Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 67 DAGBÓK Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 16. mars, er fimmtugur Heim- ir Sigtryggsson, dreifing- arstjóri hjá Íslandspósti, til heimilis í Löngumýri 1, Garðabæ. Í tilefni dagsins ætlar hann og eiginkona hans, Herborg Þorgeirs- dóttir, að eyða kvöldinu með nokkrum vinum og vandamönnum. 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 16. mars, er áttræð Margrét Guðmundsdóttir, Hraunbæ 87. Hún og eiginmaður hennar, Sigurður Ragnar Björnsson, eru stödd á Las Camelias á Kanarí. LJÓÐABROT KVEÐJA HEIMANAÐ Aftanblærinn andar, undurtær og hlýr. Upp af gleymsku grafast gömul ævintýr. Hvað er það, sem hreyfir hjartans innsta streng? Allt, sem áður seiddi ungan sveitadreng. Létt á lóuvængjum líður hugurinn yfir höf og heiðar heim í dalinn minn, þar sem grasið græna grær um bernskuspor, þar sem leið mitt ljúfa ljósa æskuvor. Jón frá Ljárskógum BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. Rf3 c6 3. e3 Rf6 4. c4 e6 5. Rc3 Be7 6. Bd3 O-O 7. O-O dxc4 8. Bxc4 b5 9. Bd3 a6 10. e4 c5 11. dxc5 Bxc5 12. e5 Rfd7 Staðan kom upp í 2. deild Ís- landsmóts skák- félaga. Þór Val- týsson (2080) hafði hvítt gegn Hauki Bergmann (2050). 13. Bxh7+! Kxh7 14. Rg5+ Dxg5 Einnig var slæmt að leika 14. Kg6 15. Dd3+ f5 16. exf6+ Kxf6 17. Df3+ og hvítur vinnur. 15. Bxg5 Rxe5 16. Re4 Bb6 17. Dh5+ Kg8 18. Rf6+! og svartur gafst upp. Lokastaðan í 1. deild varð þessi: 1. Hrók- urinn-a 47½ vinningar af 56 mögulegum 2. Hellir-a 41 v. 3. TR-a 38½ v. 4. TR-b 28½ v. 5. SA 20½ v. 6. Hellir-b 19½ v. 7. Bol- ungarvík 17½ v. 8. TK 11 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Fólki finnst þú jarðbund- in(n) og búa yfir raunsæi og sjarma. Þú hefur lokið ýms- um verkefnum og fram- undan eru ný verkefni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú bregst harkalega við þeg- ar þú heyrir skoðun annarra. Tilfinningaþrungin viðbrögð þín skýrast af því hversu þú samkennir þig skoðunum þínum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér finnst ekkert léttvægt við peningamálin og eignir. Þú gerir ráð fyrir því að eiga það sem þú eignast, í langan tíma. Þér er lítt skemmt þeg- ar aðrir sólunda auði þínum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tilfinningaþrungnar sam- ræður munu espa þig upp í dag. Þú vilt að aðrir haldi sín- um ráðleggingum fyrir sig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú skalt sýna djörfung þegar þú kemur með tillögur til úr- bóta í vinnunni. Þú þarft ekki að vera yfirmaður til að leggja fram góðar hugmynd- ir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vertu þakklát(ur) fyrir þau tækifæri sem þú færð í dag til að fræða ungt fólk. Mundu að hólið skilar betri árangri en ávítur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér verður ljóst að ýmislegt þarf að lagfæra af heimilis- tækjum og öðru á heimilinu í dag. Reyndu að gera við það sem þarf því að allir, líka þú, munu njóta góðs af. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert sannfærð(ur) um að þú hafir rétt fyrir þér og læt- ur ekki í minni pokann fyrir öðrum. Hafðu hugfast að skilin á milli sjálfstrausts og hroka eru hárfín. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þig langar að kaupa eitthvað í dag vegna þess að þér finnst að þú verðir einfald- lega að eignast það. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er hætt við að þú lendir uppi á kant við einhvern – sérstaklega maka. Þú skalt spyrja þig hvort þetta sé þess virði að rífast út af því. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nagandi hugsun um að ein- hver sé óánægður með þig mun plaga þig í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér þykir ákaflega vænt um vini þína. Þegar einn þeirra reynir að segja þér hvernig þú átt að haga lífi þínu, finnst þér erfitt að sýna þolinmæði og skilning. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú gætir fengið ráðleggingar frá manneskju í valdastöðu, um það hvernig bæta megi ástandið heima fyrir og í vinnunni. En það gæti líka verið að þú kæmir með þessa góðu hugmynd. