Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 26
HEILSA 26 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ LIÐAMÍN Er ætlað öllum þeim sem reyna mikið á liðina eða þjást af stirðleika, verkjum og þreytu í liðum. Í Liðamíni er efni sem endurnýjar brjósk auk þess sem í því er eitt algengasta byggingar- efnið í liðbrjóski. Bæði þessi efni hamla bólgu- myndun og eru talin v inna gegn s l i tg igt . M A G N A LÝSI hf www.lysi.is N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 5 7 5 3 /s ia .i s Spurning: Lesandi vildi fá að vita um húðkrabbamein, hvernig það breiðist út og hvaða afleiðingar það getur haft að fá það. Svar: Húðkrabbamein er af fjór- um aðaltegundum, algengast er grunnfrumukrabbamein en síðan koma flöguþekjukrabbamein, sortuæxli og Kaposi-sarkmein. Mikilvægt er að sem flestir hafi hugmynd um hvernig þessi æxli líta út til að fólk geti leitað til læknis í tæka tíð. Grunnfrumukrabbamein (basal cell carcinoma) geta verið af nokkrum undirflokkum og sama lýsingin á ekki við þá alla, þau eru oftast fáeinir mm að stærð þegar eftir þeim er tekið. Þau geta verið flöt, rauð, hrukkótt, hreistrug og með örsmáum sárum eða þau geta byrjað sem lítil kúla eða bóla sem ekki hverfur og stundum blæðir úr eða þau geta verið flöt og hvít eða gul vegna bandvefsmynd- unar. Grunnfrumukrabbamein geta líka verið einhvers konar blanda af þessu sem lýst hefur verið en þau hafa alltaf tilhneig- ingu til að mynda sár sem blæðir úr og þau geta minnkað og stækk- að svo aftur. Þessi krabbamein dreifa sér yfirleitt ekki með mein- vörpum en þau eru hættuleg ef þau ná að vaxa inn í undirliggj- andi vefi eins og t.d. hauskúpu. Meðferð er fólgin í því að fjar- lægja æxlið og nánasta umhverfi þess en þessi krabbamein hafa vissa tilhneigingu til að taka sig upp aftur á sama stað. Flöguþekjukrabbamein (squamous cell carcinoma) er næst algengasta tegund húð- krabbameina. Tæplega 1% af þeim sem fá sjúkdóminn deyja af hans völdum og þó svo að þessi tala kunni að virðast lág, kemur á móti að fjöldi þeirra sem fá þessa krabbameinstegund er mikill. Þetta krabbamein lýsir sér oftast sem þykkni eða útvöxtur (æxli), stærðin getur verið frá örfáum mm upp í nokkra cm, æxlið getur valdið roða og ertingu og það er oft hreistrað og viðkvæmt og við hnjask getur auðveldlega blætt úr því. Meira en helmingur þessara æxla eru á höfði eða hálsi en hin eru dreifð um önnur líkamssvæði sem eru útsett fyrir sólarljósi. Þessi æxli geta dreift sér um lík- amann en ef þau eru fjarlægð með skurðaðgerð ásamt nærliggjandi vefjum fá 90% sjúklinganna var- anlegan bata eftir fyrstu aðgerð. Sortuæxli (melanoma) eru sjaldgæfari en jafnframt mun hættulegri en þær tegundir húð- krabbameins sem lýst hefur verið. Tíðni sortuæxla vex einna hraðast allra krabbameina á Vestur- löndum og þessi tegund húð- krabbameins er orðin verulegt heilbrigðisvandamál. Talið er að rekja megi flest sortuæxli til út- fjólublás ljóss frá sólinni eða ljósalömpum en einnig virðist vera nokkuð sterkur erfðaþáttur til staðar. Sortuæxli eru sjaldgæf undir 14 ára aldri en verða síðan sífellt algengari með hækkandi aldri. Um helmingur sortuæxla myndast úr fæðingarbletti eða freknu en hinir koma þar sem ekkert slíkt var fyrir. Mörg sortu- æxli greinast meðan þau eru mjög lítil, oft minni en 1 mm, og eru þá batahorfur góðar. Nokkur atriði einkenna útlit þessara æxla, þau sem skipta mestu máli er stækk- andi blettur með óreglulega lögun og tenntar brúnir, margvíslegir litir (brúnt, svart, blátt og bleikt) sem taka breytingum, smávegis roði og hrúðurmyndun með blæð- ingum af og til. Sortuæxli eru ekki upphleypt í byrjun en verða það stundum þegar þau stækka. Þessi lýsing getur hjálpað við greiningu á flestum sortuæxlum en ekki má gleyma því að sum sortuæxli passa ekki allskostar við lýs- inguna. Mestu máli skiptir að greina þessi