Morgunblaðið - 16.03.2002, Side 12

Morgunblaðið - 16.03.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK börn og unglingarbúa við svipað algengi geð-raskana og jafnaldrar þeirraí nágrannalöndunum. Þetta er ein helsta niðurstaða doktors- ritgerðar Helgu Hannesdóttur, barna- og unglingageðlæknis. Rit- gerðina varði hún í febrúar síðast- liðnum við háskólann í Turku í Finn- landi. Er þetta fyrsta doktorsritgerðin sem íslenskur læknir ver í barna- og unglingageðlækningum. Byggist hún á fjórum vísindarannsóknum auk þess sem rakin er þróun barna- og unglingageðlækninga hér á landi. Ritgerðin ber heitið: Studies on child and adolescent mental health in Iceland. Að sögn Helgu felur stærsta rannsóknin í sér frumathugun og kortlagningu á tilfinninga- og atferl- iseinkennum íslenskra barna og unglinga á aldrinum 2–18 ára. „Efniviðurinn er meðal annars byggður á faraldsfræðilegri rann- sókn á geðheilsu íslenskra barna þar sem spurningalistar yfir líðan og atferli barna og unglinga eru not- aðir. Í svörum við spurningunum komu fram áhyggjur foreldra og unglinganna sjálfra af tilfinninga- og hegðunareinkennum,“ segir Helga. Dró úr einkennum með auknum aldri og þroska Rannsökuð voru rúmlega tvö þús- und börn og unglingar sem valin voru af handahófi úr þjóðskrá. Til samanburðar voru rúmlega eitt þús- und börn og unglingar með geð- raskanir sem leitað höfðu meðferðar á stofnunum. Segir hún að meðal einstakra niðurstaðna úr þessari rannsókn sé að reiðitilfinningar voru algengari hjá yngri drengjum en stúlkum á sama aldri. Kvíði og væg þunglyndiseinkenni voru al- gengari hjá drengjum á aldrinum 12–16 ára en hjá stúlkum á sama aldri. Félagslegir erfiðleikar voru algengari hjá stúlkum á aldrinum 12–16 ára en hjá drengjum á sama aldri. Hugsanatruflanir voru al- gengari hjá stúlkum en drengjum á öllum aldri. Rannsóknin sýndi jafn- framt að það dró oft úr ofan- greindum einkennum eftir því sem börnin urðu eldri og þroskaðri. „Þegar litið var á heildarvanda- málatíðni hjá þessum aldurshópi á Norðurlöndum kom í ljós að hún er lægst í Svíþjóð en hún er sú sama hjá dönskum og íslenskum börnum og mjög svipuð hjá íslenskum og norskum börnum. Talið er að það sé vegna góðs forvarnarstarfs í Sví- þjóð.“ Spurningalistarnir sem Helga notaðist við í rannsókninni eru að sögn hennar þaulrannsakaðir í yfir 50 löndum. „Er þetta nú mest not- aða rannsóknartækið út um allan heim til að kanna geðheilsu barna og unglinga.“ Helga gerði einnig rannsókn á börnum með geðrasakanir sem höfðu verið vistuð á stofnunum. Lagði hún sama spurningalista fyrir börnin og í ofangreindri rannsókn. Kom þá fram að þessi börn voru með tæplega þrisvar sinnum hærri heildarvandamálatíðni en börn sem voru valin úr þjóðskrá. Lægst heildarvandamálatíðni hjá íslenskum forskólabörnum Jafnframt gerði hún athugun á ís- lenskum og finnskum for- skólabörnum á aldrinum 2ja–3ja ára. Að sögn Helgu sýnir rann- sóknin fram á að íslensk for- skólabörn eru ekkert frábrugðin finnskum jafnöldrum sínum hvað varðar heildarvandamálatíðni. „Það sem helst einkennir íslensk börn eru tilfinninga- og atferlistruflanir. Þessar truflanir eru mismunandi eftir aldri barnanna og árum. Í samanburðarrannsókninni sést einnig að íslenskir forskóladrengir hafa meiri reiðitjáningu, kvíða og depurðareinkenni en forskólabörn í Finnlandi en þessi munur er ekki það mikill að hann sé marktækur. Þá kom fram við samanburð á sambærilegum rannsóknum í 7 öðr- um löndum, þ.e. Frakklandi, Hol- landi, Þýskalandi, Kanada, Banda- ríkjunum og Chile, að heildar- vandamálatíðni skólabarna á aldrinum 6–11 ára var lægst á Ís- landi og í Þýskalandi en hæst í Frakklandi, Kanada og Chile.