Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íslensk orðabók í tölvuútgáfu Nú einnig fáanleg fyrir MAC - Sjálfsagður hluti af íslenskum hugbúnaði! Verð 7.990 kr. Orðabók í tölvuútgáfu veitir tölvunotendum greiðan aðgang að íslenskum orðaforða og styrkir tunguna á nýjum tímum. Skýr og einföld framsetning, ýmsir leitarkostir gefast og hægt er að hafa orðabókina opna á skjánum í ritvinnslu. Fáanleg bæði fyrir PC og MAC. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S ED D 16 56 6 03 /2 00 2 FULLTRÚAR Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins og Keflavíkur- verktaka undirrituðu í gær samn- ing um byggingu 2.300 fermetra viðbyggingu við húsnæði slökkvi- liðsins að Skógarhlíð. Að sögn Hrólfs Jónssonar slökkviliðsstjóra stendur til að Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar, höfuðstöðvar og samræmingar- stjórnstöð Almannavarna ríkisins og höfuðstöðvar og stjórnstöð Slysavarnafélagsins Landsbjargar flytjist í nýju bygginguna, en fyrir eru í Skógarhlíð höfuðstöðvar slökkviliðsins og neyðarlínunnar. Segir Hrólfur að með þessu verði í Skógarhlíð allsherjarmiðstöð fyrir neyðaraðstoð og björgun á landi. Fyrsti áfangi viðbyggingarinnar verður tekinn í notkun í nóvember en stjórnstöðvarhlutinn á að vera tilbúinn í desember. Framkvæmd- unum á síðan að vera lokið í júní á næsta ári. Samningurinn, sem und- irritaður var í gær, hljóðar að sögn Hrólfs upp á tæpar 329 milljónir króna. Samningur undirritaður um stækkun húsnæðis Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð Morgunblaðið/Júlíus Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri, Ró- bert Trausti Árnason, forstjóri Keflavíkurverktaka, og Kári Arngrímsson, yfirverkfræðingur hjá Keflavíkur- verktökum, við undirritun samningsins um byggingarframkvæmdirnar í gær. Verður miðstöð fyrir neyðaraðstoð og björgun á landi KARLMAÐUR á þrítugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um kynferð- isbrot gegn 19 ára stúlku sem á við andlega vanheilsu að stríða. Var hann m.a. sakaður um að hafa þröngvað henni til samfara. Stúlkan sagði að samfarir þeirra hefðu verið gegn sínum vilja en stað- festi fyrir dómi að hún hefði við upp- haf þeirra haft ofskynjanir sem birt- ust í því að hún heyrði raddir sem sögðu henni að láta að vilja manns- ins. Komst fjölskipaður dómur Hér- aðsdóms Reykjaness að þeirri nið- urstöðu að ekki hefði verið hægt að ætlast til þess að maðurinn gæti átt- að sig á því að stúlkan hefði e.t.v. hegðað sér öðruvísi en raunveruleg- ur vilji hennar stóð til. Stúlkan hefur átt við langvinn geð- ræn veikindi að stríða og bar geð- læknir að eftir þennan atburð hefði komið bakslag í meðferð hennar. Kunningsskapur hafði tekist með henni og manninum. Fram kom að greind mannsins hefði mælst á mörkum meðalgreind- ar og tornæmis. Þótti dómnum ekki ástæða til að rengja manninn um að hafa ekki séð neitt athugavert í fari stúlkunnar og honum hefði virst hún vera ósköp venjuleg stúlka. Þá þótti dómnum ekki ástæða til að draga í efa frásögn mannsins um að hann hefði ekki talið stúlkuna fráhverfa samförum þótt nokkurs trega hefði gætt af hennar hálfu. Samkvæmt því yrði að sýkna manninn af ákæru rík- issaksóknara. Allur sakarkostnaður var felldur á ríkissjóð, þ.m.t. málsvarnarlaun Arnar Clausen hrl., skipaðs verjanda mannsins, og þóknun til réttar- gæslumanns brotaþola, Herdísar Hallmarsdóttur, hdl. Sigríður Jós- efsdóttir saksóknari sótti málið. Sveinn Sigurkarlsson dómsfor- maður, Finnbogi H. Alexandersson og Guðmundur L. Jóhannesson hér- aðsdómarar kváðu upp dóminn. Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn konu Raddir sögðu henni að láta að vilja mannsins NIÐURSTAÐA Rannsóknarnefndar flugslysa á orsökum afltaps hreyfils flugvélar sem nauðlenti í Garðsárdal í Eyjafirði síðdegis 5. ágúst í fyrra er sú að eldsneyti hafi gengið til þurrðar þar sem það hafi verið ofmetið. Einn- ig að mælar fyrir eldsneyti hafi verið rangt stilltir og sýnt meira eldsneyti í tönkum en raunin var. Þá er það nið- urstaða nefndarinnar að óöguð vinnu- brögð hafi verið viðhöfð við eftirlit með eyðslu og flugþoli. Flugvélin er af gerðinni Piper Tomahawk, TF-JMB, eins hreyfils og var í flugi með kennara og nemanda Flugskóla Akureyrar. Flugáætlun var gerð frá Akureyri að Múlakoti í Fljótshlíð, síðan í Nýjadal á Sprengi- sandi og til Akureyrar á ný. Var áætl- að flugþol þrír tímar. Ekki var tekið eldsneyti á leiðinni. Við brottför frá Nýjadal áætlaði flugmaðurinn að hann hefði 45 mínútna umframelds- neyti við lendingu á Akureyri. Ekki var unnt að fljúga beinustu leið vegna regnskýja og því tekinn krókur aust- ur í Bárðardal áður en stefnt var í vestur til Akureyrar. Hreyfill vélarinnar missti afl yfir drögum Garðsárdals og nauðlenti flugkennarinn vélinni á graslendi inn- arlega í dalnum. Sökk vélin í gljúpan jarðveg í lendingarbruninu og stakkst á bakið. Mennirnir komust út ómeidd- ir en vélin skemmdist talsvert. Fjórar tillögur í öryggisátt Rannsóknanefnd flugslysa setur fram fjórar tillögur í öryggisátt í kjöl- far þessa slyss. Er þeim beint til Flugmálastjórnar og er lagt til að hún endurútgefi upplýsingar úr upplýs- ingabréfunum „Flugáætlanagerð og eldsneytiseyðsla“ og „Flugþol í einka- flugi“ og tryggi að útsending þeirra nái til allra flugskírteinishafa. Flugmálastjórn skoði rekstur flug- skóla með tilliti til reglna um útreikn- ing á massa og jafnvægi flugvéla í kennsluflugi og gangi úr skugga um að í flugrekstrarhandbókum skólanna séu skýrar verklagsreglur um massa og jafnvægisútreikninga. Settar verði verklagsreglur í flug- kennslu um að flugnemar mæli með kvarða fyrir hvert flug hvert raun- verulegt magn sé í hverjum eldsneyt- istanki flugvélar og meti jafnframt hvort samræmi sé á milli flugtíma frá síðustu fyllingu eldsneytistanka, þeirrar eldsneytiseyðslu sem hand- bók flugvélarinnar gerir ráð fyrir og þess eldsneytis sem magnmælar flug- vélarinnar sýna að eftir sé í tönkum. Í fjórða lagi er lagt til að Flugmála- stjórn sjái til þess að þegar ársskoðun fer fram á litlum flugvélum staðfesti sá aðili sem skoðunina framkvæmir að prófun hafi verið gerð í samræmi við reglur Flugöryggissamtaka Evr- ópu og það staðfest að magnmælar eldsneytis séu í lagi.. Í frétt frá Rannsóknarnefnd flug- slysa kemur fram að