Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 56
MINNINGAR
56 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Aðalbjörn Þor-móðsson fæddist í
Vogum á Húsavík 11.
mars 1949. Hann varð
bráðkvaddur á Þórs-
höfn á Langanesi 6.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Þormóður Kristjáns-
son sjómaður, f.
20.10. 1916, d. 27.9.
1988, og Kristjana
Emelía Vigfúsdóttir
húsmóðir, f. 23.12.
1919. Bræður Aðal-
björns eru: 1) Guð-
bjartur Vilberg, f.
30.4. 1940, kvæntur Auði Guðjóns-
dóttur, f. 2.5. 1943. Börn þeirra
eru Katrín, f. 17.12. 1963, og Þor-
móður, f. 21.3. 1969. Áður átti Guð-
bjartur dótturina Kristjönu Emel-
íu, f. 14.5. 1959. 2) Leifur Kristján,
f. 22.8. 1960, kvæntur Maríu Að-
alsteinsdóttur, f. 10.7. 1970, sonur
þeirra er Aðalsteinn, f. 9.7. 1998.
Aðalbjörn kvæntist 2. júní 1973
Jónasínu Arnbjörnsdóttur, f. 25.1.
1945. Foreldrar hennar voru
Helga Benediktsdóttir, f. 7.6. 1921,
d. 5.10. 1999, og Arnbjörn Krist-
jánsson, f. 21.2. 1913, d. 25.7. 1996.
Aðalbjörn og Jónasína bjuggu á
Húsavík til 1990 er þau fluttu til
Akureyrar. Þau skildu 1995. Börn
þeirra eru: 1) Þormóður Kristján,
f. 12.3. 1973, sam-
býliskona Björg Ara-
dóttir, f. 20.1. 1976.
2) Helga Vigdís, f.
1.5. 1974, börn henn-
ar eru Mikael Elí
Aquilar, f. 27.6. 1995,
og Evíta Marín
Aquilar, f. 23.10.
1996. Áður átti Aðal-
björn soninn Steinar
Birgi, f. 22.8. 1970,
kona hans er Carola
Aðalbjörnsson, f.
17.10. 1969, börn
þeirra eru Alana El-
ín, f. 11.11. 1996, og
Daníel Ísak, f. 4.6. 2000. Áður átti
Jónasína soninn Arnbjörn Elfar
Elíasson, f. 18.4. 1968. Kona hans
er Raquel Elíasson, f. 6.12. 1972.
Aðalbjörn lauk gagnfræða-
skólaprófi frá Gagnfræðaskóla
Húsavíkur. Fimmtán ára gamall
fór hann til sjós og var sjómennsk-
an hans ævistarf. Aðalbjörn slas-
aðist illa 1989, sem varð til þess að
hann hætti sjómennsku um tíma. Í
nokkur ár vann hann ýmis störf í
landi og var m.a. verkstjóri í
rækjuvinnslunni Strýtu á Akur-
eyri. Árið 1996 fór hann aftur á sjó
og vann þar þar til hann lést.
Útför Aðalbjörns fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku pabbi. Svo margt ósagt, svo
mörgu ósvarað, því þú fórst svo
snöggt.
Lífið er oft tekið sem svo sjálfsagð-
ur hlutur og því hugsum við nú til svo
margra dýrmætra minninga sem við
áttum með þér.
Nú skil ég stráin, sem fönnin felur
og fann þeirra vetrarkvíða.
Þeir vita það best, sem vin sinn þrá
hve vorsins er langt að bíða.
Að haustnóttu sá ég þig sigla burtu,
og svo kom hinn langi vetur.
Þótt vald hans sé mikið veit ég þó,
að vorið það má sín betur.
Minningin talar máli hins liðna
og margt hefur hrunið til grunna.
Þeir vita það best, hvað vetur er,
sem vorinu heitast unna.
(Davíð Stefánsson.)
Með söknuði en jafnframt þakklæti
af okkar öllu hjarta, fyrir allt það
góða sem þú gafst okkur á þinni lífs-
leið, kveðjum við þig nú elsku pabbi.
Guð geymi þig og varðveiti.
Börnin.