æxli nógu snemma og fjarlægja þau ásamt svæðinu umhverfis. Þegar þessi æxli ná að dreifa sér finnast fyrst meinvörp í nálægum eitlum og þess vegna eru slíkir eitlar fjarlægðir ef þeir eru stækkaðir. Kaposi-sarkmein er sjaldgæf tegund húðkrabbameins sem hef- ur fengið aukið vægi á síðari árum vegna þess að það er stundum fylgikvilli alnæmis. Aukning á tíðni húðkrabba- meins hefur verið svo mikil á und- anförnum áratugum að henni hef- ur verið líkt við faraldur. Á Bretlandseyjum hefur tíðni húð- krabbameins meira en þrefaldast á sl. 15 árum og í Bandaríkjunum gera menn ráð fyrir að annar hver einstaklingur fái húðkrabbamein fyrir 85 ára aldur. Það sem virðist skipta mestu máli er sólböð og ljósaböð fyrir tvítugsaldur, er setja af stað frumubreytingar sem síðan koma fram sem húð- krabbamein 30–60 árum síðar. Hér skiptir miklu að lífskjör fólks á Vesturlöndum hafa breyst mjög á síðustu 50 árum en það hefur aukið frístundir og möguleika á sól- og ljósaböðum. Einnig skiptir máli að klæðaburður fólks hefur breyst á þann veg að sólarljósið nær til stærri hluta líkamans en áður þekktist. Einnig koma við sögu erfðir og eflaust fleiri þættir sem við skiljum ekki ennþá. Hversu hættulegt er húðkrabbamein? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM Húðkrabba líkt við faraldur  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. TÓLF íslenskir læknar eru að hefja rannsókn á því hvort virkni lyfs við sykursýki af tegund 2 geti verið breytileg milli einstaklinga að teknu tilliti til mismunandi erfðaeiginleika þeirra. Niðurstaða rannsóknarinnar getur leitt til þess að farið verði að „klæðskerasníða“ lyf við þessum sjúkdómi eftir erfðasamsetningu sjúklinga. Rannsóknin er liður í samnorrænni rannsókn á áhrifum sykursýkislyfsins Actos, sem er gefið sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Rannsóknin mun ná til u.þ.b. 100 sjúklinga hér á landi og alls 1.250 sjúklinga í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Sykursýki af tegund 2 er arfgengur sjúkdómur og vitað er að ákveðin gen hafa áhrif á framvindu sjúkdómsins, ásamt óhollum lifnaðarháttum. Syk- ursýki af þessari tegund einkennist af háum blóðsykri og í upphafi er sjúk- lingum ráðlagt að breyta mataræði og hreyfa sig meira. Dugi það ekki eru tekin sykursýkislyf til inntöku. Lyfin hafa mismunandi verkun en stuðla öll að lækkun blóðsykurs. Óhollir lifnaðarhættir ýta undir sjúkdóminn Vegna þess hve erfðir ráða miklu um framvindu sýkursýki af tegund 2, ákvað framleiðandi Actos, lyfjafyrir- tækið Eli Lilly, að hlutast til um þessa samnorrænu rannsókn. Niðurstaða hennar getur leitt til þess að með blóðprufu og klínískri skoðun geti læknir séð fyrirfram hvort lyfið henti viðkomandi sjúklingi eða ekki. Niður- staðan getur ennfremur flýtt fyrir þróun lyfja sem taka mið af mismun- andi erfðaeiginleikum sjúklinganna. Á vissan hátt er þar mörkuð ný braut í þróun lyfja sem verða nánast klæð- skerasaumuð fyrir hvern sjúklinga- hóp. Actos er tiltölulega nýtt lyf sem eykur næmi fyrir insúlíni og þar með upptöku insúlíns í vefjum líkamans. Af þessum sökum getur virkni Actos verið breytileg vegna mismunandi erfðaeiginleika. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur opinberlega lýst yfir því að áunnin sykursýki, þ.e. sykursýki af tegund 2, ógni velferð þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur, eru yfir kjörþyngd eða eiga ættingja með syk- ursýki. Hluti rannsóknarhópsins, þegar hann kom saman í fyrsta skipti fyrir skömmu til að leggja á ráðin um framkvæmdina. Til vinstri má sjá Hörð Björnsson lækni, Gunnar Valtýsson lækni, Rafn Benediktsson lækni, Sólveigu H. Sigurðardóttur lyfjafræðing og Ragnar Gunnarsson lækni. Verða lyf „klæðskerasaumuð“ fyrir sjúklingahópa? Ný íslensk rannsókn á erfðaþáttum sykursýki A Ð STUNDA göngu er af mörgum talin hollasta líkamsræktin. Ganga er í senn einföld og örugg og hana geta nær allir iðkað, sama á hvaða aldri. Ef gengið er rösklega er auk þess hægt að ná sama árangri í þoli og með hlaupum, hjólreiðum eða þolfimi – án þess að álagið valdi meiðslum. Kostir þess að stunda göngu  Þú ert ekki bundin/n við að fara út að ganga á ákveðnum tíma. Þú getur þess vegna þjálf- að þig í göngu að nóttu til ef það hentar.  