Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 39 „ER hann búinn að raka af sér skeggið. Hann ætlaði ekki að gera það. Hann er kannski kominn með konu sem hefur lokkað hann til þess,“ segir Lýður Árnason, læknir á Flateyri. Nú um páskana á að sýna í sjónvarpinu kvikmynd hans og Jóakims Reynissonar, Í faðmi hafsins. Sigurður Kristjánsson frá Súðavík þreytir þar frumraun sína sem kvikmyndaleikari. Hlýtur að vera nokkuð sjald- gæft að menn hefji feril sinn á hvíta tjaldinu hátt á áttræðisaldri. En bak við grímu öldungsins býr hins vegar kvikur hugur. Einhver sagði að heilinn væri merkilegur að því leyti að öfugt við allar aðrar vélar þá batni hann við mikla og stöðuga notkun. Þetta virðist eiga við um Sigurð. „Já, það er rétt að ég fékk hann til þess að leika í kvikmyndinni,“ heldur Lýður áfram, „hann var giftur systur föður míns og ég hef fylgst með honum vaxa og dafna frá því ég var krakki. Og ég sá að hann var allt- af að verða meira og meira efni í kvikmyndaleikara. Ég hugsa að hann að fái nú bara nokkuð góða dóma fyrir leik sinn í kvikmyndinni. Hann þurfti eigin- lega ekkert að gera, hann er hrein- lega persónugervingur fjalls og hafs. Maður les þetta allt úr andlit- inu á honum. Já, það er rétt að Einar Oddur, hálfbróðir hans, lék prest í mynd- inni. Og hann tók sig mjög vel út í prestshlutverkinu. Hann er auðvit- að alþingismaður og kann að leika.“ Sigurður segir að það megi vissu- lega til sanns vegar færa að kvik- myndaferill hans hafi hafist frekar seint, tökunum hafi lokið fjórum dögum fyrir 75 ára afmæli hans. „Þetta kom þannig til að Lýður Árnason, læknir og altmuligmann, fékk mig til þess að taka að mér hlutverk í myndinni. Þegar hann nefndi þetta við mig og ég fékk að lesa handritið þá sagði ég einfald- lega: Lýður minn, ef þú heldur að þú getir notað mig ætla ég bara að hafa gaman af þessu. Og ég hafði það líka, þetta var hreint ævintýri fyrir mig. Ég hafði aldrei komið nálægt kvikmyndum og það hafði aldrei nokkurn tíma hvarflað að mér að ég ætti eftir að vinna við kvikmynd.“ Í faðmi hafsins gerist í litlu sjáv- arþorpi í nútímanum en tengist þjóðsögunni um sjö börn á landi og sjö í sjó. „Ég er gamall sjóari í myndinni og milliliður milli þjóðsög- unnar og veruleikans. Og örlaga- valdur í sögunni. Ég féll strax fyrir efninu. Nei, það var ekkert erfitt að standa frammi fyrir kvikmyndavél- unum. Fyrst þeir sögðust geta not- að mig þá tók ég bara þá ákvörðun að gera eins og þeir sögðu mér. Ég lét mér meira að segja vaxa heljarmikið skegg, þetta var orðið, skal ég segja þér, mjög myndarlegt skegg. Þeir vildu ekki nota gerviskegg, sögðu að það byði alls kyns vand- ræðum heim.“ Sigurður segir að það hafi ekki komið við sig þegar hann hafi séð sjálfan sig á hvíta tjaldinu. „Ég var svo- lítið spenntur þegar ég fór inn en ég horfði síðan á myndina eins og hverja aðra kvikmynd. Það var eins og mér kæmi þessi maður ekkert við.“ Sigurður er fæddur og uppalinn í Súðavík og er enn með annan fótinn þar. Hann og sonur hans eiga elsta húsið í gamla þorpinu þar sem Sigurður fæddist. „Húsið er á snjóflóðasvæðinu og mér er bara leyft að vera í því hálft árið og yfir veturinn er ég hjá börn- unum. Húsið er kallað Bjarnahús því það áttu það tveir Bjarnar. Það er ekki vitað nákvæmlega hvað það er gamalt en það var að minnsta kosti til árið 1890.