Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 45 ALLT er breytingum undir- orpið og íslenskan sem önnur tungumál verður stöðugt fyrir áhrifum frá öðrum málsamfé- lögum. Þannig hefur það alltaf verið en lengst af hefur okkur þó lánast að færa ný orð og nýja hugsun í íslenskan búning. Margt bendir þó til, að nú sé að verða á því nokkur breyting. Danski málvísindamaðurinn Rasmus Christian Rask lærði ís- lensku af sjálfum sér í æsku og var alla tíð síðan mjög umhugað um viðgang hennar og velferð. Dvaldist hann hér á landi á ár- unum 1813 til 1815 og kynntist þá því málfari, sem algengt var í Reykjavík og í öðrum versl- unarstöðum á þeim tíma. Það var svo dönskuskotið, að í bréfi til vinar síns, Bjarna Thorsteins- sonar amtmanns, segir hann meðal annars: „Annars þér einlæglega að segja held ég, að íslenskan bráð- um muni út af deyja. Reikna ég, að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum en varla nokkur í landinu að öðr- um 200 þar upp frá ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar.“ Þegar Rask kynntist betur landi og þjóð rénuðu áhyggjur hans og sjálfur átti hann sinn þátt í því, svo ekki sé talað um Fjölnismenn síðar, að dansk- íslenska blendingsmálið var kveðið í kútinn. Nú er það ekki danskan eins og á dögum Rasks, sem ógnar íslenskri tungu, heldur enskan. Hún glymur í eyrum okkar meira eða minna frá morgni til miðnættis. Með fáum undantekn- ingum er tónlistar- og dæg- urlagaflutningur í útvarpi á ensku og í sjónvarpinu eru am- erískar kvikmyndir og fram- haldsþættir uppistaðan. Tölvu- leikir, eitt helsta tómstunda- gaman barna og unglinga, eru á ensku og það sama á við um tölvuumhverfið almennt. Í kvik- myndahúsunum eru myndirnar amerískar að mestu leyti og þar á bæ þykir yfirleitt ekki taka því að snúa heiti þeirra yfir á ís- lensku. Trúlega er ekki gott við þessu að gera en þegar saman fer minnkandi lestur og minni sam- skipti barna og fullorðinna láta afleiðingarnar ekki á sér standa. Þær birtast meðal annars í svo mikilli málfátækt og svo óskýr- um framburði, að oft má það heita frágangssök að reyna að fylgjast með því, sem sagt er. Það á ekki bara við um ungt fólk, heldur líka fólk á miðjum aldri, jafnvel fólk, sem hefur at- vinnu af því að tala máli fyr- irtækja og stofnana. Ósjaldan fær maður það á tilfinninguna, að þetta fólk gæti tjáð sig miklu betur á ensku. Að sjálfsögðu verður ekki framhjá því horft, að enskan er það samskiptamál, sem heims- byggðin notar, og nú á dögum komast fáir hjá því að afla sér einhverrar kunnáttu í málinu. Það á hins vegar ekkert skylt við undirlægjuháttinn og upp- gjöfina fyrir enskri tungu, sem alls staðar blasir við. Veitingahúsin, að minnsta kosti hér á suðvesturhorninu, heita mörg og kannski flest ensku heiti eða öðru fínu, út- lensku og á einum hamborgara- staðnum var gerð „heiðarleg“ til- raun til að hafa reikningana líka á ensku. Varla er svo opnuð ný verslun, að hún heiti ekki ensku nafni eða öðru „alþjóðlegu“, kynningarfyrirtæki skulu hafa á sér enskt eða amerískt yfirbragð og að sjálfsögðu þykja þær lík- amsræktarstöðvar fínastar, sem flagga öðrum nöfnum en íslensk- um. Íslenskar ráðstefnur eru nú eingöngu kynntar undir ensku nafni og í sumum íþróttagrein- um, ekki síst akstursíþróttum, er enskan gleypt hrá. Við þetta bætist svo, að nú þykir enginn maður með mönnum nema hann sletti ensku í tíma og ótíma. Þannig mætti lengi halda áfram en líklega kippa fáir sér upp við einstök dæmi af þessu tagi. Hver nennir svo sem að æsa sig þótt íslenskt bakarí finni ekki annað nafn betra á íslensku brauði en „fitty“. Allt ber þetta þó að sama brunni, sem er flótt- inn frá íslensku yfir í ensku. Frændur okkar Danir hafa að mestu gefist upp í baráttunni gegn enskunni og nýlega mátti lesa um það í dönsku blaði, að fyrirtæki nokkurt í Danmörku hefði tekið upp ensku sem sam- skipta- og vinnumál. Var það að sögn gert til að gera útlendum starfsmönnum fyrirtækisins lífið léttara. Það fylgdi þó með, að dönsku starfsmennirnir „máttu“ tala dönsku í sinn hóp. Við Íslendingar erum ennþá eftirbátar Dana að