Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 61
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 61 ✝ Járnbrá GuðríðurEinarsdóttir fæddist í Garði í Þist- ilfirði 16. nóvember 1904. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavík- ur 9. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Einar Einarsson, bóndi í Garðstungu í Þistil- firði, f. 6. sept. 1871, d. 20. apríl 1920, og Björg Sigmundsdótt- ir, f. 29. nóv. 1869, d. 15. apríl 1944. Systk- ini Járnbráar voru: Einar Sigmundur, bóndi í Svein- ungsvík, f. 23. mars 1901, d. 16. apríl 1961, Snæbjörn, kennari á Raufarhöfn, f. 25. okt. 1902 , d. 23. okt. 1982, Ingvar, bóndi á Hóli á Langanesi, f. 1. nóv. 1906, d. 1. ágúst 1946, Guðmundur, vinnu- maður í Holti í Þistilfirði, f. 4. jan. 1908, d. 1934. Járnbrá var gift Hrólfi Björns- syni, bónda frá Sveinungsvík, f. 15. des. 1908, d. 27. ágúst 1986. Foreldrar hans voru Björn Jóns- son frá Skinnalóni á Sléttu, f. 1870, d. 1933, og Málfríður Anna Jó- hannsdóttir, frá Láfsgerði í Suður- Þingeyjarsýslu, f. 1869, d. 1948. Þau bjuggu í Sveinungs- vík alla sína búskap- artíð. Börn Járnbrár eru: 1) Björg Jakob- ína húsmóðir á Rauf- arhöfn, f. 21. ágúst 1932, maki Björn Lúðvíksson sjómað- ur , f. 15. jan.1929. 2) Birna húsmóðir í Reykjavík, f. 21. mars 1934. Maki I Hilmar Indriðason sjómaður Raufarhöfn f. 4. júní 1931, d. 16. sept. 1977. Maki II Ótt- ar A. Överby fiskverkamaður, f. 26. mars 1947. 3) Sigríður húsmóð- ir á Raufarhöfn, f. 10. sept. 1937, maki Aðalsteinn Jón Sigvaldason sjómaður, f. 5. nóv. 1938. 4) Einar verkamaður á Raufarhöfn, f. 11. júní 1941. 5) Jón harmónikkuleik- ari á Akureyri, f. 27. mars 1946, maki Helga Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 13. sept. 1943. Útför Járnbrár fer fram frá Raufarhafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku frænka, þá ert þú horfin okkur úr þessum heimi og ég mun ávallt sakna þín. Ég vissi alltaf hve heitt þú þráðir að snúa aftur heim í Sveinungsvík, meðan þú varst á Húsavík, til að líta bæinn þinn og heimahaga aftur augum. Nú er bærinn þinn horfinn og trú mín er sú að fyrir handan, hjá Guði, bíði hann þín við ána ásamt horfnum ástvinum frá Sveinungsvík. Ég sé þau fyrir mér standa við bæinn til að taka á móti þér, Hrólf frænda, eða afa í Sveinungsvík eins og við krakkarnir kölluðum hann alltaf, ásamt ömmu Þorbjörgu, Einari afa og fleirum. Í söknuði mínum finn ég huggun og gleði því ég veit að nú hefur langþráður draumur þinn ræst og þú ert komin heim. Alltaf var gott og skemmtilegt að koma í Sveinungsvík og eftirvænt- ingin mikil þegar mamma sagði okkur að nú væri ferðinni heitið þangað. Við settumst upp í bílinn og brunað var austur, upp fjall- garðinn, inn afleggjarann og ég man tilhlökkunina við að koma auga á bæinn er við keyrðum niður í víkina. Þegar komið var niður á sandana fengum við krakkarnir, ég, Einar bróðir, Heiða og Hörður oftar en ekki að prófa að keyra bíl- inn og hlógum við mikið og skemmtum okkur yfir aksturslag- inu hvert hjá öðru. Síðan lá leiðin að bænum þínum þar sem við stukkum út úr bílnum til að opna hliðið og oft og iðulega stóð eitt- hvert okkar uppi á því á meðan það opnaðist. Þegar komið var í hlað beið afi Hrólfur þar eftir okkur ásamt tíkinni Bellu og urðu miklir fagnaðarfundir en þú