Elsku afi. Takk fyrir allar þær
stundir sem þú varðir með okkur.
En svo fór loksins að líða að vori
og leysa mjallir og klaka.
Ég fann, að þú varst að hugsa heim
og hlaust að koma til baka.
Þú hlýtur að vera á heimleið og koma
með heita og rjóða vanga.
Því sólin guðar á gluggann minn
og grasið er farið að anga.
(Davíð Stefánsson.)
Hinsta kveðja,
Barnabörnin.
Kæri Addi, enginn hefði trúað því
að samverustundir okkar yrðu ekki
lengri. Við vorum á heimleið með fullt
skip og allir voru í sólskinsskapi og
sérstaklega þú, og krafturinn virtist
óskertur.
En allt í einu fórst þú að finna fyrir
einkennilegum verkjum án þess að
nokkur sæi hvað í vændum væri.
Okkur var öllum mjög brugðið er
við fréttum hið ótímabæra fráfall þitt,
þú aðeins rúmlega fimmtugur að
aldri.
Þú varst okkur öllum svo sérstak-
lega kær, það duldist engum. Það var
alveg sama hvernig á stóð þú varst
alltaf jafn öruggur með þig og vissir
alltaf hvernig best var að standa að
hlutunum. Ekki spillti fyrir þín létta
lund og kærleiksríkari manneskja er
vandfundin. Frá fyrsta degi er þú
mættir um borð varstu boðinn og bú-
inn að hjálpa og aðstoða bæði um borð
og í frítíma þínum.
Við minnumst þín í hjarta okkar og
huga, æðrulaus, hjálpsamur og hvers
manns hugljúfi er fallinn.
Við vottum fjölskyldu og aðstand-
endum hans okkar dýpstu samúð.
Þegar brotnar bylgjan þunga,
brimið heyrist yfir fjöll,
þegar hendir sorg við sjóinn,
syrgir, tregar þjóðin öll,
vertu ljós og leiðarstjarna,
lægðu storm og boðaföll,
líknargjafinn þjáðra þjóða,
þegar lokast sundin öll.
(Jón Magnússon.)
Vinakveðja.
Skipsfélagar á Júpiter ÞH-61.
Menn setti hljóða er spurðist and-
lát „Adda“ góðs vinar og fyrrverandi
skipsfélaga á Oddeyrinni til fjögurra
ára. Hann hafði fyrir um ári flutt sig
yfir á annað nótaskip og var okkur
mikil eftirsjá að honum. Addi var góð-
ur félagi, ósérhlífinn og útsjónarsam-
ur í vinnu. Stundum var hann kall-
aður „aðalmaðurinn“ í jákvæðri
merkingu þess orðs, því oftar en ekki
fengust stærstu köstin á hans vakt,
sem er nótasjómönnum mikið mál.
Einnig lagði hann mikið á sig til hjálp-
ar skipsfélögum sínum á margan hátt,
svo sem að keyra þá sem áttu lönd-
unarfrí til síns heima frá Grindavík
sem er aðallöndunarstaður skipsins,
um Suðurnes og til Reykjavíkur, var
ekki við annað komandi. Addi var
duglegur að kíkja í kaffi til félaganna
þegar menn voru heima aðgerðalitlir
milli úthalda, en hann á fartinni milli
Akureyrar og Reykjavíkur í þjónustu
bílaumboðs, og var þá oft glatt á
hjalla.
Minning hans lifir.
Við vottum aðstandendum okkar
dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs
blessunar.
Skipsfélagar af
Oddeyrinni EA 210.
Við höfum enst nokkuð vel 1949-
árgangurinn á Húsavík. Því bregður
manni við þegar eitt okkar fellur frá
svo óvænt. Ef til vill kemur lát vina og
vandamanna alltaf á óvart þegar það
kemur. Þannig var það þegar ég
spurði lát míns gamla vinar og félaga
Aðalbjörns Þormóðssonar eða Adda
Manna eins og við kölluðum hann í
okkar hóp. Tilfinningin var snögg og
sár eins og högg undir bringsmalirn-
ar og mig verkjaði undan.