Þú getur þjálfað á mismunandi stöðum, allt eftir því hvað hentar þér og hugur segir til um hverju sinni.  Einu tækin sem þarf eru góðir skór. Ganga er því ódýrasta líkamsrækt sem völ er á.  Þú getur þjálfað utandyra, sem er ómetanlegt. Flestir eru allt of mikið inni en það er nauðsynlegt að fara út og anda að sér fersku, súrefnis- ríku lofti reglulega. Hafðu í huga að þú býrð á Íslandi; láttu veðrið ekki halda aftur af þér heldur klæddu þig samkvæmt því.  Aukakílóin, ef einhver eru, fjúka burt. Ekki segjast hafa þrautreynt all- ar megrunaraðferðir eða kaupa enn eina ,,töfralausnina“ ef þú hefur ekki prófað að fara í röska göngu þrisvar eða oftar í viku í einn mánuð.  Þú styrkist líkamlega og dregur stórlega úr líkunum á að fá ýmsa sjúk- dóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, háþrýsting, beinþynningu og ýmis stoðkerfisvandamál. Ganga, eins og önnur hreyfing, getur einnig bætt marga þessa sjúkdóma  Þú sefur betur og bætir andlega líðan. Um leið ertu að vinna gegn kvíða, streitu og þunglyndi.  Hver og einn getur þjálfað göngu á sínum forsendum og sett sér mark- mið við hæfi. Skynsamlegt er að byrja á að fara í göngutúr t.d. þrisvar sinnum í viku í nokkrar vikur og lengja gönguferðirnar og fjölga þeim smátt og smátt. Þær verða að ómissandi vana að skömmum tíma liðnum og eftir því sem gönguþolið eykst því meira nýtur maður göngunnar. Landlæknisembættið í samvinnu við: Manneldisráð – Ísland á iði 2002 – Sjúkra- þjálfunarskor Háskóla Íslands og Íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands Heilsan í brennidepli Farðu út að ganga Byrjaðu að ganga strax í dag með skynsemi og þolin- mæði að leiðarljósi APA með ígrædda örflögu á stærð við fingurnögl hefur tekist að færa bendil á tölvuskjá með hugsuninni einni. Hér er um að ræða tilraunir, sem vísindamenn við Brown- háskóla hafa gert á öpum og vekja vonir um að síðar meir verði hægt að gera lömuðum kleift að stjórna flóknum tækjum með huganum. Svipað tæki til að stjórna bendli hefur þegar verið grætt í menn, en vísindamennirnir í Brown-háskóla notuðu grennri víra og mældu færri nevrónur við vinnu sína. Þrír apar fengu ígræðslu Rannsóknin fór þannig fram að kubbarnir voru græddir í þrjá apa. Fyrst voru þeir notaðir til að greina merki, sem komu frá þeim hluta heilans, sem stjórnar hreyf- ingum, á meðan aparnir notuðu stýripinna til að stjórna bendlinum. Því næst voru þessi merki notuð til að búa til forrit, sem gerði einum apanna kleift að hreyfa bendilinn með heilanum. Tilraunin tók marga mánuði, en mðan á henni stóð hreyfði ap- inn bendilinn með því að hgsa og notaði hann til að snerta punkta, sem birtust á skjánum. Að launum hlaut apinn appelsínusafa. Niðurstöður tilraunarinnar birt- ust í tímaritinu Nature á fimmtu- dag og skrifa vísindamennirnir, sem hana gerðu, að þær lofi það góðu að ætla megi að menn geti þegar fram í sæki notað tækið. John Donoghue, yfirmaður tauga- vísindadeildar Brown-háskóla, sagði að með áþekkri ígræðslu mætti stjórna öllu, sem staðsetja mætti með tveimur eða þremur hnitum. Eins og áður segir hafa svipaðar rannsóknir verið gerðar á mönnum og á það sömuleiðis við um apa og nagdýr. Miguel Nicolelis, sem gert hefur tilraunir í þessa veru á öpum, sagði tilraunir vísindamannanna við Brown lofa góðu og taldi þetta sýna að nota mætti þessa tækni fyr- ir menn, en taldi að það tæki milli fimm og tíu ár að yfirfæra tæknina. Virkja hugsun apa AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.