eins hreyfils flugvélar hafi orðið eldsneytislausar nánast árlega síðustu 15 árin og stundum hafi alvarleg flugslys hlotist af. „Um árabil hafa verið í gildi upp- lýsingabréf sem varða nauðsynlegt eldsneytismagn í flugi sem þessu og þá fyrirhyggju sem verður að hafa. Í ársskýrslu RNF árið 2000 var birt grein, „Brestir og bensínleysi“, sem fjallar um þetta stöðuga vandamál, að flugvélar verða enn og aftur bensín- lausar á flugi. Þetta hefur RNF margoft lagt áherslu á í skýrslum sín- um og með tillögum sínum til úrbóta í öryggisátt,“ segir m.a. í frétt nefnd- arinnar. Rannsókn á orsökum flugslyss í Garðsárdal lokið Bensínmagn ofmetið og vinnubrögð óöguð EFNAHAGSBROTADEILD ríkislögreglustjóra hefur lokið gagnaöflun sem ríkissaksókn- ari óskaði eftir í tilefni af skýrslu Ríkisendurskoðunar á fjárreiðum Þjóðmenningarhúss og Þjóðskjalasafns og athöfn- um forráðamanna stofnananna. Beiðni ríkissaksóknara barst í síðustu viku og voru rann- sóknargögn efnahagsbrota- deildar send honum í gær. Gagnaöflunarinnar var óskað til að ríkissaksóknari gæti ákveðið hvort hann teldi tilefni til að mæla fyrir um opinbera rannsókn á málinu. Gagnaöflun lögreglu lokið Þjóðmenningarhús og Þjóðskjalasafn EISTNESKI stórmeistarinn Jaan Ehlvest og Rússinn Oleg Korneev sigruðu á 20. Reykjavík- urskákmótinu sem lauk í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þeir hlutu báðir 7 vinninga í níu um- ferðum. Helgi Áss Grétarsson varð efstur íslensku þátttakend- anna og lenti í 3.–6. sæti með 6½ vinning. Þeir Stefán Kristjánsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson urðu í 7.–11. sæti með 6 vinninga. Frammistaða Stefáns Krist- jánssonar vakti mikla athygli. Hann náði lokaáfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli þegar tvær umferðir voru til loka móts- ins og hefði getað náð fyrsta stór- meistaraáfanga sínum með jafn- tefli í lokaumferðinni. Hann fékk það erfiða hlutverk að mæta Oleg Korneev með svörtu og þrátt fyrir góða vörn varð Stefán að lokum að játa sig sigraðan. Bragi Þorfinnsson þurfti að ná jafntefli í síðustu umferð til að ná lokaáfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli. Líkt og Stefán hafði hann svart og einnig gegn erlend- um stórmeistara, Lettanum Nor- munds Miezis, sem er með 2.498 skákstig. Skák þeirra stóð lengi og var flókin. Miezis náði að knýja fram sigur og Bragi verður því að bíða enn um sinn eftir alþjóðlega meistaratitlinum. Keppendur á mótinu voru 72 en röð þeirra 22 efstu varð þessi: 1.–2. sæti, Jaan Ehlvest og Oleg Korneev með 7 vinninga. 3.–6. sæti, Helgi Áss Grétars- son, Valeriy Neverov, Jonathan Rowson og Mikhail M. Ivanov með 6½ vinning. 7.–12. sæti, Stefán Kristjáns- son, Henrik Danielsen, Hannes Hlífar Stefánsson, Eric Lobron, Helgi Ólafsson og Normund Miez- is með 6 vinninga. 13.–22. sæti, Michail Brodsky, Emanuel Berg, Þröstur Þórhalls- son, Heikki Westerinen, Antoan- eta Stefanova, Ferenc Berkes, Oleg Boricsev, Tiger Hillarp- Persson, Sigurður Daði Sigfússon og Sigurbjörn Björnsson með 5½ vinning. Ehlvest og Korneev jafnir í efsta sætinu Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.