Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 37 LÆKNAR læra í námi og starfi að ráð- leggja fólki það sem líklegt er að geri gagn og byggt er á góðum og viðurkenndum rann- sóknaniðurstöðum. Læknar hvetja einnig til hollra lífshátta og bætiefnataka getur verið þáttur í því fyrir marga. Stundum getur verið óvissa um gagn- semina, en þá er byggt á því, að af inntökunni verði ekki skaði og hugsanlega einhver bót. Aðrar heilbrigðis- stéttir eiga að hafa sama viðhorf. Ráðleggingar þeirra til almennings eiga að byggjast á vís- indalegum grunni. Í auglýsinga- væddu samfélagi samtímans gleym- ist þetta oft, einkum í von um fjárhagslegan ágóða. Dæmi um gleymskuna hafa und- anfarið sést í umfjöllun og auglýs- ingum, m.a. á síðum Morgunblaðs- ins. Tveir virtir íslenskir prófessorar hafa í samvinnu við aðra komið á framfæri efnum, sem í öðru tilvikinu eiga að hafa jákvæð áhrif á ýmsa húðkvilla (Pensím-húðáburður) og í hinu á inntaka unnin úr ætihvönn (Angelica) að hressa og bæta líðan neytandans. Hvorugt efnanna hefur hlotið þá prófun í mönnum sem rétt- lætir markaðssetningu þeirra, held- ur er byggt á tilgátum úr tilraunum, sem geta í besta falli gefið vísbend- ingu um hvernig haga eigi fram- haldsrannsóknum. Samt er látið að því liggja að efnin geti haft jákvæð áhrif með því að vitna til kenninga um orsakatengsl sjúkdóma. Notaðir eru vitnisburðir nokkurra ánægðra notenda, sem telja sig hafa fengið bót. Opinber umfjöllun og auglýsing- ar af þessu tagi, hvort heldur er í ræðu eða riti, í dagblöðum eða á Net- inu, er ekki viðeigandi. Læknum væri ekki stætt á því vegna þeirra siðareglna sem þeir verða að fylgja. Það sama á við um spánnýja opnuauglýs- ingu í Morgunblaðinu 12. mars og hálfa síðu 14. mars. Þar er aug- lýst ný vítamínblanda handa körlum, „Well- man“. Nú á að taka karlana með trompi og höfða til þess að þeir þurfi aukinn þrótt, meiri hraða og kraft, orku og úthald, ekki einasta í íþróttum og við þolfimi, heldur líka í erli dagsins, þar sem hætt er við að menn borði óreglulega og ástundi óholl- ustu. Með þessu eiga karlmenn að geta „fullnýtt orku sína“. Ónæmis- kerfið á að styrkjast og frjósemi og kynlíf að batna. Allt á þetta að lagast með þessari stórkostlegu blöndu af vítamínum, ginsengi, aminósýrum og hvítlauk, enda byggt á vísindum. Vísindin eru þó aðeins almennt þekktar staðreyndir um vítamín og snefilefni. Ekki er byggt á neinum marktækum tilraunum, þar sem at- hugað er hvort blanda af þessu tagi hafi gildi umfram það að taka ekki neitt, taka aðra ódýrari blöndu eða bara drekka vatn. Margt í auglýsing- unni, eins og það sem sagt er um frjósemi og kynlíf, er með öllu ósann- að. Auglýsinguna birta allar þrjár meginlyfjabúðasamsteypur lands- ins, þar sem háskólamenntaðir lyfja- fræðingar sitja við stjórnvölinn. Þeir ættu, í krafti þekkingar sinnar, að geta aðgreint hvað er satt og rétt í þessum efnum. En auglýsingin er bara bein þýðing texta af vefsíðu framleiðandans, fyrirtækisins Vita- biotics í Englandi, með mynd og öllu. Þetta er ágæt vítamínblanda og ólíklegt að nokkrum verði meint af henni, en það er hægt að kaupa 5–8 sinnum