“ Fyrsta geðrannsóknin á ung- lingum með fíkniefnavanda Fjórða rannsóknin, sem Helga gerði, fólst í geðgreiningu á rúmlega eitt hundrað unglingum sem leitað höfðu meðferðar og höfðu vistast á sjúkrahúsinu Vogi vegna áfengis- og fíkniefnavanda. Niðurstöður rann- sóknarinnar vöktu athygli á Norð- urlöndum en grein um efnið birtist í tímariti norrænu geðlæknasamtak- anna í janúar árið 2001. Ein meg- inniðurstaða athugunarinnar er sú að þrisvar sinnum algengara er að unglingar, sem glíma við áfengis- og fíkniefnavanda, séu með geðrænar raskanir heldur en samanburð- arhópur unglinga sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Algengustu samsjúkdómar sem vart varð við voru hegðunarraskanir (36%), þunglyndi (22,6%) og áfallaröskun (9,3%). Helga bendir á að hér sé um að ræða fyrstu geðrannsóknina á Ís- landi á unglingum sem hafa átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða og fáar álíka rannsóknir hafi verið gerðar í nágrannalöndunum. „Nið- urstöðurnar gefa til kynna að tryggja þarf að unglingar með áfengisvanda, yngri en 18 ára, fái geðgreiningu við upphaf vandans, þannig að unnt sé að veita þeim við- eigandi geðlæknismeðferð samtímis fráhvarfsmeðferðinni. Ég tel einnig að greining og meðferð á þessum hópi eigi að vera undir stjórn barna- og unglingageðlækna til að tryggja bestan árangur.“ Marka tímamót Niðurstöður rannsóknanna fjög- urra marka á ýmsan hátt tímamót í íslensku þjóðfélagi og þær vekja spurningar og athugasemdir. Helga bendir á að mun minna fjármagn fari til þessara mála hér en í ná- grannalöndum og segir að skilaboð ritgerðarinnar séu að það sé full ástæða til að bæta úr þessu. „Það þarf að fimmfalda geðlæknisþjón- ustu við börn og unglinga á Íslandi. Jafnframt er mun minna um for- varnir á þessu sviði. Það er sífellt að verða augljósara að grundvöllur geðverndar í bernsku og æsku er á margan hátt vanræktur hér á landi, þrátt fyrir að til sé næg þekking á því hverslags aðbúnað og umönnun börn og unglingar þurfa til að tryggja sem besta geðheilsu þeirra. Þá tel ég að forsenda eðlilegs vaxtar og þróunar Barna- og ung- lingageðdeildar Landspítala sé að deildin verði sjálfstæð stjórnunar- eining innan spítalans. Einnig þarf bráðaþjónusta og greiningarvinna við geðsjúk börn að vera á Landspít- alalóð ásamt öðrum sérgreinum læknisfræðinnar en ekki er gert ráð fyrir börnum með geðraskanir í hin- um nýja Barnaspítala Hringsins. Einnig tel ég brýnt að koma á kennslustóli í barna- og unglinga- geðlæknisfræði við Læknadeild Há- skóla Íslands. Að lokum vil ég leggja áherslu á að faraldsfræðilegar rannsóknir á börnum eru mikilvægar og ber að stunda þær samfellt og rækja þarf betur en hingað til rannsóknir á árangri meðferðar.“ Geðvernd í æsku á margan hátt vanrækt Doktorsritgerð Helgu Hannesdóttur, barna- og unglingageðlæknis, sýnir glöggt hvernig geðheilsu barna og unglinga er háttað hér á landi og gefur til kynna brýna þörf á aukinni þjónustu á þessu sviði. Hildur Einarsdóttir ræddi við Helgu sem er fyrsta íslenska konan í geðlæknastétt sem lýkur doktorsnámi. Morgunblaðið/Ásdís Dr. med. Helga Hannesdóttir. he@mbl.is VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Hafnarfirði gekk frá framboðslista sínum til bæjar- stjórnarkosninga sl. mánudags- kvöld á félagsfundi í Góðtempl- arahúsinu. VG í Hafnarfirði mun fljótlega gefa út stefnuskrá sína fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Listann skipa: 1. Sigurbergur Árnason arkitekt, 2. Gestur Svav- arsson málfræðingur, 3. Oddrún Ólafsdóttir stuðningsfulltrúi, 4. Jón Þór Ólafsson orkutæknifræð- ingur, 5. Gréta E. Pálsdóttir tal- meinafræðingur, 6. Sigurður Magnússon matreiðslumaður, 7. Jón Páll Hallgrímsson meðferðar- fulltrúi, 8. Árni Stefán Jónsson framkvæmdastjóri, 9. Bryngerður Ásta Guðmundsdóttir leikskóla- kennari, 10. Hallgrímur Hall- grímsson fluggagnafræðingur, 11. Anna Bergsteinsdóttir skrifstofu- maður, 12. Ágústa María Arnar- dóttir leikskólastjóri, 13. Svanhvít Guðmundsdóttir sjúkraliði, 14. Jón Hafþór Marteinsson bifvélavirki, 15. Helena Kristín Jónsdóttir nemi, 16. Guri Liv Stefánsdóttir sjúkraliði, 17. Susanna Westlund félagsfræðingur, 18. Pétur Krist- bergsson f. verkstjóri, 19. Jakob- ína Elísabet Björnsdóttir húsmóð- ir, 20. Hjörtur Gunnarsson f. kennari, 21. Sigurbjörg Sveins- dóttir verkakona, 22. Höskuldur Skarphéðinsson