Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján FriðrikÞórhallsson frá Björk í Mývatnssveit fæddist í Vogum í Mý- vatnssveit 20. júlí 1915. Hann lést á heimili sínu aðfara- nótt þriðjudagsins 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórhallur Hallgríms- son bóndi í Vogum, f. 12. maí 1879, d. 22. des. 1941, og Þuríður Einarsdóttir hús- freyja, f. 25. júlí 1882, d. 14. febr. 1966. Systkini Kristjáns eru, í aldursröð: Ólöf Valgerður, f. 19. júlí 1907, d. 19. júní 1925, Kristjana Friðrika, f. 8. des. 1908, d. 18. júní 1915, Hall- dóra, f. 28. júní 1911, d. 9. mars 1978, Hallgrímur, f. 28. apríl 1914, d. 18. sept 1982, Einar Gunnar, f. 2. okt. 1918, Hermann, f. 15. nóv. 1922. d. 19. mars 1949, og Ólöf Ást- hildur, f. 11. apríl 1926. Kristján kvæntist Önnu Elinórsdóttur frá Akureyri 20.október 1951. Þau eiga fjögur börn: 1) Hermann, f. 31.okt. 1952. Hann býr í Mývatns- sveit. Sonur hans og Sigríðar Sig- urðardóttur er Sigurvin Freyr. 2) Elín Sesselja, f. 1. nóv. 1954. Maður hennar er Helgi Kristjánsson. Þau búa á Húsavík. Börn þeirra eru: Guðni Rúnar, sambýliskona hans er Berglind Wiium Árnadóttir, Elísabet Anna og Kristján El- inór. 3) Þórhallur, f. 12. nóv. 1957. Kona hans er Þuríður Helgadóttir. Þau búa í Mývatnssveit. Börn þeirra eru: Sigurlaug Elín, Hildur Ásta, Kristján og Helgi Þorleifur. 4) Jóhann Friðrik, f. 25. feb. 1965. Kona hans er Ingunn Ásta Egils- dóttir. Þau búa í Reykjavík. Börn þeirra eru: Úna, Marín og Mar- teinn Elí. Kristján ólst upp í Vogum og bjó þar alla ævi, ef undan eru skilin tvö ár, er hann starfaði í Reykjavík. Kristján starfaði lengstum sem vörubílstjóri ásamt því að vinna við félagsbúið með bræðrum sínum. Í upphafi áttunda áratugar hóf hann störf hjá Kísiliðjunni í Mývatns- sveit og var þar lagerstjóri í tæpa tvo áratugi. Hann vann og við lög- gæslu árum saman í Þingeyjar- sýslum. Frá árinu 1960 og fram á síðustu ár var hann fréttaritari Morgunblaðsins og flutti reglulega fréttir af mannlífinu í sveitinni. Útför Kristjáns fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Horfinn er yfir móðuna miklu tengdafaðir minn, Kristján Þórhalls- son í Vogum. Fulltrúi sinnar kynslóð- ar sem lifað hefur stærstu breyting- arskeið heillar þjóðar. Á æviskeiði sínu, sem spannaði nærfellt 87 ár, tók Kristján þátt í að vinna íslensku þjóð- ina úr heljargreipum fátæktar og ör- birgðar til þess að verða vel bjargálna og tæknivædda. Hann ólst upp í torfbæ á bökkum Mývatns, gekk á sauðskinnsskóm, naut leiðsagnar í farskóla þeirra tíma í nokkrar vikur einn vetur. Hann sá vélknúin farar- tæki leysa hestinn af hólmi. Hann sá rafmagnsljósin leysa af kerta- og lampaljósin. Hann sá eldinn í eldavél- inni, frá mó, taðkögglum og birki- hríslum, víkja fyrir nýrri tækni. Rennandi vatn, kalt og heitt í krönum inni í húsi, baðherbergi með hrein- lætistækjum, steinsteypt hús, vegi, brýr, allt þetta, sem við seinni tíma kynslóðir teljum svo sjálfsagt og megum hvergi án vera og álítum að alltaf hafi verið til. Lífshlaup þessarar kynslóðar, manna eins og Kristjáns, er einstakt í þúsund ára sögu okkar sem þjóðar og varla við að búast að nokkur önnur kynslóð muni lifa jafnmiklar og hrað- ar breytingar. Nokkurra vikna farskóli varð að duga Kristjáni, efni og aðstæður leyfðu ekki meira. Þrátt