Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 70
væri að fæðast. „Maður finnur ekki fyrir tilfinningu áhorfandans fyrr en verkinu er lokið að fullu og þá um leið fer viðhorf manns að meng- ast af skoðunum annarra.“ Field þykir ekki einasta sýna fimlegt handbragð í leikstjóra- stólnum heldur hefur handrit hans og Roberts Festingers verið lofað fyrir óvenju mikla næmni og trú- verðuga persónusköpun. Sagan byggist á smásögu eftir rithöfund- inn Andre Dubus sem lést fyrir nokkrum árum. „Það fyrsta sem greip mig þegar ég las sögu Dubus var að ég fór ósjálfrátt að tengja persónur við raunverulegt fólk í lífi mínu – nokkuð sem hendir mig aldrei. Ég gat nefnilega ekki annað en tengt foreldrana í sögunni, persónur Wilkinson og Spacek, við mína eig- in foreldra. Það þótti mér magnað. Þegar ég fór að vinna handritið upp úr sögunni fékk hún svo frek- ari merkingu. En þessi magnaði raunveruleiki var það fyrsta sem greip mig. Sannindin.“ Bransinn hefur átt í hinu mesta basli með að negla In The Bed- room niður í einhvern ákveðinn flokk og vafrar á milli þess að segja hana drama, spennumynd, fjöl- skyldutrylli o.s.frv. Field segist sjálfur aldrei flokka myndir sem hann sér og hafi því aldrei velt fyr- ir sér í hvaða dilk mætti draga sína eigin: „Þetta er tilhneiging sem er mér á móti skapi. Markaðsbragð sem kemur myndunum sjálfum ekkert við. Svo lengi sem þær eru frumlegar þá vekja þær áhuga minn. Ég er því mjög sáttur við að gagnrýnendur hafi ekki fallið í þá gryfju að dæma hana út frá ein- hverjum stöðluðum dilkaforsend- um sem settar hafa verið af ein- hverjum allt öðrum en sjálfum höfundunum.“ Field segist engan veginn hafa verið að leita að sögu til að kvik- mynda þegar hann rakst á verk Dubus. Hann hafi uppgötvað höf- undinn fyrir allnokkrum árum þeg- ar hann var við nám í kvikmynda- gerð, gert eina stuttmynd upp úr annarri sögu eftir hann og ákveðið seinna meir að gera In The Bed- room að mynd í fullri lengd þegar sitt kunnasta hlutverk þar sem hann lék gamlanskólafélaga Toms Cruise í svanasöng Kubricks Eyes Wide Shut, samkvæmispíanistann Nick Nightingale, sem lokkar lækninn ráðlausa á örlagaríkan leynifund. Field gat sér einmitt fyrst orð sem leikari. Segja má að Woody Allen hafi uppgötvað Field þegar hann sá hann leika á sviði í New York og réð til að leika raulara í mynd sinni Radio Days. Þetta var 1987 og síðan þá hefur Field leikið í á þriðja tug mynda, jafnt stór hlutverk í litlum og óháðum á borð við Sleep With Me sem smávægileg og lítt eftirminnileg í stórmyndum á borð við Twister. En aldrei hefur hann þó náð að fanga athygli manna að verulegi marki á leik- sviðinu. Það er orðið nokkuð síðan Field brá sér fyrst bak við mynda- vélarnar. Hann gerði sína fyrstu stuttmynd 1992 og hefur alls gert 5 slíkar, myndir sem unnið hafa til margvíslegra verðlauna en sú síð- asta Nonnie & Alex fékk t.a.m. sér- stök verðlaun hjá Bandarísku kvik- myndastofnuninni og dómnefndar- verðlaun á Sundance-hátíðinni 1995. Hinn fjölhæfi Field hefur í ofanálag samið tónlist við tvær myndir og leyst ýmis önnur störf er koma að kvikmyndagerðinni. En In The Bedroom er hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Lág- stemmt spennudrama, uppfullt af leyndarmálum, bældum