Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu fasteignin Strandgata 49 á Akureyri Veitingahúsið Pollurinn á Akureyri er nú til sölu. Um er að ræða fasteign sem er á þremur hæðum. Stærð jarðhæðar er samtals 439,1 fm. 2. hæð er 191 fm salur. Í risi er óinnréttað rými. Húsið er hluti af svokölluðum Gránuhúsum og er byggt árið 1880. Stað- setning er góð og umhverfi fallegt. Í húsinu hefur verið rekinn vín- veitingastaður undanfarin ár. Hér er um að ræða einstakt tæki- færi fyrir dugmikla aðila. Miklir framtíðarmöguleikar. Allar frekari upplýsingar veittar Fasteignasölunni BYGGÐ Sími 462 1744 og 462 1820, fax. 462 7746 Um helgina í síma 897-7832 (Björn) MÆÐGININ Helgi Þór Helgason og Ólöf Þórsdóttir, bændur á Bakka í Öxnadal, hafa undanfarna mánuði unnið að gagngerum breyt- ingum á fjósinu á bænum, úr venju- legu básafjósi með mjaltabás í há- tæknifjós með mjaltaþjóni og legubásum. Nú ganga kýrnar frjálsar allan sólarhringinn og fara sjálfviljugar í mjaltaþjóninn, allt að þrisvar á sól- arhring. Hann sér um að mjólka kúna án þess að mannshöndin komi þar nærri. Skynjari les sérstök raf- eindamerki sem eru í ól um háls hverrar kýr og þekkir þannig hvern einstakling. Leysigeislar skynja stöðu spenanna og tækið kemur hylkjunum upp á þá án telj- andi erfiðleika. Að vísu eru sumar íslenskar kýr fulllágfættar þannig að setja þurfti sérstaka upphækkun fyrir afturfætur kúnna svo spena- hylkin hefðu nægjanlegt rými. Þeim Ólöfu og Helga Þór leist vel á mjatlaþjóninn og töldu að hann myndi létta vinnu mikið á bænum, þó að fyrsta vikan hafi verið mjög annasöm og erfið. Ólöf sagði að fyrstu þrjá sólarhringana hefðu þau lítið sem ekkert sofið, en síð- ustu daga hefðu þau getað lagt sig örlítið á víxl. Þau mæðgin eru með 80 kýr og 400 þúsund lítra greiðslumark í mjólk. Helgi sagði að kostnaður hefði verið um 25 milljónir og þar af kostaði mjalta- þjónninn sem er af Lely-gerð 15 milljónir. Fyrirtækið Vélar og þjónusta flytja tækið inn og annast viðhald á því og er þjónustugjaldið 290 þús- und krónur á ári og eru innifaldar í því 6–8 heimsóknir á ári. Mikill kostur við mjaltaþjóninn er að hann nemur margvíslegar upplýsingar frá kúnni. Les frumu- tölu mjólkurinnar úr hverjum spena og lætur einnig vita ef hiti kýrinnar er ekki réttur. Þannig fær bóndinn mikla vitneskju um grip- inn á hverjum degi og getur gripið í taumana áður en í óefni er komið. Fyrsti mjaltaþjónninn á Norðurlandi tekinn í notkun Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Fyrsti mjaltaþjónninn norðan heiða hefur verið settur upp á Bakka í Öxnadal, á búi mæðginanna Ólafar Þórsdóttur og Helga Þórs Helgasonar. Eyjafjarðarsveit ÞORGERÐARTÓNLEIKAR Tón- listarskólans á Akureyri verða haldnir í Laugarborg í Eyjafjarðar- sveit á mánudagskvöld, 18. mars og hefjast þeir kl. 20. Fram koma nemendur á efri stig- um úr öllum deildum skólans og er efnisskráin mjög fjölbreytt. Aðgang- ur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum í minningarsjóð Þorgerðar S. Eiríksdóttur. Þorgerð- ur laukburtfararprófi frá Tónlistar- skólanum á Akureyri og var nýkom- in til London í framhaldsnám, er hún lést af slysförum í febrúar 1972. Tón- leikar þessir eru helsti vettvangur til að styrkja sjóðinn en einnig hefur sjóðurinn tekjur af sölu minningar- korta. Fénu er varið til að styrkja efni- lega nemendur Tónlistarskólans á Akureyri til framhaldsnáms. Þorgerðar- tónleikar TELEMARK-hátíð verður í Hlíðar- fjalli um helgina en að henni standa félagar í Íslenska Alpaklúbbnum. Byrjendum býðst að kynna sér þessa skíðatækni kl. 15 í dag, laug- ardag, en auk þess er á dagskrá svo- nefnd Strýtusveifla sem og einnig Fjarkasveifla en þar er um að ræða keppni m.a. í samhliða svigi. Telemark-skíði eru ekki ósvipuð venjulegum svigskíðum nema hvað bindingarnar eru öflugar göngu- skíðabindingar þannig að menn renna sér með lausan hælinn. Telemark- hátíð SKÍÐAFÉLAG Akureyrar býður fólki að koma á gönguskíðasvæðið