fyrir það er óhætt að segja að Kristján hafi verið menntaður. Hann hafði vakandi auga á öllu í umhverfi sínu, hafði afburða gott minni til hinstu stundar, skrifaði kjarnort mál og átti auðvelt með að koma orðum að hugsun sinni. Hann var fréttaritari Morgunblaðsins um langt árabil. Vegna þessara eðlislægu athyglisgáfna sinna, átti Kristján af- ar auðvelt með að tileinka sér allar nýjungar og nota þær. Hann var með fyrstu mönnum í sveitinni til að fá sér bíl og var atvinnubílstjóri í mörg ár. Mín kynni af Kristjáni voru afar góð. Þrátt fyrir að vera mikill vexti og stórskorinn í útliti var innri maðurinn einstaklega ljúfur og viðmótsþýður. Aldrei man ég eftir að það hafi kast- ast í kekki með okkur. Hann var sér- staklega þolinmóður við barnabörnin sín og þó oft hafi verið rík ástæða til að kveða niður hávaða og bægsla- gang barnaleikjanna og fá börnin til að stilla sig, þá leit hann á slíka há- vaðaleiki sem sjálfsagðan hlut og um- bar slíkt líkt og hann tæki varla eftir því. Kristján hafði gaman af að ferðast um landið sitt. Fórum við nokkrar bílferðir saman bæði eftir þjóðvegi og utan vegar. Á þeim ferðum kom í ljós hið geysigóða minni Kristjáns. Hann hafði flesta þessa vegi farið áður, og rifjaði þá gjarnan upp dagsetningar og ártöl, veðurfar og aðstæður aðrar sem þá höfðu verið. Oft komu þá sög- ur frá honum af atburðum frá þeim tímum, sem snertu þann stað sem heimsóttur var hverju sinni. Hann var fróðleiksbrunnur. Kristján var hófsamur og sérstak- lega reglusamur með alla hluti. Hann neytti aldrei tóbaks og í Björk var áfengi aðallega notað sem meðal. Hann starfaði sem löggæslumaður í mörg ár með annarri vinnu. Kristján giftist eftirlifandi konu sinni, Önnu Elinórsdóttur, hinn 20. október árið 1952. Kristján og Anna byggðu sér nýtt hús, sem þau skýrðu Björk og fluttu í það árið 1962 og var það heimili þeirra alla tíð síðan. Eign- uðust þau fjögur börn og 11 barna- börn. Gullbrúðkaupsafmæli var hald- ið á heimili þeirra hjóna í Björk síðasta haust. Heimili þeirra hjóna var gest- kvæmt enda ævinlega vel tekið á móti öllum á þeirra hlýja og góða heimili. Síðustu æviár sín var Kristján í Björk, heima, hættur að vinna sem launamaður hjá öðrum. Stundaði hann veiðar á vatninu með Einari bróður sínum. Margan góðan munn- bitann hef ég fengið hjá þeim bræðr- um gegnum tíðina, enda silungurinn veiddur og verkaður af sérstakri natni svo úr varð taðreyktur silung- ur, óviðjafnanlegur að bragðgæðum. Við Kristján og bróðir hans, Einar Gunnar, áttum margar góðar stundir saman m.a. í gufubaðsferðum okkar. Gufubaðið stendur í landi Voga en þar stígur hiti upp úr sprungum víða, en gufubaðið stendur á einni slíkri sprungu. Stolt þeirra bræðra og ánægja yfir gæðum eigin lands var og er mikil. Sérstök ánægja fylgir því að geta veitt öðrum hlutdeild í slíkum gæðum. Fór ég ekki varhluta af því, og naut þess vel. Kristján barðist síðasta árið við ill- vígan sjúkdóm. Hann lét þó aldrei neitt fram hjá sér fara sem varðaði sveitina og málefni liðandi stundar. Hann hafði sínar skoðanir og var óhræddur við að láta þær í ljósi og var sá eiginleiki hans óskertur allt til loka. Kristján, hafðu þökk fyrir allar góðar stundir. Helgi Kristjánsson. Kristján Þórhallsson var einn þeirra manna, sem setti svip á um- hverfið, mikill á velli og hress í bragði. Hann var af þeim legg Voga- manna, sem fylgdu Sjálfstæðis- flokknum að málum. Það var ekki tortryggnilaust á sínum tíma þegar rétt þótti að ein skoðun væri á hverj- um bæ og hverjum dal í Þingeyjar- sýslum. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og margar pólitískar Miðkvíslarstíflur verið sprengdar. Það lætur að líkum að við Kristján kynntumst fyrst, þegar ég vann fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum 1963. Á þessum tíma hafa mörg hita- mál komið upp í Mývatnssveit, en lengst hefur staðið styrinn um Kís- ilverksmiðjuna. Þeir Vogabræður Hallgrímur, Kristján og Einar skildu strax þá þýðingu, sem slíkur rekstur hefði fyrir Mývatnssveit og mannlíf þar, ef menn á annað borð töldu æski- legt, að byggð þéttist og fólki fjölgaði. Reynslan hefur líka sýnt, að kringum verksmiðjuna og síðan Kröfluvirkjun hefur vöxturinn verið og gert m.a. kleift að leggja hitaveitu um byggð- ina. Nú þegar meiri óvissa varð en áð- ur um verksmiðjurekstur í Mývatns- sveit hrukku margir við, af því að það skýrðist betur fyrir þeim, hvers virði það er fyrir lítið byggðarlag úti á landi að hafa traust fyrirtæki að byggja á. Kristján var með vissum hætti brautryðjandi í Mývatnssveit, þegar hann festi kaup á vörubíl ungur mað- ur og flutti fólk, varning og sauðfé milli byggðarlaga jafnframt því sem hann rak búskap, enda var hann framfarasinnaður að eðli. Hann var mikill náttúruunnandi eins og hans fólk og kannski allir Mývetningar, af því að þeir búa á þessum stað, þar sem náttúran er svo heillandi og fjöl- breytileg og þó svo viðkvæm. Þess vegna barst talið oftar en ekki að KRISTJÁN ÞÓRHALLSSON ✝ Ólafía GuðlaugGuðjónsdóttir fæddist í Stóru-Mörk 28. september 1902 og lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 11. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Kristín Ket- ilsdóttir, f. 21.8. 1877, d. 16.9. 1961, og Guðjón Ólafsson, bóndi í Stóru-Mörk, f. 10.4. 1878, d, 28.3. 1936. Hún var elst fimm systkina, en hin voru Sigurjón, f. 24.10. 1904, d. 10.6. 1906, Sigurbjörg, f. 24.6. 1906, Ásta Karólína, f. 13.11. 1910, d. 23.8. 1992, og Helga Þórunn, f. 20.4. 1918. Guðlaug giftist 18.10. 1929 Brynjólfi Úlfarssyni, frá 18.5. 1963, Guðlaug, f. 30.9. 1966, Brynjólfur Hrafn, f. 10.9. 1968, El- ín Rósamunda, f. 12.11. 1969, Að- alsteinn Úlfar, f. 22.11. 1972 og Svanur Bjarki, f. 18.4. 1980. Stjúp- sonur Úlfars er Steinarr Bjarni Guðmundsson, f. 4.10. 1961. Barnabörn Úlfars eru tíu. 3) Ragn- heiður Guðný, f. 11.1. 1947, maki Jón Þorkell Rögnvaldsson bakari, f. 10.8. 1948, börn þeirra eru: Rögnvaldur, f. 23.4. 1970, Brynj- ólfur Smári, f. 9.12. 1975 og Ásta Guðlaug, f. 28.7. 1979. Barnabörn Ragnheiðar eru fimm. Guðlaug og Brynjólfur hófu bú- skap á Efri-Þverá í Fljótshlíð, en fluttust að Stóru-Mörk tveimur ár- um seinna og tóku við búi foreldra hennar og bjuggu þar síðan. Guð- laug bjó í Stóru-Mörk þar til fyrir þremur árum, að hún fluttist á dvalarheimili, fyrst á Kirkjuhvol á Hvolsvelli, en skömmu seinna að Lundi á Hellu, þar sem hún átti heimili til æviloka. Útför Guðlaugar fer fram frá Stóra-Dalskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Fljótsdal í Fljótshlíð, f. 12.2. 1895, d. 6.3. 1979. Börn þeirra eru: 1) Hanna Kristín, f. 21.6. 