“ Sigurður segist hafa leikið sér að því að safna ljós- myndum frá Súðavík og það sé að hluta til honum að þakka að það séu til myndir af hverju einasta húsi sem var uppistandandi í gamla þorpinu í Súðavík árið 1935. Glampi kemur í augun þegar hann flettir myndaalbúminu og rekur augun í torkennilega teikn- ingu: „En veistu hvað þetta er? Þetta er, skal ég segja þér, teikning af einu sjóorrustunni sem háð hefur ver- ið á Íslandi, Flóabardaga árið 1244. Við áttum þar Súðvíkingar eitt stærsta skipið, Ógnarbrandinn, sem var í flota kakalans og hann var að minnsta kosti tólfróinn eða meira. Þeir unnu eiginlega orrustuna Þórður kakali og Vestfirðingar þótt þeir ættu við margfalt ofurefli að etja og skip Kolbeins hafi verið mun fleiri. Já, þetta voru allt þaulvanir sjómenn en bara sveitamenn með Kolbeini unga. Við Vestfirð- ingar höfðum ballestað okkur vel með grjóti og not- uðum það síðan óspart. Það fer raunar litlum sögum af bardögum okkar Súðvíkinga. Þetta er líklega í eina skiptið sem getið er um Súðvíkinga í orrustum. Þarna hafa búið friðsemdarmenn. Þó var einn Súðavíkur- bóndi sem bauðst til þess að brenna bæinn sinn ef hann gæti brennt Órækju, son Snorra, þar inni um leið.“ Við sleppum því að ræða um „aðgerðina“ sem gerð var á Órækju í helli einum í Borgarfirði og segir frá í Sturlungu, sú „sena“ passar inn í stranglega bannaða ameríska ofbeldismynd. Sigurður á tvö hálfsystkini, alþingismanninn og leikarann Einar Odd og Jóhönnu: „Já, ég er slysa- krógi, faðir minn eignaðist mig fyrir hjónaband en það var samt allt í góðu. Ég var með föður mínum, Kristjáni Ebenesarsyni, á sjó en hann var skipstjóri. Við vorum saman á skipi sem hét Hamona, sem var Nýfundnalandsskúta, sams konar skip og lúðuveið- ararnir amerísku voru með þegar þeir voru með bækistöðvar á Þingeyri í gamla daga. Ég hafði ekki hitt föður minn frá því er ég var pínulítill og þangað til ég var nítján ára og réð mig á skip hjá honum. Það var dálítið skrýtið að hitta hann enda hafði ég ekki séð hann áður svo ég myndi eftir. Ég vissi þó alltaf af hon- um. En við sluppum alveg þokkalega vel frá þessu.“ Sigurður var samanlagt á sjó í 26 eða 27 ár, með hléi þó. „Þegar ég fór fyrst í land var ég bæði magaveikur og tiltölulega nýgiftur og þetta var ekkert líf. Maður kom ekki heim nema endrum og sinnum. En ég gekk síðan aftur. Þannig var að eftir skut- togararnir komu blundaði alltaf í mér að það væri gaman að fara einn túr, svona bara til þess að prófa hvernig það væri miðað við að vera á síðutogurunum. Ég lærði húsasmíði eftir að ég kom í land og það var lítið að gera framundan og þá hringdi ég í gamlan skipsfélaga sem var með skip hjá bæjarútgerðinni og bað hann að lofa mér með einn túr ef hann vantaði mann. Svo gerðist það nokkru seinna að það forfall- aðist maður og ég gat hoppað um borð. Þetta varð að vísu dálítið langur túr og stóð í meira en átta ár. Ég hafði það tiltölulega betra en í landi og þetta var allt annað líf en á síðutogurunum. Öll aðgerð var undir dekki og maður þurfti ekki að beygja sig eftir fiski, hann kom allur á færibandi. Og þó að það væru engar toppgræjur í þessu skipi þá var þetta allt öðruvísi en á síðutogurunum.