f. skipherra, segir í fréttatilkynningu. Listi VG í Hafnarfirði ákveðinn GUÐLAUGUR Þór Þórðarson borgarfulltrúi segist ekki sáttur við þau svör sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gaf í Morg- unblaðinu í gær við gagnrýni hans á aðkeypta sérfræðiaðstoð vegna sölu og breytinga á rekstrarformi borgarfyrirtækja árin 1994–2001. Ætlar Guðlaugur Þór að taka málið upp að nýju á vettvangi borgar- stjórnarinnar, krefjast betri skýr- inga hjá borgarstjóra og spyrjast frekar fyrir um tengd mál. Ingibjörg Sólrún sagði m.a. að kostnaðurinn hefði verið mjög lág- ur miðað við umfang verkefnanna en í svari borgarstjóra við fyrir- spurn Guðlaugs Þórs um málið kom fram að heildarkostnaður við aðkeypta sérfræðiaðstoð hefði ver- ið 45,5 milljónir kr. á tímabilinu. Gagnrýndi Guðlaugur Þór m.a. að þar af hefðu rúmar 16 milljónir far- ið til eins manns, Skúla Bjarnason- ar hrl. Meðal þess sem Ingibjörg Sólrún sagði í Morgunblaðinu í gær var að ekki þyrfti annað en að bera árang- ur borgarinnar af aðkeyptri sér- fræðiaðstoð saman við árangurinn af starfi einkavæðingarnefndar rík- isstjórnarinnar, sem einnig hefði verið skipuð sérfræðingum af markaði. Guðlaugur Þór sagði að þetta væri sérkennilegur saman- burður hjá borgarstjóra. „Ekki er um einkavæðingu að ræða hjá borginni nema í þremur tilvikum, Skýrr, Pípugerð Reykja- víkur og Húsatryggingum Reykja- víkur. Síðast þegar ég vissi var það einkavæðingarnefnd sem sá um söluna á Skýrr, þó svo að borgin hafi þurft að greiða einhvern sér- fræðireikning í því tilviki. Miðað við það verð sem Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, gaf upp, að hann hefði tekið fimm þúsund krónur á tímann, er eins og Skúli Bjarnason hafi verið sam- fleytt í vinnu hjá borginni í sautján mánuði, án þess að fá neitt lög- bundið frí. Það hljómar ekki eins og ráðdeild í rekstri,“ sagði Guð- laugur Þór og bætti við að sam- flokksmaður Ingibjargar Sólrúnar, Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði talað um „sjálftöku“ í gagnrýni sinni á að Hreinn Loftsson hefði fengið þrjár milljónir fyrir sérfræðiaðstoð yfir ákveðið tímabil. „Ef það kallast sjálftaka hvað er þá rúmlega sextán milljóna króna greiðsla frá borginni til vinar Ingi- bjargar?“ spurði borgarfulltrúinn og hélt áfram: „Hvort sem okkur líkar betur eða verr er borgarstjóri framkvæmdastjóri borgarinnar og hún getur ekki vikist undan ábyrgð í málinu. Sérfræðingahópur úti í bæ getur ekki ákveðið hluti sem þessa. Borgarstjóri hefur ekki komið með nein rök fyrir því af hverju Skúli hafi verið áskrifandi að sérfræðiverkefnum sem mjög auðveldlega hafi verið hægt að sinna innan Ráðhússins.“ Hlýtur að vera á ábyrgð borgarstjóra Guðlaugur Þór sagði ennfremur að það stæðist ekki skoðun hjá borgarstjóra að sérfræðingahópur- inn hefði skipt með sér verkum og borið ábyrgð á að Skúli hefði fengið þetta mörg verkefni. Vísaði Guð- laugur Þór til þess að Skúli hefði einn aðstoðað við breytingu á rekstrarformi SVR yfir í Strætó bs. og þó að það hefði ekki komið fram í svari borgarstjóra hefði Skúli einn veitt ráðgjöf við sölu Áburðarverk- smiðjunnar. Þetta hlyti því að vera á ábyrgð borgarstjóra. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi um aðkeypta sérfræðiaðstoð Reykjavíkurborgar Krefst betri skýringa hjá borgarstjóra KOMUGJÖLD á göngudeildir Landspítala – háskólasjúkrahúss þar sem veitt er þjónusta ýmissa há- skólamenntaðra starfsstétta innan spítalans, s.s. hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, næringarfræðinga og sálfræðinga, hækkuðu um síðustu áramót úr 1.400 krónum í 2.100 krón- ur. Um er að ræða gjöld vegna svo- kallaðra „annarra komna“, en það eru komur til annarra en sérfræð- inga. Forsendur þessara gjalda og um- ræddrar hækkunar taka mið af með- allaunum hjúkrunarfræðinga, sem eru langfjölmennasta háskólamennt- aða starfsstéttin sem hér um ræðir innan spítalans. Komur til annarra en sérfræðinga Komugjöld hækkuð úr 1.400 í 2.100 krónur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.