Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 60
MINNINGAR 60 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ SæmundurBjörnsson fædd- ist í Grænumýrar- tungu 29. janúar 1911. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga hinn 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Þórðarson þá í Grænumýrartungu, Bæjarhreppi í Strandasýslu og síðar bóndi í Gilhaga í sömu sveit, f. 19. júní 1879, d. 14. des. 1935 og kona hans, Sólveig Sigurbjörg Sæmundsdóttir, f. 7. janúar 1882, d. 23. sept 1923, frá Vatnagörðum í Garði í Gullbringu- sýslu. Systkini Sæmundar: Sigríð- ur Elín, f. 26. nóv. 1906, d. 18. sept 1907. Júlíana Kristbjörg, f. 2. feb. 1908, d. 10. apríl 1999. Þórunn Val- gerður, f. 22. feb. 1917, d. 17. feb. 1984. Sigríður, f. 15. maí 1919, bú- sett í Reykjavík. Sæmundur giftist 27. desember 1932 Þorgerði Steinunni Tómas- dóttur, f. 5. júní 1906 í Hrútatungu, d. 17. júní 1974. Foreldrar hennar voru Tómas Þorsteinsson, f. 16. jan. 1867, d. 24. ágúst 1941, og Guðrún Jónsdóttir, f. 12. júlí 1861, d. 22. sept. 1935. Þorsteinn og Ólöf, foreldrar Tómasar, hófu bú- skap í Hrútatungu 1863. Börn Sæ- mundar og Þorgerðar: 1) Sólveig Sigurbjörg, f. 6. maí 1933, d. 8. maí 1985, maki Jón Bjarni Ólafsson, börn þeirra eru: Kristrún Jóna, f. 19. okt. 1958, sam- býlismaður Guð- mundur Arason, bú- sett í Borgarnesi. Fósturdóttir þeirra Ísfold Grétarsdóttir. Sæmundur, f. 25. maí 1963, maki Kristín Anna Kristjánsdótt- ir, búsett í Borgar- nesi. Börn þeirra eru Jón Kristján og Sól- veig Sigurbjörg. 2) Tómas Gunnar, f. 5.apríl 1942, d. 1. janúar 1943. 3) Tómas Gunnar, f. 30. mars 1945, maki Sigrún Erna Sigurjónsdóttir, búsett í Hrútatungu. Börn þeirra eru: Sigurjón, f. 18. ágúst 1975, Þorgerður, f. 7. október 1978, sam- býlismaður Brynjar Örn Sig- mundsson. Arndís, f. 3. september 1981. Sæmundur og Þorgerður stund- uðu búskap í Hrútatungu frá því þau giftu sig þar til Þorgerður lést. Eftir það var hann til heimilis hjá Gunnari og Sigrúnu og börnum þeirra og gekk að bústörfum með- an kraftar entust. Síðustu mánuð- ina dvaldist hann á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Útför Sæmundar fer fram frá Staðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Elsku afi, þá ertu búinn að kveðja eftir stutt veikindi. Það var nú það sem þú vildir, að þurfa ekki að lifa meðvitundarlaus lengi. Sem betur fer fékkstu þá ósk uppfyllta. Seinustu skiptin sem við komum til þín á Sjúkrahúsið á Hvammstanga varstu ótrúlega hress og auðvitað vildir þú fá að vita hvað væri að gerast í sveitinni, heima og hvernig okkur krökkunum gengi. Þú munt lifa í minningunni sem góður og hress karl sem vildi allt fyrir okkur gríslingana gera. Ætíð varstu mikill hestakall, alveg fram á seinasta dag, það var enginn annar en þú sem smitaðir mann af hestadell- unni. Þegar við vorum pínulítil peð varstu strax farinn að kenna okkur allt um hesta og hvernig maður ætti að umgangast þá. Á veturnar þegar lítið var um útreiðartúra var maður bara drifinn á bak inni í hesthúsi til að fá smáfíling. Þegar sumarið kom voru klárarnir allir járnaðir og ef þeir voru með einhverja óþekkt var maður bara látinn vera á baki með- an verkið var klárað. Svo var haldið út í náttúruna og fyrstu ferðirnar voru í taumi hjá þér. Svo þegar klárarnir fóru að þreytast var taumnum sleppt og þá átti maður að hvetja þá áfram og ekki vera á eftir, það voru skilaboðin þín, ekki láta klárana komast upp með ein- hverja leti eða kergju. Þegar þú sást að við systurnar vorum komn- ar með hestadelluna fórstu að smíða fyrir okkur beisli og tauma, því þú varst mjög laghentur og góð- ur í söðlasmíði. Við systurnar eigum því okkar beisli sem við höfum alla tíð notað. Einnig útvegaðir þú okk- ur sinn hnakkinn hvorri og allar aðrar alvöru græjur sem þurfti í hestamennskuna. Á tímabili vorum við systurnar svo iðnar við að stunda hestamennskuna að farið var á hverjum degi, jafnvel oftar, og alltaf varstu þolinmóður að hjálpa okkur að leggja á, herða gjörðina aðeins betur svo allt væri í lagi áður en lagt væri af stað í hefðbundna rúntinn í kringum túnið. Oftast komstu þó með okkur sjálfur og rifjast upp þegar þú fékkst okkur til að koma með þér í girðinga- viðgerðir, tókum við þá okkur hesta til reiðar, byrjuðum svo á því að fara í sjoppuna og kaupa nammi, það fannst manni vera voða mikið sport að fara í sjoppu á hestbaki til að kaupa nesti. Hestarnir voru þitt líf og yndi og það hélt þér lengi gangandi að skreppa í hesthúsið, moka og gefa klárunum, enda þekktu þeir sinn mann. Alveg fram á seinustu ár áttir þú hesta og fórstu seinast á bak 89 ára gamall, þótt stirður værir og það tæki sinn tíma að komast á bak þá hamlaði það ekki viljanum til að bregða sér á gott tölt eða brokk. Eitt sinn kom Gerða heim í helgarfrí á föstudags- eftirmiðdegi og þá varstu einn heima. Farið var að spjalla og kom það upp úr dúrnum að þú hafðir verið frekar slappur nóttina áður. Þú sagðist þá hafa hugsað þér að fara með bæn, en ekki munað neina þá stundina og tautaðir þess í stað eina hestavísu, og já, þú varst ekki frá því að það hefði virkað ágæt- lega, allavega áttirðu marga góða daga eftir það. Alla tíð varstu að fræða mann á alls konar sögum frá gömlum tím- um og þú varst ótrúlega ern alveg fram á síðustu daga. Ósjaldan leit- aði fólk í visku þína ef það vildi vita eitthvað um gamla tíma og það gat verið gaman að sitja við eldhús- borðið heima og hlusta á sögur af gömlum prakkarastrikum og fleiru skemmtilegu. Dísa átti eitt sinn að skrifa ritgerð í skólanum um Holta- vörðuheiði, þá var farið í visku- brunninn þinn og þú gast frætt hana um öll smáatriði sem sneri að því þegar vegur var lagður yfir heiðina. Fannst kennaranum það al- veg ómetanlegt þegar hann las rit- gerðina að upplýsingarnar hefðu verið fengnar svona beint í æð frá þér. Einnig áttir þú það til að taka fólk í klippingu og munum við eftir því sem börn að nágrannar komu í Hrútatungu til að fá hársnyrtingu. Þú tókst alltaf í nefið frá því við munum eftir okkur og Dísa gleymir því eflaust seint þegar hún var lítil og fékk að prófa að taka í nefið hjá þér, hún hefur ekki endurtekið þann leik og mun líklega ekki gera. Þó svo að þessi reynsla hafi ekki verið neitt sérlega góð, var nú samt eitthvað við tóbakið þitt, það var nefnilega svolítið gaman að fara og sópa herbergið hjá þér, það var nefnilega þannig með þig og tób- akið að þú hrúgaðir á handarbakið og saugst svo af krafti en afgangn- um var dustað af hendinni niður á gólf. Eftir nokkra daga var svo hægt að fara og sópa herbergið og sjá hvað kæmi mikið tóbak undan rúminu og oft fannst manni það vera dágóður slatti í dós sem safn- aðist saman. Líklega var herbergið þitt heima oftast rólegasti staðurinn á heim- ilinu, allavega fannst köttunum nú í seinni tíð vera afar þægilegt að stinga sér þar inn ef litlir krakkar komu í heimsókn en þá áttu þau það til að skjóta sér í skúffuna í rúminu þínu, já þeim fannst það vera afar rólegur og öruggur stað- ur. Þú hafðir lúmskt gaman af að kisurnar skyldu leita þangað inn í sængina þína þótt þú væri aldrei sérlega mikill kattakarl. Eins hefur það eflaust verið hjá okkur krökk- unum, allavega átti Dísa það til þegar hún var yngri að fá að gista inni hjá þér í Sæmabekk þótt her- bergið hennar væri næstum því beint á móti. Ekki gerðir þú mikið mál úr hlut- unum, eitt atvik er mjög minnis- stætt en það var þegar fjölskyldan fór í veiði upp á Arnarvatnsheiði í 2 daga, en þú ákvaðst hins vegar að vera heima. Þegar við komum aftur úr ferðinni komst þú röltandi út úr gamlabænum með póstinn undir hendinni, þá hafðir þú læst þig úti snemma þann dag. Þú tókst það nú ekki nærri þér, þú náðir bara í póstinn, grófst upp einhver gömul gleraugu í gamlabænum og fórst að lesa blöðin og dunda þér þangað til við komum heim, það var nú ekki stórmál þótt þú hefðir ekki fengið vott eða þurrt hálfan daginn. Alltaf varstu að gauka einhverju að manni alveg fram á seinustu skipti sem við hittumst, maður fór varla í búð eða ferðalag svo þú viss- ir að þú létir okkur ekki hafa ein- hverja aura til að versla eitthvað gott í gogginn, það vantaði ekki góðvildina í garð okkar krakkanna. Við systkinin erum sammála um að það séu forréttindi að fá að alast upp á sama heimili og afi manns, það eru ekki margir sem hafa afa eða ömmu á heimilinu frá fæðingu og fram á fullorðinsár. Við höfum alltaf haft þig hjá okkur á jólunum, meira að segja nú seinast þótt heils- unni hafi verið farið að hraka, enda verður það skrýtið eftirleiðis að hafa þig ekki til staðar. Seinast þegar Gerða hitti þig sagði hún þér frá því að hún væri að byggja brú úr spýtum í skólanum og ætlaði hún að koma með hana til að sýna þér næst þegar þið hittust, enda varstu alltaf áhugasamur um það sem við vorum að gera. Ekki dugði sá tími og þú sérð hana kannski ef þú ert á sveimi í kringum okkur. Minning- arnar hrannast upp, við gætum ef- laust skrifað miklu meira, við eigum endalaust margar góðar minningar. Við erum viss um að núna ertu kominn til ömmu og annarra náinna ástvina hinum megin við móðuna og þeysir um á gömlum, góðum gæð- ingum. Við kveðjum í dag með söknuði, en lifum með minningun- um um þig. Arndís, Þorgerður og Sigurjón. SÆMUNDUR BJÖRNSSON MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina                     !!                      ! !"!"#!              !!"#! $  %&   $ %     ! !"# ! '(     )    )     % *  +(   ,   ! "#"#$#  %  & '&$#  "" !(!)  '&"(!) * +# %  $ ,    + - + ."  +#   / 012 ' )  ,(  % - ) . !  / &%     -   . ! !"!"#!  %&       ) "# ,       (     . (     3 - (3-% ( 44- /   56 )'7' ,  0 1         . 2!  -#8 % $  % $ 3 8&% $ 798% $ % :79  % $ $:9 : :9  : : :9 , 3 *(   % +,%; (  ' 7#   <6 )'7' ,   %   4   2! ! / &      4   . ! !"!"#!    %  $$#  =%  $$#   %  $$#  +# %  $$# , 3        (      % ,4= (  & ' '  .9$ 5 )'7'    0 1     2!  / &%     4    & ! !5!##! '(         )      )      % * $ **   , 6  7  8  ! "#&$#    '%    %  &   $#   > ?.7   3$  .7   " (   7$(   %  $%     $% $.  $#  +# -#8$#  : :9  : : :9 ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.