þessu leyti en kannski ekki lengi. Nokkur blaðaskrif urðu á síðasta ári um þá fyrirætlan Háskólans á Ak- ureyri, að öll kennsla og sam- skipti nemenda og kennara í einni deild hans færu fram á ensku og í nýlegu viðtali við for- mann Verslunarráðs hvetur hann til umræðu um að taka upp ensku sem samskiptamál innan margra íslenskra fyrirtækja. Hvernig skyldi svo þeim, sem eingöngu nota ensku í skóla eða í vinnunni, ganga að tjá sig á íslensku, um starfið og annað? Er ekki líklegt, að enskan yrði þeim brátt tamari jafnt utan veggja vinnustaðarins sem inn- an? Þróun af þessu tagi verður ekki í einni svipan, heldur hægt og bítandi og kannski verður hún ekki stöðvuð. Nema ein- hverjir reyni að fara í fötin hans Stefáns Gunnlaugssonar bæj- arfógeta og taki af skarið um það, að á Íslandi skuli íslenska töluð, „hvað allir athugi“. Við skulum að minnsta kosti vona, að enn um hríð verði það ekki alveg út í hött að finna að því, sem betur má fara í íslensku máli. ÍSLENSKT MÁL Eftir Svein Sigurðsson Nú þykir enginn maður með mönnum nema hann sletti ensku í tíma og ótíma svs@mbl.is ÉG HEF áhyggjur af velferðarþjónust- unni á Íslandi. Ég held, að hún sé stöðugt að versna. Og ekki bara það. Ég held einnig, að hún muni gera það áfram, að öllu óbreyttu. Og hvers vegna held ég það? Jú, mér finnst flestar fréttir af vel- ferðarkerfinu íslenska, undanfarin ár, benda klárlega til þess, að smátt og smátt sé verið að skerða réttarstöðu almennings – hér og þar – í velferðar- kerfinu. Sérhver þess- ara skerðinga hefur, sem slík, vakið afar takmarkaða þjóðarathygli. En, hins vegar, hafa einstaka hópar haft í frammi einhver skammtímamót- mæli, þegar þeirra réttur hefur verið skertur. Almenn mótmæli, gegn skerðingu velferðarinnar, hafa hvorki heyrst, né sést. Hvað þá al- mennar aðgerðir. Ég held, að tími sé löngu kominn til þess, að almenningur ranki við sér og átti sig á stöðu mála, því hérna eru á ferðinni alvarleg tíðindi, sem ég tel varða almannaheill mjög mik- ið. En tíðindin, bæði gömul og ný, eru til dæmis þessi:  Kjör elli- og örorkulífeyrisþega al- mannatrygginga hafa verið látin skerðast, með því að dragast veru- lega aftur úr almennri launaþróun í landinu.  Hámarkslífeyrir almannatrygg- inga dugir alls ekki fyrir fram- færslu hér á landi. Hann heldur fólki í sárri fátækt, en er samt skertur, enn frekar, með skatt- lagningu!  Kostnaðarhluti flestra sjúkra- tryggðra, vegna lyfjakaupa, hefur aukist geysilega undanfarin miss- eri. Dæmi eru um fólk, sem hafnar lyfjameðferð, vegna kostnaðar.  Vistun sjúklinga á sjúkrahúsum hefur verið stytt meir og meir, í sparnaðarskyni. Verulega veikt fólk og hjálparþurfi er útskrifað til síns heima upp á von og óvon.  Neyðarköll eru farin að birtast í fjölmiðlum frá læknum háskóla- sjúkrahússins í Reykjavík, vegna al- gjörlega óviðunandi aðstöðu, sem sjúk- lingum er þar boðin.  Frá 1. mars, síðast- liðnum, hækkaði kostnaður, vegna sjúkraþjálfunar, hjá flestum ellilífeyris- þegum – og reyndar sjúkratryggðum al- mennt – það mikið, að fjöldinn allur mun ekki hafa efni á sjúkraþjálfun, frá þeim tíma. Hér hefur því, enn og aftur, verið höggvið í sama knérunn, því það eru nefnilega fátækustu elli- lífeyrisþegarnir, sem fara verst út úr þessari síðustu skerðingu á rétti sjúkratryggðra á niðurgreiddri sjúkraþjálfun. En hvers vegna í ósköpunum er þessi stöðuga óheillaþróun velferðarkerfisins í gangi og hvers vegna er hún látin viðgangast? Er einhver pólitísk stefna að baki þessu öllu saman? Stefna, sem hvergi hefur verið kynnt, með hefðbundnum hætti, heldur látin birtast þjóðinni með svona lúmskum hætti í felubúningi – í smáskömmtum og á löngum tíma. Eða er þetta allt barasta einhver til- viljunarkennd þjóðfélagsþróun, sem við ættum öll að kyngja – með lokuð augu? Hrein tilviljun – eða pólitísk stefna? Gunnar Ingi Gunnarsson Höfundur er læknir. Velferðarþjónusta Enn og aftur hefur verið höggvið í sama knérunn, segir Gunnar Ingi Gunnarsson, því það eru fátækustu ellilífeyrisþegarnir, sem fara verst út úr skerðingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.