elsku frænka beiðst yfirleitt eftir okkur við úti- dyrnar til að bjóða okkur velkomin í bæinn. Þar fyrir innan tók á móti okkur dekkað borð af alls kyns kræsingum. Við krakkarnir mátt- um hins vegar varla vera að því að fá okkur í svanginn því spennan var svo mikil að komast út til að leika okkur en þú sást alltaf til þess að við fengjum nóg að borða og þurftir að hafa þig alla við til að passa upp á það. Oftast átti sú at- höfn sér stað við eldhúsbekkinn undir glugganum en þar fyrir utan beið Bella eftir að við kæmum út. Áður en út var haldið voru lófar okkar fylltir af kökum, því alltaf hafðir þú áhyggur af því að við hefðum ekki borðað nóg, og enn beið Bella fyrir utan, full tilhlökk- unar og með dillandi skott því hún vissi ávallt í hvaða maga fínu kök- urnar þínar myndu hafna. Já, in- dælt og gaman var að koma til ykk- ar í Sveinungsvík og þaðan fór enginn svangur eða óánægður, heldur með magann fullan af góð- gæti og hjartað fullt af hamingju. Eftir að þú varst komin á Hvamm á Húsavík breyttust hagir þínir ekki því alltaf þegar við kom- um við hjá þér byrjaðir þú að tína fram smákökur og konfekt, samt sem áður enduðu kveðjustundir okkar alltaf á því að þér þætti fyrir því að hafa ekki haft meira að bjóða. Þegar þú varst svo komin inn á Sjúkrahús Húsavíkur jukust áhyggjur þínar enn meira hvað þetta varðaði, þrátt fyrir að við reyndum að sannfæra þig um að þú þyrftir ekki að hafa áhyggjur af okkur. Þessa yndislegu og góð- hjörtuðu manneskju hafðir þú að geyma, manneskju sem alltaf var að hugsa um aðra og gefa gjafir sem flæddu bæði frá eldhússkápum þínum og hjarta. Þessi gæska og góðvild sem bjó í ykkur, þér, ömmu Þorbjörgu og afa Hrólfi, veit ég að hefur leitt okkar krakkana á góða braut og verið gott veganesti fyrir okkur út í lífið og leiðarvísir til að þroska okkur í þá átt að verða að góðum manneskjum og fyrir það mun ég ávallt vera þakklát. Nú ert þú loksins komin aftur heim þar sem þú munt taka upp gamla þráðinn og hefjast handa við að stússast í eldhúsinu þínu, þar sem þú verður önnum kafin við að útbúa mat og taka til brauð fyrir heimilisfólk og gesti. Þrátt fyrir að langt sé liðið síðan þú stóðst við eldhúsbekkinn þinn síðast sé ég þig alltaf þannig og mun ávallt sjá þig þannig fyrir mér. Elsku frænka, ég vil þakka þér fyrir alla þá hjarta- hlýju og ástúð sem þú hafðir að gefa og allar þær stundir sem ég átti með þér. Dýrmætt er að eiga slíkar minningar og ég mun ávallt geyma þær í hjarta mínu. Ég veit að þér líður vel núna, hjá góðum Guði og horfnum ástvinum. Ég kveð þig í hinsta sinn, elsku frænka mín, með þessu fallega ljóði eftir Snæbjörn bróður þinn. Bless- uð sé minning þín. Ber þú mig, þrá, sem hug minn heillar, heim, þar sem nam ég fyrsta vorsins óm. Þar vil ég dvelja, er lífs míns birtu bregður. Bros þeirra ég man, sem mér gáfu fegurst blóm. Héðan, sem hug minn enginn, enginn skilur ætla ég burt og fylgja barnsins þrá, sem hreif mig heiman frá yndi og æsku- stöðvum, en aldrei gaf það, sem hjartað þráði að fá. Þökk fyrir allt, sem yndi veitti, allt, sem ég fann og týndi í glaumsins borg. Mörgum mun reynast það einhver ávinn- ingur að eiga kynni af lífsins dýpstu sorg. Ber þú mig, þrá, sem mér öllu ofar bendir, áleiðis heim, þó að fenni í öll mín spor, eitt á ég þó, sem öllum veginn