í Hlíðarfjalli í dag og á morgun, sunnudag, kl. 14–16 og bregða sér á gönguskíði. Allur útbúnaður verður við gönguhúsið, endurgjaldslaust, og verða nokkrir skíðagöngumenn á svæðinu til þess að leiðbeina fólki. Kynna skíða- göngu ARNFINNA Björnsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Kaupvangs- stræti 23, í dag, laugardag kl. 15. Hún er Siglfirðingur og hefur lagt stund á myndsköpun sér til gamans síðustu 40 ár. Myndefnið sækir hún til síldaráranna sem hún tók fullan þátt í á sínum tíma. Þetta er önnur einkasýning Arn- finnu. Kompan er opin frá kl. 14 til 17 alla daga. Sýningin stendur til 27. mars næstkomandi. Arnfinna sýn- ir í Kompunni ÚTKÖLL hjá Slökkviliði Akureyrar urðu 156 á síðasta ári, þar af 23 utan- bæjar, að því er fram kemur í skýrslu Slökkviliðsins. Þetta eru nokkru fleiri útköll en var árið á und- an þegar þau urðu 131 talsins, þar af 11 utanbæjar. Stærsti eldsvoðinn varð í Strýtu, landvinnslu Samherja, í júnímánuði, en tjón af hans völdum varð umtals- vert. Sjúkraútköllum fjölgaði einnig nokkuð milli ára, þau urðu 1.266 í fyrra, þar af 212 utanbæjar á móti 1.167 árinu á undan, þar af 133 utan- bæjar. Alls var um að ræða 276 bráðatilfelli, en þau voru 314 árinu á undan. Björgunarbíllinn var kallað- ur út 10 sinnum í fyrra, þar af voru 8 skipti þar sem hann var notaður eftir umferðarslys, mest utanbæjar. Sjúkraflutningamenn fóru í 166 sjúkraflug árið 2001, þar af voru 8 til útlanda. Slökkvilið Akureyrar Útköllum fjölgar ÚRSLIT ráðast í spurninga- keppni Kvenfélagsins Bald- ursbrár annað kvöld, sunnudags- kvöldið 17. mars, en keppnin hefst kl. 20.30. Hún fer fram í safnaðarsal Glerárkirkju. Keppnin hófst síðasta haust en nú eru fjögur lið eftir, frá DV, Morgunblaðinu, prestum og Síðu- skóla. Aðgangseyrir er 700 krónur og gildir sem happdrættismiði. Allur ágóði rennur sem fyrr í söfnun á steindum glugga í Glerárkirkju. Skemmtiatriði, kaffi og drykkur í hléi. Morgunblaðið/Kristján Harðsnúið lið Síðuskóla er eitt fjögurra liða sem tekur þátt í úrslitalot- unni í spurningakeppni Kvenfélagsins Baldursbrár á sunnudagskvöld. F.v. Sigríður Jóhannsdóttir, Reynir Hjartarson og Kristín List Malmberg. Kvenfélagið Baldursbrá Úrslit í spurningakeppni ALLS bárust 55 tilboð í útboð á ófyrirséðu viðhaldi hjá Fasteign- um Akureyrarbæjar. Einingaverð í tímavinnu var breytilegt eftir iðngreinum og mikil breidd var í tilboðunum. Tilboð bárust frá sextán aðilum í trésmíði, átta í málningarvinnu, fimmtán raf- virkjum, sjö pípulagningafyrir- tækjum, fjögur tilboð bárust í dúkalögn og fimm í vinnu múr- ara. Stjórn Fasteigna Akureyrar- bæjar samþykkti að taka tilboð- um frá samtals 13 aðilum í tré- smíði, raflögnum, pípulögnum, málun, dúkalögn og múrverki. Félag byggingamanna í Eyja- firði sendi Fasteignum Akureyr- arbæjar erindi, þar sem gerðar voru athugasemdir við nokkur at- riði í útboðinu og lúta m.a. að kjarasamningum iðnaðarmanna. Félagið lagðist þó ekki á nokkrun hátt gegn útboðinu og telur að það sé af hinu góða. Þá bárust 8 tilboð í þrif í ellefu leikskólum bæjarins til þriggja ára. Ekki var gerð kostnaðar- áætlun hjá Fasteignum Akureyr- arbæjar en tvö lægstu tilboðin hljóðuðu upp á um 60 milljónir króna fyrir þetta þriggja ára tímabil en hæsta tilboðið hljóðaði upp á 96 milljónir króna. Að sögn Guðríðar Friðriksdóttur, fram- kvæmdastjóra Fasteigna Akur- eyrarbæjar, er verið að fara yfir tilboðin og stefnt að því að taka ákvörðun um hvaða tilboði verði tekið í næstu viku. Eins og fram hefur komið hefur sex bygginga- fyrirtækjum verið boðið að taka þátt í alútboði um byggingu leik- skóla í Naustahverfi. Guðríður sagði stefnt að því opna tilboð í verkið í byrjun júní nk. Um er að ræða fjögurra deilda leikskóla með 96 rýmum, alls um 650–670 fermetra að stærð. Guðríður sagði ráðgert að taka leikskólann í notkun um mitt ár 2003. Margir vilja viðhalds- verkefni hjá bænum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.