1929, maki Bene- dikt Sigurbergsson vélstjóri, f. 25.11. 1930, börn þeirra eru: Fjóla Brynlaug, f. 21.7. 1951, Freyja Bergþóra, f. 28.6. 1953, Guðjón Örn, f. 10.9. 1954, Elías Val- ur, f. 10.1. 1958, d. 30.10. 1981, Birna Sig- urbjörg, f. 8.6. 1960 og Sigurbergur Logi, f. 24.10. 1965. Barnabörn Hönnu eru þrettán og barnabarnabörn sex. 2) Úlfar Gunnlaugur, bóndi í Stóru-Mörk, f. 4.1. 1932, maki Rósa Aðalsteinsdóttir, f. 17.2. 1941, börn þeirra eru: María, f. Elsku mamma. Nú ert þú farin til guðs og góðra engla. Þessar línur eiga að færa þér þakkir fyrir allt og allt. Þú gafst okkur svo mikið af lífsins visku til að takast á við lífið og alltaf treystir þú guði þínum og kenndir manni að treysta honum, og okkur trú og kjark til að lifa með í blíðu og stríðu. Og enn verður þú verndari okkar því allt sem þú gerðir gleymist aldrei. Þú munt vaka yfir okkur öllum sem þér þótti svo vænt um. Nú er ei annað eftir en inna þakkar mál og hinstu kveðju kveðja þig, kæra, hreina sál. Þín ástar orðin góðu og ástar verkin þín í hlýjum hjörtum geymast, þótt hverfi vorri sýn. (Einar H. Kvaran.) Far þú í friði og þökk fyrir allt og allt. Hanna og Benedikt. Ég sá hana fyrst við kirkju. Hún söng í kirkjukórnum í gömlu kirkj- unni í Stóra-Dal. Háa, sterka sópr- anröddin hennar fyllti þessa litlu kirkju og ég hugsaði þá, eins og svo oft síðar, að hún hefði átt að fá að læra söng og verða fræg óperusöngkona. Hún söng í þessum kór í meira en 60 ár, því hún var aðeins 12 ára þegar hún byrjaði. Ég var nýflutt í sveitina, en átti eftir að kynnast henni betur, þegar við Úlfar, sonur hennar, tókum saman. Tveimur árum eftir að ég flutti í sveitina, flutti ég inn á heimili hennar og Brynjólfs. Við bjuggum svo saman í yfir 30 ár og allan þennan tíma varð okkur aldrei sundurorða. Skyldu margar tengdamæðgur geta sagt það sama? Mér finnst það lýsa henni vel, því að rifrildi, læti og hávaði þrifust ekki í návist hennar. Hún var friðflytjandi, eins og þeir, sem talað er um í biblíunni: ,,Sælir eru friðflytj- endur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.“ Aldrei gat ég full- þakkað henni fyrir hennar stóra þátt í uppeldi barnanna minna sjö. Það var ómetanlegt að eiga hana að, þegar ég fór til vinnu, og vita að börnin voru í bestu höndum sem hugsast gat. Hún var sálfræðingur af Guðs náð, sér- staklega þegar börn voru annars veg- ar. Ég naut líka góðs af reynslu henn- ar og góðvild og allt sem hún tók að sér var vel gert. Ég sé hana fyrir mér að snúast í eldhúsinu, hún var svo létt í spori og það var eins og hún væri aldrei að keppast við, engar óþarfa hreyfingar, en verkunum var lokið áð- ur en maður vissi. En svo tekur ellin völdin og ég veit, að hún hefði helst viljað fá að sofna út af hér í Stóru-Mörk, þar sem hún hafði eytt stærstum hluta ævinnar. En örlögin ráða og þegar hún var orð- in 96 ára gömul varð ekki lengur kom- ist hjá því, að finna stað, þar sem hún gæti fengið þá umönnun, sem hún þurfti. Sá staður fannst á Dvalar- heimilinu Lundi á Hellu, með við- komu á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, þar sem henni leið líka vel. En hún þurfti meiri hjúkrun og hana fékk hún á Lundi. Ekki er hægt að hugsa sér betra og elskulegra starfsfólk en þar, enda varð það heimili hennar í raun og veru. Fram að síðasta degi