greiðir: ástina til þín, mitt hlýja bernsku vor. (Snæbjörn Einarsson.) Þorbjörg Stefánsdóttir. Í dag er til grafar borin frá Raufarhafnarkirkju Járnbrá Guð- ríður Einarsdóttir, húsfreyja í Sveinungsvík í Þistilfirði, eigin- kona Hrólfs Björnssonar bónda þar, er hann lést árið 1986. Í Sveinungsvík bjuggu saman tvenn systkini í sambyggðu húsi, auk þeirra hjóna, foreldrar konu minnar, Þorbjörg Björnsdóttir, f. 18. nóv. 1900, d. 23. okt. 1983, og Einar Sigmundur Einarsson, f. 23. mars 1901, d. 16. apríl 1961, með börnum sínum. Innangengt var milli heimilanna og lítill greinarmunur gerður á því hvort menn voru beint á sínu heim- ili eða hinu. Ég var svo lánsamur að kynnast þessu elskulega fólki náið árið 1958 er við eiginkona mín Signý Ein- arsdóttir vorum að draga okkur saman. Ég fann fljótt þann ein- staka anda, samstöðu og elskuleg- heit sem ríkti milli heimilanna. Þar var ekki gerður mannamunur. „Frænka“ eins og Járnbrá var ætíð kölluð af frændsystkinum sínum var einstök manneskja uppfull gæsku og hjartahlýju og vildi allt fyrir alla gera er í hennar mann- lega valdi stóð. Þau hjónin ólu að miklu leyti upp dótturson sinn Hrólf, fæddan 1956. Þau hjón bjuggu í Sveinungsvík til ársins 1986 er Hrólfur lést. Ávallt er við hjónin heimsóttum frænku og Hrólf í Sveinungsvík voru veitingar rausnarlega fram bornar af einlægni húsmóðurinnar. Stundum var með í för lítið hávaða- samt fólk sem Járnbrá sýndi ætíð sömu þolinmæðina og hlýjuna. Eftir lát eiginmanns síns fluttist Járnbrá til Raufarhafnar og bjó hjá börnum sínum um nokkurra ára skeið. Árið 1989 flutti Járnbrá á elliheimilið Hvammi á Húsavík og bjó þar um skeið uns heilsan fór að láta undan og eftir það dvaldi hún á sjúkradeild sjúkrahússins á Húsavík. Þar reyndist starfsfólkið henni eins og best varð á kosið. Fyrir það er hún örugglega þakk- lát. Ávallt er við hjónin áttum leið um Húsavík heimsóttum við Járnbrá, fyrir það var hún ávallt þakklát. Stundum ef við vorum á leið „austur“ spurði hún hvort hún gæti ekki komið með, þangað stóð hugur hennar fram undir hinstu stund. Kæra frænka. Nú þegar leiðir skiljast um sinn og þú ert komin til æðri heima er ljúft að ylja sér við allar fallegu og góðu minningarnar um þig. Við erum öll afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið að vera þér samferða á lífsleiðinni. Vertu svo ætíð góðum guði falin. Þess óskum við öll. Signý og Þorgeir. JÁRNBRÁ GUÐRÍÐ- UR EINARSDÓTTIR 3     *( 3=- 4-  !     4  $<   :'' ,  9! ! / &%     $(1    .  ! !"!"#! '(        )   :     % * '  1     %&   * * $#  7&4 $#   8 # $# , ;   )       )     <           & &   &    %@ =-   $ 01= ' ) , ')      (    +- &      $  1      &  %<%  ! =  %    &79  8$#  %  &%$#   "#  - :79 %$#   &  A - %  (B  8.7 $#       : :9  : : :9 , 3             -;-CD4 . E# 9 51 )'7'   ,    2!               ! !"!"#! "# $#  :9  $:9 : :9  : : :9 , ;   )       )     <  %<%  %    (  +@;( + - ( 44  %&  &  %  $$#  =$ %  $  *& %  $$#     %  $$# ,           .   *(  % CD4    ,)  !  / &%     $    . ! !2!##!   # $#      &'$#   +#  $   % 7#$#       +#  $   &'   3 '  )  ,        .     -% %,+ %@ 8)  $   7#  %   F % :/      =     .  ! !"!"#! "#-  $#      8&  =C   9   8&  %  &* $#  +#  8&    G %  $#   8& 8&  =  ($#  : :9  : : :9 ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.