Addi Manna var einn af æskufélög-
um mínum og vinum. Hann var vinur
og félagi í starfi og leik stóran hluta
ævi minnar. Og þótt nokkuð hafi sam-
band okkar trosnað um hin síðustu ár
fannst mér alltaf að það mundi aldrei
breytast. Að Addi yrði alltaf til staðar
sem einn hinna föstu punkta í lífinu. Á
ákveðnum stöðum á ákveðnum tím-
um mundi maður hitta kallinn, hress-
an og hæfilega kjaftforan eins og í þá
góðu daga. Þá hafði lífið nánast bara
bjartar hliðar þótt þær dökku kæmu
seinna.
Það er komið skarð í gamla félaga-
hópinn, skarð sem kom alltof snemma
og ekki mun fyllast. Skarð eftir dreng
sem átti í hjarta sínu mikinn skaphita
en þó enn meira af hlýju og góð-
mennsku.
Ég veit að þeir sem um sárt eiga að
binda vegna fráfalls Adda geta yljað
sér við minninguna um góðan dreng.
Ég votta hans nánustu einlæga sam-
úð mína.
Sigtryggur Karlsson,
Akranesi.
Ég ber þér kveðju úr trjánum sem teygja sig
með trega ilmandi greina til stjarna og vinds
og fuglarnir syngja og flögra í kringum þig
eins og fljúgandi skuggar setjist á hvíta tinda.
Og fuglarnir bera þér kveðju og kalla til sín
þá kliðmjúku minning um skóginn sem vind-
arnir taka
og feykja með laufi sem eitt sinn var ást mín
til þín
og yndislegt vor þegar hugur minn leitar til
baka.
En lauf sem er vængur og vinalegt hvísl við
grein
fer vori um augu þín, sólhvítum brakandi eldi
og dagur sem lifnar í laufgrænum vindi við
stein
hann leitar sér athvarfs í hjarta þínu að
kveldi.
Ég ber þér kveðju úr trjánum sem teygja sig
inní tregafullan himin með laufi og stjörnum.
Og fuglarnir syngja og flögra í kringum mig,
þú ert fögnuður þeirra og skuggalaust sefið í
tjörnum.
(Matthías Johannessen.)
Jónasína.
AÐALBJÖRN
ÞORMÓÐSSON
Fleiri minningargreinar um Að-
albjörn Þormóðsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ GuðmundurKristinn Ólafsson
fæddist í Vestmanna-
eyjum 23. ágúst 1918.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Vest-
mannaeyja 4. mars sl.
Foreldrar hans
voru Ólafur Andrés
Guðmundsson verka-
maður í Vestmanna-
eyjum, f. 14. október
1888, d. 20. mars
1955, og Sigurbjörg
Hjálmarsdóttir hús-
móðir í Vestmannaeyjum, f. 7.
september 1884, d. 15. ágúst 1937.
Systur Guðmundar eru: Ragn-
hildur Guðrún, f. 8. apríl 1917, d.
23. febrúar 1999, Þorsteina Sigur-
björg, f. 4. september 1920, og Ás-
munda Ólafía, f. 16. júní 1922.
Guðmundur kvæntist 28. desem-
ber 1947 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Guðrúnu Sigurjónsdóttur, f.
19. júlí 1925 á Haugnum í Mýrdal.
Foreldrar Guðrúnar voru Sigur-
jón Runólfsson, f. 18. nóvember
1879, d. 20. júní 1976, og Guðrún
Guðni, tölvunarfræðingur í
Reykjavík, f. 28. júní 1959. Kona
hans er Þórdís Njarðardóttir, hús-
móðir, f. 3. apríl 1957. Þeirra son-
ur er Þór, f. 3. apríl 1999. Dóttir
Þórdísar er Hulda Guðmunda Ósk-
arsdóttir, f. 1. maí 1975. 5) Sigrún,
matvælafræðingur í Hafnarfirði, f.
9. mars 1962. Hennar sonur er
Heiðar Bergsson, f. 21. mars 1995.
Guðmundur tók minna mótor-
vélstjórapróf 1937. Hann var vél-
stjóri á ýmsum bátum frá Eyjum,
lengst hjá Gunnari Ólafssyni og co.
