Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG þakka grein Ás- dísar Ólafsdóttur kenn- ara sem birtist í Morg- unblaðinu 9. mars sl. Þar opnar hún umræðu sem aðallega hefur far- ið fram á kennarastof- um skólanna í vetur. Ég tek því áskorun Ásdísar og blanda mér í um- ræðuna. Frímínútnagæsla Í nýjum kjarasamn- ingi kemur fram að kennarar eiga ekki að annast gæslu í frímín- útum og nefndu þá nokkrir kennarar að þetta væri það eina góða sem ynnist með samningnum. En í mörgum skól- um er ekki hægt að leysa gæsluna nema með framlagi kennara. Hvern- ig skyldu aðilar samningsins hafa hugsað sér útfærsluna til lausnar þessum vanda? Eins og svo margt annað í samningnum er þetta loðið og enn er verið að túlka samninginn. Þemadagar Eftir nokkur bréfaskipti við KÍ í haust fékkst loks úrskurður á manna- máli frá úrskurðar- nefndinni varðandi þemadaga. Fyrst var haldið fram að á þema- dögum sé vinnan leyst upp og þá skipti ekki máli hvort um er að ræða kennslustund eða fagleg störf (þ.m.t. eyð- ur). Þarna var sett að jöfnu kennsla og önnur fagleg störf. Kennarar áttu að vinna með nem- endum innan vinnu- rammans án þess að fá borgaða yfirvinnu ef þeir kenndu meira en stundaskráin sagði til um. Ég var mjög ósátt við þessa túlkun því ef vinna á þema- dögum er ekki kennsla þá má ég ekki kalla mig kennara því ég starfa alla daga sem myndlistarkennari að skapandi verkefnum sem einmitt eru oft unnin með nemendum á þema- dögum. Bréf til trúnaðarmanna frá 13. nóv. 2001: „Á þemadögum er öll vinna kennara innan vinnurammans til ráð- stöfunar sbr. bls. 85 í handbók með kjarasamningi: Vinna innan vinnu- rammans getur verið breytileg frá degi til dags og viku til viku. Skóla- stjóri getur einhliða fært til kennslu og önnur störf innan vinnurammans sbr. bókun 8, þó þannig að kennslu- stundafjöldi hvers dags sé óbreytt- ur.“ Launapottur skólastjórans Þessi blessaði pottur er líklega að- alorsök þeirrar óánægju sem ríkti í skólum í haust. Úr handbók samn- ingsins: „.. reglur áður kynntar öllum kennurum. Í þeim skal koma fram hvenær ákvörðun um launaflokkaút- hlutun skal lokið. Reglur skólastjóra verða að byggja á málefnalegum rök- um. Með því er átt við að hann hafi sett fram óhlutdrægar reglur sem byggjast annars vegar á mati á störf- um og hinsvegar á færni einstaklinga. Viðbótarlaunin eru eingöngu ætluð til endurröðunar í launaflokka.“ Úr áðurnefndu bréfi frá 13. nóv.: „Um almenna upplýsingaskyldu gild- ir það að hver sem er á rétt á að fá upplýsingar um launaflokk opinbers starfsmanns. Hins vegar á enginn rétt á að fá að vita hvers vegna við- komandi er raðað með þessum hætti. Þó er heimilt að veita trúnaðarmanni kennara slíkar upplýsingar enda er hann bundinn sama trúnaði og skóla- stjóri um málið samkvæmt lögum.