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FISKAR SPILARAR eru ófúsir að segja fimm í láglit þegar þrjú grönd standa til boða. Sem er skiljanlegt, því bæði reynslan og Bob Hamman mæla með grandgeiminu. Í síðasta leik Íslandsmótsins í Borgarnesi kom upp spil þar sem valið stóð á milli fimm tígla og þriggja granda, og eins og við var að búast völdu flestir þrjú grönd: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ G52 ♥ 9 ♦ K93 ♣Á98652 Vestur Austur ♠ D8 ♠ Á7643 ♥ ÁG10754 ♥ D832 ♦ 1054 ♦ 8 ♣73 ♣DG10 Suður ♠ K109 ♥ K6 ♦ ÁDG762 ♣K4 Yfirleitt kom vestur út með hjarta gegn þremur gröndum og sagnhafi gat þá tekið níu slagi beint. Með spaða út upp á ás austurs og hjarta til baka fara þrjú grönd þrjá niður, en spaða- útspilið getur ekki talist augljóst. Sigurvegarar fjöl- sveitarinnar, þeir Aðal- steinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson í sveit Subaru, fundu þó þessa vörn gegn sveit Páls Valdimarssonar. Og ekki spillti fyrir að spilið var doblað: Vestur Norður Austur Suður Aðalst. Eiríkur Sverrir Páll – – Pass 1 tígull 1 hjarta Pass 2 tíglar * Dobl 2 hjörtu 3 lauf 3 hjörtu 3 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Páll og Eiríkur Jónsson voru í NS. Eftir tígulopnun Páls tala Sverrir og Aðal- steinn sig saman í hjartanu, en þegar Eiríkur vaknar til lífsins með þremur laufum freistast Páll til að reyna þrjú grönd. Dobl Sverris var fyrst og fremst „krafta- dobl“, en ekki sérstök beiðni um ákveðið útspil. Aðal- steinn taldi hins vegar víst að sagnhafi ætti hjartakóng- inn og óttaðist að gefa þar níunda slaginn í útspilinu. Og valdi því spaðaáttuna. Sverrir tók á ásinn og skipti snarlega yfir í hjartadrottn- ingu – þrír niður og 800 til Butler-kónganna. Á hinu borðinu sögðu Jón Baldursson og Ragnar Her- mannsson fimm tígla á spil NS, reyndar tilneyddir, því AV voru komnir í fjögur hjörtu. Fimm tíglar vinnast alltaf í suður, því sagnahfi getur trompfríað laufið og nýtt það inni á tígulkóng. En eftir yfirfærslusögn varð norður sagnhafi á þrílitinn. Út kom hjarta í gegnum kónginn og aftur hjarta, sem norður varð að trompa. Þar eð tígullinn liggur 3–1 er ekki hægt að nota laufið eftir þessar byrjun og vörn- in fékk tvo slagi á spaða. (Það má reyndar vinna fimm tígla í norður á opnu borði eftir hjartaútspil í gegnum kónginn. Sagnhafi spilar strax spaða á kóng, tekur svo þrisvar tromp og spilar spaða í bláinn. Vestur fær á drottninguna og spilar til dæmis laufi. Það er tekið á kóng og trompunum spilað til enda. Þá þvingast austur í svörtu litunum. En þetta er á opnu borði og fráleitt í reynd.) Með morgunkaffinu En ég hélt að hann væri steindauður. Dúndur útsala í 4 daga 60% afsláttur af öllum vörum Opið laugard. kl. 11-15, mán. - mið. kl. 11-18 Gull - silfur Skuldabréf Baugs hf., 1. og 2. flokkur 2002, á Verðbréfaþing Íslands. Verðbréfaþing Íslands hefur ákveðið að taka eftirfarandi skuldabréf á skrá þingsins fimmtudaginn 21. mars nk. 1. flokkur 2002 Skuldabréfin í 1. flokki 2002 eru afborgunarbréf og bera þau fasta flata 8,00% ársvexti frá útgáfudegi. Útgáfudagur bréf- anna var 15. febrúar 2002. Endurgreiða skal höfuðstól skuld- arinnar með sjö jöfnum árlegum afborgunum, hinn 15. febrúar ár hvert, í fyrsta sinn 15. febrúar 2003 og í síðasta sinn 15. febrúar 2009. Vextir reiknast frá 15. febrúar 2002 og greiðast á sjö gjalddögum eftir á, hinn 15. febrúar ár hvert, í fyrsta sinn 15. febrúar 2003 og í síðasta sinn 15. febrúar 2009. Stærð flokksins verður a.m.k. 1.500.000.000,- að nafnverði. Flokkurinn er opinn. Skuldabréfin eru verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs. 2. flokkur 2002 Skuldabréfin í 2. flokki 2002 eru vaxtalaus kúlubréf. Útgáfu- dagur bréfanna var 15. febrúar 2002. Endurgreiða skal höfuð- stól skuldarinnar í einu lagi á lokagjaldaga þann 15. febrúar 2005. Stærð flokksins verður a.m.k. 500.000.000,- að nafn- verði. Flokkurinn er opinn. Bréfin eru óverðtryggð. Skráningarlýsingar og þau gögn, sem vitnað er til í þeim, er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi banka hf. Ármúla 13, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509 Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.