæst við, m.a. gaf
Sverrir safninu allmörg verk í
minningu Ingibjargar þegar hún
lést árið 1994. Þá ánafnar Sverrir
Listasafni Háskólans nú 40 möppur
með skissum eftir Þorvald Skúla-
son sem hann hefur á síðustu árum
flokkað með skýringum til að
tengja þær sem best listferli Þor-
valdar.
Annað áhugamál Sverris var
skógrækt. Árið 1958 keyptu Sverr-
ir og Ingibjörg landskika með kofa
á gróðursnauðum mel við mynni
Seljadalsár, þar sem hún fellur í
Hafravatn. Þar hófu þau hjónin
skógrækt á 6 hektörum lands við
erfið skilyrði jarðvegs og skjólleys-
is. Hvorki vorhretið 1963 né flóð-
hamfarir veturinn 1967–68 með til-
heyrandi áföllum drógu úr þeim
kjark. Með skjólgrindum, aðflutt-
um jarðvegi, áburði og þrautseigju
tókst að koma trjám og runnum á
legg, hefta vindinn og binda jarð-
veginn sem áður ýmist flaut eða
fauk. Þar er nú nánast fullgróið
land með fjölbreyttum gróðri og
elstu trén orðin 12 metra há.
Útför Sverris fór fram í kyrrþey
að ósk hans sjálfs 15. mars.
Norðtungu hjá stjórn-
sömum afa og kynnum
af framandi háttum
erlendra ferðamanna
og fjölbreyttu mannlífi
á þeirra tíma vísu
hafði mikil áhrif á lífs-
feril Sverris.
Sverrir fluttist til
Reykjavíkur með for-
eldrum sínum 1922 og
gekk í Flensborgar-
skóla árin 1923–25 en
fylgdi enskum veiði-
mönnum til veiða í
borgfirskum ám á
sumrin á vegum afa
síns og Sigurðar Fjeldsted, bónda í
Ferjukoti. Árið 1926 hélt hann til
Noregs á Landbúnaðarskólann í
Asker. Þar var hann til ársins 1928
er hann varð að hverfa frá námi því
fé skorti til frekara náms. Árið
1929 tók hann ásamt fleirum þátt í
stofnun Sjóklæðagerðar Íslands hf.
með föður sínum. Árið 1931 stofn-
aði hann matvöruverslunina Lög-
berg við Holtsgötu sem hann rak
fram á 5. áratuginn. Á sama tíma
leigði hann ýmsar af bestu ám
Borgarfjarðar og endurleigði til
enskra veiðimanna. Sverrir komst
þannig vel af á kreppuárunum.
Árið 1941 keypti Sverrir hús-
eignina Hafnarstræti 18 og stofn-
aði til veitingarekstrar, fyrst með
Má Benediktssyni (Einars Bene-
diktssonar skálds) og síðar með
Friðfinni Jónssyni, bryta og veit-
ingamanni. Það voru veitingastað-
urinn Central í Hafnarstræti 18 og
kaffistofan Vega á Skólavörðustíg
þar sem nú er Mokkakaffi. Hann
seldi Friðfinni sinn hluta af rekstr-
inum og lagði árið 1951 nokkurt fé
í fyrirtækið Fiskroð hf. sem nokkr-
ir framámenn í íslensku atvinnulífi
höfðu áður stofnað til að vinna leð-
ur í skó og töskur úr fiskroði sem
annars var fargað. Ekki náðust góð
tök á þeim rekstri en í staðinn var
lagt út í sútun á gærum og kálf-
skinnum sem síðan voru klofin í
þynnur til framleiðslu á hönskum,
töskum og skóm og öðrum fínvarn-
ingi. Gekk það vel í fyrstu en með
tilkomu bátagjaldeyris og tvöfalds
gengis íslensku krónunnar brast
rekstrargrundvöllurinn og var fyr-
irtækið lagt niður eftir tveggja ára
baráttu.
Sverrir tók við framkvæmda-
stjórn kápudeildar Sjóklæðagerð-
ar Íslands árið 1956 eftir lát föður
síns. Vann hann lengi við það fyr-
Mikill höfðingi og velgerðarmaður
íslenzkrar listmenningar er látinn.