ódýrari íslenskar vítamín- töflur. Það er með öllu ósannað að þessi blanda geri nokkuð betra gagn. Hver einasta Wellman-tafla kostar nærri 50 kr. og ársskammturinn 18.218 kr.. Ég efast um að það kosti meira en 5–10 kr. að framleiða hverja töflu. Reynt er að ljá þessu trúverðugleika með því að nefna til mann, sem á heimasíðu enska fyr- irtækisins virðist hinn mætasti pró- fessor á eftirlaunum. Hversu mikið hann hefur komið nálægt þróun þessarar blöndu er ekkert sagt um. Það vekur athygli, að auk lyfsölu- samsteypnanna er ESSO nú einnig farið að sækja inn á nýjan orkumark- að, jafnvel að kynorku karla. Fyr- irtækin fjögur gætu svo bætt við blöndunni „Wellwoman“, sem er auglýst sem sérstök nýjung fyrir konur á ensku heimasíðunni. Ég vil ekki letja íslenska karl- menn til að taka vítamín. Það er ef- laust ágætt fyrir marga. Kaupa má margfalt ódýrari íslensk bætiefni. En með heilbrigðu líferni, hollum mat og góðri líkamshreyfingu þurfa íslenskir karlmenn ekki endilega að taka vítamín eða drekka ætihvönn í alkóhóli. Svo mættu menn ganga eða hjóla meira og spara aðra orku sem fæst hjá ESSO. Villandi auglýsingar um óþarfa Reynir Tómas Geirsson Höfundur er prófessor og for- stöðulæknir á Landspítala –háskóla- sjúkrahúsi og deildarforseti lækna- deildar Háskóla Íslands. Undralyf Það er með öllu ósann- að, segir Reynir Tómas Geirsson, að þessi blanda geri nokkurt betra gagn heldur en 5–8 sinnum ódýrari ís- lenskar vítamíntöflur. HJÁLPARSTARF kirkjunnar stendur fyrir söfnun gegn al- næmi dagana 17.–24. mars undir kjörorðinu Lífskraftur. Safnað er til forvarnaverkefnis í öllum grunnskólum landsins í samvinnu við Alnæmissamtökin og fyrir hjálp við sjúka og munaðarlaus börn af völdum al- næmis í Úganda. Safn- að er í gegnum söfn- unarsíma 907 2002. Forvarnir um allt land Verkefnin hér heima og í Úg- anda eru ólík. Við vonumst þó til að þau snúi einmitt að því sem mikilvægast er á hvorum stað. Hér heima varð bylting þegar ný lyf komu á markað og viðhorf til HIV- smitaðra hafa smám saman breyst. Sá óvænti vinkill er hins vegar kominn á málin að fyrir vikið hefur ungt fólk sem er að hefja kynlíf og missti af fræðslu 9. áratugarins sofnað á verðinum. Þeir sem gerst þekkja til hafa orðið áþreifanlega varir við þá skoðun í þeirra hópi að smitist fólk af HIV-veirunni sé bara hægt að taka lyf. Þetta er hættulegur misskilningur sem Al- næmissamtökin ráðgera að leið- rétta – fái þau stuðning til. Hjálp- arstarf kirkjunnar vill veita hann − með þér og öðrum þeim sem láta sig málið varða. Alnæmissamtökin hafa reynsluna og nemendur eru fróðleiksfúsir. Það hefur sýnt sig í heimsóknum í grunnskóla í Reykjavík þegar nemendur taka á móti smituðum einstaklingi sem fræðir um staðreyndir í bland við eigin sögu. Með þátttöku í söfn- uninni nú getur þú séð til þess að reynsla samtakanna komi börnum í efstu bekkjum grunnskóla, um allt land, til góða. Víðtækt hjálparstarf Fyrsta alnæmistilfellið í Úganda var skráð í Rakai-héraði í suður- hluta landsins 1982, en héraðið er eitt af þeim fátækustu í landinu þar sem 70% íbúa eru undir fá- tæktarmörkum eða hafa minna enn 500 kr. í tekjur