Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 21 ÍSLENSKA járnblendifélagið hf. var rekið með 210 milljóna króna tapi í fyrra og er þetta þriðja árið í röð sem tap er af rekstri félagsins. Tapið er þó mun minna en árið 2000 þegar það var 653 milljónir króna. Rekstrartekjur hækkuðu um 28% milli ára og í frétt frá félaginu segir að ástæður þess séu aðallega lækkun á gengi krónunnar, aukin framleiðsla og fyrri tíma leiðréttingar sem færð- ar hafi verið í rekstrarreikning á þriðja fjórðungi síðasta árs. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- munaliði nær sexfaldaðist milli ára og nam 749 milljónum króna. Minna tap var af fjármunaliðum í fyrra en árið 2000, eða 336 milljónir króna á móti 414 milljónum króna. Gengistap jókst þó, var 595 milljónir króna í fyrra, en 462 milljónir króna árið 2000. Veltufjárhlutfall batnaði milli ára Félagið greiddi 124 milljónir króna í tekjuskatt og átti í árslok tekjuskattsinneign í efnahagsreikn- ingi að fjárhæð 181 milljón króna, en hún var færð niður um 50% þar sem óvissa ríkir um nýtingu hennar. Birgðir jukust um tæpan fimmt- ung milli ára og námu 920 milljónum króna um síðustu áramót. Á sama tímabili tvöfölduðust viðskiptakröfur og námu þær 1,7 milljörðum króna um áramót. Þetta er meginskýring þess að handbært fé til rekstrar nam á síðasta ári 449 milljónum króna þó veltufé frá rekstri næmi 593 millj- ónum króna. Handbært fé í árslok jókst um 43% milli ára og nam 1,1 milljarði króna um síðustu áramót. Eignir félagsins jukust um 19% milli ára og námu tæpum 11 millj- örðum króna um síðustu áramót. Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 5,1%, en árið áður var hún neikvæð um 15,6%. Veltufjárhlutfall, sem mælir hlutfall skammtímaskulda og veltufjármuna, batnaði og var 4,4 um síðustu áramót en 2,9 ári fyrr. Engar arðgreiðslur vegna erfiðrar stöðu Á hluthafafundi í lok nóvember í fyrra var samþykkt tillaga stjórnar um að lækka hlutafé félagsins um 75%, sem þýðir að í stað 4 króna að nafnverði fyrir lækkun áttu hluthaf- ar 1 krónu að nafnverði eftir lækkun. Að því búnu var hlutafé aukið um 650 milljónir króna með lokuðu hluta- fjárútboði á genginu 1,0. Hlutafé er nú 1.091 milljón króna að nafnverði og gengi hefur verið 0,70 að undan- förnu, en viðskiptin eru strjál og upphæðir lágar. Sé gert ráð fyrir að rétt markaðsgengi sé 0,70 er mark- aðsvirði félagsins rúmar 760 milljón- ir króna. Hluthafar í félaginu eru nálægt ellefu hundruð og eru 13,5% hluta- fjár í dreifðri eign, en Elkem á 72,6%, íslenska ríkið 10,5% og Sum- itomo 3,4%. Í frétt frá félaginu segir að í ljósi erfiðrar stöðu félagsins muni stjórn þess leggja til við aðal- fund, sem haldinn verður 13. júní í sumar, að ekki verði greiddur arður til hluthafa fyrir árið 2001. $% &''(                                                                        (')*+(    (')*+(      !"#  $ %""  &$  #    '(" # ')*  &($ !() +), $*%                        !  " #  " #  " #      !   '( ''       !    Tap Íslenska járnblendifélags- ins minnkar TÆKNILEGAR hindranir eru það sem helst stendur í vegi fyrir aukn- um kaupum erlendra fjárfesta á rík- isskuldabréfum í íslenskum krónum, að því er fram kom í máli erlendra gesta á ráðstefnu Lánasýslu ríkisins og Kaupþings New York sem haldin var í gær. Fjallað var um íslensk skuldabréf sem alþjóðlega söluvöru og fjárfestingar erlendra aðila í ís- lenskum skuldabréfum. Þórður Geir Jónasson, forstjóri Lánasýslu ríkisins, ræddi um ís- lenska ríkisskuldabréfamarkaðinn og sagði afar mikil umskipti hafa orðið á síðasta áratug, ekki síst þeg- ar ríkið