Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 25
Georgíu á áttunda áratugnum og fram á þann níunda. Og ekki skorti verkefnin þegar hann sneri aftur til heimalands síns árið 1992 eftir hrun Sovétríkjanna. Nokkrum dög- um áður en Shevardnadze sneri aft- ur hafði Zvíad Gamsakhúrdía, fyrsta forseta hinnar nýfrjálsu Georgíu, verið steypt af stóli í valdaráni, sem kallaði eyðileggingu yfir drjúgan hluta höfuðborg- arinnar, Tblisi. Gamsakhúrdía reyndi að ná völdum á ný 1994 og féll þá í bardögum við stjórnarher- inn. Margir halda því fram að hann hafi verið tekinn af lífi. Fylgismenn Gamsakhúrdía eru enn svarnir and- stæðingar Shevardnadze. Stjórn Shevardnadze hafði engar efnahagslegar forsendur fyrir því að koma upp herafla, sem einhvers væri megnugur. Ýmsir herflokkar og -hópar létu því mjög til sín taka í þeirri von að þeir myndu fá fyllt það pólitíska tómarúm, sem hruni Sovétríkjanna fylgdi. Mest bar á Mkhedroni-sveitunum, „ridd- urunum“ svonefndu, sem áttu stærstan þátt í falli Gamsakhúrdía og valdatöku Shevardnadze. Síðar snerust þeir gegn honum en hóp- urinn var formlega leystur upp árið 1995. Hafði hann þá m.a. verið sak- aður um að standa að baki tilræði við Shevardnadze, sem komst naumlega lífs af úr bílsprengingu. Síðla á síðasta áratug tók að draga úr stjórnmálaspennunni og því ofbeldi, sem henni fylgdi. Ann- ars konar vandi jókst hins vegar að sama skapi, einkum mannrán og pólitísk spilling. Þegar fjórum munkum var síðan rænt á Pankisi-fjallasvæðinu tók al- menningur að krefjast viðbragða af hálfu stjórnvalda. Öryggissveitir voru sendar til Pankisi. Þeim tókst raunar að frelsa nokkra þeirra, sem stigamenn höfðu rænt en fengu lítt breytt stöðunni þar að öðru leyti. Shevardnadze forseti hefur því ákveðið að treysta á Bandaríkja- menn í því skyni að þeir megni að gera stjórnarherinn bardagahæfan. AP Georgískar sérsveitir á æfingu. Í ráði er að Bandaríkjamenn þjálfi þær. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 25 BANDARÍSKIR saksóknarar til- kynntu í fyrradag, að endurskoð- unarfyrirtækið Arthur Andersen hefði verið formlega kært fyrir „víðtækt misferli“, meðal annars fyrir að hafa hindrað framgang réttvísinnar og eytt mörgum „tonn- um“ af skjölum varðandi endur- skoðunarstarf þess fyrir stórfyr- irtækið Enron, sem nú er gjaldþrota. Er þetta fyrsta kæran í Enron-málinu. Í kærunni segir, að skipuleg eyð- ing Enron-skjala og rafrænna skjala hafi hafist í október sl. í mörgum útibúum Andersens og einnig í London og í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Chicago. Larry Thompson, aðstoðardómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, segir, að starfsmenn og samstarfsmenn Andersens hafi skipað fyrir um eyðinguna strax og þeir fréttu, að bandaríska verðbréfaeftirlitið hefði hafið rannsókn á bókhaldsaðferð- um Enrons. Það hefðu þeir gert þótt þeir vissu fullvel, að skjölin væru mikilvæg gögn í rannsókn- inni. Lögfræðingar Andersens sögðu, að kæran væri „lagalega tilhæfu- laus“ en fyrirtækið hafði skorað á stjórnvöld að kæra það ekki þar sem það myndi þýða dauðadóm yf- ir því. Norðmaðurinn Arthur And- ersen stofnaði fyrirtækið fyrir 88 árum og hjá því starfa nú 27.000 manns í Bandaríkjunum einum. Sér það um endurskoðun hjá 2.300 fyrirtækjum þar í landi. Hluthafar og starfsmenn Enr- ons, sem sjá fram á mikið tap vegna gjaldþrotsins, eru ekki mjög kátir með kæruna á Andersen. Er ástæðan sú, að þaðan var þó helst að vænta einhverra bóta. Kæran og hugsanlegt gjaldþrot Andersens getur auk þess haft slæmar afleið- ingar fyrir fyrirtækin, sem skipta við það. Búist er við, að frestur þeirra til að skila endurskoðuðu bókhaldi verði framlengdur, og önnur endurskoðunarfyrirtæki, sem hugsanlega tækju við endur- skoðuninni, vilja, að þau verði op- inberlega firrt ábyrgð á því, sem þar kann að hafa farið fram. Andersen kært fyrir „margvíslegt misferli“ Washington. Los Angeles Times. 25 Norður-Kóreumenn voru fluttir áleiðis til Suður-Kóreu í gær eftir að þeir höfðu ráðist inn í spænska sendiráðið í Peking til að leita þar athvarfs. Norður-Kóreumenn- irnir hótuðu að fyrirfara sér ef reynt yrði að flytja þá til Norður-Kóreu. Nokkrir þeirra voru sagðir vera með eitur. Fólksflóttinn frá Norður-Kóreu hefur aukist á síðustu árum vegna hungurs- neyðar í landinu. Flestir flóttamannanna fara til Kína í von um að komast til Suður- Kóreu. Suður-kóreska stjórnin segir að um 30.000 norður-kóreskir flóttamenn séu nú í Kína, en hjálparstofnanir telja að þeir séu allt að 300.000. Um 320 Norður-Kóreumenn komust til Suður-Kóreu árið 2000 og 583 á síðasta ári. Kínverskur lögreglumaður reynir hér að stöðva einn flóttamannanna við sendi- ráðið. Flóttamenn ryðj- ast inn í sendiráð AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.