fylgdist hún með öllu og þekkti alla, sem komu að heimsækja hana, þó minnið væri að vísu farið að bila, og hún myndi ekki alltaf hver hefði komið síðast. Hundrað ár eru langur tími, og hana vantaði ekki nema hálft ár upp á þann aldur. Við gerðum oft að gamni okkar og m.a. töluðum við stundum um, hvernig við ætluðum að halda upp á afmælið. Hún vildi halda harm- onikuball og ég lofaði að fá Harmon- ikufélagið til að spila. Hún hefði notið þess, því tónlist, og þá ekki síst harm- onikutónlist, var í miklum metum. Hver veit nema við sláum upp balli á afmælisdaginn og hún fylgist með úr fjarska. Á skilnaðarstund er hugurinn fullur af þakklæti fyrir að hafa þekkt hana, og söknuði, því hún skilur eftir sig stórt skarð í lífi okkar. Rósa Aðalsteinsdóttir, Stóru-Mörk. Ó, hve ljúft er að minnast elskuleg amma mín. Efst í huga þar finnast elskuleg orðin þín. Ó, hve ljúft er að minnast ástkæra amma mín. Efst í huga mér hljómar hljómfagra söngröddin þín. Ó, hve ljúft er að minnast elskuleg amma mín. Efst í huga mér birtist brosmilda ásjón þín. (Höf. ók.) Við þökkum þér fyrir allt og allt. Farðu í friði og guð veri með þér. Fjóla og Ingvar. Elsku Lauga amma. Nú hefur þú hvatt þennan heim á hundraðasta ald- ursári. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig. Þegar ég kom til þín síðast varst þú að rifja upp þegar ég kom fyrsta sum- arið til þín í sveitina frá Vestmanna- eyjum, þá hélt ég á tösku með dúkk- unni minni í, og þú spurðir afhverju hausinn á dúkkunni stæði uppúr tösk- unni, þá svaraði ég að það væri til að dúkkan gæti andað. Þetta atvik rifj- aðir þú oft upp í gegnum tíðina. Elsku amma ég var nokkur sumur hjá þér í sveit. Þú varst mér ákaflega góð en í senn ákveðin og vildir hafa reglu á hlutunum. Ég lærði að vinna hjá þér. Þú varst ákaflega gestrisin og fé- lagslynd og lyftist öll upp þegar gesti bar að garði. Ég minnist stundanna í eldhúsinu hjá þér þegar við tókum lagið saman og stundum dansspor, það var oft glatt á hjalla. Elsku amma, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Guð geymi þig. Freyja Benediktsdóttir. Elsku amma. Við systkinin ætlum með þessum fáu orðum að þakka þér allar þær ánægjustundir sem við átt- um hjá þér. Sérstaklega sveitadvölina á sumrin, hún var hreint ævintýri út af fyrir sig og tilhlökkunin alltaf jafn mikil á vorin að fara til þín og afa. Við sex systkinin eigum hvert fyrir sig góðar minningar frá þessum árum og þau kenndu okkur margt sem fylgir okkur alla tíð. Þegar við vorum að rifja upp gamla daga komu stundirn- ar í eldhúsinu hjá þér fyrst í hugann; þar var oft glatt á hjalla, mikið gant- ast, þú svo hláturmild og hreifst alla með þér. Svo má ekki sleppa söngn- um þínum sem heyrðist alltaf frá eld- húsinu. Þessar minningar ásamt óteljandi öðrum viljum við þakka þér fyrir og geymum þær í hjarta okkar. Án kærleiks sjálf er sólin köld og sérhver blómgrund föl, og himinn líkt og líkhúss tjöld, og lífið eintóm kvöl. Eitt kærleiksorð, það sólbros sætt um svartan skýjadag, ó, hvað það getur blíðkað, bætt og betrað andans hag. (Steingr. Thorsteinsson.) Guð blessi þig. Birna og Logi. Þær sorgarfregnir bárust mér morguninn 11. mars sl. að hjartkær frænka mín, Guðlaug Guðjónsdóttir, væri dáin. ÓLAFÍA GUÐLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.