Síðar var hann vélgæslumaður í
frystihúsum 1945–1948. Starfaði
hjá Rafveitu Vestmannaeyja 1949–
1950, við þurrkhúsið Stakk hf. til
ársins 1967 og loks í Áhaldahúsi
Vestmannaeyja til ársloka 1992.
Guðmundur og Guðrún bjuggu
allan sinn búskap í Vestmannaeyj-
um, að undanskildum tæpum
tveimur árum í og kringum Vest-
mannaeyjagosið, en þá bjuggu þau
í Kópavogi.
Útför Guðmundar fer fram frá
Landakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Runólfsdóttir, f. 5.
október 1883, d. 27.
febrúar 1958. Guð-
mundur og Guðrún
eignuðust fimm börn:
1) Hjálmar, vélfræð-
ingur í Vestmannaeyj-
um, f. 14. september
1948. Kona hans er
Sveininna Ásta
Bjarkadóttir, matar-
fræðingur, f. 12. apríl
1949. Þeirra synir eru:
a) Hafsteinn, f. 1. nóv-
ember 1975. b) Reynir,
f. 28. febrúar 1977, sambýliskona
hans er María Ásgeirsdóttir, f. 9.
mars 1977 og eiga þau eina dóttur,
Margréti Emblu, f. 21. febrúar
2002. c) Bjarki, f. 28. febrúar 1988.
2) Ólafur, vélfræðingur í Vest-
mannaeyjum, f. 7. nóvember 1952.
Kona hans er Lilja Júlíusdóttir,
húsmóðir, f. 25. desember 1951.
Þeirra börn eru: a) Júlía, f. 6. des-
ember 1972. b) Guðmundur, f. 14.
júlí 1974. c) Helgi, f. 9. apríl 1981.
3) Sigurjón, bankastarfsmaður í
Reykjavík, f. 15. júní 1954. 4)
Elsku afi. Það er erfit að sætta sig
við það að þú sért farinn. Þótt heils-
unni hafi hrakað undanfarin ár og þú
búinn að vera talsverðan tíma á spít-
alanum var ég samt engan veginn
undir það búin að þú færir. Einnig
þótti mér mjög sárt að vera ekki
stödd í Eyjum þegar þú fórst.
Þú varst mikið ljúfmenni sem vildir
allt fyrir mig og hin barnabörnin þín
gera. Einnig varst þú alltaf mjög
áhugasamur um allt sem við tókum
okkur fyrir hendur og þreyttist aldrei
á að spyrja okkur og hlusta á það sem
við höfðum að segja.
Mín sterkasta minning um þig er
hversu auðvelt það reyndist þér að sjá
broslegu hliðarnar á lífinu, jafnvel
þótt heilsa þín væri ekki góð og þú
frekar lúinn.
Ég kveð þig elsku afi minn með
miklum söknuði en ég veit að Guð hef-
ur tekið vel á móti þér og nú líður þér
betur. Ég vil biðja góðan Guð að
blessa ömmu, pabba og hin systkinin
og styrkja þau í sorg sinni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Júlía.
Það þótti ekki ónýtt fyrir fjörugan
strákahóp að fá að flytjast um hríð til
Vestmannaeyja fyrir rúmlega þrem-
ur áratugum. Þar opnaðist nýr heim-
ur, þar sem höfnin, Helgafellið, bát-
arnir, dalurinn, frystihúsin, skátarnir,
Búrið, leikvellirnir, skipasmiðjan,
götulífið og Eiðið voru eitt samfellt
ævintýri.
Þar var líka Brimhólabraut 13, þar
sem Gunna frænka bjó með sinni fjöl-
skyldu, þar sem við fengum loksins að
kynnast frændsystkinum okkar al-
mennilega, þeim Hjalla, Óla, Sigur-
jóni, Guðna og Sigrúnu, svo og
Munda, pabba þeirra og manninum
hennar Gunnu frænku.
