Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                              BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HINN 9. mars skrifar Albert Jensen trésmíðameistari í bréfi til blaðsins um skoðanir sínar á innflytjendum og trúmálum. Greinin endurspeglar mikla fordóma í anda menningar- hyggjunnar og ég get ekki setið á mér með að upplýsa Albert svolítið um staðreyndir raunveruleikans. Albert talar um að taka vel á móti innflytjendum en það verði að stjórna þeim straumi á farsælan hátt. Inn á milli viðrar hann svo laumulega for- dómafullar skoðanir sínar á múslim- um og „trúarofstæki“ þeirra: „En svo er það hin öra fjölgun múslima hér á landi sem gæti orðið okkur þung í skauti vegna þess að trúin er líka lög þeirra og því láta þeir illa að stjórn í öðrum þjóðfélögum. Þeir vilja ekki aðlagast viðtökuþjóðum …[þ]aðan er sprottin stríðsyfirlýsing á hendur öll- um öðrum trúarbrögðum. Fólk sem skapar illindi á ekkert erindi hingað.“ Líkt og önnur trúarbrögð boðar Allah hvorki stríð né önnur illindi. Né held- ur er það í þeirra lögum að vera á móti ríkjandi menningu. Albert vill greini- lega aðeins hafa kristna íbúa hér á landi. Þvílík fásinna að ætlast til slíks. Alheimsþróunin og hnattvæðing nú- tímans býður ekki upp á það og auk þess ríkir einstaklings- og trúfrelsi hér á landi. Ég efast um að Albert gæti hugsað sér að vera strípaður trú sinni ef hann flyttist til fjarlægra landa og ég vil ekki trúa að hann haldi virkilega að framtíð Íslands standi og falli með múslimskum innflytjendum. Framtíðin mun frekar hafa verra af slíkum hugsunarhætti sem Albert leyfir sér að þora að opinbera land- anum en nokkurn tíma fjölbreytni trúarbragða. Trú er hluti af menningu og sá ras- ismi sem blossar í dag er einmitt menningarbundinn rasismi, nýras- ismi. Hann gerir ráð fyrir því að menning sé frosin og óbreytanleg og lokar augunum fyrir menningarlegri fjölbreytni. Menning hins vegar er, hefur alltaf verið og mun áfram vera í stöðugri þróun og það er barnalegt að halda að Ísland verði af þeirri þróun. Hvað þá að landamæri okkar geti flokkað út þá fáu svörtu sauði sem fylgja öllu fé. Greinilegt er að Albert þjáist af ákveðinni múslimafælni sem stjórnast af neikvæðum staðalmynd- um um múslima en slíkar staðal- myndir eru nátengdar rasisma. Al- bert setur alla múslima undir sama hatt og dæmir og segir þá ekki eiga erindi til Íslands. Hann stillir þannig kristnu fólki upp sem englum á himn- um en sveipar alla múslima klæðum djöfulsins. Víðsýni, umburðarlyndi og virðing eru lykilatriði í nútímasamfélagi og sú sjálfsagða staðreynd að telja heima- garðinn ekki alltaf með bestu og fal- legustu uppskeruna. Mér finnst alltaf svolítið fyndið þegar Íslendingar halda að Ísland megi vernda frá öllu sem þeir telja illt og skaðvænlegt. Að passa upp á að allt sé best hér og ekk- ert fari úrskeiðis eins og hjá „hinum“. Hræðsla við að við hættum að vera sérstök og best ef við viðurkennum aðra menningu að fullu. Ég held að við þurfum að gera okkur grein fyrir að við breytum ekki lífsins staðreynd- um og þróun og tími sé kominn til að við opnum hug okkar og byrjum þar að breyta og bæta. ERLA SIGURLAUG SIGURÐARDÓTTIR, nemi í Háskóla Íslands, Njálsgötu 84, Reykjavík. Opnum hug okkar Frá Erlu Sigurlaugu Sigurðardóttur: KANNSKI finnst mörgum nóg kom- ið og verið sé að bera í bakkafullan lækinn, við að setja á blað, það sem hér er drepið á. Ég hef ekki skilið af hverju á að selja Landssímann og bankana okk- ar úr landi, fyrirtæki sem mala gull. Ekki trúi ég að þeir sem vilja kaupa geri það af vorkunnsemi við Íslend- inga, þeirra sjónarmið hljóta að vera gróðahyggja. Hverra kosta eigum við völ, ef af sölu verður og kaupendur, sem þá eru orðnir eigendur, ákveða að hækka þjónustugjöldin? Má því ekki segja að sjálfstæði þjóðarinnar sé lagt að veði? Vissulega eru þessi verðmæti eign okkar allra, og afkomenda þeirra sem hafa í áratugi unnið með huga og hörðum höndum við að byggja upp íslenskt þjóðfélag og síðan falið stjórnvöldum að fara með og gæta sameiginlegra eigna okkar. Skattar okkar og genginna hafa gert þessar eignir að veruleika, stað- reynd sem við erum stolt af, segja má því að illa sé komið, ef selja á hlut af velgengni okkar úr landi. Hvergi hef ég séð upplýsingar frá stjórnvöldum eða öðrum um hag- kvæmni þess að selja, ógeðfelld finnst mér sú tilhugsun að skipta við Búnaðarbankann „bankann minn“ ef hann væri kominn í meirihlutaeign erlendra aðila. Íslenkst þjóðfélag hefur nötrað og skolfið að undanförnu vegna siðleys- is ýmissa þeira, sem hefur verið treyst fyrir forræði og umsjá stofn- ana ríkisins. Ég hef fulla samúð með þeim sem hafa látið glepjast til þess að gera það sem síst skyldi, en undr- ast þó hvað þeim hefur fundist það sjálfsagt, en allir verða auðvitað að axla ábyrgð gerða sinna, þar má eng- inn vera undanskilinn. hvort sem er í Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum, Samfylkingunni eða Framsóknar- flokki. „Fégirndin er rót alls þess, sem illt er,“ segir í Guðs orði. Gefum að þessu gætur og byggj- um upp þjóðfélag, sem við öll getum verið stolt af, þar sem siðgæði þegn- anna situr í fyrirrúmi og Íslensk æska gengur til framtíðar með styrkan arf, liðinna kynslóða í brjósti. JÓHANN F. GUÐMUNDSSON, Sléttuvegi 11, 103 Reykjavík. Hver vill kaupa landið mitt? Frá Jóhanni F. Guðmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.