Sverrir Sigurðsson bjó yfir því eðli
sanns höfðingja að stunda ekki á eig-
in fremd, heldur á mikilleik annarra.
Góðir listamenn voru í augum hans
blómi manna og mannfélags. Til
þeirra sótti hann af lítillæti bæði og
djúpri virðingu. Snillingar eins og
Þorvaldur, Scheving, Sigurjón og
Ásmundur voru honum meira en vin-
ir. Segja má að hann og þau hjón
bæði hafi annazt þá af af tryggð og
elsku. Þegar þeir voru fjarri eða
orðnir heimi fjær, umgengust þau
hjón listaverk þeirra af sömu unun
og mennina sjálfa áður. Oftlega varð
Sverrir Sigurðsson umsjónarmaður
þeirra í veraldlegum sökum og kunni
jafn vel til þess sem vinum hans var
ósýnt um slíka hluti. Ekki verður
mér hugsað til Sverris án þess að frú
Ingibjörg standi honum jafnan við
hlið í minningunni. Svo samhent
voru þau hjón í öllum höfðingsskap,
að þar fór aldrei efi á milli. Svo var
þegar þau gáfu valið listaverkasafn
sitt til stofnunar Listasafns Háskóla
Íslands árið 1980, svo var einnig þeg-
ar þau lögðu bæði hug á verk margra
hinna yngstu listamanna, sem nú eru
óðum að komast í röð þeirra fremstu
í nútíma listasögu okkar.
Mörg höfum við misst í Sverri Sig-
urðssyni dýrmætan vin og öðling, en
þjóðin á ekki síður á bak að sjá ein-
stökum manni, sem eyddi verald-
arauði sínum ekki í hégóma sterti-
mennsku að hætti síðustu tíma,
heldur í óforgengilega hluti sem lifa
áfram og verða að dýrmætari sem
slíkur maður er að þeim nauturinn.
Með saknaðarkveðjum til dóttur,
dótturdætra og tengdasonar Sverris
Sigurðssonar.
Ásgerður og
Björn Th. Björnsson.
Lokið er lífi löngu og gagnsömu.
Látinn er tengdafaðir minn, Sverrir
Sigurðsson, einn af síðustu eftirlif-
andi frumkvöðlum í uppbyggingu ís-
lensks atvinnulífs við lýðveldisstofn-
unina fyrir miðbik 20. aldarinnar.
Hann var líka einn af þeim mönnum
viðskiptalífsins sem reistu máttar-
stoðir við unga, upprennandi og
sjálfstæða myndlist á Íslandi með
kaupum á verkum listamanna og
hvatningu við unga listamenn, allt
fram á síðustu ár. Hann átti með
konu sinni, Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur, frumkvæði að stofnun Lista-
safns Háskóla Íslands. Hann lést að-
faranótt 9. mars sl.
Það er ekki sjálfgefið að ungur
maður verði fyrir því láni að finna
sálufélag í tengdaföður sínum við
fyrstu kynni. Það er ekki heldur al-
gengt að tengdaforeldrar ungra
hjóna efni til svo innilegrar vináttu
sem ríkti með foreldrum mínum og
þeim Sverri og Ingibjörgu. Það var
gullöld áhyggjulauss ungs fólks á
náms- og mótunarárunum 1960 fram
til 1971, þegar faðir minn lést um
aldur fram. Þar komu til sameiginleg
áhugamál og svipuð lífsviðhorf. Árið
1959 hóf Sverrir skógrækt á land-
skika sem hann hafði keypt við ósa
Seljadalsár þar sem hún rennur í
Hafravatn. Stuttu eftir kynni okkar
Áslaugar dóttur hans sagði hann
mér af öðrum reit sem væri til sölu í
fallegum hvammi ofan við Hafra-
vatnsrétt. Ég taldi föður minn á að
kaupa hann og hóf sjálfur skógrækt
þar með foreldrum mínum haustið
1961. Síðar tóku systkini mín við en
við Áslaug fengum aukið land hand-
an Seljadalsár á móti Sverri og Ingi-
björgu. Tveir sumarreitir við Hafra-
vatn þessara fjölskyldna voru smám
saman fylltir með nýgræðingi.
Skipst var á reynslu og ráðum.