á viku. Sjúkdóm- urinn breiddist hratt út, héraðið liggur að landamærum og um það fóru farandverkamenn, farand- kaupmenn og langferðabílstjórar á milli landa og landshluta. Þetta hafði gríðarleg áhrif, bæði á heilsu- far fólksins og félagslega- og efna- hagslega stöðu þess. Stór hluti ungs vinnufærs fólks veiktist og féll frá. Eftir stóðu munaðarlaus börn sem oft áttu í engin hús að venda. Margir smitaðir Enn breiðist alnæmi út með ógn- arhraða í Afríku og fullyrt er að um 4 milljónir manna hafi sýkst 1999. Í 16 löndum Afríku er meira en einn tíundi fullorðinna smitaður og í 7 löndum Afríku er talið að einn af hverjum fimm séu HIV- jákvæðir. Í Botsvana eru um 35% fullorðinna sýktir af alnæmisveir- unni og í Suður-Afríku fjölgaði smituðum um 7% á tveggja ára tímabili 1997–1999. Þrátt fyrir þessar óhugnanlegu staðreyndir bera aðgerðir árangur. Úganda varð það land þar sem flestir voru smitaðir en er nú 12. í röðinni ekki síst vegna markvissra aðgerða stjórnvalda og hjálparstofnana. Mikil áhersla hefur verið lögð á að þjálfa leiðbeinendur og fræða ungt fólk svo og á félagslega upp- byggingu og stuðning við sjúka og fjölskyldur þeirra. Nú er hlutfall smitaðra í Úganda komið niður í 8,3 % úr 30% árið 1992 sem verður að teljast góður árangur. En björninn er fjarri því unninn. Eftir standa 1,7 milljónir munaðarlausra barna sem er það mesta í löndum Afríku. Á hverju ári fæðast 30.000 HIV-smituð börn. Fullorðnir sem veikir eru af alnæmi þurfa aðhlynningu. Neyðin er brýn og hjálpar er þörf. Heimili þar sem börn eru í forsvari Heimilum þar sem börn eru í forsvari fjölgar stöðugt. Þótt fjöl- skyldutengsl í Afríku séu oftast mjög sterk er víða svo komið að engra fullorðinna ættingja nýtur við. Í Rakai-héraði hefur fjöldi munaðarlausra barna aukist um 9% frá 1995 og eru nú 38.700 börn þar skráð munaðarlaus. Oft verða þessar „barnafjölskyldur“ fyrir áreiti og yfirgangi annarra. Börnin skortir föt, fæði, húsnæði og virð- ingu annarra. Mörg eru í tilfinn- ingalegu ójafnvægi og þörf fyrir umhyggju, leiðbeiningar og kær- leika einhvers sem eldri er, er mik- ill. Þessi börn hætta oft skólagöngu og ókunnugir misnota veika stöðu þeirra. Söfnunarfé nú verður varið þeim til stuðnings, en Lútherska heimssambandið sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að hefur um árabil rekið samfélagslega aðstoð í Rakai-héraði og sérverkefni þar gegn alnæmi. Það hefur verið í formi ráðgjafar og efnalegra styrkja. Börnin fá aðstoð við að reisa og halda við húsum sínum, þau fá aðstoð við að sjá fyrir sér, ganga í skóla, eignast akurspildu og læra eitthvert handverk. Ráð- gjafar fylgjast reglulega með þess- um fjölskyldum og veita börnunum handleiðslu og leiðbeina á marg- víslegan hátt. Á fjórða hundrað „barnafjölskyldur“ fá nú reglulega aðstoð og ráðgjöf á því svæði sem Hjálparstarf kirkjunnar hyggst styrkja. Ísland, Úganda, söfnunarfé skipt til helminga Hjálparstarf kirkjunnar hyggst deila söfnunarfé í 907 2002 til helminga milli verkefna hér heima og í Úganda. Alnæmissamtökin munu ráðstafa sínum hluta til for- varna í grunnskólum um allt land en Lútherska heimssambandið sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að sér um verkefnið í Úganda. Ég hvet þig til að staldra við, grípa símann og hringja í 907 2002, en þá leggur þú 1.000 kr. til barátt- unnar gegn alnæmi. Auðvitað er hægt að hringja eins oft og hver vill og leggja þessu málefni lið eftir vilja og getu. Lífskraftur − forvarnir gegn alnæmi Jónas Þórir Þórisson Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Hjálparstarf Verkefnin hér heima, og í Úganda eru ólík, segir Jónas Þórir Þórisson, en við von- umst til að þau snúi ein- mitt að því sem er mik- ilvægast á hvorum stað. Á VORMÁNUÐUM hvers árs stendur fólk á öllum aldri frammi fyrir því að velja sér háskólanám. Fyrir suma reynist valið auðvelt en það reynist erfiðara fyrir aðra. Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvaða háskólanám þeir eiga velja og hina sem eiga eftir að skipta nokkrum sinn- um um skoðun fram á vor vil ég benda á námið sem ég valdi og sé alls ekki eftir. Það er þroskaþjálfanám til BA-gráðu við Kennaraháskóla Ís- lands. Þroskaþjálfanámið er þriggja ára nám sem veitir þeim sem því ljúka starfsréttindi sem þroskaþjálfar. Markmiðið með þroskaþjálfanáminu er að verðandi þroskaþjálfar öðlist þekkingu og hæfni í starfi með börnum, ungling- um og fullorðnum með fötlun. Inni- hald þroskaþjálfanámsins skiptist að mestu í fjögur svið sem eru: uppeldisgreinar, heilbrigðisgreinar, þroskaþjálfun og vettvangsnám. Í uppeldisgreinunum er mikil kennsla í þróunarsál- fræði þar sem nem- endum er kennt um öll æviskeið mannsins. Í uppeldisgreinunum er einnig mikil áhersla lögð á samtalstækni, samskipti og sam- vinnu. Í heilbrigðis- greinunum er áherslan þríþætt, það er í fyrsta lagi kennsla um starfsemi líkamans. Í öðru lagi umfjöllun um umönnun í starfi með fólki með fötlun og í þriðja lagi umfjöllun sjúkdóma. Í þeim greinum sem falla undir þroskaþjálfun fá nemendur fræðslu um orsakir og eðli mismun- andi fatlana sem og kennslu í vinnubrögðum þroskaþjálfunar sem gerir nemendum kleift að tileinka sér viðhorf, þekkingu og færni til að geta lagt faglegan grunn að undirbúningi og útfærslu þroska- þjálfunar. Bæði gömul og ný hug- myndafræði í málefnum fólks með fötlun er kennd sem og rannsóknir á fötlun frá mörgum mismunandi sjónarhornum. Nemendur fara í vettvangsnám á vormisserum ann- ars og þriðja árs og vinna verkefni í tengslum við það. Vettvangsstaðir þroskaþjálfanema eru margvíslegir eins og starfsvettvangur þroska- þjálfa, svo sem á sambýlum, í dag- þjónustu fyrir fólk á öllum aldri, í leikskólum, grunnskólum og hjá fé- lagsþjónustu sveitarfélaga svo eitt- hvað sé nefnt. Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér þroskaþjálfanámið betur bendi ég á heimasíðu Kennarahá- skóla Íslands http://www.khi.is og háskólakynninguna sem verður í Odda sunnudaginn 17. mars næst- komandi. Þroskaþjálfanám Elfa Björk Gylfadóttir Höfundur er þriðja árs nemi í þroskaþjálfun í KHÍ. Háskólakynning Þroskaþjálfanámið er þriggja ára nám, segir Elfa Björk Gylfadóttir, sem veitir þeim sem því ljúka starfsréttindi sem þroskaþjálfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.