Morgunblaðið - 16.03.2002, Page 14

Morgunblaðið - 16.03.2002, Page 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu fasteignin Strandgata 49 á Akureyri Veitingahúsið Pollurinn á Akureyri er nú til sölu. Um er að ræða fasteign sem er á þremur hæðum. Stærð jarðhæðar er samtals 439,1 fm. 2. hæð er 191 fm salur. Í risi er óinnréttað rými. Húsið er hluti af svokölluðum Gránuhúsum og er byggt árið 1880. Stað- setning er góð og umhverfi fallegt. Í húsinu hefur verið rekinn vín- veitingastaður undanfarin ár. Hér er um að ræða einstakt tæki- færi fyrir dugmikla aðila. Miklir framtíðarmöguleikar. Allar frekari upplýsingar veittar Fasteignasölunni BYGGÐ Sími 462 1744 og 462 1820, fax. 462 7746 Um helgina í síma 897-7832 (Björn) MÆÐGININ Helgi Þór Helgason og Ólöf Þórsdóttir, bændur á Bakka í Öxnadal, hafa undanfarna mánuði unnið að gagngerum breyt- ingum á fjósinu á bænum, úr venju- legu básafjósi með mjaltabás í há- tæknifjós með mjaltaþjóni og legubásum. Nú ganga kýrnar frjálsar allan sólarhringinn og fara sjálfviljugar í mjaltaþjóninn, allt að þrisvar á sól- arhring. Hann sér um að mjólka kúna án þess að mannshöndin komi þar nærri. Skynjari les sérstök raf- eindamerki sem eru í ól um háls hverrar kýr og þekkir þannig hvern einstakling. Leysigeislar skynja stöðu spenanna og tækið kemur hylkjunum upp á þá án telj- andi erfiðleika. Að vísu eru sumar íslenskar kýr fulllágfættar þannig að setja þurfti sérstaka upphækkun fyrir afturfætur kúnna svo spena- hylkin hefðu nægjanlegt rými. Þeim Ólöfu og Helga Þór leist vel á mjatlaþjóninn og töldu að hann myndi létta vinnu mikið á bænum, þó að fyrsta vikan hafi verið mjög annasöm og erfið. Ólöf sagði að fyrstu þrjá sólarhringana hefðu þau lítið sem ekkert sofið, en síð- ustu daga hefðu þau getað lagt sig örlítið á víxl. Þau mæðgin eru með 80 kýr og 400 þúsund lítra greiðslumark í mjólk. Helgi sagði að kostnaður hefði verið um 25 milljónir og þar af kostaði mjalta- þjónninn sem er af Lely-gerð 15 milljónir. Fyrirtækið Vélar og þjónusta flytja tækið inn og annast viðhald á því og er þjónustugjaldið 290 þús- und krónur á ári og eru innifaldar í því 6–8 heimsóknir á ári. Mikill kostur við mjaltaþjóninn er að hann nemur margvíslegar upplýsingar frá kúnni. Les frumu- tölu mjólkurinnar úr hverjum spena og lætur einnig vita ef hiti kýrinnar er ekki réttur. Þannig fær bóndinn mikla vitneskju um grip- inn á hverjum degi og getur gripið í taumana áður en í óefni er komið. Fyrsti mjaltaþjónninn á Norðurlandi tekinn í notkun Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Fyrsti mjaltaþjónninn norðan heiða hefur verið settur upp á Bakka í Öxnadal, á búi mæðginanna Ólafar Þórsdóttur og Helga Þórs Helgasonar. Eyjafjarðarsveit ÞORGERÐARTÓNLEIKAR Tón- listarskólans á Akureyri verða haldnir í Laugarborg í Eyjafjarðar- sveit á mánudagskvöld, 18. mars og hefjast þeir kl. 20. Fram koma nemendur á efri stig- um úr öllum deildum skólans og er efnisskráin mjög fjölbreytt. Aðgang- ur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum í minningarsjóð Þorgerðar S. Eiríksdóttur. Þorgerð- ur laukburtfararprófi frá Tónlistar- skólanum á Akureyri og var nýkom- in til London í framhaldsnám, er hún lést af slysförum í febrúar 1972. Tón- leikar þessir eru helsti vettvangur til að styrkja sjóðinn en einnig hefur sjóðurinn tekjur af sölu minningar- korta. Fénu er varið til að styrkja efni- lega nemendur Tónlistarskólans á Akureyri til framhaldsnáms. Þorgerðar- tónleikar TELEMARK-hátíð verður í Hlíðar- fjalli um helgina en að henni standa félagar í Íslenska Alpaklúbbnum. Byrjendum býðst að kynna sér þessa skíðatækni kl. 15 í dag, laug- ardag, en auk þess er á dagskrá svo- nefnd Strýtusveifla sem og einnig Fjarkasveifla en þar er um að ræða keppni m.a. í samhliða svigi. Telemark-skíði eru ekki ósvipuð venjulegum svigskíðum nema hvað bindingarnar eru öflugar göngu- skíðabindingar þannig að menn renna sér með lausan hælinn. Telemark- hátíð SKÍÐAFÉLAG Akureyrar