Sverrir hafði ungur gengið á land-
búnaðarskóla á Noregi og hafði auk
þess sem drengur hirt skóginn í
Norðtungu undir handleiðslu afa
síns, Runólfs Runólfssonar bónda
þar. Miðlaði Sverrir af reynslu sinni
og sýndi okkur hinum hvernig und-
irbúa þyrfti svo von væri á árangri.
Þar þurfti að vanda til verka. Það
gekk flest eftir. Eru nú um 16 ha að
mestu plantaðir yndisskógi en fjöldi
tegunda trjáa, runna og fjölærra
plantna tryggir fjölbreytni lífríkis,
frá örverum og smádýrum jarðvegs
til fugla himinsins. Þar er nú nýjar
kynslóðir að huga að framvindu líf-
fræðilegrar fjölbreytni gróðurs og
dýralífs í skjóli og gróðursæld sem
ekki fannst áður.
Fyrir utan garðræktar- og skóg-
ræktaráhugann var það veiðiáhug-
inn sem sameinaði okkur. Sverrir
opnaði mér nýjan heim í því efni.
Hann kenndi mér til veiða á flugu en
það hafði hann lært ungur af Eng-
lendingum. Það var ævintýri. Hann
hafði sérstakt lag á laxinum. Minn-
isstæð var fyrsta kennslustundin við
Hrófá sumarið 1960, í tilhugalífi okk-
ar Áslaugar. Þá sýndi hann mér
hvernig ætti að láta lax sækja flugu
sem dansar í straumkasti. Laxinn
kom en hann kippti flugunni frá lax-
inum og lét mig síðan leika þetta eft-
ir. Það tókst – en ég leyfði laxinum
að taka. Þar með voru örlög mín ráð-
in. Aldrei skyldi ég beita maðki á
krók framar. Í aldarfjórðung var
hann síðan veiðifélagi og lærimeist-
ari í aðferðum, góðum siðum og hóf-
semi við veiðiskap þar til heilsan fór
að gefa sig. Sjálfum tókst mér síðar
að kveikja sama áhuga á fluguveiði
hjá nokkrum vinum mínum og veiði-
félögum.
Annað kenndi Sverrir mér sem
ekki var minna virði – það að skoða
náttúruna í afmörkuðum myndum –
myndirnar í náttúrunni. Ég hafði
ungur fengið áhuga á náttúrunni en
að skoða myndbyggingu hennar í ab-
strakt skilningi, í afmörkuðum flöt-
um, litum og áferð og stúdera inn-
byrðis samhengi þeirra – það var
nýtt fyrir mér. „Nei, sjáðu þessa
mynd, Villi“ – sagði hann glaður þeg-
ar eitthvað sérstakt bar fyrir augu
þar sem hreyfing, litir og fletir upp-
fylltu næmt formskyn hans. Sjálfur
hafði hann líklega byrjað að tileinka
sér þetta þegar hann ungur drengur
horfði á Mugg og einnig Ann Baxter,
skoskættaða unnustu föðurbróður
síns, Eðvalds Runólfssonar, mála
landslagið í túninu á Norðtungu eitt
sumarið. Hann var þá 8 eða 9 ára.
Síðan þroskaði hann þetta frekar,
nánast fræðilega, í samræðum við
Þorvald Skúlason og fleiri listamenn.
Hann hafði augu málarans þó hann
málaði ekki sjálfur. Það má skoða
náttúruna í smáu og stóru með þess-
um hætti eða festa hana á flöt ljós-
myndar eða málverks með margvís-
legum aðferðum og nýstárlegum
áhrifum. Þetta hafa listamenn eins
og málararnir Guðrún Einarsdóttir
og Georg Guðni gert og sýnt náttúr-
una í sérstæðu ljósi, Sverri til
óblandinnar ánægju á undanförnum
árum – þrátt fyrir tryggð hans við
óhlutbundna list.