tilfinning- um og hefndarþorsta og skartar breska leikaranum Tom Wilkinson, óskarsverðlaunahöfunum Sissy Spacek og Marisu Tomei og hinum unga Nick Stahl. Og gagnrýnendur í Bandaríkjunum eru á einu máli um að þar fari einhver magnaðasta frumraun heimamanns í háa herr- ans tíð, ein allra besta mynd síð- asta árs. Sannindi „Það er engan veginn hægt að áttað sig á hvað maður hefur í höndunum á meðan á kvikmynda- gerðinni sjálfri stendur. Til þess er nálægðin allt of mikil,“ segir Field aðspurður hvort hann hafi áttað sig á þegar hann vann að gerð mynd- arinnar hversu vel heppnað verk rann upp fyrir honum hversu mikið bjó í þeirri sögu Dubus. Les ekki handrit Nú eftir að Field er orðinn mál málanna í Hollywood rignir vitan- lega yfir hann handritunum sem menn eru að vonast eftir að hann falli fyrir og vilji gera að sinni næstu kvikmynd. En það hefur lít- ið upp á sig: „Ég lít ekki við þessum hand- ritum. Tími minn fer í að lesa bæk- ur og þróa mínar eigin hugmyndir að sögum. Ég hef engan áhuga á handritum annarra. Vil heldur halda áfram að gera myndir eftir mínum eigin.“ Leikurinn í In The Bedroom hef- ur hlotið mikið lof og valið á leik- urum þótt vel ígrundað og óvenju djarft. Þótt Spacek sé margverð- launuð og mikilsvirt leikkona hefur hún verið lítt áberandi undanfarin ár og næstum gleymd, Wilkinson er breskur leikari sem leysa þarf hið erfiða verkefni að túlka dæmi- gerðan bandarískan föður á trú- verðugan máta, Tomei hefur sann- ast sagna ekki riðið feitum hesti síðan hún fékk Óskarinn fyrir My Cousin Vinny og Nick Stahl enn nokkuð óskrifað blað þrátt fyrir að hafa lofað góðu í myndum á borð við The Man Without A Face. Atvinnulaus? Field sá alfarið um þetta djarfa leikaraval. „Ég hef lengi verið aðdáandi. Einhvern tímann sat ég fyrirlestur með henni á leikara- námskeiði og þar var ferill hennar rakinn í mynd. Ég varð agndofa yf- ir afrekum hennar. Hún er ein- stök.“ Hvað Wilkinson varðar seg- ist Field hafa verið að leita eftir þeirri voldugu yfirvegun sem hann býr yfir sem leikari. Field segist trúa því að hans eigin reynsla á leiklistarsviðinu geri honum auð- veldara að finna réttu leikarana. Það sé mjög gagnlegt að hafa verið báðum megin tökuvélarinnar. Er Field er spurður að lokum hvort hann eigi eftir halda áfram að leika svarar hann: „Ef einhver býður mér vinnu.“ SÁ kvikmyndagerðarmaður þarf að vera meira en lítið góður með sig sem veltir fyrir sér þegar hann gerir sína fyrstu mynd hvort til- nefningar til Óskarsverðlauna séu á næsta leyti. Slíkar lofthænur eru þó eflaust til og það ófáar. En ekki Todd Field. Ekkert var fjær huga hans en einhverjar skjall- og verð- launaveitingar. Og svo er enn í dag. Jafnvel þrátt fyrir að gagn- rýnendur vestanhafs hafi lýst frumraun hans In The Bedroom einhverja allra bestu mynd sem kom út á síðasta ári. Þrátt fyrir að myndin hafi hlotið hver verðlaunin á fætur öðrum undanfarið og þrátt fyrir að henni hafi áskotnast fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna, þar af sjálfum tvær, fyrir bestu leikstjórn og besta handrit. Allir í bíó! „Ég leyfi mér ekki að hugsa út í þessa hluti en auðvitað er þetta mikill heiður fyrir mig að hljóta all- ar þessar viðurkenningar,“ segir hinn hógværi Field hæglátri röddu. „Ég vona bara að þetta leiði allt saman til þess eins að fleiri leggi leið sína í bíó til að sjá myndina í hennar rétta umhverfi og bíði ekki eftir að hún komi út á myndbandi. Þegar ég bý til kvikmynd ætlast ég nefnilega til að hennar sé notið á risatjaldi í myrkvuðum sýningar- salnum, innan um helling af ókunn- ugu fólki. Kvikmyndagerðarmaður getur ekki beðið um meira en að fólk verði við þeirri ósk hans.