“ Þótt trúnaðarmaður setji fram gagn- rýni á atriði úthlutunar skólastjórans hefur það að sjálfsögðu ekkert að segja! Það hefur komið skýrt fram að ekki væri tilgangur pottsins að lag- færa kjarasamninginn en því miður hefur það verið gert og t.d. hafa flokkar farið til yngri kennara, bara af því þeir hafa enga endurmenntun- arflokka í farteskinu. Umsjónarkenn- arar fá flokk ofan á grunninn þrátt fyrir það að þeim er grunnraðað hærra en öðrum einmitt vegna þess að þeir eru umsjónarkennarar. Ekki á að kaupa aukavinnu með pottinum en spurning vaknar – hvað er auka- vinna? Er það ekki vinna að sitja í kennararáði eða starfa í vinnuteym- um. Ég myndi ætla það en þetta er iðkað í alltof mörgum skólum og sett inn í 9,14 vinnustundirnar sem falla undir verkstjórn skólastjóra. Aldursafslátturinn Í nýja kjarasamningnum datt nið- ur aldursafslátturinn við 15 ára kennslu. Þegar kennari er 55 ára fær hann afslátt en ef hann neyðist til að kenna upp í afsláttinn, t.d. vegna þess að aðstæður í skólanum eru þannig að enginn fæst til kennslunnar, fellur afslátturinn niður! Ég vil beina því til kennara með afslátt að taka til íhug- unar fylgifisk þess að taka að sér aukakennslu til að bjarga málunum í skólanum. Ef kennarar kenna yfir af- sláttinn er auðvelt að sýna fram á það við gerð nýs kjarasamnings að kenn- arar nýta sér ekki afsláttinn og því sé hann algjörlega óþarfur. Í skoðana- könnun Kennarasambandsins kom það skýrt fram á sínum tíma að kenn- arar vilja ekki afsala sér afslættinum. Ég er sammála Ásdísi Ólafsdóttur þegar hún segir að forysta kennara- samtakanna hafi komið aftan að fólki sem treysti henni fyrir málum okkar. Nýjustu fréttir af nýliðnu þingi herma að sama forysta hafi verið kos- in! Kennarar, hvað er að gerast? Samningar grunnskólakennara Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir Höfundur er myndlistarkennari á grunnskólastigi. Kjör Í nýja kjarasamn- ingnum, segir Hrafn- hildur Gunnlaugs- dóttir, datt niður ald- ursafslátturinn við 15 ára kennslu. SUNNUDAGINN 17. mars nk. verður haldin hin árlega námskynning skóla á háskólastigi. Að þessu sinni mun kynningin fara fram í Aðalbygg- ingu Háskóla Íslands og í Odda, heimahúsi félagsvísindadeildar, og stendur hún yfir frá kl. 11 til 17. Við hvetjum sem flesta til að mæta og kynna sér það nám sem fé- lagsvísindadeild Há- skóla Íslands hefur upp á að bjóða. Félagsvísindadeild tók til starfa haustið 1976 og voru nemendur við deildina þá um 300 talsins. Á yfirstandandi skólaári eru rúmlega 1.400 nemendur skráðir til náms í félagsvísinda- deild og hefur nemendafjöldinn aukist um rúm 20% frá árinu 1998. Félagsvísindadeild skiptist í sex skorir en námsgreinar eru alls 22. Skorirnar eru: Bókasafns- og upp- lýsingafræðiskor, félagsfræðiskor, mannfræði- og þjóðfræðiskor, sál- fræðiskor, stjórnmálafræðiskor og uppeldis- og menntunarfræðiskor. Nám við deildina er bæði á BA- og framhaldsstigi. Lesendum er bent á að kynna sér heimasíðu félagsvís- indadeildar og er slóðin sem hér segir: http://www.felags.hi.is. Þar er að finna margvíslegar upplýs- ingar um deildina, svo sem náms- greinar, kennsluskrá og fleira. Bókasafns- og upplýsingafræði- skor býður upp á nám á BA- og MA-stigi. Þar er lögð áhersla á leit í rafrænum gagnagrunnum, skjala- stjórn, svo og ýmsa þætti þekkingarstjórnunar. Mikil og vax- andi eftirspurn er eftir bókasafns- og upplýsingafræðingum en fram- boð því miður ekki nógu mikið til að anna henni og því mikilvægt að fjölga nemendum við skorina. Námsgreinar innan félagsfræði- skorar eru