“ Þetta sjómennskutímabil Sigurðar endaði hins vegar með því að honum var hent á land vestur á Pat- reksfirði, hálfósjálfbjarga vegna kvala í læri. „Mér var komið þar inn á spítala. Yfirlæknirinn þar var kona og hún hélt að þetta væru vöðvafestingarnar. Ég var dópaður upp og stungið inn í flugvél og sendur suður. En þetta var þá brjósklos og ég var svo hepp- inn að ég fór beint upp á borð og undir hnífinn. Og hef ekki fundið fyrir þessu síðan og slapp vel miðað við marga aðra. En ég lagði ekki í að fara aftur út á sjó eftir þetta.“ Af síðutogurum í kvikmyndaleik Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is „Ég hafði aldrei komið nálægt kvikmyndum og það hvarflaði ekki að mér að ég ætti nokkurn tíma eftir að leika í kvikmynd.“ „Sigurður þurfti eiginlega ekkert að gera. Hann er hreinlega per- sónugervingur hafs og fjalla. Maður les þetta allt úr andlitinu.“ ýrum og mhverfi glum og Evrópu. þess að ppni og hafa ðnir nfremur ópusam- m hefði ögunnar and og m. á að 1 hefði þremur að þetta sta hag- efði við- erið nei- abili en m fjór- æru hér yxi hér ði þetta ð halda hentaði eiksopp- anna og gsmuna gnar vel betur en kki ver- fullveldi r þeirra Það er s en hið “ mu evr- á ESB- ýrari og an. Það i að Ís- leika og autarnir gar við. þess að ósent af í auka- rónunn- 4 millj- sannar- ttulegur ending- um komi best að búa við einhverjar allt aðrar leikreglur og starfsskilyrði en aðr- ar þjóðir. Reynslan, m.a. af EES- samningnum sannar að okkur hent- ar best að búa við skýrar leikreglur og atvinnulífinu hentar einnig stöð- ugt verðlag og gengi og eðlilegt vaxtastig. Það fáum við ekki meðan við höldum í íslensku krónuna.“ Milliríkjaviðskipti forsenda hagsældar Íslendinga Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fjallaði á þinginu um sam- keppnisstöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Sagði hann frjáls og opin milliríkjaviðskipti vera forsendu þeirrar hagsældar sem Íslendingar búi við og að stjórnvöld og atvinnu- lífið séu samherjar í að skapa þær aðstæður. Halldór sagði að erfitt yrði að viðhalda stöðu Íslands í hópi fremstu iðnríkja heims nema hag- vöxtur yrði á næstu árum meiri en hann hefði verið síðustu tvo ára- tugi. Annað leiddi til lakari lífskjara hér á landi. Forsenduna fyrir því sagði hann sterka samkeppnis- stöðu Íslands en til að styrkja hana yrði að viðhalda stöðugu raungengi krónunnar. Almennur stöðugleiki í efnahagsmálum væri því lykilatriði. Í umfjöllun um evruna benti Halldór á mikilvægi þess að Ísland mæti stöðu sína gagnvart henni, t.d. evran og þróun hennar kynni að letja fyrirtæki til fjárfestinga hér- lendis. Hann sagði ennfremur: „Flest bendir til þess að þau aðild- arrríki ESB sem enn standa utan evrunnar verði hluti hennar innan fárra ára. Við þær aðstæður færu tveir þriðju hlutar útflutnings Ís- lands til evrusvæðisins og um leið væri ljóst að evran léki stórt hlut- verk í íslensku efnahagslífi.“ Halldór varaði við því sjónarmiði að aðild að evrunni leiddi til vaxta- lækkunar hérlendis og að vextir yrðu hér svipaðir og á evrusvæðinu. Sagði hann samdóma álit flestra að aðstæður gerðu það að verkum að vextir yrðu alltaf hærri hér en á evrusvæðinu. Þjóðhagsstofnun hefði þó áætlað að við upptöku evru kynni raunvaxtastig að lækka um 1,5 til 2 prósentustig. Það myndi á ársgrundvelli valda lækkun vaxta- greiðslna um u.