byrjaði með uppboð á rík- isskuldabréfum árið 1992. Þá nefndi hann að árið 2000 hefðu orðið miklar breytingar með samningum við ákveðna aðila um að vera viðskipta- vakar ríkisskuldabréfanna og að við það hefði seljanleiki þeirra aukist og áhugi útlendinga hefði aukist í fram- haldinu. Þórður benti á að velta skuldabréfa hefði aukist mikið á síð- asta ári á sama tíma og viðskipti með hlutabréf hefðu dregist saman. Ólík hagsveifla hér og erlendis eykur áhuga útlendinga Benjamin Heller, sjóðstjóri hjá HBK, sem er einn stærsti fjárfestir heims í skuldabréfum minna þróaðra markaða, sagði íslenska markaðinn að ýmsu leyti svipaðan mörkuðum Mið- og Austur-Evrópu. Hann væri þó að mörgu leyti betri og nefndi Heller sem dæmi um það að aðgang- ur að upplýsingum um efnahagsmál væri mjög góður hér á landi, en á heimasíðum Lánasýslunnar, Seðla- bankans og Þjóðhagsstofnunar gætu útlendingar fundið nauðsynlegar upplýsingar á ensku. Heller sagði þá staðreynd að sveiflur í hagkerfinu hér á landi væru ólíkar hagsveiflum í Evrópu og Bandaríkjunum gera landið að spennandi kosti fyrir erlenda fjár- festa, því með því að bæta íslensku skuldabréfunum í safn sitt gætu þeir bætt það mikið. Undir þessa skoðun tóku hinir erlendu gestirnir og einn- ig Heiðar Már Guðjónsson hjá Kaup- þingi New York, sem einnig flutti er- indi á ráðstefnunni. Heiðar Már sagði að með því að hafa lítinn hluta safna sinna íslensk skuldabréf gætu erlendir sjóðir dregið umtalsvert úr áhættu sinni en um leið aukið ávöxt- unina. Þetta væri það sem vekti helst áhuga útlendinga á íslensku skulda- bréfunum og þess vegna myndi áhugi þeirra ekki minnka svo nokkru næmi þó vextir hér á landi lækkuðu nokkuð. Heller sagði mikilvægt að bæta enn viðskiptavakakerfið hér á landi, til dæmis með því að hækka þær upphæðir sem viðskiptavakarnir væru skuldbundnir til að eiga við- skipti með hverju sinni. Flemming Bendsen, sem er yfir- maður í skuldabréfaviðskiptum hjá Bear Stearns í London, lýsti þeirri skoðun sinni að endurhverf viðskipti væru ekki nægilega þroskuð hér á landi og fjárfestar þyrftu að geta stundað fjölbreyttari slík viðskipti. Hér væri aðallega boðið upp á end- urhverfu viðskiptin við Seðlabank- ann og það nægði ekki. Bendsen sagði að einnig væri til bóta að hafa færri og stærri flokka skuldabréfa, þannig gæti til að mynda verið betra að hafa tvo stóra flokka en sjö eða átta minni. Vantar tengingu við alþjóðlegt uppgjörskerfi Loks lagði Bendsen ríka áherslu á að mikill vandi fælist í því að Ísland væri ekki aðili að alþjóðlegu upp- gjörskerfi fyrir verðbréf, til að mynda Euroclear, en margir fjár- festar gerðu það að skilyrði fyrir við- skiptum að geta gert þau upp með slíku kerfi. Undir þetta tók Anthony Faillace, aðalsjóðstjóri Drake Management, sem er skuldabréfasjóðafyrirtæki í New York, og Heller lýsti sig raunar sömu skoðunar í pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar. Hann sagðist þó vegna reynslu sinnar af Euroclear geta skilið að langan tíma tæki að semja við fyrirtækið um að það tengdist íslenska markaðnum. Faillace sagði íslenska markaðinn einn þann mest spennandi hjá þróuðu ríki, aðallega vegna þess að hagsveiflan væri ólík því sem gerðist í öðrum löndum, en einnig vegna hárra vaxta sem hlytu að fara lækk- andi. Hann sagðist hafa trú á að vextir myndu lækka umtalsvert á árinu, sem yrði bæði gott fyrir hag- kerfið og þá sem hefðu fjárfest í ís- lenskum skuldabréfum. Ráðstefna um íslensk skuldabréf sem alþjóðlega söluvöru Hægt að auka erlend- ar fjárfestingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.