Það er margs að minnast af
löngum og einlægum vinskap – síð-
ustu 14 árin í sambýli á heimili okkar
Áslaugar og dætranna, Ingu Sunnu
og Arndísar. Best var meðan þeirra
beggja naut við, Sverris og Ingi-
bjargar. Amman sagði sögur og lék á
als oddi við telpurnar. Sverrir studd-
ist við glaðværð hennar og naut sín
best með hana sér við hlið. Söknuð-
urinn sagði til sín á seinni árum og
minningarnar sóttu á eftir fráfall
hennar og gömlu vinanna, þrátt fyrir
tíðar heimsóknir nýrri og yngri vina
og kunningja. Ekki þurfti hann að
kvarta yfir einangrun. Persóna hans
heillaði og dró fólk að sér. Hugurinn
starfaði óskertur fram til þess síð-
asta. Lesið var allar stundir – gler-
augnalaust, jafnvel í hálfskugga – og
sífelldar bollaleggingar voru um
listina.
Með þakklæti kveðjum við þennan
höfðingja. Við gleðjumst með anda
hans sem nú hefur sameinast kyn-
slóð sinni í þeim óræða en óumflýj-
anlega alheimsveruleika sem við
köllum Guð. Hann blessi og geymi
minningu Sverris Sigurðssonar.
Vilhjálmur Lúðvíksson.
Víða í húsakynnum Háskóla Ís-
lands eiga stúdentar, starfsfólk og
gestir þess kost að kynnast íslenskri
nútímamyndlist. Áhrif þessara verka
á háskólasamfélagið verða ekki veg-
in eða mæld með aðferðum vísinda.
Listin opinberar og örvar skynj-
unina sem á sér stað í fylgsnum hug-
ans og gerir þar með hið sýnilega
ósýnilegt. Hver veit nema listin sé
uppspretta allrar þekkingar- og
skilningsleitar.
Listsýningar þær, sem gestum og
gangandi er boðið að njóta í Háskóla
Íslands, eru til komnar að frum-
kvæði Sverris Sigurðssonar, sem nú
hefur kvatt þennan heim. Hann skil-
ur eftir sig stórbrotinn minnisvarða.
Listasafn Háskóla Íslands var stofn-
að með listaverkagjöf hans og Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur, eiginkonu
hans, árið 1980. Gjöf þeirra er ein sú
stærsta sem Háskóli Íslands hefur
þegið og Sverrir var sífellt að auka
við hana. Á níræðisafmæli sínu árið
1999 lagði hann Háskólanum auk
þess til veglegan sjóð til styrktar
rannsóknum á íslenskri myndlist.
Sjálfur kynntist ég Sverri fyrir fá-
einum árum og brennandi áhuga
hans á töfrum listarinnar og græð-
andi öflum náttúrunnar. Mér fannst
hann gæddur þeirri náðargáfu að
geta numið innra gildi hvers sköp-
unarverks og gefið öðrum hlutdeild í
þeirri skynjun. Þannig tók hann rík-
an þátt í leitinni miklu að fegurð og
sannleika. Hann vissi að menntun er
hornsteinn fagurs mannlífs. Hann
treysti og trúði á hlutverk Háskóla
Íslands í þessari leit er mestu varðar
og skólinn er óendanlega miklu rík-
ari eftir.
Þakkarskuld sína við Sverri og
Ingibjörgu mun Háskóli Íslands leit-
ast við að greiða með því að tryggja
að sem flestir fái notið hinnar höfð-
inglegu gjafar þeirra.
Nöfn þeirra hjóna verða í minnum
höfð í Háskóla Íslands um ókomna
tíð.
Páll Skúlason.
Athafnaskáldið, listunnandinn og
skógræktarmaðurinn Sverrir Sig-
urðsson hefur kvatt samferðamenn
sína. Sverrir og Ingibjörg kona hans,
sem voru meðal stærstu listaverka-
safnara landsins á nýliðinni öld,
ákváðu árið 1980 að gefa stóran
hluta listaverkasafns síns til Háskóla
Íslands, einhverja verðmætustu gjöf
sem Háskóla Íslands hefur hlotnast.
Á grundvelli gjafarinnar var Lista-
safn Háskóla Íslands stofnað, safnið
byggist á grunni einkasafns þeirra
hjóna og ber hvorutveggja vitni fág-
uðum smekk og nánu vinfengi mál-
ara og safnara. Allar götur síðan hef-
ur Sverrir Sigurðsson verið mesti
velgjörðarmaður safnsins. Lista-
safnið hefur gjörbreytt ásýnd, and-
rúmi og félagslegu umhverfi stærsta
SVERRIR
SIGURÐSSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta