Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 27
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 27
15 - 50%
afsláttur af fatnaði
og fylgihlutum.
Notaðir vélsleðar með ríflegum afslætti. Mikið úrval í sýningasal.
Frábært
verð
á síðustu
Yamaha
sleðunum
árg.200
1.
Sími: 594 6000
SLEÐADAGAR
NÝ RANNSÓKN þykir benda
til þess að lyf, sem notuð eru til
að lækka magn kólesteróls í
blóði, bægi einnig frá Alzheim-
er-sjúkdómnum. Niðurstöður
rannsóknarinnar voru birtar í
tímaritinu Archives of Neuro-
logy og sýna að mikið magn
kólesteróls virðist skaða heil-
ann og leiða til andlegrar
hrörnunar með svipuðum hætti
og Alzheimer. Einnig kom í
ljós að eldri konur, sem tóku
lyf, sem kennd eru við statín
og seld undir nöfnum á borð
við Lipitor, Zocor og Mevacor,
höfðu orðið fyrir minni and-
legri hrörnun en þær, sem ekki
höfðu notað lyfið.
Frekari rannsókna þörf
„Niðurstöður okkar styðja
þá kenningu að statín kunni að
koma í veg fyrir Alzheimer-
sjúkdóminn,“ sagði dr. Krist-
ine Yaffe, yfirlæknir í öldrun-
argeðlækningum við Lækna-
miðstöð uppgjafa hermanna í
San Francisco. Rannsókninni
var hins vegar ekki ætlað að
kanna áhrif lyfjanna á andlegt
ástand og sagði Yaffe að frek-
ari rannsókna væri þörf til að
komast að því hvort statín
drægi í raun úr hættuni á að
menn fái Alzheimer-sjúkdóm-
inn.
Rannsóknin tók einkum til
hvítra kvenna með hjartasjúk-
dóma og sögðu aðstandendur
hennar að ekki væri ljóst hvort
niðurstöðurnar ættu við um
konur, sem ekki væru hvítar,
karla eða fólk, sem ekki væri
með hjartasjúkdóma.
Ekki afgerandi
niðurstöður
Rannsóknin virðist benda til
þess að samband sé milli kól-
esteróls og Alzheimer, en Bill
Thies hjá bandarísku Alzheim-
er-samtökunum, segir að nið-
urstöðurnar séu ekki afger-
andi. Fyrri rannsóknir á
sambandi kólesteróls og Alz-
heimer hafa verið misvísandi.
Hins vegar er ljóst að hátt
magn kólesteróls getur þrengt
æðar og aukið hættuna á
hjartasjúkdómum. Sumir vís-
indamenn telja einnig að mikið
kólesteról hafi áhrif á æðar í
heilanum og leiði til þess að
prótein, sem nefnist beta-
amyloid, safnist saman, en það
er talið skaða heila Alzheimer-
sjúklinga.
Samband
milli kól-
esteróls
og Alz-
heimer?
Chicago. AP.