“ Field segir þannig mikinn mun vera á því að horfa á In the Bed- room á hvíta tjaldinu og í sjónvarpi heima í stofu. „Ég skaut myndina og samdi hana með það í huga að hennar bæri að njóta á hvíta tjald- inu.“ Lék fyrir Allen og Kubrick William Todd Field er 38 ára gamall listamaður af guðs náð. Kvikmyndagerðarmaður, ljós- myndari, leikari, rithöfundur, tón- listarmaður og tónskáld. Auk þess að hafa numið kvikmyndagerð lagði hann ungur stund á nám í djasspíanóleik og naut góðs af þeim hæfileikum er hann fór með Fjöllistamað- urinn Field Fáar myndir hafa vakið eins mikla og óvænta athygli und- anfarið og In The Bedroom sem tilnefnd er til fimm Ósk- arsverðlauna. Frammistaða leikstjórans Todds Fields þyk- ir þar sérstaklega eftirtektarverð í ljósi þess að um er að ræða hans fyrstu mynd. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við hann í tilefni af frumsýningu myndarinnar hérlendis. skarpi@mbl.is Todd Field er leikstjóri In the Bedroom sem frumsýnd er hér á landi um helgina Sissy Spacek, Tom Wilkinson og Marisa Tomei eru öll tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í In the Bedroom. FÓLK Í FRÉTTUM 70 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hinn grunaði (Primary Suspect) Spennumynd Bandaríkin 2000. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (96 mín.) Leikstjórn Jeff Celentano. Aðalhlutverk William Bald- win, Brigitte Bako og Lee Majors STRAX í byrjun þessarar myrku glæpamyndar dettur manni í hug önnur slík sem komin er nokkuð til ára sinna, Rush með Jason Patrick og Jennifer Jason Leigh. Baldwin leikur nefnilega leynilöggu sem missir eiginkonu sína þegar hún er myrt er hún að- stoðar hann við skyldustörfin. Starf hans fólst í því að koma upp um eiturlyfjahring og til þess þurfti hann að koma sér innundir og gerast einn af neytendunum. Fór neyslan vitanlega úr böndunum (líkt og hjá Patrick og Leigh í Rush) sem endar með þeim hörmungar afleiðingum að frúin, sem líka er orðin forfallinn dópisti, er myrt. Yfirmenn lögregl- unnar sjá sér ekki fært að halda ekklinum enn í sama starfi og senda hann bak við skrifborðið en þar með er ekki öll sagan sögð því í honum bærist þörf fyrir að hefna fyrir morðið á eiginkonunni. Það fer hins- vegar allt á versta veg einnig og áður en hann veit af þá er hann sjálfur á flótta undan lögreglunni, grunaður um morð. Hér gæti hafa verið á ferð hin ágætasta glæpasaga ef hin hvimleiða meðalmennska hefði ekki ráðið öll- um gjörðum þeirra sem að myndinni stóðu. Versta er að fléttan er hin óljósasta, fer út og suður og maður á fullt í fangi með að halda í við hana. Aumingja Baldwin-bræðurnir. Þeir virðast bara ætla að týna tölunni rétt eins og negrastrákarnir. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Á flótta … undan fléttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.