býður fólki að koma á gönguskíðasvæðið í Hlíðarfjalli í dag og á morgun, sunnudag, kl. 14–16 og bregða sér á gönguskíði. Allur útbúnaður verður við gönguhúsið, endurgjaldslaust, og verða nokkrir skíðagöngumenn á svæðinu til þess að leiðbeina fólki. Kynna skíða- göngu ARNFINNA Björnsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Kaupvangs- stræti 23, í dag, laugardag kl. 15. Hún er Siglfirðingur og hefur lagt stund á myndsköpun sér til gamans síðustu 40 ár. Myndefnið sækir hún til síldaráranna sem hún tók fullan þátt í á sínum tíma. Þetta er önnur einkasýning Arn- finnu. Kompan er opin frá kl. 14 til 17 alla daga. Sýningin stendur til 27. mars næstkomandi. Arnfinna sýn- ir í Kompunni ÚTKÖLL hjá Slökkviliði Akureyrar urðu 156 á síðasta ári, þar af 23 utan- bæjar, að því er fram kemur í skýrslu Slökkviliðsins. Þetta eru nokkru fleiri útköll en var árið á und- an þegar þau urðu 131 talsins, þar af 11 utanbæjar. Stærsti eldsvoðinn varð í Strýtu, landvinnslu Samherja, í júnímánuði, en tjón af hans völdum varð umtals- vert. Sjúkraútköllum fjölgaði einnig nokkuð milli ára, þau urðu 1.266 í fyrra, þar af 212 utanbæjar á móti 1.167 árinu á undan, þar af 133 utan- bæjar. Alls var um að ræða 276 bráðatilfelli, en þau voru 314 árinu á undan. Björgunarbíllinn var kallað- ur út 10 sinnum í fyrra, þar af voru 8 skipti þar sem hann var notaður eftir umferðarslys, mest utanbæjar. Sjúkraflutningamenn fóru í 166 sjúkraflug árið 2001, þar af voru 8 til útlanda. Slökkvilið Akureyrar Útköllum fjölgar ÚRSLIT ráðast í spurninga- keppni Kvenfélagsins Bald- ursbrár annað kvöld, sunnudags- kvöldið 17. mars, en keppnin hefst kl. 20.30. Hún fer fram í safnaðarsal Glerárkirkju. Keppnin hófst síðasta haust en nú eru fjögur lið eftir, frá DV, Morgunblaðinu, prestum og Síðu- skóla. Aðgangseyrir er 700 krónur og gildir sem happdrættismiði. Allur ágóði rennur sem fyrr í söfnun á steindum glugga í Glerárkirkju. Skemmtiatriði, kaffi og drykkur í hléi. Morgunblaðið/Kristján Harðsnúið lið Síðuskóla er eitt fjögurra liða sem tekur þátt í úrslitalot- unni í spurningakeppni Kvenfélagsins Baldursbrár á sunnudagskvöld. F.v. Sigríður Jóhannsdóttir, Reynir Hjartarson og Kristín List Malmberg. Kvenfélagið Baldursbrá Úrslit í spurningakeppni ALLS bárust 55 tilboð í útboð á ófyrirséðu viðhaldi hjá Fasteign- um Akureyrarbæjar. Einingaverð í tímavinnu var breytilegt eftir iðngreinum og mikil breidd var í tilboðunum. Tilboð bárust frá sextán aðilum í trésmíði, átta í málningarvinnu, fimmtán raf- virkjum, sjö pípulagningafyrir- tækjum, fjögur tilboð bárust í dúkalögn og fimm í vinnu múr- ara. Stjórn Fasteigna Akureyrar- bæjar samþykkti að taka tilboð- um frá samtals 13 aðilum í tré- smíði, raflögnum, pípulögnum, málun, dúkalögn og múrverki. Félag byggingamanna í Eyja- firði sendi Fasteignum Akureyr- arbæjar erindi, þar sem gerðar voru athugasemdir við nokkur at- riði í útboðinu og lúta m.a. að kjarasamningum iðnaðarmanna. Félagið lagðist þó ekki á nokkrun hátt gegn útboðinu og telur að það sé af hinu góða. Þá bárust 8 tilboð í þrif í ellefu leikskólum bæjarins til þriggja ára. Ekki var gerð kostnaðar- áætlun hjá Fasteignum Akureyr- arbæjar en tvö lægstu tilboðin hljóðuðu upp á um 60 milljónir króna fyrir þetta þriggja ára tímabil en hæsta tilboðið hljóðaði upp á 96 milljónir króna. Að sögn Guðríðar Friðriksdóttur, fram- kvæmdastjóra Fasteigna Akur- eyrarbæjar, er verið að fara yfir tilboðin og stefnt að því að taka ákvörðun um hvaða tilboði verði tekið í næstu viku. Eins og fram hefur komið hefur sex bygginga- fyrirtækjum verið boðið að taka þátt í alútboði um byggingu leik- skóla í Naustahverfi. Guðríður sagði stefnt að því opna tilboð í verkið í byrjun júní nk. Um er að ræða fjögurra deilda leikskóla með 96 rýmum, alls um 650–670 fermetra að stærð. Guðríður sagði ráðgert að taka leikskólann í notkun um mitt ár 2003. Margir vilja viðhalds- verkefni hjá bænum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.