þ.b. 15 milljarða króna. Tveir þriðju þeirrar lækk- unar myndu falla til heimilanna. „Ekki er síður mikilvægt að horfa til afleiddra áhrifa evrunnar. Þar má nefna að lækkun vaxta- kostnaðar hefur veruleg áhrif á framleiðslustig hér á landi þar sem lækkun vaxta hefur m.a. áhrif til aukningar á fjárfestingu sem eykur framleiðni vinnuafls. Gera má ráð fyrir að lækkun vaxtastigs hefði í för með sér hækkun landsfram- leiðslu um 2% innan tveggja ára- tuga umfram það sem annars yrði. Miðað við 2,5–3% árlegan hagvöxt yrði landsframleiðslan um 25 millj- örðum meiri en ella eftir 20 ár. Þessu til viðbótar er einnig nauð- synlegt að horfa til þess að áhætta sem lántakendur á erlendum mark- aði búa við í dag yrði ekki lengur fyrir hendi. Ekki er heldur óvarlegt að ætla að staða Íslands sem væn- legs fjárfestingakosts styrkist. Þetta eru grundvallaratriði við mat á okkar samkeppnisstöðu til fram- tíðar.“ Sagðist Halldór telja að evran yrði mesti áhrifavaldurinn á um- ræðu um hugsanlega aðilda Íslands að ESB. Hún hefði í för með sér hagræðingu og styrki samkeppni á markaðnum. „Stóra spurningin er hvort Ís- land þoli til lengdar þá skertu sam- keppnishæfni sem kann að fylgja því að standa utan evrunnar. Erum við reiðubúin að taka þá áhættu að fyrirtæki horfi í meira mæli til evrusvæðisins til fjárfestinga? Er- um við tilbúin að búa við hugsanleg- an minni hagvöxt af þessum sökum til lengri tíma litið? Erum við tilbú- in að sætta okkur við það að heim- ilin í landinu þurfi að bera meiri vaxtabyrði af þessum sökum?“ Vaxtamunur jókst úr 2,85% í 3,24% á fyrri hluta síðasta árs Í ræðu Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra kom fram að Sam- tök iðnaðarins hefðu óskað eftir því við ráðherra að hún léti kanna álagningu bankakerfisins á síðustu árum. „Niðurstaða þeirrar athug- unar er að vaxtamunur bankakerf- isins hefur lækkað frá ári til árs í sex ár þar til í fyrra, eða úr 4,13% árið 1995 í 2,85% árið 2000. Á fyrri helmingi síðasta árs jókst vaxta- munur hins vegar í 3,24% án þess að einhlít skýring væri á því. Það er ekki gott að segja hvort hér sé verið að reyna að ná fram viðvarandi hækkun og þarf lengri tíma til að átta sig á því hvort bankarnir séu að hækka álagningu til þess að bæta sér upp tap af hlutabréfavið- skiptum.“ Í stjórn Samtaka iðnaðarins voru kjörnir Baldur Guðnason frá Hörpu-Sjöfn, Hreinn Jakobsson frá SKÝRR og Halla Bogadóttir frá Höllu Boga gullsmíði. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem kona er kosin í stjórn samtakanna. Vilmundur Jósefsson var kjörinn til áframhaldandi formennsku fram að Iðnþingi 2003. Morgunblaðið/Sverrir áríkjum hefði vegnað vel innan ESB. „Þess- sviptar frelsi sínu né fullveldi, hvað þá að hafi verið fótum troðnir. Það er ekkert sem en hið sama muni gilda um okkur.“ Frá í hlynnt- að um em eru api. r þú að það sé gott eða slæmt fyrir efna- hag Íslands í heild að ganga í ESB?“ sögðu 67% það gott, 14% hvorki né en 20% töldu það slæmt. Þá var spurt: „Ertu hlynntur eða andvígur því að taka upp að- ildarviðræður við ESB til að ganga úr skugga um hvað Íslandi stendur til boða við aðild?“ 91% sagðist hlynnt því, fjögur prósent hvorki né en 5% andvíg. %  !D   F   ) @#(?) &B)! E&''&) EE %C()&''C(B >A% ()(A&)F%@*B&B=  )< #   *'=C  ! B+C>G) &HF I  @IJ @        %D @ )=H5 E !  % ! D     @   F )?H5 E "  ! ! D @   @F       "&'(        "&'         $%  "&'(    $%   "&'        $%  "&'(   $%   "&'         ! "  $%  "&'(      $%   "&'   )BHF I  @IJ @ !    F    E D      8  AAG 8  " @ ==G (&G ,@ A>G 8  "L ==G ('G 0 B>G 8   &'G (?G 8  +(G 8  AG- @ ?G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.