félagsfræði, félagsráð- gjöf, hagnýt fjölmiðlun og diplóma- nám í tómstundafræði. Námið er bæði á BA- og MA-stigi. Meðal við- fangsefna þeirra greina sem kenndar eru við félagsfræðiskor eru rannsóknaraðferðir og gagna- söfnun, þjóðfélagskenningar, af- brotafræði, atvinnulífsfræði og fjöl- miðlafræði. Við mannfræði- og þjóðfræðiskor eru kenndar tvær greinar, mann- fræði og þjóðfræði. Báðar greinar eru kenndar á BA-stigi og mann- fræðin einnig á MA-stigi. Mann- fræðin fæst við menningu og sam- félag í félagslegu og sögulegu samhengi og skoðar bæði fjöl- breytileika og sammannlega þætti. Viðfangsefni þjóðfræðinnar eru fræðin um þjóðina og sá fróðleikur sem þjóðin hefur safnað á liðinni tíð og borist hefur á milli kynslóða. Innan sálfræðiskorar er kennd sálfræði á BA- og MA-stigi, auk cand.psych.-náms sem veitir starfs- réttindi sálfræðings. Viðfangsefni sálfræðinnar eru hugur og hátt- erni, en hún skiptist í margar und- irgreinar, sem eiga það sameig- inlegt að beita tilraunum við rannsóknir. Stjórnmálafræðiskor býður upp á nám í stjórnmálafræði og at- vinnulífsfræði á BA-stigi. Einnig er í boði MPA-nám í opinberri stjórn- sýslu og MA-nám í stjórnmála- fræði. Stjórnmálafræði fæst við viðhorf, ákvarðanir og atferli ein- staklinga, félagsheilda, ríkja og ríkjahópa, en í náminu eru fjallað um tengsl ríkisvalds og samfélags á grundvelli kenninga og reynslu- athugana. Fimm námsgreinar eru kenndar innan uppeldis- og menntunar- fræðiskorar; uppeldis- og mennt- unarfræði, diplómanám í tóm- stundafræði, kennslufræði og námsráðgjöf. Auk náms á BA-stigi er boðið upp á margar leiðir til framhaldsnáms. Meðal viðfangs- efna innan uppeldis- og menntun- arfræðiskorar eru uppeldi, þroski, menntun og menntakerfi. Loks skal þess getið að kynja- fræði er kennd sem aukagrein til 30 eininga og er hún samstarfs- verkefni félagsvísindadeildar og heimspekideildar. Í kynjafræði er þverfaglegu og femínísku sjónar- horni beitt til að skoða kynferði og stöðu kynjanna í mismunandi sam- félögum og menningarsvæðum. Nemendum í félagsvísindadeild bjóðast fjölmörg tækifæri til þess að stunda hluta af námi sínu við er- lenda háskóla og geta þeir sótt um að fara sem skiptinemar til fjölda háskóla í Evrópu og Bandaríkj- unum. Félagslíf nemenda við félagsvís- indadeild er fjölbreytt og líflegt. Innan deildarinnar eru starfrækt fjölmörg nemendafélög sem hafa það hlutverk að skipuleggja fé- lagsstarfið svo og að gæta hags- muna nemenda og vera þeim til ráðgjafar um mál er varða námið. Hvert félag skipuleggur viðburði fyrir sína félagsmenn en einnig er mikið um sameiginlegar uppákom- ur af ýmsu tagi. Af ofangreindu má sjá að félags- vísindadeild Háskóla Íslands er fjölmenn og framsækin deild sem státar af fjölbreyttu og skemmti- legu námi og öflugu félagslífi með- al nemenda. Álfgeir Logi Kristjánsson Martha er nemi í bókasafns- og upp- lýsingafræði og Álfgeir nemi í fé- lagsfræði. Þau eru fulltrúar nem- enda í deildarráði félagsvísinda- deildar. Félagsvísindi Auk náms á BA-stigi, segja Martha Ricart og Álfgeir Logi Kristjáns- son, er boðið upp á margar leiðir til fram- haldsnáms. Martha Ricart Félagsvísindadeild