Mundi var rólegasti og íhugulasti
maður sem við höfðum kynnst. Hann
hlustaði af áhuga, fylgdist með, tróð í
pípuna, kveikti, hlustaði, hristi haus-
inn og sagði jamm, sló úr pípunni og
tróð í hana aftur. Okkur fannst þetta
svolítið merkilegt, því yfirleitt talaði
fullorðna fólkið hvað upp í annað. En
þegar Mundi loks tók til máls hafði
hann gefið sér góðan tíma til að vega
og meta umræðuefnið og sagði sitt
álit af rökfestu og einlægni. Hann
hækkaði þó róminn gjarnan ef um
réttlætismál var að ræða að hans
mati.
Okkur fannst Mundi frá fyrstu tíð
góðlegur og glaðsinna og það álit
breyttist aldrei. Með árunum áttuð-
um við okkur við betur og betur á því
hvað hann var vel gefinn og fjölfróð-
ur.
Á okkar heimili var Mundi nær allt-
af nefndur á nafn um leið og Gunna
frænka.
Samskiptin við Brimhólabrautina
voru alltaf við Gunnu og Munda. Þau
voru hvor sín hliðin á sama teningn-
um. Þau voru dugleg að koma í heim-
sókn í Kópavoginn og alltaf var
Mundi eins, yfirvegaður og tilbúinn til
að ræða um heima og geima.
Við minnumst Munda með miklum
hlýhug og sendum Gunnu frænku og
börnum og barnabörnum innilegar
samúðarkveðjur.
Ársæll, Gísli, Jóhann, Ólafur
og Þorleifur Haukssynir.
Í dag laugardaginn 16. mars verður
til grafar borin fyrrverandi nágranni
okkar Guðmundur Ólafsson. Leiðir
fjölskyldna okkar lágu saman á Brim-
hólabrautinni í Vestmannaeyjum þar
sem hann bjó ásamt Gunnu eiginkonu
sinni og fimm börnum. Fjölskyldur
okkar voru nágrannar á fimmta ára-
tug, á þeim tíma stækkuðu fjölskyld-
urnar og voru börnin í fjölskyldunum
fædd á svipuðum aldri þannig að allt-
af var samgangur milli barna og for-
eldra.
Sá samgangur skapaði vináttu sem
ríkir enn þótt allir fuglarnir séu löngu
flognir úr hreiðrum sínum.
Mundi, eins og hann var kallaður,
var einn af þessum mönnum sem lítið
fór fyrir en skilaði sínu og vel það. Það
voru forréttindi að fá að eiga hann að
nágranna því gott var að leita til hans
þegar eitthvað vantaði, aðallega var
það að fá aðstoð hjá hagleiksmann-
inum við viðgerðir, fá lánuð verkfæri
eða að fá að fara í naglafötuna hans.
Alltaf tók hann vel á móti okkur fór í
kjallarann sem í minningunni var æv-
intýra heimur. Mundi aðstoðaði eins
og
hann gat en leyfði okkur þó að
reyna okkur við það sem við vorum að
gera.
Mundi var mjög skapprúður maður
og átti gott með að umgangast börn,
hann var ekki að æsa sig þótt krakk-
arnir smökkuðu á gulrótunum sem
hann var að rækta í grænmetisgarð-
inum þeirra ef þau bara gengu vel um.
Það hefur alla tíð verið vel hugsað
um hlutina hjá þeim og sást það vel á
garðinum og húsinu. Þó að meira hafi
verið haft fyrir því síðustu árin sökum
heilsuleysis en ekki var gefist upp
enda er það ekki þeirra stíll.
Við kveðjum góðan nágranna og
þökkum samfylgdina.
Samúðarkveðjur til Gunnu, barna
og barnabarna, sem syrgja eigin-
mann, föður og afa.
Fjölskyldan Brimhólabraut 14.
Ég þekkti hann strax. Þetta var
maðurinn sem hjólaði dag hvern vest-
an frá Brimhólabraut austur á Urðir í
Þurrkhúsið en þar var hans vinnu-
staður sem vélstjóri til margra ára.
Þegar hann söðlaði um og gerðist
tækjamaður í Áhaldahúsinu bar okk-
ar fundum fyrst saman og allt frá
fyrstu kynnum ríkti milli okkar góður
GUÐMUNDUR KRISTINN
ÓLAFSSON