Háskóla Íslands – spennandi kostur HÆGT er að líkja þekkingarleit og menntun við ferðalag. Á þessu ferðalagi not- um við okkar eigin áttavita eða vörður til að vísa veginn. Ferða- lagið byggist á að staldrað sé við á ýms- um áfangastöðum. Til þess að gera ferðalagið árangursríkt og mark- visst þarf að huga vel og tímanlega að þeim leiðum sem mögulegt er að fara. Nú ert þú, lesandi góður, eflaust búinn að átta þig á því að hér er verið að tala um undirbúning að náms- og starfsvali. Hvernig fer maður að því að velja sér nám við hæfi? Auðvitað vilja all- ir að námsleiðin sem þeir velja end- urspegli áhugasvið, færni, gildismat og falli að persónulegum högum hvers og eins. Annar þáttur sem er mikilvægur þegar staðið er frammi fyrir náms- vali er að hafa með opnum huga afl- að sér upplýsinga (hafa rétta landa- kortið) um og kynnt sér ítarlega þær fjölmörgu námsleiðir sem í boði eru með tilliti til ofangreindra þátta. Háskólakynning 17. mars Á morgun, sunnudaginn 17. mars, standa allir háskólar á Íslandi að kynningu. Þar verða kynntar allar þær fjölbreyttu námsleiðir sem í boði eru á landsvísu. Kynningin fer fram í þremur húsum á lóð Háskóla Íslands, þ.e. í Aðalbyggingu, Odda og Nýja-Garði. Við vitum að fram- haldsskólanemar af öllu landinu munu fjölmenna á hana. Það skal undirstrikað að kynningin er ekki eingöngu ætluð þeim sem eru að ljúka framhaldsskóla heldur einnig þeim sem hyggjast bæta við mennt- un sína og á þann hátt svara auk- inni eftirspurn og kröfum sam- félagsins um fjölbreyttari og betri menntun. Á kynningunni mun gestum gef- ast kostur á að spyrja nemendur, kennara og forsvarsmenn náms- brauta spurninga um námsleiðirnar. Þetta er kjörið tækifæri til að safna upplýsingum og fræðast um há- skólanám. Vegna umsvifa kynningarinnar er gott að koma undirbúinn og vita hvern skal spyrja og að hverju. Undirbúningi er m.a. gott að haga þannig að skoða það námsframboð sem er að finna á vefsíðum háskól- anna. Einnig mælum við með að skoða Iðuna, www.idan.is en þar er að finna fjölbreyttar upplýsingar um nám og störf. Það að taka ákvörðun um að hefja nám í háskóla er einn hlekkur í þeirri röð ákvarðana sem þarf að glíma við í námsvali. Næsti hlekkur lýtur að því að ákveða hvaða náms- leið henti best. Námsráðgjöf Hlutverk námsráðgjafa í skólum landsins er m.a. að veita ráðgjöf um námsval, aðstoð við upplýsingaleit og leiðbeina við ákvarðanatöku. Námsráðgjöf Háskóla Íslands hefur um árabil veitt verðandi nem- endum skólans sem og háskólanem- endum aðstoð á þessu sviði. Meðan á kynningunni stendur verða náms- ráðgjafar HÍ við móttökuborð í and- dyri Aðalbyggingar og munu leitast við að svara fyrirspurnum gesta um háskólanám og fleira. Við hvetjum alla þá sem eru að huga að háskólanámi að mæta á þessa kynningu og njóta þess sem þar verður í boði. Góða ferð! Hvert stefnir þú? Arnfríður Ólafsdóttir Höfundar eru námsráðgjafar við Háskóla Íslands. Námsval Það að taka ákvörðun um að hefja nám í há- skóla, segja Arnfríður Ólafsdóttir og Jónína Kárdal, er einn hlekkur í þeirri röð ákvarðana sem þarf að glíma við í námsvali. Jónína Kárdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.